Gylfi Magnússson vill,að konurnar taki við

Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var meðal þeirra sem vöruðu við hruni bankanna. Hann segir nokkur atriði standa upp úr í því sem búið sé að gera. Í fyrsta lagi stofnun nýrra banka á rústum þeirra gömlu. Bráðnauðsynlegt hafi verið að halda greiðslumiðlun og lágmarksbankaþjónustu gangandi en nýju bankarnir séu reyndar ekki mjög burðugir.

Í öðru lagi nefnir hann stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og samninga sem gerðir voru við erlenda seðlabanka í tengslum við aðkomu sjóðsins. Það hafi verið mikilvægt og bráðnauðsynlegt skref.

„Það er búið að berja saman einhver fjárlög fyrir þetta ár, sem eru líklega eins þokkaleg og hægt er að óska eftir. Hallinn á ríkissjóði er mikill en það hefði gert dýfuna enn skarpari ef reynt hefði verið að skila hallaminni eða jafnvel hallalausum fjárlögum. Þó er ljóst að enn á eftir að ganga mikið á í ríkisfjármálum á næstu árum, bæði vegna þess að koma þarf rekstrinum nálægt núllinu á 2-3 árum og síðan eru óhemju skuldir sem greiða þarf af.“

Gylfi nefnir nokkur mál sem eru óleyst á þessum tíma síðan neyðarlögin voru sett. Lítið sé búið að gera í þeirri staðreynd að stór hluti fyrirtækja landsins sé með mjög slæma lausafjárstöðu og jafnvel neikvæða eiginfjárstöðu. Hið sama megi segja um fjölmörg heimili.

Stjórnvöld hafa þurft að glíma við hvern vandann á fætur öðrum og ekki séð mikið til sólar. Gylfi telur það geta verið gilda afsökun fyrir því að hafa ekki náð að leysa öll mál.

„Fljótlega þarf að koma með einhverja trúverðuga áætlun um hvernig eigi að bregðast við, þannig að þeir sem eru í vandræðum sjái hvað er framundan og geti unnið úr sínum málum í samræmi við það. Þegar svona mörg fyrirtæki eru í vandræðum þá þorir í raun enginn að gera neitt. Allir eru að hugsa um að halda sér á floti og taka enga áhættu. Við þær aðstæður verður ekki mikil uppbygging. Stofnun nýrra fyrirtækja er eitt af því sem þarf að gerast til að allt það fólk sem missir vinnuna út af gjaldþrotum og samdrætti geti fengið vinnu aftur.“

Til að atvinnuleysi verði ekki til langs tíma kallar Gylfi eftir frekari aðgerðum og skýrum línum um hvaða fjármagn verður hægt að fá, hvaða fyrirtækjum verður haldið á floti og hvernig tekið verður á fjármálum heimilanna.

 

Gylfi segir að íslenskt viðskipta- og stjórnmálalíf hafi vannýtt eina auðlind, þ.e.a.s. konur. „Rannsóknir hafa löngum sýnt að konur eru alla jafna síður áhættusæknar en karlar. Eitt af því sem kom okkur í vandræði var að hagkerfinu var meira og minna stýrt af frekar áhættusæknum karlmönnum. Því getur verið tími til kominn að þeir stígi til hliðar og hleypi fleiri konum að sem eru með önnur sjónarmið og aðrar lausnir,“ segir Gylfi. (mbl.is)

Gylfi Magnússon var meðal þeirra hagfræðinga,sem héldu vel til haga þeirri miklu skuldasúpu,sem bankarnir voru komnir í  og hann varaði við,að illa gæti farið.Hann segir nú,að betra hefði verið að fleiri konur hefðu verið viðstjórnvölinn,þær séu ekki eins áhættusæknar og karlar.Þetta er athyglisvert sjónarmið og vel má vera,að það sé rétt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Geir harmar,að ríkiskerfið skyldi ekki grípa inn í óhóflega stækkun bankanna

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að árið í ár verði mjög erfitt, í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins þar sem fjallað er tímann sem liðinn er frá hruni bankanna. „Ríkiskerfið greip því miður ekki inn í óhóflega stækkun bankakerfisins, það er hið gremjulega í þessu máli."

„Við höfum ekki dregið dul á það að árið 2009 verður mjög erfitt. Ef vel gengur gæti árið 2010 orðið auðveldara, sérstaklega þegar líður fram á árið. Þetta fer mikið eftir því hver þróunin verður í alheimsbúskapnum. Það er ekki okkur í hag að öðrum gangi illa. Gríðarlegir erfiðleikar eru framundan víða um lönd," segir Geir og nefnir bankakerfið í Bretlandi sem dæmi.

Þar hafi gífurlegum fjárhæðum verið dælt inn í bankana án þess að það hafi haft mikið að segja. Nýr forseti Bandaríkjanna, Obama, hafi jafnframt kynnt umfangsmiklar áætlanir til að örva hagkerfið og á meginlandi Evrópu sé stöðugt verið að grípa inn í hjá bönkunum."

Þetta er ekkert venjulegt ástand. Þegar þetta skall á okkur hér í september af fullum þunga þá voru okkar fjármálastofnanir ekki undir það búnar. Meðal annars vegna þess að þær höfðu hegðað sér gáleysislega, tekið mikla áhættu og ekki sýnt þá ábyrgð sem þarf í þessari starfsemi. Ríkiskerfið greip því miður ekki inn í óhóflega stækkun bankakerfisins, það er hið gremjulega í þessu máli, ekki að við skyldum hafa verið með opið bankakerfi og allt sem því fylgdi á evrópska efnahagssvæðinu. (mbl.is)

Það er athyglisvert,að í þessu viðtali skuli Geir harma,að ríkiskerfið skuli ekki hafa gripið inn í  óhóflega stækkun bankanna, eða m.ö.o. stöðvað hana.Ég hefi margoft bent á þetta,að eftirlitsstofnanir og ríkisvaldið hafi átt að stöðva óhóflega stækkun bankanna.En þessar stofnanir  sátu með hendur í skauti.Og því fór sem fór.

 

Björgvin Guðmundsson


Mótmælt víða um land

Mótmælt var víða um land í dag líkt og undanfarna laugardaga. Þannig mættu á fjórða þúsund manns á Austurvöll í Reykjavík og  á Akureyri komu saman á Ráðhústorginu 200 manns til að mótmæla niðurskurði í menntakerfinu. Þar fluttu þeir Ragnar Sigurðsson, formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri, og Þráinn Karlsson leikari ræðu og að því loknu tókst fólk í hendur og mynduðu hring til að sýna samstöðu um frið og réttlæti.

Á Egilsstöðum mættu þá, að sögn Austurgluggans, um 90 manns og mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í yfirstandandi efnahagshruni og kosninga krafist. „Tökum til, við erum þjóðin og við eigum heimtingu á réttlæti og siðbót, annars verður aldrei til nýtt Ísland,“ sagði Björgvin Valur Guðmundsson sem var frummælandi á fundinum ásamt Ingunni Snædal.

Hátt í fjörutíu einstaklingar söfnuðust þá saman við Mývatn og grýttu gullkálfinn og á Ísafirði tóku um sextíu manns þátt í mótmælaaðgerðum sem fóru friðsamlega fram að venju.(mbl.is)

Nú þegar alþingi byrjar má búast við,að mótmælin harðni. Hörður Torfason hefur boðað ,að mótmælt verði  við alþingishúsið. Að  mínu mati er í lagi að mótmæla  svo lengi sem um friðsamleg mótmæli er að ræða.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Eldri borgarar eiga að búa við góð kjör

Eldri borgarar eiga að búa við góð kjör  á efri árum.Og  þeir eiga að geta lifað með reisn. Lífeyrir aldraðra á ekki aðeins að duga fyrir framfærslukostnaði  heldur einnig til þess að eldri borgarar geti veitt sér eitthvað  og   notið lífsins í ellinni..Sú kynslóð, sem nú er komin á efri ár, hefur átt stærsta þáttinn í því að skapa það Ísland, sem við búum við í dag.Það er því aðeins eðlilegt og sjálfsagt, að  þeir,sem yngri eru, búi vel að eldri kynslóðinni.     Hvað er eðlilegur lífeyrir í dag? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands eru útgjöld einstaklings til neyslu nú 282 þúsund krónur á mánuði. Skattar eru ekki meðtaldir. En lífeyrir almannatrygginga til aldraðra einhleypinga nemur  nú 136 þúsund krónum á mánuði eftir skatta. Það vantar því nær 146 þúsund krónur á mánuði upp á að endar nái saman. Hér er miðað við þá, sem ekki fá neitt úr  lífeyrissjóði. En jafnvel þó viðkomandi einstaklingur fái 50 þúsund króna tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði þá hækka ráðstöfunartekjur hans ekki mikið eða aðeins sem svarar 1/2 lífeyrissjóðsteknanna. Hitt fer í skatta og skerðingar.   Það er mjög óeðlilegt, að tekjur úr lífeyrissjóði skerði lífeyri frá almannatryggingum. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir voru þeir hugsaði sem alger viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar samþykktu að leggja ákveðna upphæð  reglulega í lífeyrissjóð gegn ákveðnu mótframlagi frá atvinnurekanda. Menn gerðu þetta með glöðu geði, þar eð þeir ætluðu að njóta lífeyris úr lífeyrissjóði í ellinni og reiknuðu aldrei með því að lífeyrir almannatrygginga yrði skertur vegna lífeyrissjóðanna. Það er einnig mjög ranglátt að láta menn greiða fullan tekjuskatt  af tekjum úr lífeyrissjóði. Sá skattur ætti að vera að  hámarki 10%, þ.e. eins og fjármagnstekjuskattur er nú  Ég  vil hækka lífeyri aldraðra þannig, að hann dugi fyrir framfærslukostnaði.Ég vil koma þessari leiðréttingu á í áföngum og láta síðan lífeyri aldraðra hækka reglulega í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði. Ég vil einnig, að 100 þúsund króna tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði og  frá atvinnulífinu skerði ekki lífeyri frá almannatryggingum. Stærsta hagsmunamál eldri borgara er að fá lífeyrinn hækkaðan svo þeir geti lifað mannsæmandi lífi og þeir þurfi ekki að skera niður brýn útgjöld.. Þetta er unnt að gera þó nú sé kreppa.,Það má skera  niður í ríkisrekstrinum til þess að gera það kleift.

    

  Björgvin Guðmundsson


Okrað á eldri borgara.Mannréttindi brotin

Fjölmiðlar skýrðu frá því fyrir 2-3 dögum,að vistgjald eldri borgara á Elliheimilinu Grund hefði verið hækkað úr   100 þús.á mánuði í 200 þús á mánuði,eða 100% hækkun. Maðurinn var í herbergi með öðrum vistmanni. Hér er um hreint okur að ræða og ekki verður séð annað en það sé hér verið að níðast á erldri borgara.

Sá háttur er hafður á málefnum eldri borgara á hjúkrunarheimilum aldraðra  og á elliheimilum,að Tryggingastofnun  heldur eftir af lífeyri aldraðra upphæð fyrir greiðslu vistgjalda aldraðra. En því yfirleitt tekinn allur lífeyririnn,sem eldri borgarar eiga að fá en síðan fá eldri borgarar úthlutað  smáupphæð sem kölluð er vasapeningar.Er sú upphæð alger hungurlús og til skammar hvernig farið er með gamla fólkið. Hér er um  algert mannréttindabrot að ræða og það ætti að  kæra þessi vinnubrögð til Mannréttindanefndar Sþ. Það er mannréttindabrot  að rífa af eldri borgurum allan lífeyrinn frá almannatryggingum og segja að hann fari til greiðslu vistgjalda. Auðvitað eiga eldri borgarar að fá útborgaðan  sinn lífeyri og síðan eiga þeir sjálfir að greiða vistgjöld og annan kostnað. Þessu verður að'  breyta strax.

 

Björgvin Guðmundsson


Þorvaldur Gylfason: Stjórnin á að segja af sér

Þorvaldur Gylfason prófessor var gestur í þættinum Í vikulokin á RUV í morgun. Hann var eins og áður mjög ákveðinn í skoðunum um hvað gera hefði átt vegna bankahrunsins. Hann segði: Stjórnin átti strax að segja af sér og axla þannig ábyrgð og síðan átti forsetinn að mynda embættismannastjórn. Þorvaldur sagði,að Seðlabankinn hefði algerlega brugðist. Það yrði að skipta um yfirstjórn þar og mér heyðist hann gagnrýna Fjármálaeftirlitið einnig harðlega.

Þorvaldur var meðal fyrstu  hagfræðinga,sem gagnrýndu harðlega mikla skuldsetningu viðskiptabankanna. Hann var óþreytandi að gagnrýna skuldsetningu banka og þjóðarbús. En það var ekki hlustað á hann. Eftirlitsstofnanir sváfu á verðinum. Ríkisstjórnin svaf.Síðan  voru allir hissa þegar bankarnir hrundu.Ef hlustað hefði verið á Þorvald Gylfason þá hefði mátt koma í veg fyrir bankahrun á Íslandi.

 

Björgvin Guðmundsson


Framsókn samþykkir að sækja um aðild að ESB

Ályktun um að Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Áður hafði verið hafnað tillögu um að flokksþingið leggist eindregið gegn öllum hugmyndum um að Ísland gangi í Evrópusambandið. 

„Við höfum stigið stórt skref, framsóknarmenn, með samþykkt þessarar tillögu," sagði Sigfús Karlsson, fundarstjóri þegar búið var að afgreiða ályktunina. Umræður um Evrópumálin stóðu í fjórar klukkustundir á flokksþinginu og yfir 40 manns tóku til máls.

Í ályktuninni segir að hefja eigi aðildarviðræður á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá sé fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.

Tekið er fram, að viðræðuferlið eigi að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skuli íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.

Í upphaflegri tillögu voru skilgreindar þær leiðir, sem flokkurinn vill fara í aðildarviðræðum en á flokksþinginu var samþykkt að breyta orðinu leiðir í skilyrði. Samkvæmt því setur Framsóknararflokkurinn það skilyrði, að staðfest verði að Íslendingar einir hafi veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Þá veðri Ísland sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.

Einnig verði fæðuöryggi þjóðarinnar tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar. Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður. Þá verði framleiðsla og úrvinnsla íslenskra landbúnaðarafurða tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna.

Þá setur flokkurinn það skilyrði, að í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru. Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.

Loks er sett það skilyrði að ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB. (mbl.is)

Samkvæmt þessari samþykkt hefur Framsókn  samþykkt að sækja um aðild að ESB.Ekki er unnt að fá aðildarviðræður nema sótt sé  um aðild. Þetta er tímabótasamþykkt.Framsókn hefur þannig skotið Sjálfstæðisflokknum aftur  fyrir sig í Evrópumálum. Það  fylgja að vísu ýmis skilyrði samfþykkt Framsóknar.En ei að síður: Frtamsókn er komin um borð í Evrópulestina.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Handarlaus án tölvu

Tölvan  bilaði hjá mér og ég var alveg handarlaus á meðan,gat ekki bloggað og ekki sent tölvupóst eða neitt unnið á tölvu.Menn eru orðnir mjög háðir tölvum. Tölvan er orðin jafn mikilvæg og sími og ef til vill mikilvægari.Nú er ég aftur komin með tölvu í lagi og þá get ég tekið gleði mína á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Sveitarfélögin skulda 130 milljarða

Sveitarfélögin í landinu skulda yfir 130 milljarða króna. Þá eru ótaldar lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar utan efnahags sem gætu numið allt að 100 milljörðum króna. Þetta má meðal annars lesa í 1. tölublaði fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið í íslensku efnahagslífi á síðustu mánuðum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga ákveðið að efla söfnun upplýsinga um fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna og verður þeim nú safnað mánaðarlega.

Verkefnið er unnið í samvinnu við samgönguráðuneytið og Hagstofu Íslands. Mánaðarlega verður sent út form sem sveitarfélögin eru beðin um að fylla út. Þar er óskað eftir upplýsingum um helstu atriðin sem varða tekjur og gjöld, fjármagnskostnað, fjárfestingar og skuldastöðu. Leitast er við að afla sem mestra upplýsinga með lágmarksfyrirhöfn. Niðurstöður úr þessari upplýsingasöfnun verða gefnar út í sérstöku fréttabréfi jafnóðum og þær liggja fyrir.

Skjalið var sent til allra sveitarfélaga um miðjan nóvember í fyrra og bárust svör frá 39 sveitarfélögum sem hafa um 82% landsmanna.

Í fyrsta fréttabréfinu birtast upplýsingar sem byggja á niðurstöðum frá fyrstu 10 mánuðum síðasta árs.

Rekstrarleg afkoma sveitarfélaganna er lökust á þeim svæðum þar sem þenslan var mest. Reykjavíkurborg er með framlegð upp á 2,5 milljarða króna sem er 4,1% af tekjum. Höfuðborgarsvæðið án Reykjavíkur er með neikvæða framlegð upp á 1,5 milljarða króna eða -3,9% af tekjum. Vaxtarsvæði eru með neikvæða framlegð upp á tæpar 600 milljónir króna eða -1,4% af tekjum. Að lokum eru önnur sveitarfélög með framlegð upp á 2,5 milljarða króna eða 8,7% af tekjum. Samtals er áætlað að sveitarfélögin séu með um 3 milljarða króna í framlegð sem er 1,8% af tekjum.

Fjárfesting er langmest hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eða rúmir 16 milljarðar króna. Síðan kemur Reykjavík með 8,7 milljarða og vaxtarsvæði með 8,6 milljarða. Fjárfesting er síðan mun minni hjá öðrum sveitarfélögum eða 3,8 milljarðar króna. Áætlað er að brúttófjárfesting nemi um 37,5 milljörðum króna á árinu 2008. Tekjur af gatnagerðargjöldum og söluverði varanlegra rekstrarfjármuna eru metnar á rúma 3 milljarða þannig að stærstur hluti þessara framkvæmda er fjármagnaður með lánsfé.

Heildarskuldir sveitarfélaganna eru áætlaðar um 131 milljarður króna. Þar af eru skammtímaskuldir um 42 milljarðar og langtímaskuldir um 89 milljarðar. Í samantektinni segir að það sé háð ýmsum óvissuþáttum að áætla heildarskuldir sveitarfélaganna út frá fyrirliggjandi upplýsingum svo að um ákveðna nálgun er að ræða. Þá segir að þróun gengismála hafi tekið verulegum breytingum frá einum mánuði til annars. Áhrif verðbólgunnar séu einnig töluverð á þróun verðtryggðra lána þannig að um nálgun sé að ræða en ekki handfastar niðurstöður.

Lífeyrisskuldbindingar eru ekki reiknaðar með í þessari samantekt. Þær eru reiknaðar út í tengslum við frágang ársreiknings og eru því einungis uppfærðar einu sinni á ári. Í árslok 2007 voru þær um 43 milljarðar króna, miðað við verðlag í nóvember 2008. Þá eru ekki taldar með skuldbindingar utan efnahags en þær koma meðal annars til með þeim
hætti að sveitarfélag hefur selt eignir sínar og endurleigt þær eða falið einkaaðila að kosta fjárfestingu sem sveitarfélagið leigir síðan til langs tíma. Upplýsingar um þessar skuldbindingar eru ekki í efnahagsreikningi sveitarfélaganna heldur er þeirra getið í skýringum samkvæmt ákveðinni forskrift. Í árslok 2007 voru skuldbindingar utan efnahags um 45 milljarðar króna, miðað við verðlag í nóvember 2008.(mbl.is)

Mikil óvissa rikir nú um afkomu sveitarfélagann.Tekjur þeirra munu minnka mikið vegna minni tekna einstaklinga og fyrirtækja. Kreppan þýðir einnig,að  veita verður meiri félagslega aðstoð en áður.

 

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 

Fara til baka T


Á að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael?

Þúsundir flýðu heimili sín í Gaza-borg í morgun. Ísraelskar hersveitir hafa sótt langt inn í þéttbýl íbúðarhverfi. Harðar loftárásir hafa verið gerðar á miðborgina og Ísraelar vörpuðu m.a. 3 fosfórsprengjum á höfuðstöðvar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna þar sem hundruð flóttamanna hafa leitað skjóls fyrir sprengjuárásunum.

Chris Gunness, talsmaður Flóttamannahjálparinnar, segir að byggingin sé alelda. Fosfór brennur við háan hita og kveikir elda sem erfitt er að slökkva. Um 80.000 íbúar eru nú á flótta á Gaza. Tala látinna hækkar; 1.055 Palestínumenn verið drepnir á árásunum, þar af eru 670 óbreyttir borgarar.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, reynir að knýja Ísraela til að hætta árásum og sagði við ísraelska utanríkisráðherrann Livni í Jerúsalem í morgun að tala látinna sé orðin óbærileg. Níu mannréttindasamtök í Ísrael skora á Ísraelsstjórn að hætta að koma í veg fyrir að neyðarhjálp berist íbúunum og að rannsókn fari fram á stríðsglæpum Ísraelshers.

Miguel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, átti viðræður við Olmert, forsætisráðherra Ísraels, í gærkvöld og forystumenn Palestínumanna í Ramallah og segist vongóður um vopnahlé. Abbas, forseti Palestínumanna, segir mikilvægt að lina þjáningar íbúanna  á Gaza. Hamasamtök eru talin hlynnt tillögum Egypta sem kveður á um tafarlaut vopnahlé í tíu daga síðar verði samið um að umsátri Ísraela verði létt og gæslu landamæra.

Ísraelska dagblaðið Haarets segir að herför Ísraela sé nú farin að hafa áhrif á utanríkisviðskipti Ísraels m.a. hafi Tyrkir sett skorður við innflutningi á landbúnaðavörum frá Ísrael. Þá slitu stjórnvöld í Bólivíu og Venesúela  stjórnmálasambandi við Ísrael í gær.(ruv.is)

Hvernig má það  vera að  Ísrael skuli gera  árásir á flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna á Gazasvæði? Er þeim ekkert heilagt.Svo virðist sem alþjóðasamfélagið  fordæmi þessar aðgerðir Ísraels ekki  nægilega harðlega.En auðvitað  ætti að fordæma  þessar aðgerðir um allan heim og eðlilegt væri að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael við þessar aðstæður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband