Föstudagur, 19. október 2007
Helmingur launþega mátti sæta kaupmáttarskerðingu
Ársfundur ASÍ hefur staðið yfir undanfarna daga. Hagfræðingur samtakanna skýrði frá þvi á fundinum,að á árunum 2006-2007 hefði helmingur launþega orðið fyrir kaupmáttarskerðingu,m.ö.o. verðbólgan var meiri en launahækkanir þeirra. Þessar staðreyndir leiða glögglega í ljós hve varhugavert er að treysta meðaltalsútreikningum.
Alþýðusambandið telur nauðsynlegt að bæta kjör þeirra lægst launuðu mikið. Talað er um að lágmarkslaun þurfi að hækka í 150 þúsund krónur á mánuði. Einstök verkalýðsfélög vilja fá mikið meiri hækkanir eða laun upp í 180 þúsund á mánuði.Er alveg ljóst,að framundan eru hörð átök á launamarkaðnum. Samningar verkalýðsfélaganna eru lausir um áramót.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 18. október 2007
Dagur B.Eggertsson fór vel af stað
Fyrsta verk Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í Reykjavík í gærmorgun var að halda fund með öllum lykilmönnum leikskóla og grunnskóla borgarinnar til þess að fjalla um mönnunarvandamálin. Það hefur ekki verið unnt að manna leikskóla og grunnskóla borgarinnar að undanförnu vegna manneklu . Dagur telur það vera forgangaverkefni sitt að leysa þetta vandamal.Segir hann að tillögur um aðgerðir verði lagðar fram á næstu dögum. Ég er mjög ánægður með,að Dagur skuli veita þessum málum forgang. Það er vissulega algert forgangsverkefni borgarinnar að sjá til þess að foreldrar geti komið börnum sínum í grunnskóla og leikskóla. Það er ekki forgangsverkefni borgarinnar að láta Orkuveitu Reykjavíkur selja tækniþekkingu út i heimi. Ef sæmileg sátt næst um slík verkefni er í lagi að vinna að þeim annars ekki.Annað málið á dagskrá Dags í gær var að efna kosningaloforð um að heimsækja gamla fólkið í Breiðholti. Eldri borgarar í Gerðubergi tóku loforð af Degi í kosningabaráttunn fyrir sí'ðustu kosningar um að hann mundi koma til þeirra í heimsókn,ef hann yrði kjörinn borgarstjóri. Hann efndi það koningaloforð í gær og heimsótti gamla fólkið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór vel af stað.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 16. október 2007
Sameining útrásarfyrirtækjanna ógild
Ég tel, að sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Invest sé ógild.Fundurinn,sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með 7 daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við 1 dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna ( REI og GGI) ekki kynnt nægilega vel fyrir borgarfulltúum.T.d. liggur nú fyrir,að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt REI á þjónustu frá Orkuveitunni.Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram.Hér er svo stór mál að ræða að kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi .Það á bæði við um sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn. Deila um það hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi fengið minnisblað um 20 ára einkaréttarsamninginn skiptir engu máli í þessu sambandi. Ef það minnisblað hefur verið lagt til hans ásamt fjölda annarra skjala hefur alla vega ekki verið vakin athygli hans á þessu mjög svo mikilvæga atriði. Það er ámælisvert. Auðvitað átti að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Hér hafa embættismenn og stjórnarmenn í REI brugðist skyldu sinni varðandi það að kynna efni ráðgerðra samninga nægilega vel.
Ekki verður séð,að neina nauðsyn hafi borið til þess að hespa afgreiðslu framangreinds máls af í flýti. Kaupsýslumenn í einkarekstri eru að vísu vanir að afgreiða málin hratt. En stjórnmálamönnum ber að afgreiða og taka nægilegan og lýðræðislegan tíma í að afgreiða málin.Því verður ekki trúað að kaupsýslumennirnir hafi viljað hespa afgreiðsluna af til þess að stjórnmálamennirnir gætu ekki kynnt sér málin nægilega vel. En staðreynd er að málið var ekki kynnt nægilega vel fyrir stjórnmálamönnunum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. október 2007
Góð tillaga Kristins H.Gunnarssonar
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Frjálslynda flokksins hefur flutt till0gu á alþingi um afnám skerðingar bóta ellífeyrisþega vegna atvinnutekna og séreignalífeyrissparnaðar. Ég fagna þessari tillögu en bendi á,að það vantar í tillöguna ákvæði um að afnema skerðingu vegna tekna úr lífeyrissjóði.Í Svíþjóð eru engar slíkar skerðingar. Íslendingar eru sennilega eins ríkir og Svíar. Þess vegna geta þeir afnumið tekjutengingar eins og Svíar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. október 2007
ÍIhaldið styður að opinber orkufyrirtæki séu í samkeppnisrekstri.Átti að fella Vilhjálm?
Föstudagur, 12. október 2007
Sér grefur gröf.......
Meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar í Reykjavík er fallinn.Minnihlutinn hefur myndað stjórn með fulltrúa Framsóknar undir forustu Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar, og verður hann borgarstjóri.Þessi breyting gerðist mjög snögglega.
Undanfari valdaskiptanna var sá,að miklar deilur voru í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna og virtist sem allir óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna væru snúnir gegn foringja sínum,borgarstjóranum.Þeir létu Morgunblaðið segja með stórri forsíðufyrirsögn á mánudag: Það átti að vaða yfir okkur. Hver ætlaði að vaða yfir borgarfulltrúana? Það hlýtur að hafa verið borgarstjórinn. Haldinn var sáttafundur hjá borgarfullrúunum og borgarstjóra og þar bakkaði borgarstjóri algerlega og samþykkti sjónarmið óbreyttra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. En það dugði ekki til. Skaðinn var skeður. Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur undir forustu Guðlaugs Þór lagði til stofnun sérstaks félags,REI til þess að annast útrás af hálfu Orkjuveitunnar.Nú átti lausnin að felast í því að selja þetta fyrirtæki á útsöluverði. Það var ekki heil brú í þessu hjá Sjálfstæðisflokknum. Von var að Björn Ingi gæfist upp á samstarfi við þá og snéri sér að minnihlutanum.Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki lengur stjórntækur og það virðist hafa verið rétt. Morgunblaðið segir í leiðara í dag,að líklega megi kenna reynsluleysi óbreyttra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um.
Ljóst er að sjálfstæðismenn tóku sína eigin gröf.
Ég er mjög ánægður með að félagshyggjumenn séu komnir til valda á ný í Reykjavík. Dagurinn í gær var gleðidagur.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. október 2007
Meirihlutinn fallinn í Rvk. Dagur verður borgarstjóri
Til hamingju Reykvíkingar.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 11. október 2007
Ekkert gerst enn í málefnum aldraðra
Miðvikudagur, 10. október 2007
Verðbólgan eykst á ný
Verðbólgan eykst nú á ný. Er hún nú 4,5% á ársgrundvelli.Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 prósent á milli mánaða í október og mælist tólf mánaða verðbólga því 4,5 prósent samanborið við 4,2 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Í útreikningum Hagstofunnar kemur fram að kostnaður vegna eigin húsnæðis hafi aukist um 0,8 prósent á milli mánaða auk þess sem verð á fötum og skóm hafi hækkað um 3,5 prósent í kjölfar útsöluloka. Þá hækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 1,0 prósent. Þetta er í samræmi við spár bankanna.
Þessi mikla verðbólga mun valda erfiðleikum við gerð nýrra kjarasamninga en þeir renna út um næstu áramót. Kjarabætur sem áður var samið um hafa að mestu leyti eyðst á verðbólgubálinu.Þess vegna verða verkalýðsfélögin varkár við gerð nýrra samninga. Þau vilja tryggja sig í bak og fyrir og fá kjarabætur sem hald er í.Seðlabankanum hefur algerlega mistekist að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Seðlabankinn hækkar og hækkar stýrivexti og eru þeir nú þeir hæstu í allri Evrópu. En samt minnkar verðbólgan ekki. Háir stýrivextir Seðlabankans valda hækkun útlánsvaxta viðskiptabankanna og lána þeir nú fé á okurvöxtum. Mikil verðbólga veldur miikilli hækkun á lánum Íbúðalánasjóðs og öðrum íbúðalánum,sem eru verðtryggð.Verðbólgan veldur því beinni kjaraskerðingu.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 9. október 2007
Mikill ágreiningur í borgarstjórn
Ljóst er eftir blaðamannafund borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í gær og viðtöl við Björn Inga Hrafnsson,að mikill ágreiningur er í borgarstjórn um orkumálin. Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins tókst að beygja borgarstjóra i málinu og hefur hann nú fallist á að selja sem fyrst hlut Orkuveitunnar í Reykjavík energy invest. Áður hafði borgarstjóri ákveðið vegna þrýstings að afturkalla hlutabréfasölur í REI til einstakra vina og gæðinga og sagt,að allir ættu að sitja við sama borð við kaup á hlutabréfum.Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er ekki sáttur við niðurstöðuna í Sjálfstæðisflokknum. Hann telur skynsamlegra að bíða með sölu á hlut Orkuveitunnar í REI,þar til hann hafi hækkað í verði.
Ljóst er að þetta klúður hjá borgarstjórn Reykjavíkur getur stórskaðað hagsmuni Reykjavíkur. Það er búið að sameina REI og Geysir Green Energy á Suðurnesjum. Stórir einkaaðilar eru hluthafar í fyrirtækinu. Þeir eru komnir þarna inn og eiga jafnvel forkaupsrétt á kaupum á frekari hlutum. Það er stórhættulegt að hleypa einkaaðilum þannig inn orkulindir landsmanna.Ljóst er að það verður að setja lög sem fyrst sem hindra frekari sókn einkaaðilia inn í orkulindirnar.
Björgvin Guðmundsson