Mánudagur, 13. október 2008
"Hann var fullur heiftar og haturs út í Jón"
Ég bloggaði nokkur orð um viðtal Egils Helgasonar við Jón Ásgeir í Silfri Egils í dag. Ég sagði ekkert um efnisatriði,heldur gagnrýndi framkomu Egils við Jón Ásgeir.
Baldvin Baldvinsson svaraði bloggi mínu á þessa leið:
Ég er nokkuð sammála þér varðandi þetta viðtal. Við skulum láta liggja
milli hluta hvað þessir menn kannski hafa á samviskunni, en þegar þeir koma
eins og Jón Ásgeir í viðtal, þá finnst mér það þakkarvert og jafnframt
sýnir það mér að maðurinn er hugrakkur. Hitt er svo annað mál að ég get með
engu móti séð hvernig er hægt að fá einhvern í viðtal og spyrill þáttarins
er með eintal. Hann var fullur heiftar og haturs út í Jón og Jón fékk ekki
að svara nema að mjög takmörkuðu leyti því sem hann var spurður um. Reyndar
finnst mér þetta loða ansi mikið við fjölmiðlafólk yfir höfuð að þykjast
vita meira um hlutina en viðmælendur þeirra og það er mikil afturför ef
fólk fær ekki að tjá sínar skoðanir fyrir spurningaflóði sem engu skilar.
Menn standa eftir sem áður með fleiri spurningar en svör við því sem á stað
var lagt með. Semsagt að fá eitthvað af viti útúr viðmælandanum.
Ég geri framangreind orð að mínum. Egill var fullur heiftar út í Jón.Hann hefði aldrei komið svoina fram við Björgólf Guðmundsson.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 12. október 2008
Egill Helgason varð sér til skammar
Egill Helgason réðst með óbótaskömmum á Jón Ásgeir í Silfri Egils í dag. Agli var svo mikið niðri fyrir, að Jón Ásgeir fékk ekki að komast að til þess að svara fyrir sig. Egill Helgason sagði, að Jón Áseir og Baugur hefðu sett Ísland á hausinn. Egill kenndi Jóni um gjaldþrot allra bankanna. Hvers vegna var Egill að fá Jón Ásgeir í þáttinn. Hann hefði i alveg eins getað talað við sjálfan sig í þættinum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 12. október 2008
Brutu ráðamenn bankanna af sér?
Norðmenn gengu í gegnum svipaða bankakreppu og við fyrir allmörgum árum. Þeir tóku málið föstum tökum. Ríkið yfirtók einhverja banka og rannsakað var mjög ítarlega hvort einhverjir ráðamenn bankanna hefðu brotið af sér. Svo reyndist vera í Noregi.Þeir voru látnir svara til saka.
Seðlabankastjóri kallaði ráðamenn viðskiptabankanna óráðsíumenn í kastljósi nýlega. Þessu mótmælti Kjartan Gunnarsson fyrrv, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins harðlega á fundi í Valhöll í gær, Það þarf ekki síður hér en í Noregi að rannsaka hvað fór úrskeiðis hjá bönkunum.Skuldir bankanna erlendis voru orðnar svo miklar að þær hefðu getað valdið þjóðargjaldþroti, ef ríkið hefði ekki gripið til ráðstafana. Hvar var eftirlit Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. október 2008
Kapitalisminn brást
Sunnudagur, 12. október 2008
Morgunblaðið og Fréttablaðið sameinast!
Samkomulag hefur náðst milli Árvakurs og 365 um að 365 eignist 35% í Árvakri.Pósthúsið verður aðili að samstarfinu. Eftir þessa breytingu verður dreifing blaðanna á einni hendi.Hér er merkilegt skref stigið. Mbl. og Fréttablaðið hafa verið aðalkeppinautarnir á dagblaðamarkaðnum. Að vísu mun sjálfstæði ritstjórna blaðanna haldast.Það vaktu mikla athygli á sínum tíma þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótti mörgum þá Fréttablaðið færast verulega nær Mbl. En Þosteinn hefur verið mjög sjálfstæður ritstjóri.Fróðlegt verður að sjá hvert framhaldið verður í þessari þróun.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. október 2008
Ísland fái lán hjá IMF án skilyrða
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir það sína skoðun, að Ísland eigi að sækja um stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ólíklegt væri á þessu stigi að sjóðurinn setti of ströng skilyrði fyrir stuðningi.
Niðurstaða mín er sú að ef við óskum eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni aðrir seðlabankar og aðrar þjóðir renna í þá slóð, þannig að hér eiga að vera mjög tryggir möguleikar á að ná aftur upp gjaldeyrismarkaði á tiltölulega skömmum tíma, treysta gengið og fara í umtalsverða vaxtalækkun í framhaldinu, sagði Össur.
Að mati hans yrði einnig mjög athyglisvert ef Íslendingar yrðu fyrsta ríkið sem færi inn í aðstoðaráætlun Japana um lán úr 1000 milljarða dollara gjaldeyrisvarasjóði.( mbl.is)
Ég tel,að Ísland eigi að sækja um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) en við getum ekki samþykkt nein ströng skilyrði eins og hallalausan ríkisrekstur.Það er talsverður halli á fjárlagafrv, og við verðum að hafa slíkan halla til þess að geta haldð uppi öflugu vekferðarkerfi og aukið framkvæmdir og atvinnu nú þegar ýmislegt dregst saman vegna fjármálakreppunnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ísland á að sækja um stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. október 2008
Hagvöxtur mestur 1960-1980
Stefán Ólafsson prófessor skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag.Þar færir hann rök fyrir að íslendingar eigi auðveldlega að geta unnið sig út úr fjármálakreppunni.Hann bendir á,að áður en einkavæðing bankanna hófst og útrásin var hagvöxtur mikið meiri hér.Hagvöxtur var meiri 1960-1980 en á tímabilinu eftir 1995.,segir Stefán. En það er búið að berja það inn í þjóðina,að þessu hafi verið öfugt farið.
Hagvöxtur og þróun kaupmáttar.
Hér verður athuguð þróun þessara þátta sl. 40 ár og litið á hvern áratug fyrir sig. Á þessu tímabili er meðaltals hagvöxtur á ári á mann langmestur á tímabilinu 1971-1980 eða rúmlega 5%. Á þessum tíma voru við völd vinstri stjórnir undir forustu Ólafs Jóhannessonar ( 1971-1974 og 1978-1979), stjórn Geirs Hallgrímssonar (1974-1978) og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir forustu Benedikts Gröndal (1979-1980).Hagvöxtur er næstmestur á áratugnum á undan,þ.e. 1961-1970. Þetta er viðreisnaráratugurinn,þegar ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins fór með völd. Á þessu tímabili var meðaltals hagvöxtur á ári rúm 3%. Ef litið er á áratuginn 1991 2002, þ.e. stjórnartíð ríkisstjórna undir forustu Davíðs Oddssonar, kemur í ljós,að meðaltals hagvöxtur á ári er aðeins tæp 2% sem er lítið miðað við hagvöxt viðreisnaráratugsins og hagvöxt tímabilsins 1971-1980. ( Byggt á tölum Hagstofunnar).Lítum á þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann sl. 40 ár, þ.e. meðalbreytingu á ári.Kaupmátturinn segir ef til vill mest um breytingu lífskjara almennings. Eftirfarandi kemur í ljós: Kaupmátturinn eykst langmest á tímabilinu 1971-1980 eða um 5,7% þ.e. í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar,Geirs Hallgrímssonar og Benedikts Gröndal. Næst mest eykst kaupmátturinn á viðreisnaráratugnum 1961-1970 eða um 5,2%.Síðan kemur tímabilið 1981-1990 með 2,2% aukningu kaupmáttar en tímabil ríkisstjórna Davíðs Oddssonar,1991-2002, rekur lestina með 1,8% kaupmáttaraukningu ( Hér er byggt á hagtölum Þjóðhagsstofnunar og fjármálaráðuneytis ).
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 11. október 2008
Bretar knésettu Kaupþing.Eigum að stefna þeim
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, var harðorður í garð breskra stjórnvalda á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Sagði hann að bresk stjórnvöld hefðu með valdníðslu knésett stærsta fyrirtæki Íslendinga í vikunni og Ísland hljóti að skoða það í fullri alvöru að leita réttar síns vegna þessa.
Geir sagði að framganga Breta í vikunni hefði verið fullkomlega óforsvaranleg þótt eðlilegt sé að ríki reyni að verja hagsmuni sína.
Ég ætla ekki að reyna að leyna undrun minni og vonbrigðum þegar í ljós kom að breska ríkið hefði beitt lögum um varnir gegn hryðjuverkum gegn íslenskum fyrirtækjum þar í landi. Reyndar lögum, sem voru mjög umdeild þegar þau voru sett vegna þess að menn óttuðust að gripið yrði til þeirra af öðru tilefni en til varnar hryðjuverkum. Má vera, að nú hafi komið í ljós, að nokkuð var til í þeirri gagnrýni.
Þessar aðgerðir ásamt yfirlýsingum breska forsætisráðherrans, sem ég hef raunar átt prýðileg samskipti við, yfirlýsingar hans um vanskil og hugsanlegt þjóðargjaldþrot Íslendinga, má í raun túlka sem aðför að hagsmunum íslensku þjóðarinnar þegar horft er til þess aflsmunar, sem er á þessum tveimur ríkjum," sagði Geir.
Hann bætti við, að þótt breska ríkisstjórnin hafi talið sig eiga rétt á hendur íslenska ríkinu vegna ábyrgðar og uppgjörs á einhverjum bankareikningum þá hafi aðgerðir breskra ráðamanna verið fullkomlega úr öllu samhengi.
Við hvorki getum né munum, Íslendingar, sætta okkur við það, að vera flokkaðir sem hryðjuverkamenn af hálfu breska ríkisins. Ég spurði breska fjármálaráðherrann í samtali hvort þeim væri alvara með þessu sæmdarheiti, sem þeir hefðu valið okkur, og hann kvað það nú ekki vera. En að ganga svona fram gagnvart lítilli vinaþjóð á erfiðum tímum er hvorki sæmandi né siðlegt," sagði Geir.
Hann sagði að eftir skýr og afdráttarlaus mótmæli Íslendinga hefðu bresk stjórnvöld dregið nokkuð í land og unnið væri að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf.
En eftir stendur, að bresk yfirvöld hafa hugsanlega valdið gríðarmiklu tjóni með þessu ruddalega framferði, meðal annars að hafa með valdníðslu knésett stærsta fyrirtæki Íslendinga í vikunni. Við hljótum að skoða það í fullri alvöru að leita réttar okkar vegna þessara misgjörða," sagði Geir(mbl.is)
Ég er sammmála Geir. Framkoma Breta er ruddakeg og óafsakanleg.Stóveldi ræðst á smáþjóð og veldur henni ómældum skaða.Það er erfitt að lita á Breta sem vinaþjóð eftir þetta.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. október 2008
Græðgisvæðingunni lokið
Undanfarin ár,eða allt frá því einkavæðing bankanna hófst hefur ríkt hér græðgisvæðing og gróðahyggja.Stjórnendur bankanna og stórra fyrirtækja hafa lagt höfuðáherslu á það að græða sem mest og þeir hafa aldrei verið ánægðir með gróðann.Þeir hafa alltaf vilja græða meira og meir.Í þessu skyni var alltaf verið að kaupa ný og ný fyrirtæki hér og erlendis.Bankarnir l0gðu meiri áherslu á brask með verðbréf og hlutabréf en að þjóna viðskiptavinum sínum.Hið sama er að segja um öll helstu stórfyrirtæki í landinu.Stjórnendur fyrirtækjanna tengdu laun sín við afkomu fyrirtækjanna og skömmtuðu sér ofulaun. Það varð þeirra hagur að fyrirtækin tækju sem mesta áhættu og græddu sem mest.En nú er þessu tímabili að mestu lokið.Græðgisvæðingin er komin í þrot.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 11. október 2008