Mánudagur, 8. október 2007
Hriktir í meirihluta borgarstjórnar
Morgunblaðið segir frá því í dag á forsíðu að borgarstjóri hafi verið einngraður í orkuveitumálinu,þ.e. málinu varðandi sameiningu útrásarfyrirtækjanna í orkumálum. Borgarstjóri hafi tekið ákvörðun einn án samráðs við aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þeir hafi staðið frammi fyrir orðnum hlut þegar búið var að sameina útrásarfyrirtækin. Um helgina og undanfarið mun hafa verið leitað sátta í málinu. Niðurstaðan mun verða lögð fram í hádeginu í dag. Hún mun vera sú að Orkuveita Rvíkur selji sinn hlut í hinu sameinaða útrásarfyrirtæki.
Mbl. segir,að svo mikil ólga hafi verið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins,að við hafi legið að samstarfinu við Framsókn hafi verið slitið og myndaður meirihluti með VG!
Björgvin Guðmundsson
Var meirihlutinn að falla?
Morgunblaðið segir frá því í dag á forsíðu að borgarstjóri hafi verið einngraður í orkuveitumálinu,þ.e. málinu varðandi sameiningu útrásarfyrirtækjanna í orkumálum. Borgarstjóri hafi tekið ákvörðun einn án samráðs við aðra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og þeir hafi staðið frammi fyrir orðnum hlut þegar búið var að sameina útrásarfyrirtækin. Um helgina og undanfarið mun hafa verið leitað sátta í málinu. Niðurstaðan mun verða lögð fram í hádeginu í dag. Hún mun vera sú að Orkuveita Rvíkur selji sinn hlut í hinu sameinaða útrásarfyrirtæki.
Mbl. segir,að svo mikil ólga hafi verið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins,að við hafi legið að samstarfinu við Framsókn hafi verið slitið og myndaður meirihluti með VG!
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. október 2007
Undanhaldið hafið
Stjórn Reykjavík energy invest hefur ákveðið að allir starfsmenn fyrirtækisins fái að kaupa jafnstóra hluti í fyrirtækinu á sama gengi. Er þetta breytt stefna frá því sem áður gilti en áður hafði verið ákveðið að sérstakir gæðingar og vildarvinir ráðandi manna í fyrirtækinu og Orkuveitunni fengju að kaupa stóra hluti á hagstæðu gengi. Ber að fagna þessari stefnubreytingu. En jafnframt hefur borgarstjóri viðrað þá hugmynd að Orkuveitan dragi sig út úr áætturekstri erlendis.Þessi hugmynd kemur fram,þar eð margir áhrifamenn í Sjálfstæðiflokknum í Reykjavík eru andvígir því að Orkuveitan,fyrirtæki borgarbúa sé að fara út í áhættusaman atvinnurekstur erlendis í samkeppni við einkaaðila.Er ljóst,að mál þetta hefur ekki verið undirbúið nægilega vel áður en farið var á stað með það. Vegna slæms undirbúnings hefur mál þetta orðið eitt allherjar klúður.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 6. október 2007
Stórbæta þarf kjör þeirra lægst launuðu
Starfsgreinasambandið og Kennarasambandið sendu frá sér ályktanir í gær um að stórbæta þyrfti kjör þeirra lægst launuðu.Lægstu laun verkamanna eru ekki mannsæmandi og það sama er að segja um kennaralaunin. Erfitt er að manna skólana vegna lágra launa og hið sama gilkdir um hjúkrunarheimili og leikskóla. Það fæst ekki nægilega mikið af íslensku fólki á hjúkrunarheimilin þar eð launin eru svo lág. Aðstoðarfólk á leikskólum er einnig á lúsarlaunum. Þessu verður að gerbreyta. Heyrst hefur að verkalýððsfélögin vilji fá 30% hækkun á lægstu laun. Það er eðlileg krafa. Í stjórnarsáttmála ríkissstjórnarinnar segir,að jafna eigi lífskjörin í landinu og Samfylkingin hefur lagt á það'mikla áherslu ,að komið verði á auknum jöfnuði.Ein leiðin til þess er að stórbæta kjör þeirra lægst launuðu.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 5. október 2007
Deilur hjá íhaldinu um orkuútrás
Allt logar nú í deilum innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins vegna sameiningar Reykjavík energy invest og Geysir green energy.Sagt er , að Vilhjálmur borgarstjóri standi einn í málinu,allir aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu á móti honum í málinu.Mál þetta er allt mjög vafasamt. Samkvæmt lögum um Orkuveituna og Reykjavík energy invest ( sameignarsamningi) á að boða eigenda fund með viku fyrirvara um breytingar á eignarhaldi en fundur var boðaður með innan við sólarhringsfyrirvara. Fundurinn hlýtur því að vera ólöglegur.
Einkaaðilar eiga hlut í Geysir green energy og með sameiningu þess fyrirtækis við Reykjavik energy invest er búið að hleypa einkaaðilum inn í orkufyrirtæki Reykvíkinga ,sem stofnað hefur verið til útrásar.Reykvíkingar hafa byggt upp Orkuveitu Reykjavíkur með því að greiða vel fyrir orkuna.Þeir hafa ekki gert það til þess að þessi verðmæti væru afhent einkaaðilum svo þeir gætu braskað með þau.Reykjavik energy invest hefur leyft ákveðnum starfsmönnum að kaupa hlutabréf í nýja fyrirtækinu á hagstæðu gengi. Menn fá að kaupa misstóra hluti og ekki fá allir að kaupa. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn segja að það sé spillingarlykt af þessu.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 4. október 2007
Ekkert í fjárlagafrumvarpinu til kjarabóta aldraðra!
Ég er búinn að fletta fjárlagafrumvarpinu fyrir 2008 og leita af framlögum til kjarabóta aldraðra vegna kosningaloforða stjórnarflokkanna.En þessi framlög finnast ekki. Þrátt fyrir mikil kosningaloforð um miklar kjarabætur til handa öldruðum er ekki ein króna til þess að uppfylla þessi loforð. Það eina sem er að finna í þessu efni í frumvarpinu eru framlög til þess að efna samkomulagið,sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar gerði við Landssamband eldri borgara.Að vísu er unnt að breyta frumvarpinu á þingi en er það ekki heldur mikil hógværð af ráðherrum Samfylkingarinnar að koma ekki inn einni krónu í frumvarpið til þess að bæta kjör aldraðra.
Fjárlagafrumvarpið var að vísu samið snemma eftir kosningar. En Samfylkingin kom samt inn í frumvarpið framlögum til barna og ungmenna. Það hefði því eins mátt koma inn framlögum til þess að bæta kjör aldraðra ef vilji hefði verið fyrir hendi.Landssamband eldri borgara sagði í gær, að eldri borgarar hefðu gleymst í eldhúsdagsumræðunum. Eldri borgarar virðast einnig hafa gleymst í fjárlagafrumvarpinu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 3. október 2007
Hvers vegna fá ekki aldraðir kjarabætur strax?
Ríkisstjórnin hefur verið við völd í 4 mánuði en samt hefur ekkert verið gert enn til að bæta kjör aldraðra.Og það sem verra er: Það bólar ekkert á því að bæta eigi kjör aldraðra nú í haust eða á næstu mánuðum. Það virðist eiga að salta mál aldraðra,setja þau í nefnd samkvæmt gömlu aðferðinni og segja,að verið sé að athuga málin.
Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu miklum kjaraabótum til handa öldruðum fyrir kosningar. Samfylkingin sagði að kjör aldraðra hefðu dregist aftur úr kjörum annarra stétta. Samfylkingin sagði: Við ætlum að leiðrétta þetta. Lífeyrir aldraðra á að hækka í sem svarar neysluútgjöldum samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þessi leiðrétting verði gerð í áföngum.
Ég geri kröfu til þess að staðið verði við þetta kosningaloforð og fyrsti áfangi leiðréttingarinnar taki gildi strax í haust. Það tók ekki nema nokkra daga að hækka lífeyri ráðherra og þingmanna. Það á ekki að taka lengri tíma að hækka lífeyri aldraðra. Krafan er: Leiðréttingu strax.
Björgvin Guðmundsson.
Miðvikudagur, 3. október 2007
Samfylkingin gætir velferðarmálanna
Það kom vel fram í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkveldi,að Samfylkingin gætir velferðarmálanna í ríkisstjórninni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði grein fyrir nokkrum velferðarmálum,sem Samfylkingin vinnur að í ríkisstjórninni en þar ber hæst aukin áhersla á málefni geðfatlaðra og langveikra barna.Hins vegar saknaði ég þess að heyra um raunhæfar aðgerðir í þágu aldraðra og öryrkja.Það er að vísu talað um að endurskoða eigi almannatryggingar en það er langtímaverkefni og gagnast ekki öldruðum og öryrkjum strax.Það þarf strax að hækka lífeyri þessara hópa. Fagna ber yfirlýsingu forsætisráðherra um að hækka eigi persónuafslátt. Það verður að vísu ekki gert á næsta ári,heldur síðar á kjörtímabilinu. Nær allir flokkar lögðu áherslu á hækkun skattleysismarka fyrir kosningarnar í vor enda hafa þau dregist mikið aftur úr þróun verðlags og launa frá 1988. Þau ættu að vera 140 þúsund krónur á mánuði í dag, ef þau hefðu haldið í við verðlag og laun.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. október 2007
Nógir peningar til
30,8 millarða tekjuafgangur verður á fjárlögum næsta árs skv. frumvarpi til fjárlaga,sem lagt var fram í gær. Þetta staðfestir það sem ég hefi sagt,að það væru nógir peningar til í því skyni að bæta kjör aldraðra og öryrkja og reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða.Morgunblaðið segir hið sama í forustugrein í dag . En blaðið segir,að þrátt fyrir næga peninga séu mörg vandamal óleyst.
Ekki er í fjárlagafrumvarpinu lagt til að varið verði neinum peningum til þess að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja. Aðeins eru þar framlög til að mæta gamla samkomulaginu viðl Landssamband eldri borgara. Í Morgublaðinu í dag kemur einnig fram,að ekki verður tekið í notkun neitt nýtt hjúkrunarheimili í Reykjavík næstu 2 árin. Það verður hins vegar fækkun hjúkrunarrýma á Hrafnistu og Grund þar eð fjölgað verður einbýlum.Mbl. sagði frá því í gær,að 122 hjúkrunarsjúklingar biðu á Landsspítalanum eftir langtímavistun,þe. vist á hjúkrunarheimili fyrir utan alla þá,sem bíða í heimahúsum. Vandamálin hafa því ekki minnkað þrátt fyrir næga peniga.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 1. október 2007
Kyrrt í pólitíkinni
Alþingi kemur saman í dag. Það er kyrrt í pólitíkinni við upphaf þings en það kraumar undir niðri.Í Reykavíkurbréfi Mbl. var um helgina gerð nokkur úttekt á stjórnarsamstarfinu. Niðurstaða Mbl. var sú,að lítið hefði gerst. Samfylkingin hefði lítið látið að sér kveða enn sem komið er. Þetta er rétt. Það hefur t.d. ekkert gerst í málefnum aldraðra og öryrkja eftir 4 ra mánaða valdatímabil stjórnarinnar þátt fyrir fögur fyrirheit í kosningunum. Framundan eru nýir kjarasamningar og mikil átök um þá.Mikil óánægja ríkir með mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar.Menn telja þær ekki ná tilgangi sínum,þær ná ekki nægilega til sjómanna og fiskvinnslufólks. Uppsagnir eru byrjaðar og hætta á atvinnuleysi í röðum þess fólks.Niðurskurður þorskveiðiheimilda á eftir að skella á sjávarbyggðunum með fullum þunga.
Björgvin Guðmundsson