Brown ætti að skammast sin

Breska fjármálaráðuneytið hefur tekið Landsbankann af lista, sem birtur er á vef ráðuneytisins yfir ríki og samtök, sem eru beitt fjármálalegum refsiaðgerðum af hálfu breskra stjórnvalda vegna hryðjuverkatengsla. Ekki er hins vegar búið að aflétta frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi.

Á listanum eru m.a. Hvíta-Rússland, Búrma, Kongó, Íran, Írak, Líbería, Norður-Kórea, hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og talibanar í Afganistan.  

Nafn Landsbankans    birt á vefsíðunni, en tekið er fram að frysting eigna bankans tengist ekki hryðjuverkum eða aðgerðum gegn tilteknum löndum. 

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendiherra Íslands í London hafa unnið að því að fá Landsbankann tekinn af listanum og að tilkynning hafi borist til utanríkisráðuneytisins í morgun þar sem fram hafi komið að þessi breukytinga hafi verið gerð.

(mbl is)

Gordon Brown forsætisráðherra Breta ætti að skammast sín. Hann sagði,að  Ísland

 væri gjaldþrota þegar ríkissjóður landsins  var skuldlaus erlendis. Hann beitti hryðjuverkalögum til þess að frysta eignir íslenskra banka og  setti þá  í þrot.

 

 

 

 Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


Tafði Seðlabankinn lán frá IMF?

 

Fjölmiðlar skýra frá því í dag,að Seðlabankinn hafi fallist á að tekið verði lán hjá IMF. Davíð Oddsson hafi áður verið andvígur lántöku hjá sjóðnum en hann hafi nú fallist á það.Þetta leiðir hugann að því hvort Seðlabankinn hafi tafið lántökuna hjá IMF. Margir undrast seinaganginn á málinu og skilja ekki hvers vegna skýrslugerð þarf að tefja lánumsóknina svo mjög sem raun ber  vitni.Vissulega er erfitt að gera þjóðhagsspá nú í hinu erfiða efnahagsástandi en hefði ekki verið unnt að senda lánsumsókn þó endanlegri skýrslu væri  ekki fulllokið. Eða var verið að bíða eftir því að það tækist að snúa Davíð Jón Baldvin sagði  á fundi með krötum fyrir nokkrum dögum,að Davíð stæði í vegi fyrir

lánsumsókn  frá IMF.Taldi Jón þetta grafalvarlegt mál  .

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 

 

i

 


Réðu Íslendingar ekki við algert frelsi í viðskiptum?

Margir  velta því nú fyrir sér hvernig það gat gerst,að allir helstu bankar landsins kæmust í þrot á örfáum árum? Hvað fór úrskeiðis?

Ísland gerðist aðili að EES,Evrópska efnahagssvæðinu 1994.Þar með gekkst Ísland undir frjálsa fjármagnsflutninga og frjálsan rétt til þess að stofna til atvinnurekstrar og útibúa hvar sem væri á EES svæðinu.Bankarnir voru einkavæddir fyrir 6 árum og höfðu fullt frelsi til þess að setja upp útibú hvar sem væri á EES svæðinu svo og að taka lán erlendis.Bankarnir töldu sig hafa fullt frelsi til viðskipta.En þeir virðast ekki hafa kunnað með frelsið að fara.Þeir  tóku ótakmörkuð erlend lán og fjárfestu og fjárfestu hömlulaust erlendis.Ábyrgir og varfærnir stjórnendur hefðu aldrei komið bönkunum í þau umsvif að þau yrðu 12-föld þjóðarframleiðslan.Einu aðilarnir sem hefðu getað stöðvað   óhóflegar lántökur bankanna erlendis eru Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið. En þessir aðilar gerðu það ekki. Þeir sváfu á verðinum.Bankarnir kunnu ekki með frelsið að fara. Ráða Íslendingar ef til vill ekki við fullt viðskiptafrelsi?

 

 

Björgvin Guðmundsson


Bretar flokka Landsbankann með Al Kaida,hryðjuverkasamtökum!

Landsbankinn er nú á hryðjuverkalista breska fjármálaráðuneytisins yfir stofnanir og ríki sem Bretar beita refsiaðgerðum. Listinn sem birtur er á heimasíðu ráðuneytisins er ekki langur en þar er Landsbankinn meðal Al Kaída hryðjuverkasamtakanna og Talibana, auk stjórnvalda sem eru útskúfuð fyrir alvarleg mannréttindabrot eins og herforingjastjórnin í Brma og stjórnvöld í Súdan og Zimbabwe .

Þá er Landsbankinn þarna í flokki með alræðisstjórninni í Norður-Kóreu, sem sökuð er um að styðja alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og ógna heimsbyggðinni með kjarnorkuvopnum.(ruv.is).. 

Það  að Bretar skuli setja Landsbankann í flokk með Al Kaida,Talibönum o.fl. slíkum sýnir hvað Bretar leggjast lágt og hvað þeir leggja sig fram um að svívirða Íslendinga.Ég veit ekki hvort er alvarlegra að senda hingað bresk herskip eins og gert var í þorskastríðinu eða að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingm  eins og  nú er gert. Við slitum stjórnmálasambandi við Breta í fyrra skiptið.Eigum við að gera það einnig nú?

Björgvin Guðmundsson


Samkomulag um lán frá IMF?

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að samkomulag náist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við Íslendinga síðar í dag eða á morgun. Þetta sagði hann eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum.

Björgvin sagði enn fremur að skilmálar sjóðsins væru ekki óyfirstíganlegir en sagðist ekki getað greint frá þeim því það var brot á trúnaði. Þá sagði hann að hugsanlegt lán frá Rússum ekki inni í pakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur væri það á hendi Seðlabankans.

Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sögðu eftir ríkisstjórnarfundinn að hægt væri að sætta sig við skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Aðspurð hvort ekki hefði farið of langur tími í aðgerðir sagði Ingibjörg: „Jú, auðvitað hefði maður viljað sjá þetta ganga hraðar fyrir sig."

Þá benti Ingibjörg enn fremur á að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri aðgöngumiði að því að fá lán úr fleiri áttum. (visir.is)

 

Stjórnarandaðan

   kvartar yfir því,að ekki sé haft samráð við hana um þetta stórmál.Ég tel það réttmæta athugasemd. Auðvitað á að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um málið.Þetta mál er ekki flokkspólitískt. Þetta getur verið þverpólitískt mál.

Björgvin Guðmundsson

 


Einkavæðing bankanna mistókst

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Einkavæðing bankanna mistókst.Þar segir svo m.a.:

Einkavæðing  bankanna mistókst.Helmingaskiptastjórn  Sjálfstæðisflokks og Framsóknar stóð fyrir einkavæðingu bankanna  og samkvæmt gömlu helmingaskiptareglunni voru bankarnir afhentir einkavinum stjórnarflokkanna.Það var ekkert hugsað um það að bankarnir lentu í höndum aðila,sem kynnu að reka banka.Þorvaldur Gylfason prófessor hefur bent á það, að  það hafi verið  mikil mistök að  tryggja ekki að bankarnir færu í hendur aðila,sem væru hæfir til þess að reka banka.Einkavæðingarnefnd var mjög óánægð með framgöngu flokksforingjanna við einkavæðinguna og sögðu lykilmenn í nefndinni sig úr henni af þeim sökum. Framkvæmd einkavæðingarinnar voru fyrstu og einhver alvarlegustu mistökin,sem gerð voru í þessu ferli, en næstu mistökin voru þau,að  bankarnir voru eftir einkavæðingu látnir dansa lausir og stofna til óheyrilegra skulda erlendis.Seðlabankinn hefur heimildir til þess að auka bindiskyldu bankanna og á þann hátt að takmarka fjárráð þeirra  og bankinn hefði einnig getað takmarkað lántökur  þeirra erlendis.En Seðlabankinn sat aðgerðarlaus með hendur í skauti og gerði ekkert til þess að takmarka umsvif bankanna og lántökur erlendis.Sama er að segja um Fjármálaeftirlitið. Það gerði ekkert  þegar umsvif bankanna erlendis margfölduðust og lántökur jukust dag frá degi
Björgvin Guðmundsson

Ísland getur fengið hraðferð inn í ESB

Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ítrekar í viðtali við AFP fréttastofuna í dag að viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu myndu ekki taka langan tíma. Rehn lýsti sömu skoðun í september þegar hann ræddi við íslenska þingmenn í svonefndri Evrópustefnunefnd.

„Ísland er augljóslega lýðræðisríki, sem hefur þegar gert samninga um líklega 2/3" af  regluverkinu sem þarf að að fá aðild að ESB. „Þetta þýðir, að ef Ísland myndi óska eftir aðild yrði hægt að ljúka viðræðum á skömmum tíma." 

Rehn segist þó enn reikna með því að Króatía, sem hóf aðildarviðræður fyrir þremur árum, verði næsta aðildarríki ESB en þau eru nú 27. Stjórnvöld í Zagreb vonast til að fá aðild árið 2010. (mbl.is)

Áður hefur verið sagt,að viðræður um aðild Íslands að ESB mundu ekki taka nema 8-9 mánuði. Ef Ísland hefði verið aðili að ESB hefði landið ekki lent í þeirri fjármálakreppu,sem við erum lent í. ESB hefði aldrei leyft allar þær lántökur erlendis,sem bankarnir hafa stofnað til. En auk þess hefði Seðlabanki Evrópu séð bönkunum fyrir nægu lausafé.Ef við fáum viðunandi samning um sjávarútvegsmál,eigum við að fanga inn í ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður kosið í vetur eða vor?

Björn Bjarnason ráðherra mun hafa sagt í Mannamáli á Stöð 2 í gærkveldi,að ef til vill færu fram þingkosningar næsta vetur eða næsta vor. Þessi ummæli Björns koma ekki á óvart. Það eru það mikil umbrot í stjórnmálum og efnahagsmálum  hér á landi,að óvíst er að stjórnin sitji veturinn. Auk þess getur verið að stjórnin vilji freista þess að fá endurnýjað umboð sitt vegna ástandsins í landinu.

Ef ríkisstjórnin skerðir kjör fólksins í landinu verulega vegna ástandsins í efnahagsmálum  getur orðið mikil ólga.Það er vitað,að atvinnuleysi mun aukast mikið en ef við bætist  lífskjaraskerðing til viðbótur gengishruni krónunnasr,.t.d með skattahækkunum eða skerðingu lífeyrisréttinda verður ólgan meiri en svo,að stjórnin standist það.Auk þess er það mikil krafa fólksins að  stjórn og Seðlabanki axli ábyrgð af því hvernig komið er.

 

Björgvin Guðmundsson


Rætt um 6 milljarða $ lán frá IMF og seðlabönkum

Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir því að fá sex milljarða dala, 673 milljarða króna, lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) og seðlabönkum annarra ríkja samkvæmt frétt á vef breska viðskiptablaðsins Financial Times.  Er þetta hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda en auk þess verður leitað eftir aðstoð  til þess að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi eftir að bankakerfi landsins hrundi fyrr í mánuðinum, samkvæmt frétt FT.

FT hefur eftir heimildarmönnum, sem þekkja til samningaviðræðna íslenskra stjórnvalda og IMF, að búist sé við því að um einn milljarður dala komi frá IMF en norrænir seðlabankar og Seðlabanki Japans muni lána um fimm milljarða dala. Óljóst er hvort rússneski seðlabankinn muni taka þátt í björgunaraðgerðunum, samkvæmt FT.

Engin formleg beiðni hefur borist frá íslenskum stjórnvöldum til IMF en búist er við að formlegt erindi verði sent annað hvort síðar í dag eða á morgun.(mbl.is)

Þessar tölur koma ekki á óvart miðað við það,sem íslenska ríkið þarf að greiða. Ekkert er minnst á rússneska lánið í þessu sambandi.En trúlega verður það hluti af aðstoð IMF,ef þörf er a því.Ég tel ástæðulaust,að Islendingar séu feimnir við að þiggja aðstoð Rússa. Það mundu áreiðanlega engin skilyrði fylgja  láni frá Rússum.Við höfum góða reynslu af viðskiptum við Rússa.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin stakk hausnum í sandinn

Þjóðinni bárust ýmis varnaðarorð vegna yfirvofandi fjármálakreppu.Það bárust viðvaranir frá ýmsum  erlendum sérfræðingum svo sem við Den Danske Bank.Og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur ritaði viðvaranir  hvað eftir annað.En íslenska þjóðin vildi ekki trúa neinu slæmu. Hún stakk hausnum í sandinn.Þetta átti við ríkisstjórnina,Seðlabankann,Fjármálaeftirlitið og allan almenning.

Bílainnflutningur jókst þegar boðað var að slæmir tímar væru í vændum!.Þegar sem mest var skrifað erlendis um slæma þróun á Íslandi gerðu Íslendingar út sendirnefndir til útlanda til þess að fegra mynd Íslands. En það hvarflaði ekki að neinum að láta rannsaka  þróun bankanna og hvort mögulegt væri fyrir þá að  komast út úr "krísunni".Bankarnir sögðu alltaf að endurfjármögnun yrði í lagi. Og því var trúað .Stjórnvöld gerðu ekkert.Seðlabankinn gerði ekki neitt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband