Colin Powell styður Obama

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn George Bush, styður demókratann Barack Obama í baráttunni fyrir kjöri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Powell lýsti þessu yfir í dag í fréttaskýringaþættinum Meet The Press á sjónvarpsstöðinni NBC.

Powell er fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herráðsins. Hann kveðst vera andvígur hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Írak. Þær hófust meðan hann gegndi ennþá embætti utanríkisráðherra.(ruv.is)

Það er mjög mikilvægt fyrir Obama,að fá stuðning Powells. Colin Powell er mikilsmetinn í Bandaríkjunum  en hann sagði af sér sem utanríkisráðherra vegna ágreinings við Bush um stefnuna í utanríkismálum. Var ágreiningurinn m.a. um afstöðuna til innrásarinnar í Írak.Powell er á móti hernaðaragerðum Bandaríkjanna þar.

Björgvin Guðmundsson

 


Einhugur í ríkisstjórn um lán frá IMF?

Erinhugur ríkir um það innan ríkisstjórnarinnar að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem allra fyrst. Forysta Samfylkingarinnar sagði í gær að flokkurinn hefði lagt þunga áherslu á að ríkisstjórnin leitaði aðstoðar sjóðsins. Þá eru sjálfstæðismenn sama sinnis samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Aðeins á eftir að fara yfir þær forsendur sem sjóðurinn gefur sér sem og þau skilyrði sem hann setur fyrir láninu og eru sérfræðingar ríkisstjórnarinnar að fara yfir þau með henni. Stíf fundahöld voru um málið innan ríkisstjórnarinnar í gær. Búist hafði verið við að ákvörðun yrði tekin um helgina en eitthvað varð til þess að tefja málið.

 

 

Heimildamenn Morgunblaðsins segja að verið sé að semja við fulltrúa sjóðsins um skilyrði hans fyrir láni, en Geir sagði í gær af og frá að sjóðurinn setti ríkisstjórninni einhverja afarkosti. Í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi sagði Geir ákvörðunina ekki einfalda og að ekki væri um neyðaraðstoð að ræða heldur fremur „samstarf um efnahagsaðstoð sem grípa þurfi til“.(mbl.is)

Brýnt er nú orðið að ganga fra lánsumsókn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) svo unnt sé að  koma gjaldeyrismálum landsins í eðlilegt horf.Auk þess bendir allt til þess að íslenska ríkið þurfi að greiða verulegar upphæðir vegna þrots bankanna.Sagt er,að engin óaðgengileg skilyrði fyrir láni verði sett.Ég fagna því og ítreka,að  ekki má koma í veg fyrir,að  ríkið auki framkvæmdir vegna mikils samdráttar og algert skilyrði okkar er,að velferðarkerfið haldist óskert.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Einhugur um að sækja um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún komin heim í pólitíkina

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ljóst sé að staðan sé mun alvarlegri heldur en talið var í upphafi og ljóst sé að veturinn verði erfiður og næsta ár eigi eftir að reynast okkur mjög erfitt. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar á fundi flokksfélaganna í dag.

Ingibjörg Sólrún þakkaði Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur og Björgvini G. Sigurðarsyni, fyrir hvernig þau hafi staðið sig í þessu ólguveðri sem nú hefur geisað í hennar fjarveru.

„Sérstaklega vil ég vekja sérstaka athygli á Björgvini G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, er til efs að nokkur ungur ráðherra hafi nokkurn tíma þurft að fara í gegnum sömu eldskírn og hann hefur þurft að gera að undanförnu."

 

„Þá skiptir auðvitað máli hverjir eru að takast á við verkefnin í ríkisstjórn Íslands. Ég tel það algjört grundvallaratriði að jafnaðarmenn siti í ríkisstjórn á Íslandi (mbl.is)

Ég býð Ingibjörgu Sólrúnu velkomna  heim og til starfa á ný í pólitíkinni. Vonandi fær hún sem fyrst fullan bata.Það er rétt,að það er mikilvægt,að jafnaðarmenn séu í stjórn þegar fyrir höndum eru erfiðar ráðstafanir. Það þarf að verja lífskjör launfólks og það þarf að slá skjaldborg um velferðarkerfið.

 

Björgvin Guðmundsso


Fjármálakreppan: Hverjir bera ábyrgðina?

Þjóðin spyr nú hverjir beri ábyrgðina  á fjármálakreppunni á Íslandi? Það er spurt um þetta í fjölmiðlum,á útifundum,á alþingi og Jón Baldvin spurði þessarar spurningar,þegar hann ávarpaði stóran hóp jafnaðarmanna í gær.

Ég ætla að reyna svara spurningunni í þessum pistli: Upphafið felst í einkavæðingu bankanna. Þar voru að verki stjórnarflokkarnir,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn undir forustu Davíðs og Halldórs. Þeir einkavæddu bankana og opnuðu flóðgáttirnar.Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn áttu að hafa eftirlit með starfsemi bankanna.Þessar eftirlitsstofnanir brugðust.Þær horfðu aðgerðarlausar á bankakerfið þenjast út þar til það var orðið tólfföld þjóðarframleiðslan.Bankastjórarnir bera einnig ábyrgð.Seðlabankinn afnam bindiskyldu bankanna í stað þess að auka hana.Seðlabankinn gafst upp við að koma böndum á bankana.Síðan segir Seðlabankinn að hann hafi varað við.En Seðlabankinn átti ekki að vara við. Hann átti sjálfur að taka í taumana. Slökkvilið kallar ekki aðgerðarlaust til annarra aðila og segir að það sé eldur. Það ræðst sjálft gegn eldinum.En Seðlabankinn gerði ekkert.Ríkisstjórnir voru einnig aðgerðarlausar.Þær höfðu einnig eftirlitsskyldu og ráð yfir fjármálaeftirliti og Seðlabanka. Ríkisstjórnir áttu að víkja yfirmanni Fjármalaeftirlits og bankastjórum Seðlabanka frá þegar í ljós kom,að þessir aðilar gerðu ekki neitt. Ríkisstjórnirnar bera einnig ábyrgð.Þær voru einnig aðgerðarlausar.

 

Björgvin Guðmundsson 


48% með Obama,44 % með McCain

Fjögur prósentustig skilja að forsetaframbjóðendurna John McCain og Barack Obama, samkvæmt nýjustu könnun Reuters fréttastofunnar. Bilið milli þeirra hefur mjókkað eftir sjónvarpskappræðurnar í vikunni.

Könnunin, sem Reuters fréttastofan birti í morgun, sýnir að 48% af líklegum kjósendum ætla að greiða Barack Obama atkvæði. 44% styðja keppinaut hans, John McCain. Skekkjumörk í könnuninni eru 2,9%.

John Zogby, sem vinnur kannanir um fylgi forsetaframbjóðendanna fyrir Reuters og C-Span sjónvarpsstöðina, hefur stöðugt spurst fyrir um fylgið við þá síðastliðna 12 daga. Hann segir að forysta Obama hafi verið nokkuð stöðug, allt frá tveimur og upp í 6 prósentustig. Ljóst sé að stuðningur Repúblíkana við sinn mann, John McCain, sé 91%. Aftur á móti styðji ekki nema 88% Demókrata Barack Obama. Hann hafi hins vegar 16 prósentustiga forskot á McCain meðal óháðra kjósenda. Dagana 18 fram að kosningum verði McCain því að einbeita sér að því að ná til þeirra ætli hann að hreppa forsetaembættið.

John Zogby segist merkja að fylgi við John McCain hafi aukist eftir sjónvarpskappræður andstæðinganna. Þá bendir hann á að Barack Obama hafi 7% forskot meðal kvenna sem hugsa sér að kjósa. Það fylgi hafi þó dregist saman um 4% síðustu daga. Það þýði væntanlega að konur úr röðum Repúblíkana séu að skipta um skoðun þessa dagana.

Ralph Nader, frambjóðandi óháðra, mælist með 2% fylgi um þessar mundir, og Bob Barr, frambjóðandi frjálshyggjumanna, fær 1 prósent.(ruv.is)

Ég horfði á síðustu kappræður frambjóðendanna. Rætt var um innanlandsmál.Þarna heyrði ég vel hver helstu stefnumál Obama eru. Gat ég ekki betur heyrt en að hann hefði  svipaða stefnu í innanlandsmálum og jafnaðarmenn í V-Evrópu hafa.Vona ég,að Obama hafi sigur.

Björgvin Guðmundsson

´« 


Helmingur vill í ESB

Tæplega fimmtíu prósent þjóðarinnar er hlynnt aðild að Evrópusambandinu (ESB) en tæplega þriðjungur er henni mótfallinn. Sjötíu prósent vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður um inngöngu Íslands í ESB. Aðeins 17,5 prósent eru andvíg þessari leið. Meirihluti er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu innan allra flokka.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir hóp áhugafólks um Evrópumál innan Framsóknarflokksins. Þar kemur fram að 48,7 prósent kjósenda eru hlynnt aðild að ESB en 27 prósent eru andvíg aðild. Mest fylgi við ESB-aðild er meðal kjósenda Samfylkingarinnar, væri gengið til kosninga nú, eða 78,5 prósent. Rúm 35 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks eru mjög eða frekar hlynnt aðild en 32,2 prósent frekar eða mjög andvíg. Tæplega tíu prósent kjósenda Samfylkingar eru andvíg ESB-aðild. Svipað hlutfall kjósenda Vinstri grænna og Framsóknarflokks er mjög eða frekar hlynnt ESB-aðild. Mun fleiri kjósendur Vinstri grænna eru andvígir aðild samanborið við aðra flokka.

Athygli vekur að meirihluti kjósenda allra flokka eru mjög eða frekar hlynntir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um inngöngu Íslands í ESB. Þar fara kjósendur Samfylkingar fremstir með 83 prósent og Vinstri grænna með 78 prósent. Tæp sjötíu prósent framsóknarmanna vilja þjóðaratkvæðagreislu en rétt rúmlega helmingur þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, væri gengið til kosninga í dag.

Mun fleiri karlar eru mjög eða frekar hlynntir aðild að ESB eða 54,6 prósent á móti 41,5 prósentum kvenna. Þegar hugur kynjanna til þjóðaratkvæðagreiðslu er skoðaður snúast hlutföllin við þar sem 76,3 prósent kvenna eru mjög eða frekar hlynnt á móti 64,3 prósentum karla. Rúm 12 prósent karla eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu en aðeins 2,8 prósent kvenna.

Könnunin var unnin um síðustu mánaðamót með 1.200 manna úrtaki. Svarhlutfall var 68,9 prósent.(visir.is)

Ljóst er það er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi því að Ísland gangi í ESB.Og enn fleiri eru fylgjandi því  að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort hefja eigi aðildarviðræður.Sennilega væri skynsamlegast að láta slíka atkvæðagreiðslu fara fram næsta vor.

 

Björgvin Guðmundsson


Margir að hætta í byggingariðnaði

Miklir óvissutímar eru framundan í byggingariðnaði og erfitt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Loftur Árnason, framkvæmdastjóri ÍSTAK, segir ljóst að mikið samdráttarskeið sé framundan. Á þriðja hundrað starfsmenn hætta störfum hjá ÍSTAK um næstu mánaðarmót.

Loftur segir  líklegt að mikil stöðnun verði í byggingariðnaði næstu árin ef ekki komi til opinberar stórframkvæmdir. „Staðan er sú að það verður mjög mikið atvinnuleysi í byggingariðnaði ef ekki koma til mannaflafrekar framkvæmdir.“

Loftur segir orðið ljóst að mikið umfram framboð sé á fasteignamarkaði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og í þeirri stöðu sé ekki ráðlegt að byggja íbúðarhúsnæði til sölu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Á þriðja hundrað að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icelandair flytur störf til Íslands frá útlöndum

Icelandair hefur ákveðið að hætta starfsemi sérstaks þjónustuvers í Bandaríkjunum og styrkja með því grundvöll höfuðstöðvanna í Reykjavík. Með þessari ráðstöfun flytjast verkefni frá Bandaríkjunum til Íslands sem 16 einstaklingar hafa sinnt í Maryland í Bandaríkjunum.

Starfsemin á Íslandi verður efld, opnunartími lengdur og símtölum viðskiptavina bæði austan hafs og vestan svarað hér heima, samkvæmt tilkynningu.

Í þjónustuverinu starfa fargjaldasérfræðingar sem tala fjölmörg tungumál og er símtölum sjálfkrafa vísað á starfsmenn eftir því frá hvaða löndum þau berast. Eftir breytinguna verður lögð höfuðáhersla á markaðs- og sölustarf á skrifstofu félagsins í Maryland í Bandaríkjunum.

Á sama tíma verða breytingar á starfi Icelandair í Evrópu þegar sölusvæði félagsins í Frakklandi og Þýskalandi sameinast undir stjórn Einars Páls Tómassonar svæðisstjóra í Frankfurt.

Að undanförnu hefur Icelandair sett meiri þunga í markaðsstarf sitt erlendis, að hluta til með því að minnka tímabundið markaðssókn á Íslandi. Viðbrögð við aukinni markaðssókn erlendis hafa verið jákvæð, samkvæmt tilkynningu.

„Allar ákvarðanir sem teknar eru miða að því að styrkja stöðu Icelandair. Hagsmunir fyrirtækisins og Íslendinga eru að virkja markaði erlendis, til dæmis með því að vekja athygli á Íslandi sem hagstæðum áfangastað,“ segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.(mbl.is)

Þetta er fagnaðarefni. Ættu fleiri fyrirtæki með starfsemi erlendis að taka sér Icalandair til fyrirmyndar í þessu efni og flytja störf heim eftir því, sem mögulegt er. Það  eykur vinnu á Íslandi og á því er mikil þörf.

Björggvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Þjónustuver í Bandaríkjunum flutt til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FEB:Stöndum vörð um ævisparnað og lífeyri eldri borgara

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lýsir stuðningi sínum við alla viðleitni ríkisstjórnar Íslands til að leysa á réttlátan hátt úr fjárhagsþrengingum íslensku þjóðarinnar. Treystir félagið því að hlutur eldri borgara verði ekki fyrir borð borinn með skertum ævisparnaði þeirra og lífeyrisréttindum, segir í tilkynningu frá félaginu.

Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra sagði í viðtali ,að góðærið hefði ekki verið notað til þess að bæta kjör eldri borgara. Þar var hún að vísa til stjórnartíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En það sama á við um fyrsta ár núverandi stjórnar. Það var ekki notað til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja þó nógir peningar væru til.Aðeins kjör þeirra sem voru á vinnumarkaði voru bætt. En hinir sem hættir voru að vinna voru skyldir eftir.Þrátt fyrir fjármálakreppu verður að bæta úr þessu Það má ekki mismuna eldri borgurum. Það verður að bæta kjör eldri borgara,sem hættir eru að vinna á sama hátt og hinna sem eru á vinnumarkaði.

 

Björgvin Guðmundsson


Sþ.: Loforðin héldu ekki

Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag."

Ísland fær ekki sæti í öryggisráðinu árin 2009 til 2010 en þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu.

,,Eftir stendur að að við höfum byggt upp samband við fjölmörg ríki og opnað dyr sem munu nýtast í framtíðinni," segir Árni Páll og bætir við að reynsla seinustu missera sanni að óvarlegt sé að treysta einungis á þjóðir í nágrenni Íslands.(ruv.is)

Ég tek undir með Árna Páli.Loforð um stuðning héldu ekki. Mörg ríki sem lofuðu okkur stuðningi hafa hætt við stuðning vegna fjárhagserfiðleika okkar.Það var lélegt hjá þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband