Íslensku bankarnir okra á okkur

 Á þingi  Neytendasamtakanna 2006 kom eftirfarandi fram um vaxtakjör  í bönkum:

  1. Íslenskir neytendur greiða mun hærri nafn- og raunvexti en tíðkast í nágrannalöndum okkar.
  2. Meiri vaxtamunur er á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum.
  3. Lántökugjöld og annar kostnaður við lántöku er að jafnaði hærri en á hinum Norðurlöndum.
  4. Uppgreiðslugjald eða flutningsgjald milli banka ýmist þekkist ekki eða er miklu lægra á hinum Norðurlöndunum.
  5. Samþjöppun banka er hvað mest á Íslandi meðal Norðurlanda.
  6. Hreyfanleiki viðskiptavina milli bankastofnana er minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.

Spurningin er þessi: Hvers vegna þurfa íslenskir neytendur að sæta mikið verri kjörum í bönkum en neytendur á hinum Norðurlöndunum.  Hvers vegna þurfa Íslendingar að sæta því að íslenskir bankar okri á þeim.Er ekki kominn tími til þess að hér verði breyting á. Við þyrftum að fá hingað erlendan banka,sem byði  Íslendingum sómasamleg kjör í bönkunum. Fyrr verður ekki samkeppni hér.

Björgvin Guðmundsson


Íslensku bankarnir okra á okkur

 Á þingi  Neytendasamtakanna 2006 kom eftirfarandi fram um vaxtakjör  í bönkum:

  1. Íslenskir neytendur greiða mun hærri nafn- og raunvexti en tíðkast í nágrannalöndum okkar.
  2. Meiri vaxtamunur er á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum.
  3. Lántökugjöld og annar kostnaður við lántöku er að jafnaði hærri en á hinum Norðurlöndum.
  4. Uppgreiðslugjald eða flutningsgjald milli banka ýmist þekkist ekki eða er miklu lægra á hinum Norðurlöndunum.
  5. Samþjöppun banka er hvað mest á Íslandi meðal Norðurlanda.
  6. Hreyfanleiki viðskiptavina milli bankastofnana er minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.

Spurningin er þessi: Hvers vegna þurfa íslenskir neytendur að sæta mikið verri kjörum í bönkum en neytendur á hinum Norðurlöndunum.  Hvers vegna þurfa Íslendingar að sæta því að íslenskir bankar okri á þeim.Er ekki kominn tími til þess að hér verði breyting á. Við þyrftum að fá hingað erlendan banka,sem byði  Íslendingum sómasamleg kjör í bönkunum. Fyrr verður ekki samkeppni hér.

Björgvin Guðmundsson


Treysta má tölum Þorvaldar Gylfasonar

Talsmaður bankanna  kom fram í fjölmiðlum í gær og dró í efa tölur Þorvaldar Gylfasonar,prófessors, um stóraukinn vaxtamun bankanna frá því sem var er bankarnir voru í ríkiseign.Sagði hann,að ef tölur Þorvaldar væru réttar mundu erlendir bankar hafa streymt hingað til lands til  þess að notfæra sér mikinn vaxtamun. Það má treysta tölum Þorvaldar Gylfasonar. Hann er vandaður og virtur fræðimaður,sem hefur kynnt sér þessi mál í mörgum löndum en byggir einnig á tölum Alþjóðabankans.Samkvæmt   upplýsingum Þorvaldar hefur vaxtamunur bankanna hér aukist úr 5% í 13,5%  á þeim tíma þegar vaxtamunur hefði átt að  minnka vegna einkavæðingar bankanna. Alls staðar annars staðar þar sem bankar hafa verið einkavæddir hefur vaxtamunur minnkað mikið. En hér hafa eigendur bankanna hugsað um  það eitt að  raka til sín gróða á kostnað  neytenda.

Talsmaður bankanna er ekki hlutlaus fræðimaður. Hann  gengur erinda bankanna enda starfsmaður þeirra.Hann reynir að réttlæta vaxtaorkrið en það tekst ekki. Almenningur finnur á buddu sinni hve  dýrt er að taka bankalán hér og þessi kostnaður eykst stöðugt. Bankarnir kenna  Seðlabankanum um háa vexti en það er blekkingaleikur. Seðlabankinn  ákveður aðeins stýrivexti    og viðskiptabankarnir eru ekki skuldbundnir að hlíta þeim. Þeir ráða sínum vöxtum sjálfir. Bankanir hafa kosið   að  okra á Íslendingum með himinháum vöxtum en  í öðrum löndum þar sem þeir reka banka bjóða þeir lága vexti.

Björgvin Guðmundsson


Telur einkavæðingu bankanna hafa mistekist

.

Vaxtamunur banka hér á landi  hefur aukist úr 5 prósentum árið 1999 í 13,5 prósent í fyrra.Þetta kom fram hjá Þorvaldi Gylfasyni prófessor í Silfri Egils í gær.Þorvaldur sagði einnig:.

.

Samkvæmt tölum frá alþjóðabankanum hafi eignarhlutur ríkisins í bönkum í Litháen farið úr 44 prósentum í 12 prósent á árunum 1999 til 2003 og vaxtamunurinn í kjölfarið úr rúmum 8 prósentum í 4,5 prósent.   Í Rússlandi hafi hlutur ríkisins í bönkum á þessum tíma minnkað úr úr 68 í 36 prósent og vaxtamunurinn lækkað úr 26 í tæp 7 prósent 2005.  Svipaða sögu sé að segja af Mexíkó, Póllandi og Tékklandi. Eftir því sem hlutur ríkisins í bönkunum hafi minnkað hafi vaxtamunurinn orðið lægri.

Hér hafi vaxtamunurinn hinsvegar aukist úr 5 prósentum 1999 í 7 prósent 2004, 10 prósent 2005 og í 13,5 prósent .

Þorvaldur Gylfason segir,að einkavæðing bankanna hér landi hafi mistekist.

Prófessorinn dregur hér fram athyglisverðar staðreyndir. Bankarnir hér eru algerar okurstofnanir.Þeir raka saman peningum fyrir eigendur sína en neytendur hafa orðið illilega fyrir barðinu á vaxtaokrinu  og ekkert lát virðist  á því.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Afkoma Kaupþings verri á þriðja ársfjórðungi

Morgunblaðið fjallar  í Reykjavikurbréfi  í dag um afkomu Kaupþings á þriðja ársfjórðungi þessa árs.Bendir blaðið á að hún sé 20 milljörðum verri en á sama timabili í fyrra. Hagnaður nam 15 milljörðum  á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs  en 35 milljörðum  á sama tímabili í fyrra.Þetta er gifurleg breyting.Mbl. nefnir þetta sem dæmi um   afleiðingar af  erfiðleikum á fjármálamarkaðnum erlendis að undanförnu. 

Hér skal tekið undir áhyggjur Mbl. Afkoma Kaupþings og íslensku bankanna allra er að vísu mjög góð. En ljóst er að afkoman   getur sveiflast  með stuttum fyrirvara.Allir íslensku bankarnir eru mjög skuldsettir og útrás íslensku fyrirtækjanna er að verulegu leyti    fjármögnuð með lánum sem íslensku    bankarnir taka erlendis.Kjörin á þessum lánum  sveiflast  til og það fer eftir ástandinu á fjármálamörkuðunum hvernig gengur að endurfjármagna lánin. Mikilvægt er að dreifa áhættunni sem mest og skynsamlegt er að  fara varlega í kaup nýrra fyrirtækja  erlendis  þegar óvissa á  fjármálamörkuðunum er mikil.

 

Björgvin Guðmundsson


Mistök leiðrétt

Það þóttu mikil tíðindi  eftir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík þegar Framsókn gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn og færði íhaldinu þannig völdin í borginni.Borgarfulltúi Framsóknar var og er Björn Ingi Hrafnsso en hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. Þótti mönnum líklegt að gengið hefði verið  frá því að  vinna með íhaldinu á skrifstofu forsætisráðherra  að viðstöddum Alfreð Þorsteinssyni.Alfreð rýmdi fyrir Birni Inga í bogarstjórn og fékk í staðinn formennsku í framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss.Eðlilegra hefði þá verið að Famsókn hefði myndað meirihluta með "vinstri flokkunum".Samstarfið með Sjálfstæðisflokknum  í borgarstjórn voru mikil mistök af hálfu Framsóknar.En nú hafa þessi mistök verið leiðrétt. Framsókn hefur rofið meirihlutann með Sjálfstæðisflokknum og gengið til samstarfs við " vinstri flokkana" í borgarstjórn. Það er mikið fagnaðarefni.Raunar tel ég, að Framsókn sé nú að leiðrétta stefnu sína yfirleitt og nálgist á ný stefnu jafnaðarmanna.

 

Björgvin Guðmundsson


Kjaramál aldraðra: Stefnan sú sama og þegar Framsókn var í stjórn!

26. október 2007

 Eldri  borgarar  hafa ekki orðið varir við neina stefnubreytingu hjá stjórnvöldum við tilkomu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn í stað Framsóknar. Stefnan í kjaramálum aldraðra virðist alveg sú sama og hún var á meðan Framsókn fór með heilbrigðis-og tryggingaráðuneytið.Þetta eru gífurleg vonbrigði   fyrir kjósendur og sérstaklega fyrir eldri borgara. Ef ríkisstjórnin ætlar að reka  af sér slyðruorðið verður hún að bæta kjör aldraðra strax en ekki síðar. Það þarf að hækka lífeyri eldri borgara strax um 30- 40 þúsund á mánuði, sem fyrsta áfanga í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Lífeyrir aldraðra einstaklinga er í dag 126 þúsund á mánuði fyrir skatta,eða 113 þúsund eftir skatta.Ef þessi lífeyrir er hækkaður um 30 þúsund fer hann í 156 þúsund á mánuði fyrir skatta en ella í 166 þúsund fyrir skatta, ef hækkunin  væri 40 þúsund á mánuði.Eftir sem áður væri þetta mjög lágur lífeyrir. Þetta verður ekki mannsæmandi fyrr en lífeyririnn fer í 210 þúsund   á mánuði fyrir skatta  eða sem svarar neysluútgjöldum einstaklinga á mánuði.Það hafa verið skipaðar nefndir til þess að fjalla um þessi mál en það var engin þörf á því.Allar staðreyndir liggja fyrir. Það er búið að athuga þessi mál fram og aftur á undanförnum misserum. Það er algengt í stjórnsýslunni í dag að skipa nefndir um alla mögulega hluti og  eins þó engin þörf sé á því. Stundum er þetta gert til  þess að tefja málin. En stundum er það gert af gömlum vana. Einn ráðherra á fyrri  árum  lét verkin taka og fór ekki þá leið að setja  öll mál í nefnd. Það var Ingólfur Jónsson frá Hellu. Hann framkvæmdi hlutina strax.  Ég vildi sjá fleiri ráðherra vinna þannig. Og þannig ætti Jóhanna Sigurðardóttir að vinna. Hún hefur flutt tillögur hvað eftir annað á  alþingi um  bætt kjör aldraðra og látið framkvæma margvíslegar athuganir í tengslum við þær. Hún þarf því ekki að láta athuga málin nánar. Hún þarf að framkvæma.Ég legg til að Jóhanna og Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra  komi sér saman um fyrstu aðgerðir til leiðréttingar á  kjörum aldraðra: 40 þúsund króna hækkun á  lífeyri aldraðra einstaklinga  strax í nóvember. Sýnið, að  það sé unnt að leiðrétta kjör aldraðra  með sama hraða og lífeyri  ráðherra og þingmanna. 

Björgvin Guðmundsson




Styrkir til landbúnaðar of háir.Verðlag of hátt

Samkvæmt nýrri skýrslu OECD eru opinberir styrkir til landbúnaðar á Íslandi með því hæsta,sem þekkist. Styrkirnir nema 60% af afurðaverði en til samanburðar má nefna að hjá ESB nema þeir aðeins 30%.  Verð landbúnaðarvara er  60% hærra hér en í löndum ESB. Draga  þarf úr styrkjum til landbúnaðarins hér á landi og nota peningana  til þess að lækka vörugjöld og tolla,sem ríkið innheimtir af matvöru hér. Neytendur  hér eiga rétt á þvi að fá matvæli á sama verði  og út   í Evrópu. Í slíkri breytingu mundi felast mikil kjarabót fyrir almenning.

 

Björgvin Guðmundsson


Sameiningin ógild

Sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Invest  er ógild.Fundurinn,sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með 7 daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við 1 dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var   samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna ( REI og GGI) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum.T.d. liggur nú fyrir,að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt  REI á þjónustu og útrásarverkefni frá Orkuveitunni.Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram.Hér er svo stór mál að ræða að  kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi .Það   á bæði við um  sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig   og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn.Fræðimenn í stjórnsýslu telja,að embættismönnum beri skylda til þess að  upplýsa stjórnmálamenn  vel og ítarlega um mikilvæg mál. Embættismönnum og formönnum Orkuveitu og REI  bar skylda til þess að upplýsa stjórnmálamenn nægilega vel um málið. Með því að það var ekki gert ber að taka málið allt upp á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Mikil misskipting í þjóðfélaginu

Í tengslum við nýafstaðinn ársfund Alþýðusambands Íslands átti Morgublaðið viðtöl við marga fulltrúa,sem sátu fundinn. Áberandi var,að flestir þeirra töluðu um aukna misskiptingu og ójöfnuð í þjóðfélaginu  og nauðsyn þess    að bæta þar úr. Er ljóst,að þetta verður eitt stærsta málið í næstu kjarasamningum. Krafan um stórhækkun lægstu launa og ráðstafanir gegn missskiptingu verður aðalmál    næstu kjarasamninga.Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að draga eigi úr ójöfnuði. Ríkisstjórnin ætti í samræmi við það að geta komið til móts við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að gera ráðstafanir til   þess að draga úr missskiptingu og ójöfnuði. Morgunblaðið hefur nú tekið sér stöðu með þeim sem berjast gegn misskiptingu í þjóðfélaginu. Forustugrein Mbl. í dag tekur ákveðna afstöðu gegn misskiptingu og ójöfnuði og nauðsyn aðgerða.Það ber að fagna þessari afstöðu Morgunblaðsins.

 

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband