Jóhanna! Þinn tími er kominn

Nú styttist í það ,að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra taki  við almannatryggingunum og málefnum aldraðra  en hún á að  taka við þeim málum um ármót. Jóhanna er þegar byrjuð að undirbúa yfirtökuþessa málaflokks. Hún hefur skipað nefnd til þess að endurskoða almannatryggingar og á fyrsti hluti álits nefndarinnar að koma 1.desember. Spurningin er aðeins hvenær fyrstu kjarabætur aldraðra taka gildi.Væntanlega verður það ekki síðar en um áramót. Eldri borgarar eru óþolinmóðir.Þeir vilja fá kjarabætur strax og telja sig hafa kosningaloforð þar um.

 

Björgvin Guðmundsson


Enn eitt dæmi um missskiptinguna í þjóðfélaginu

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði, segir að þrátt fyrir félagslegt heilbrigðiskerfi á Íslandi  sé mikill munur á milli þjóðfélagshópa og halli þar á hópa sem sízt skyldi. Hæst er hlutfall heilbrigðisútgjalda af heimilistekjum hjá tekjulágum, fötluðum og öldruðum og fólki á aldrinum 18-24 ára. Þá er munur á útgjaldabyrði einstaklinga eftir sjúkdómum og eru geðsjúkir þar í hæsta flokki, en krabbameins- og áfengissjúklingar í lægstu útgjaldahópunum.Rúnar segir niðurstöður rannsókna sinna samrýmist illa réttlætiskennd þjóðarinnar og lögum um heilbrigðisþjónustu og réttindi sjúklinga, sem segja að óheimilt sé að mismuna sjúklingum.Þegar á heildina er litið eru annir helzta ástæða þess að fólk frestar því að fara til læknis, 60%, en 30% bera við kostnaði. Rúnar segir aðkallandi að vinda ofan af þeirri raunaukningu, sem orðið hefur á útgjöldum einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Þessi útgjöld námu 1% af vergri landsframleiðslu 1987, en 1,7% árið 2004.

Rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar   er enn einn staðfestingin á  misskiptingunni í þjóðfélaginu.Það er nauðsynlegt að leiðrétta þessa misskiptingu og jafna aðstöðu  fólks til þess að fá heilbrigðisþjónustu.  Þjónustugjöld eru orðin of há

Björgvin Guðmundsson.

Á að fresta kjarabótum aldraðra?

Lagt hefur verið fram frumvarp á  alþingi um að flytja hluta almannatrygginga og yfirstjórn þeirra til félagsmálaráðuneytis. Sjúkratryggingar og slysatryggiungar verða áfram hjá heilbrigðisráðuneytinu.Í athugasemdum við frumvarpið segir svo:

Hvað varðar almannatryggingar er í stefnu ríkisstjórnarinnar lögð áhersla á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja, m.a. með einföldun almannatryggingakerfisins og að því er nú unnið. Samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyrissjóðum og atvinnutekna einstaklinga verði skoðað sérstaklega til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnaðar. Vinna við þetta hefur þegar hafist í félagsmálaráðuneytinu og mun strax á næsta ári verða hafist handa við að hrinda breytingum í framkvæmd.
Samkvæmt þessu orðalagi á að fresta kjarabótum til aldraðra fram á næsta ár. Engu er líkara en að það sé keppikefli hjá ríkisstjórninni að fresta kjarabótum aldraðra eins lengi og unnt er.Stjórnmálamennirnir  eru nú búnir  að gleyma loforðunum,sem þeir gáfu öldruðum um að stórbæta kjör þeirra. Þegar alþingi hækkaði eftirlaun ráðherra og þingmanna tók ekki nema nokkra daga að afgreiða það á alþingi en það á að taka upp undir heilt ár að afgreiða kjarabætur til aldraðra. Ég fer að hallast að því að  málefni  aldraðra hefðu verið  í jafn góðum höndum hjá Framsókn áfram eins og hjá nýju ríkisstjórninni.A.m.k. eru einu kjarabæturnar  til aldraðra sem er að finna í fjárlagafrumvarpinu þær sem ákveðnar voru af fyrri ríkisstjórn,þ.e. í samkomulagi stjórnar og LEB en þá var Sif heilbrigðisráðherra. Nýja rikisstjórnin hefur enn ekki sett eina krónu inn í fjárlagafrumvarpið til kjarabóta aldraðra! Vonandi stendur það til bóta.
Björgvin Guðmundsson

Skynsamleg ákvörðun Landsvirkjunar

 

Landsvirkjun hefur ákveðið að selja ekki  raforku til nýrra álvera svo sem til Alcan vegna nýrrar álverksmiðju. Í staðinn ætlar Landsvirkjun að selja  raforku til netþjónabúa og annars hátæknaðar.Hér er Landsvirkjun að leggjast á sveif með umhverfisverndarsinnum. Iðnaðarráðherra,Össur Skarphéðinsson hefur fagnað þessari ákvörðun Landsvirkjun.Þetta þýðir að Alcan verður að fresta byggingu nýrrar álverksmiðju,sem vilji var fyrir. Eftir að skipulagstillaga,sem gerði ráð fyrir stækkun álverksmiðjunnar   í Hafnarfirði  var felld í atkvæðagreiðslu bæjarbúa hefur Alcan verið óráðin í því hvar byggja ætti nýtt álver. Hefur sú óákveðni áreiðanlega átt þátt í ákvörðun Landsvirkjunar. Vegna efnahagsástandsins í landinu er hagstætt að fresta byggingu nýrrar verksmiðju á vegum Alcan i nokkur ár. Alver mun hins vegar rísa  við' Bakka og í Helguvík.

 

 

Björgvin Guðmundsson


Ekki má falsa vísitöluna

Morgunblaðið slær því uppá forsíðu í dag,að til athugunar sé að taka fasteignir út út  vísitölunni.Þessi hugmynd hefur verið á kreiki   í herbúðum atvinnurekenda um langt skeið. Það gerðist  hér áður,að hægri stjórnir voru að " fikta" við visitöluna,þegar stjórnvöld voru ekki ánægð með mælingar hennar. Það er ekkert annað en fölsun á vísitölunni að kippa liðum út  úr vísitölunni ef stjórnvöld eru ekki ánægð með þróun hennar. Nú hefur verðbólgan tekið kipp upp á við  á ný  og þá koma upp raddir um  að falsa visitöluna. En  verðhækkanir minnka  ekki við það að  breyta vísitölunni. Því verður ekki trúað að Samfylkingin standi að slíkum kúnstum. Það,sem á að gera er að gera ráðstafanir til þess að  lækka vöruverð og verð á fasteignum en  ekki að falsa vísitöluna.

 

Björgvin Guðmundsson


Fall ihaldsins í Reykjavík

 
.
Hvað felldi Sjálfstæðisflokkinn   nú? Það var sundrung í eingin röðum. Upp kom alvarlegur ágreiningur   meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Orkuveitu Reykjavíkur og útrásarfyrirtæki þess ,REI. Enda þótt  Guðlaiugur Þór fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins  og nú ráðherra, hafi flutt tillöguna í stjórn Orkuveitunnar um stofnun Reykjavik Energy Invest  ( REI)   og enginn ágreiningur verið um það mál þá í röðum sjálfstæðismanna snérust nokkrir  borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins    gegn málinu og ætluðu að nota það  gegn borgarstjóra. Hér virðist hafa verið  um hreina valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins að ræða.  Nú segja sjálfstæðismenn, að þeir séu á móti því að orkufyrirtæki sveitarfélaga og hins opinbera séu   í samkeppnisrekstri. En þeir áttu sjálfir tillöguna  um stofnun slíks fyrirtækis hjá Orkuveitu Reykjavíkur og þeir hafa sjálfir stutt stofnun slíks fyrirtækis á vegum Landsvirkjunar. Þannig að það er alger fyrirsláttur hjá sjálfstæðismönnum,að þeir vilji ekki að orkufyrirtæki séu  
i samkeppnisrekstri.En nýju mennirnir í Sjálfstæðisflokknum  tefldu of  djarft og þeir telfdu af sér enda óvanir í stjórnmálum.Þeir ætluðu að koma Vilhjálmi,borgarstjóra frá.Þeim lá svo á að komast til valda . Þeir gátu ekki beðið til næstu kosninga. En þeir skutu sjálfa sig í fótinn. Þeir tóku sína eigin gröf´.
Mér líst mjög vel á hinn nýja borgarstjóra, Dag B. Eggertsson,leiðtoga  Samfylkingarinnar. Hann er einlægur jafnaðarmaður sem vill bæta aðstöðu fjölskyldufólks og aldraðra
i Reykjavík. Samfylkigin er kjölfestan í nýjum meirihluta félagshyggjufólks í borgarstjórn Reykjavíkur.
Björgvin Guðmundsson


60+ vill meiri kjarabætur fyrir aldraða

.
Birt var i fjölmiðlum   "sameiginleg ályktun" eldri sjálfstæðismanna og 60+ í Samfylkingunni. Þar er lögð áhersla á kjarabætur fyrir aldraða.Mistök áttu sér stað   við meðferð málsins.Birt var vinnuplagg sem endanleg ályktun en  60 + hafði gert breytingar á vinnuplagginu.60 + samþykkti t.d. eftirfarandi  sem lið' í sameiginlegu áliti: Lífeyrir frá Tryggingastofnun og frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna  hækki um 25 þúsund á mánuði fyriir áramót.En sérafstaða 60+ kveður að sjálfsögðu á um mun meiri kjarabætur fyrir  aldraða eða að lífeyrir þeirra ,sem ekki eru í lífeyrissjóði ,hækki í  210  þúsund á mánuði í áföngum.
Björgvin Guðmundsson
í stjórn 60+ 
  

Bankarnir bregðast húskaupendum

Kaupþing hefur tilkynnt,að framvegis muni vextir íbúðalána   hækka við sölu fasteigna, sem fengu lága vexti ( 4,15%) við kaup þeirra og lántöku hjá KBbanka.Þegar bankarnir buðu lága vexti á íbúðalánum fyrir  nokkrum árum og lánuðu 90-100 % af verði fasteigna spáðú margir því,að þetta mundi ekki standa lengi. Bankarnir ætluðu að reyna að koma Íbúðalánasjóði út af markaðnum með því að bjóða betri kjör en sjóðurinn. En Íbúðalánasjóður stóð þessa atlögu af sér. Hann svaraði með jafnlágum vöxtum og 90% lánum. Nú sjá bankarnir að ekkert fararsnið er á Íbúðalánasjóði og þá stórhækka þeir vexti. Ljóst er að það er alger nauðsyn,að ´Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd. Sjóðurinn er eina trygging húsbyggjenda og húskaupenda.

 

Björgvin Guðmundsson


Valgerður Bjarnadóttir sýndi mikinn kjark

Valgerður Bjarnadóttir,varaþingmaður Samfylkingarinnar, settist inn á þing í skamman tíma   og á fyrsta degi flutti hún frumvarp um afnám forréttinda ráðherra og þingmanna í lífeyrismálum.Með þessu sýndi hún mikinn kjark,þar eð aðrir þingmenn hafa ekki haft þor til þess  að flytja slíkt frumvarp enda þótt margir hafi verið óánægðir með sérréttidi ráðherra og þingmanna.Frumvarp Valgerðar kveður á um það,að  allir eigi að sitja við sama borð í lífeyrismálum. Ráðherrar og þingmenn eigi aðeins að hafa sama lífeyri og aðrir ríkisstarfsmenn. Margir þingmenn stjórnarflokkanna þora ekki að flytja nein mál. Þeir halda að stjórnin ein megi flytja mál. En það er mikill misskilningur. Þingmenn eiga að fylgja sannfæringu sinni og flytja  frumvörp um mál,sem þeir bera fyrir brjósti.

 

Björgvin Guðmundsson


Valgerður Bjarnadóttir á heiður skilið

Valgerður Bjarnadóttir,varaþingmaður Samfylkingarinnar, settist inn á þing í skamman tíma   og á fyrsta degi flutti hún frumvarp um afnám forréttinda ráðherra og þingmanna í lífeyrismálum.Með þessu sýndi hún mikinn kjark,þar eð aðrir þingmenn hafa ekki haft þor til þess  að flytja slíkt frumvarp enda þótt margir hafi verið óánægðir með sérréttidi ráðherra og þingmanna.Frumvarp Valgerðar kveður á um það,að  allir eigi að sitja við sama borð í lífeyrismálum. Ráðherrar og þingmenn eigi aðeins að hafa sama lífeyri og aðrir ríkisstarfsmenn. Margir þingmenn stjórnarflokkanna þora ekki að flytja nein mál. Þeir halda að stjórnin ein megi flytja mál. En það er mikill misskilningur. Þingmenn eiga að fylgja sannfæringu sinni og flytja  frumvörp um mál,sem þeir bera fyrir brjósti.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband