Skoðanakönnum:Stjórnarflokkar missa fylgi

Vinstri græn myndu bæta við sig tíu þingmönnum frá síðustu kosningum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 27,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, sem gæfi honum 19 þingmenn, í stað þeirra níu sem nú sitja á Alþingi fyrir flokkinn. Vinstri græn yrði þar með næst stærsti flokkurinn. 23,0 prósent sögðust styðja flokkinn í könnun blaðsins í lok október, en 14,3 prósent kusu hann í síðustu þingkosningum.

Stærsti flokkurinn yrði, líkt og í síðustu könnun blaðsins Samfylking og segjast 33,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku til flokka myndu kjósa flokkinn. Það er aðeins minna fylgi en í síðustu könnun blaðsins þegar 36,0 prósent studdu hann. Samkvæmt þessari könnun fengi flokkurinn 23 þingmenn í stað 18 sem þeir hafa nú.

Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt þessu þriðji stærsti flokkurinn og segjast 24,8 prósent myndu kjósa hann. Samkvæmt því fengi flokkurinn 17 þingmenn, átta færri en flokkurinn hefur nú. 29,2 prósent sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn í síðustu könnun blaðsins, en 36,6 prósent gáfu honum atkvæði í síðustu kosningum.

Fylgi Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins breytist ekkert frá síðustu könnun blaðsins, þrátt fyrir að nýr formaður hafi tekið við í Framsóknarflokknum. 6,3 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn og fengi flokkurinn samkvæmt því fjóra þingmenn. 4,3 prósent segjast myndi kjósa Frjálslynda flokkinn og fengi flokkurinn samkvæóst ermt því engan þingmann, þar sem fimm prósenta marki er ekki náð til að fá uppbótarþingmann kjörinn. 3,3 prósent sögðust myndu kjósa annan flokk.(visir.is)

Þessi skoðanakönnun er athyglisverð.Hún sýnir,að stjórnarflokkarnir missa fylgi frá síðustu könnun. Sjalfstæðisflokkurinn er með 24,8% en Samfylking með  33,6%.Það er minna hjá báðum en í síðustu könnun.Málið er alvarlegt hjá Sjálfstæðisflokknum. Ljóst er,að kjósendur telja þann flokk bera höfuðábyrgð á fjármálakreppunni.

Björgvin Guðmundsson

 


Mótmælafundurinn: Kvótann aftur til þjóðarinnar

Mótmælafundi er í þann mund að ljúka á Austurvelli og hafa ræðumennirnir þrír lokið máli sínu. Gerður Pálma, atvinnurekandi frá Hollandi, talaði um að Ísland hefði nú verið í heimspressunni sem aldrei fyrr og ekki af góðu, en sú ímynd sem listafólk okkar hefði skapað gegnum árin væri enn sterkari í hugum heimsins.

Síðastur tók til máls Sindri Viðarsson, sagnfræðinemi. Sindri sagðist hafa þá tilfinningu að vorið yrði bjart og að dagar fáfræði og sandkassaleikja í stjórnvöldum væru taldir. „Þetta eitthvað erum við,“ sagði Sindri við mótmælendur á Austurvelli. „Við ætlum að byggja betra samfélag og þeim skilaboðum þurfum við að bera áleiðs, þeim sem heima sitja og bera þrælslund í hjarta gagnvart stjórnvöldum.“

Sindri vísaði einnig til orða Robert Z. Aliber hagfræðings sem ræddi málefni Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðustu viku. Sindri sagði orðræðu Alibers hafa haldið opnum möguleikanum fyrir einkavæðingu. „Ég vil ekki einkavæða orkugeirann, ég vil ekki einkavæða heilbrigðisgeirann og ég vil enn síður einkavæða menntakerfið. Ég vil kvótann aftur til þjóðarinnar!“ Undir þetta tóku fundarmenn fullum rómi.

Að síðustu áréttaði Sindri að Íslendingar hefðu nú valið til að byggja upp nýtt Ísland. „Höfum réttlæti í huga en ekki hefnd. Höfum náungakærleik í hjartastað og kaupum það síðasta sem keypt verður í langan tíma, betra samfélag sem byggir á jöfnuði en ekki spillijngu, það byggir á jöfnum auði en ekki flokksskírteinum, það byggir á samhjálp liðinna alda.“

Eftir að formlegum mótmælum lauk var eftir fámennur hópur unglinga á aldrinum 13-16 ára grýtir nú Alþingishúsið tómötum og banönum og virðist það vera sami hópur og fyrir viku síðan. Mótmælin sjálf fóru hinsvegar friðsamlega fram sem fyrr.(mbl.is)

Ég tek undir orð Sindra um að kvótinn verði fluttur aftur til þjóðarinnar. Nú þegar ríkið þarf að taka erlend lán vegna bankahrunsins þarf ríkið á öllum fjármunum sínum að  halda. Ríkið getur ekki látið úítgerðarmenn  ráðskast lengur með kvótann eins og hann sé þeirra eign.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Mótmælin verða ekki þögguð niður

Mótmælafundur á Austurvelli,sá 7.röðinni á laugardegi,var haldinn í dag, Mikið fjölmenni sótti fundinn.Fundarboðendur sögðu,að fundum yrði haldið  áfram þar til markmið mótmælenda næðust en meðað þeirra er krafan um þingkosningar. Það var mikill þungi  í ræðum  þeim,sem fluttar voru,

Ég er hræddur um að ekki verði komist hjá kosningum.Ef valdhafarnir reyna að hunsa kröfur almennings um kosningar er hætt við,að upp úr sjóði.

 

Björgvin Guðmundssson


Ingibjörg Sólrún;Friðsamir mótmælendur eiga hrós skilið

 Ingibjörg Sólrún,formaður Samfylkingarinnar sagði á flokksstjórnarfundi i dag,að friðsamir mótmælendur ættu hrós skilið. Ef ég væri ekki ríkisstjórn mundi ég sjálf mæta á mótmælafundi,sagði Ingibjörg.
Visir.is.segir svo frá ræðu Ingibjargar:

Krafan um kosningar í vor endurrómar í Samfylkingunni enda á flokkurinn sér rætur í ríkri lýðræðishefð, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar.

Ingibjörg sagði í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar það væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að stjórnmálaöflin í landinu setji eigin hagsmuni til hliðar. Hún viðurkenndi að það hentaði flokknum að mörgu leyti að gengið yrði kosninga nú. Á síðustu kjörtímabilum hafi flokkurinn ítrekað bent á það sem misfórst við stjórn efnahagsmála. Auk þess nyti Samfylkingin mikils stuðnings meðal þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.

Aftur á móti væri ekki hægt að láta það stjórna afstöðu flokksins til kosninga og kosningar í vor væru ekki tímabærar. Í hennar huga sé forgangsröðin skýr. ,,Fyrst kemur fólkið og svo flokkurinn."

Ingibjörg sagði að verkefni næstu vikna og mánuða vera að koma almenningi og öðrum stjórnmálaflokkum í skilning um að Íslendingar þurfi að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í stað krónu.

Ingibjörg telur miklar líkur á að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn endurnýi stefnu sínu í málaflokknum á næstu mánuðum. Þá spurði hún hvort að Evrópustefna Vinstri grænna felist í stuðningi við ónýta krónu og traust á Seðlabankanum.

Jafnframt sagði Ingibjörg að þeir mótmælafundir sem haldnir séu reglulega þessa dagana væru til marks um lífskraft fólksins í landinu og það fólk sem mætti í friðsöm mótmæli ætti hrós skilið því með því væri fólkið að taka þátt í málefnalegri umræðu í landinu. Ef hún væri ekki í ríkisstjórn myndi hún sjálf mæta á mótmælafundina.

 

Björgvin Guðmundsson







Launalækkun æðstu embættismanna

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur í dag skrifað formanni kjararáðs bréf þar sem þeim tilmælum er til kjararáðs að það ákveði tímabundið fyrir 2009 að lækka laun þeirra, sem heyra undir ráðið með tilteknum hætti. Um er að ræða æðstu embættismenn ríkisins. (mbl.is)
Ég fagna þessu frumkvæði forsætisráðherra. Laun æðstu embættismanna eru alltof há nú í kreppunni og full ástæða til þess að lækka þau.
Björgvin Guðmundsson.

Atvinnuleysi 4%

Einn af hverjum 27 vinnufærum mönnum er nú atvinnulaus samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Að meðaltali hafa um 186 skráð sig atvinnulausa hvern virkan dag í mánuðinum.

Forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun segir að skráningin hafi verið mest fyrstu daga mánaðarins en síðustu daga hafi um 140-150 skráð sig á atvinnuleysisbætur á degi hverjum.

Vegna mikillar vinnu við skráningu atvinnulausra hefur þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunnnar í Reykjavík þurft að grípa til þess ráðs loka fyrr á föstudögum eða í hádeginu.

Karl Sigurðsson hjá Vinnumálastofnun segir nákvæma tölu um fjölda atvinnulausra á reiki en nokkra daga geti tekið að fá endanlegar tölur úr rafrænni skáningu. Hann áætlar að á hádegi í dag hafi um 6600 verið skráðir atvinnulausir á landinu öllu. Frá áramótum og fram á sumar var atvinnuleysi aðeins eitt prósent. Nú er hinsvegar svo komið að tæp 3,8 prósent vinnandi fólks eru án atvinnu. Miðað er við að vinnumarkaðurinn telji 175 þúsund manns. Um 2600 hafa skráð sig á bætur það sem af er mánuðinum. Karl segir að uppsagnir á vinnuafli séu þó meiri enda streymi erlent vinnuafl úr landi. Þrjár hópuppsagnir hafa verið tilkynntar í mánuðinum á samtals 110 starfmönnum. Um er að ræða fyrirtæki í útgáfu- og þjónustustarfsemi.

Kynjaskipting atvinnulausra er ójöfn á bæði höfuðborgarsvæðinu og á Austurtlandi. Þar eru atvinnulausir karlar um 60 prósent atvinnulausra.(ruv.is)

Það kemur ekki  á óvart að atvinnuleysi aukist.Það var búið að spá því og það mun aukast á næsta ári.Ríkisstjórnin ætlar ekki að draga úr framkvæmdum og það er er gott. það þarf að hamla sem mest gegn atvinnuleysi.

Björgvin Guðmundsson

 


Katrín Júliusdóttir vill kosningar

Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir, að yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að ótímabært sé að ræða kosningar á næsta ári, engu breyta um sína skoðun í málinu. Kjörnir fulltrúar ættu að fá umboð sitt endurnýjað í ljósi breyttra aðstæðna.

„Við stöndum frammi fyrir risavöxnu verkefni hér á landi á næstunni," segir Katrín í samtali við Vísi. „Það er ekki nema eðlilegt að flokkarnir kynni fyrir landsmönnum hvernig þeir ætla að leysa úr því verkefni." Katrín er á meðal nokkurra þingmanna Samfylkingar sem hafa lýst þeirri skoðun sinni að best væri að kjósa á ný til Alþingis í vor. Aðrir sem það hafa gert eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ellert B. Schram, Ágúst Ólafur Ágústsson auk ráðherranna Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Aðspurð hvort yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar breyti nokkru um hennar skoðun segir Katrín svo ekki vera.

Katrín segir heldur ekkert standa í vegi fyrir því að þingmenn geti ekki unnið vinnuna sína á næstu mánuðum þó boðað verði til kosninga. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Bylgjunni í morgun að þau Björgvin og Þórunn ættu að segja af sér þar sem þau væru ekki tilbúin til þess að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem framundan sé. „Fyrir utan það umboð sem ég tel að kjörnir fulltrúar þurfi að fá endurnýjað í ljósi hinnar breyttu stöðu í þjóðfélaginu er það einnig spurningin um breytingu á stjórnarskránni vegna mögulegrar ESB aðildar sem skiptir máli í þessu," segir Katrín.(visir.is)

Ljóst er,að stuðningur við kosningar á næsta ári eykst.Sumir vilja hafa kosningar snemma aðrir næsta  haust.Nú hefur það einnig bætst við,að stjórnarandstaðan hefur flutt vantraustillögu á ríkisstjórnina. Það er langt síðan  slík  tillaga hefur verið flutt á alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson



Órói í stjórnarliðinu

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir,að þau Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir eigi að segja af sér. Ástæðan er sú,að þau vildu  láta kjósa næsta ar. Steinunn Valdís þingmaður Samfylkingar segir,að skipta verði um  seðlabankastjóra eða stokka upp stjórnina.

Nokkrir þingmanna Samfylkingar vilja kosningar næsta ár. Ingibjörg Sólrún formaður segir ótímabært að ræða kosningar.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 


Seðlabankinn stýrir ráðstöfun IMF lánsins

Seðlabankinn mun hafa fullkomna stjórn á því hvernig fjármagninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) verður ráðstafað, innan þeirra takmarkana sem sjóðurinn sjálfur setur. Orsakast það af þeirri lagaumgjörð sem Seðlabankinn starfar eftir og hlutverki hans við stjórn peningamála.

Ein jákvæð tíðindi fyrir íslenskan almenning í kjölfar IMF-láns er að liðkað verður fyrir viðskipti með gjaldeyri. „Það má búast við eðlilegri miðlun gjaldeyris í bönkunum til almennings. Það sem fyrst og fremst verður temprað eru stærri fjármagnsflutningar,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

Lánið frá IMF nemur 2,1 milljarði dollara. Á grundvelli samkomulags íslenska ríkisins og IMF verða 827 milljónir dollara til taks nú þegar og afgangurinn í átta jöfnum millifærslum að fjárhæð 155 milljónir dollara hver. Lánið, rúmlega 2,1 milljarður dollara frá IMF og um þrír milljarðar dollara frá teymi þjóða sem ákváðu að lána, fer langleiðina með að mæta þörf ríkisins í endurreisn hagkerfisins og er liður í endurheimtingu trúverðugleika.(mbl.is)

Þess verður að vænta  ,að Seðlabankanum farist þetta  verk vel úr hendi þrátt fyrir deilur um bankann.

 

Bj0rgvin Guðmundsson

´ 

Fara til baka Til baka


mbl.is Seðlabankinn stjórnar ráðstöfun IMF lánsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir vill koma þjóðinni gegnum erfiðleikana

Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti undrun sinni á orðum Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra í Kastljósi um að þau vildu sjá kosningar í vor. Stjórnarflokkarnir hefðu síðast í dag verið að ganga frá viðamiklum ráðstöfunum til að bæta hag heimila og fyrirtækja í landinu í gegnum lánið frá IMF. „Nú ríður á að það sé öflug stjórn sem heldur um stjórnartaumana á næstu mánuðum, en þetta prógram er til tveggja ára. Það má ekki gleyma því,“ sagði forsætisráðherra. „Þannig að það á ekki að stefna þessu í hættu að mínum dómi.“  Ráðast þurfi í heilmiklar aðgerðir og öll óvissa í pólitík sem bætist ofan á þessar efnahagsaðstæður, sem séu mesta efnahagsáfall sem að við höfum gengið í gegnum á síðari tímum, geri bara illt verra.

  Geir sagði Fjármálaeftirlitið enn fremur hafa verið of veikt miðað við stærð bankanna og þá ræddi hann um áhyggjur breskra stjórnvalda af að Kaupþing hefði verið að flytja fjármuni til Íslands frá Bretlandi stuttu fyrir fall bankanna. Kaupþing hafi hins vegar neitað að svo hafi verið og Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, fullvissað hann síðast í gær um að engar slíkar færslur hafi átt sér stað. Þvert á móti segðust Kaupþingsmenn hafa verið að flytja fé til Bretlands á þessum tíma.
Spurður um það hvort hann hafi hugleitt að segja af sér í kjölfar efnahagsástandsins, sagði Geir svo ekki vera. Vandi bankanna hafi vissulega orðið til á sinni vakt og þar af leiðandi líti hann svo á að það sé sitt mál að koma þjóðinni í gegnum erfiðleikana.(mbl.is)

Ég skil það vel,að Geir leggi stolt sitt í það að koma þjóðinni gegnum kreppuna. En ei að síður er það hávær krafa almennings,að það verði kosið næsta vor eða á næsta ári.

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband