Föstudagur, 30. nóvember 2007
Hvað líður 400 hjúkrunarrýmum aldraðra?
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Söngurinn byrjaður: Ekki má hækka laun
Í hvert sinn,sem kjarasamningar eru lausir og samningaviðræður byrja upphefja atvinnurekendur sama sönginn: Ekki má hækka laun. Efnahagslífið þolir það ekki. Þessi söngur hefur verið kyrjaður stöðugt undanfarna áratugi og er eins og slitin plata. Nú er Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins forsöngvari. Hann segir: Það er óviðeigandi að hækka almenn laun við núverandi aðstæður. Og Sigurjón bankastjóri Landsbankans syngur með og segir að efnahagslífið þoli ekki nema hóflegar launahækkanir. Hann meinar sjálfsagt hófstillar launahækkanir eins og í bönkunum. Sjálfur er hann á ofurlaunum og á þátt í því að skapa þá ólgu í þjóðfélaginu sem skapar kröfur um verulegqr kjarabætur launþega. Bankastjórarnir,sem hrifsað hafa til sín ofurlaun,langt umfram það,sem eðlilegt má teljast, ættu að sjá sóma sinn í því að halda sig til hlés þegar almenna kjarasamninga ber á góma.
Atvinnufyrirtækin eru nú flest rekin með miklum hagnaði og því ættu þau að geta greitt hærri laun. Starfsfólkið á stærsta þáttinn í góðum hagnaði fyrirtækjanna.Það er því eðlilegt að starfsfólkið njóti góðrar afkomu atvinnurekenda. Laun verkafólks eru skammarlega lág. Það er erfitt að draga fram lífið á lægstu launum. Það verður að hækka launin myndarlega og skapa verkafólki sómasamleg lífskjör.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Framsókn vill fá hlutdeild í góðri einkunn Íslands
Alþingi ræddi þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna í gær en þar er þjóðum heims raðað eftir ýmsum þáttum,einkum lífslíkum,menntun og meðalframleiðslu á mann.Skýrsla sú,sem birt var í gær byggist á könnun á árinu 2005. Framsóknarmenn á alþingi spruttu upp og kváðust eiga þátt í góðri einkunn Íslands 2005,þar eð þeir hefðu þá verið í ríkisstjórn og mörg ár á undan. Það má til sanns vegar færa.En á sama hátt má segja,að allir flokkar og öll þjóðin eigi þátt í þeim framförum sem orðið hafa á Íslandi. Ekki lengist meðalaldur Íslendinga við setu einnar ríkisstjórnar,jafnvel ekki þó Framsókn sitji í henni.Sama er að segja um menntun þjóðarinnar. Uppbygging menntunar tekur langan tíma og er löng þróun. Allir stjórnmálaflokkar hafa þar komið við sögu.Þjóðarframleiðslan byggist einnig á langri þróun og uppbyggingu og ytri aðstæður hafa mikil áhrif á þjóðarframleiðluna. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli,að stjórnvöld skapi rétt umhverfi og réttar aðstæður fyrir framleiðslu og atvinnulíf.En það sem stjórnvöld geta fyrst og fremst gert er að skipta framleiðslu og lífsgæðum réttlátlega milli þegna þjóðfélagsins. Könnun Sameinuðu þjóðanna mældi ekki hvernig til hefði tekist í því efni. Núverandi ríkisstjórn verður fyrst og fremst dæmd eftir því hvernig henni tekst í því efni.
Björgvin Guðmundsson
elagsins
Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Ísland fær hæstu einkunn miðað við 2005
.
Sameinuðu þjóðirnar gefa þjóðum heims einkunn eftir hæsta meðalaldri , menntun og landsframleiðslu á manni. Ísland fær hæstu einkunn miðað við þessa þætti 2005.Noregur hefur verið í efsta sæti sl. 6 ár.
Meðalaldur hér er 81,5 ár en í Noregi 80 ár.Ef menntunarstigið er tekið eitt og sér eru Íslendingar í 13.sæti.Landsframleiðsla á mann er sú 5.mesta í heiminum.Hæst er hún í Luxemborg.
Vissulega er ánægjulegt,að Ísland skuli fá hæstu einkunn hjá Sþ. miðað við framangreinda 3 þætti árið 2005. En það er ástæðulaust fyrir framámenn þjóðarinnar að ofmetnast af þeim sökum. Þessir þættir segja t.d. ekkert um skiptingu lífsgæðanna. Þeir segja ekkert um kjör láglaunafólks,aldraðra eða öryrkja. Ef landsframleiðsla á mann er sú 5.mesta á heiminum ætti að vera auðveldara fyrir Ísland að búa öllum þegnum sínum mannsæmandi kjör. Meðferð Íslands á eldri borgurum er til skammar. Það á strax að afnema allar skerðingar tryggingabóta.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Foringjaræði of mikið hér
Miklar umræður hafa átt sér stað um nýja bók Guðna Ágústssonar.Það sem vekur einna mesta athygli er frásögn Guðna af viðskiptum hans við Halldór Ásgrímsson á meðan Halldór var formaður Framsóknarflokksins. Fram kemur að Halldór hagaði sér eins og einræðisherra og tók ekkert tillit til Guðna þó hann væri réttkjörinn varaformaður. En Hallldór hundsaði Guðna algerlega,t.d. í Íraksmálinu. Ákvörðun um að láta Ísland styðja innrás í Írak tók Halldór án þess að ráðgast við Guðna eða nokkurn annan þingmann flokksins. Eins var Halldór mjög einráður um val á ráðherrum flokksins. Þetts leiðir athyglina að foringjaræði almennt í flokkunum hér á landi. Það hefur oft verið mjög mikið. T.d. réði Davíð Oddsson öllu á meðan hann var formaður Sjálfstæðisflokksins.Og svo virðist sem margir flokksforingjar telji af eftir að þeir hafi verið kosnir formenn geti þeir tekið sér alræðisvald. En það er mikill misskilningur. Þeir gegna ákveðinni trúnaðarstöðu í ákveðinn tíma en eiga ekki að valta yfir löglegar stofnanir flokkanna. Þeir eiga ekki að misnota aðstöðu sina og þvinga fram vilja sinn gegn því sem ákveðið hefur verið á lýðræðisegan hátt. Í Noregi er mikið meira lýðræði í flokkunum en hér. Við gætum lært af Norðmönnum í þvi efni.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Bæta þarf kjör láglaunafólks
Kjarasamningar eru lausir um næstu áramót og eru undirbúningsviðræður þegar hafnar. Ljóst er að samningaviðræður verða mjög erfiðar. Verðbólga er farin að aukast a ný. Barátta Seðlabankans við verbólguna hefur mistekist. Seðlabankinn hefur hækkað og hækkað stýrivexti og valdið útflutningsatvinnuvegunum miklum erfiðleikum vegna hávaxta og hágengis en allt hefur komið fyrir ekki. Er nú ljóst,að breyta verður markmiðum Seðlabankans. Aukin verðbólga mun gera kjarabaráttu verkalýðsfélaganna erfiðari en ella. Mönnum er ljóst , að mjög háir kjarasamningar geta enn aukið verðbólguna. En samt viðurkenna allir, að bæta verður kjör þeirra lægst launuðu verulega. Það verður að hækka kaup þeirra lægst launuðu verulega án þess að slík kauphækkun gangi upp allan stigann.Segja má,að þeir lægst launuðu á vinnumarkaði séu í sömu sporum og eldri borgarar. Þessir hópar hafa aðeins rúmar 100 þúsund á mánuði í laun og lífeyri en í velferðarþjóðfélagi, sem státar af mikilli velmegun eru þessi lúsarlaun til háborinnar skammar.Nú er komið að því að leiðrétta kjör láglaunafólks og eldri borgara.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 24. nóvember 2007
Það átti að bola Guðna úr pólitíkinni
Í nýútkominni ævisögu Guðna Ágústssonar er athyglisverður kafli um hörð átök Halldórs Ásgrímssonar og Guðna Ágústssonar. Eftir fylgishrun Framsóknar í sveitarstjórnarkosningunum 2006 ákvað Halldór að draga sig út úr pólitík. En hann vildi fá Guðna mér sér og fór fram á,að hann hætti sem varaformaður og ráðherra. Þessu harðneitaði Guðni. Hann taldi,að Halldór hefði farið illa með flokkinn en hann ætti ekki þar sök sem varaformaður.Varð af þessum sökum hörð rimma milli þeirra " félaga". Þessi bókarkafli veitiir athygliverða innsýn inn í stjórnmálaflokk af gamla skólanum og einræðistilburði flokksforingja. Guðni Ágústsson var kosinn varaformaður Framsóknarflokksins lýðræðislegri kosningu á flokksþingi í óþökk foringjans,Halldór. En Halldór vildi gera annan að varaformanni. Það hvarfaði ekki að Halldóri að virða lýðræðislega kosningu varaformanns. Halldór taldi,að hann væri eins konar einræðisherra í Framsókn sem ætti að ráða þar öllu. Þegar Halldór ákvað að hætta vildi hann ákveða eftirmanna sinn sjálfur. Guðni var réttkjörinn varaformaður flokksins og átti samkvæmt lögum flokksins að taka við formennsku þegar Halldór hætti. En Halldór blés á það. Hann fór að leita að formanni,sem væri honum þóknanlegur. Fyrst staðnæmdist hann við Finn Ingólfsson En flokkurinn neitaði að samþykkja hann . Þá fann Halldór gamlan kunnigja sinn, Jón Sigurðsson,ágætis mann en algerlega reynslulausan í pólitík.Halldór beitti öllu afli sínu til þess að koma Jóni í formannsstólinn og tókst það. Það var gengið fram hjá Guðna og öllum þingmönnum flokksins,aðeins vegna þess að Halldór þurfti að sýna vald sitt og ráða eftirmanni sínum. Síðan raðaði Halldór vinum sínum í ráðherrastóla. Þessi vinnubrögð eru algerlega úrelt. Flokksformenn eiga ekki a hafa neitt alræðisvald. Þeir eru kosnir í trúnaðarstöður í ákveðinn tíma og eiga ekki að taka sér neitt alræðisvald.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í kjaramálum aldraðra
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Björgvin Guðmundsson um málefni eldri borgara undir ofangreindri fyrirsögn. Þar segir svo m.a.:
Eldri borgarar hafa ekki orðið varir við neina stefnubreytingu hjá stjórnvöldum í kjaramálum þeirra við tilkomu nýrrar ríkisstjórnar eftir alþingiskosningar sl. vor. Stefnan í kjaramálum aldraðra virðist alveg sú sama og hún var á meðan Framsókn fór með heilbrigðis-og tryggingaráðuneytið.Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir kjósendur og sérstaklega fyrir eldri borgara.Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2008 er ekki ein króna til þess að efna kosningaloforðin við aldraða frá því sl. vor. Þar er aðeins að finna framlög til þess að efna " samkomulagið" milli fyrri ríkisstjórnar og Landssambands eldri borgara.Mér finnst það nokkuð gróft hjá ríkisstjórninni að hundsa svo algerlega eldri borgara, að ekki skuli eins einasta króna í frumvarpinu til þess að efna öll kosningaloforðin, sem eldri borgurum voru gefin fyrir síðustu kosningar.
Hækka verður lífeyrinn strax
Ef ríkisstjórnin ætlar að reka af sér slyðruorðið verður hún að bæta kjör aldraðra strax en ekki síðar. Það þarf að hækka lífeyri eldri borgara strax um 30- 40 þúsund á mánuði, sem fyrsta áfanga í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Lífeyrir aldraðra einstaklinga er í dag 126 þúsund á mánuði fyrir skatta,eða 113 þúsund eftir skatta.Ef þessi lífeyrir er hækkaður um 30 þúsund fer hann í 156 þúsund á mánuði fyrir skatta en ella í 166 þúsund fyrir skatta ef hækkunin væri 40 þúsund á mánuði.Eftir sem áður væri þetta mjög lágur lífeyrir. Þetta verður ekki mannsæmandi fyrr en lífeyririnn fer í 210 þúsund á mánuði fyrir skatta eða sem svarar meðaltals neysluútgjöldum einstaklinga á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Lækka þarf fasteignagjöldin
Nýi meirihlutinn í borgarstjórn ætlar ekki að lækka fasteignagjöldin eins og fyrri meirihluti ráðgerði en ætlunin var að lækka fasteignagjöldin um 5 % næsta ár. Ég er óánægður með þessa stefnubreytingu. Ég tel,að það markmið gamla meirihlutans að lækkka fasteignagjöldin hafi verið gott. Einkum er það hagstætt fyrir eldri borgara,að fasteignagjöldin séu lækkuð. Það getur stuðlað að því að eldri borgarar búi lengur í eigin húsnæði og þurfi ekki að fara á dvalarheimili eða hjúkrunarheimilki. Að vísu fá eldri borgarar og öryrkjar afslátt á fasteignagjöldum en sú lækkun er alltof lítil Ég tel,að ellilífeyrisþegar ættu að fá niðurfelld fasteignagjöld að fullu á einni íbúð.Þaðmundi spara þjóðfélaginu mikinn kostnað í byggingu stofnana fyrir aldraða.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Lítil breyting hjá ríkisstjórninni
Morgunblaðið skrifar forustugrein um ríkisstjórnina í gær og kemst að þeirri niðurstöðu,að breyting hafi lítil sem engin orðið við stjórnarakiptin. Og það er rétt. Það bólar lítið á breytingum enn. Sumir hinna nýju ráðherra Samfylkingarinnar eru kappsfullir og ætla sér stóra hluti. En það hefur lítið sem ekkert komist í framkvæmd af þeim áformum enn. Þetta á við um Björgvin G. Sigurðsson,viðskiptaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra Björgvin hefur boðað afnám stimpilgjalda en alveg er óvíst hvenær það verður framkvæmt. Eins er með róttækari stefnu í neytenbdamálum. Viðskiptaráðherra hefur fullan hug á breytingum þar en ekkert hefur komist í framkvæmd enn. Iðnaðarráðherra er að undirbúa nýja löggjöf um orkumál og verður fróðlegt að sjá hana. Félagsmálaráðherra hefur gert ráðstafanir til aðstoðar langveikum börnum en ríkisstjórnin hefur enn ekkert gert til þess að bæta kjör aldraðra. Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,hefur haldið vel á utanríkismálunum og gert sér far um að kynna sér þau mál sem best. Örlítil breyting hefur orðið en í stórum dráttum er stefnan óbreytt. Kjósendur bíða enn eftir því ,að Samfylkingin setji mark sitt á stjórnina og þess sjáist merki að jafnaðarmenn séu í stjórn.
Björgvin Guðmundsson