Er verið að veikja alþingi?

Forseti Alþingis hefur lagt fram tillögur um miklar breytingar á þingsköpum alþingis og á aðbúnaði þingmanna. Hafa  tillögur þessar sætt harðri andstöðu Vinstri grænna. Allir hinir  flokkarnir virðast sammála um  miklar breytingar á þingsköpum og þar á meðal   á því  að skera mikið niður ræðutíma.VG leggst alveg gegn því og segir,að með   því sé verið að veikja alþingi og veikja lýðræðið. Hefur VG m.a. gagnrýnt að ekki skuli eins og alltaf áður höfð sátt allra flokka um breytingar á þingsköpum. VG er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og  telur,að óeðlilegt sé að sniðganga þann flokk við slíkar breytingar.

Ég er sammmála því. Ég tel,að sátt eigi að ríkja um miklar breytingar á þingsköpum.

Björgvin Guðmundsson


VG: Engin merki stjórnarskipta í fjárlagafrumvarpinu

Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hefur farið fram á alþingi. Jón Bjarnason fulltrúi VG í fjárlaganefnd flutti langa ræðu við umræðuna Hann sagði m.a.,að  engin merki stjórnarskipta sæust í fjáragafrumvarpinu.Skattleysismörkin væru þau sömu  og í tíð fyrri stjórnar eða  90 þúsund  á mánuði og engin ný framlög til bættra kjara aldraðra og  öryrkja væru í frumvarpinu. Aðeins þau framlög,sem ákveðin hefðu verið af fyrri ríkisstjórn. Hvar eru ummerki Samfylkingarinnar,spurði Jón.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvað líður aðgerðum stjórnarinnar til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu?

Í stjórnarsáttmálanum segir að lækka eigi skatta og auka jöfnuð í   þjóðfélaginu.Ekki er að búast við skattalækkunum i bráð. Ef til vill verða skattar eitthvað lækkaðir í lok kjörtimabilsins. Samfylkingin hefur gagnrýnt það mjög, að skattleysismörkin skuli  ekki hafa hækkað í samræmi við breytingar á launa-og verðvisitölu. En skattleysismörkin væru í dag nálægt 150 þúsund á mánuði, ef  þau hefðu breytst eðlilega frá 1988 .Þau eru í dag 90 þúsund á mánuði. Það væri mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og eldri borgara, ef þau væru hækkuð í 150 þúsund á mánuði. Með myndarlegri hækkun skattleysismarkanna væri auðveldast að  vinna að því stefnumarki ríkisstjórnarinnar að auka jöfnuð í   þjóðfélaginu.

  Það eru ágæt stefnumið i stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en það hefur verið lítið um framkvæmdir enn. Ríkisstjórnin hefur verið fremur aðgerðarlítil það sem af er.Vonandi stendur það til bóta. 

   Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband