Þrefaldur Guðni í jólagjöf

Ég fékk Guðna af lífi og sál í jólagjöf og raunar  þrjár frekar en eina.Bókin er góð. Sigmundur Ernir skrifar bókina vel. Frásögn af uppvexti  Guðna  og æskuárum Ágústs Þorvaldssonar á Brúnastöðum er mjög áhrifamikil.Ágúst ólst upp í mikilli fátækt og hafði marga daga ekki ofan í sig að eta.Unga fólkið,sem er að alast upp í dag, á sennilega erfitt með að skilja hvernig tímarnir voru áður.Einnig er fróðlegt að lesa lýsingu Guðna á þeim  heiftarlegu átökum,sem urðu í Framsóknarflokknum,þegar Halldór Ásgrímsson  var að láta af formennsku i flokknum. Guðni veitir okkur innsýn í einræðistilburði Halldórs og  valdhroka. Maðurinn vildi ráða öllu og vildi draga Guðna með sér út úr pólitík. En Guðni sá við honum og trónir nú á toppnum í Framsókn sem formaður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Samfylkingin verður að taka sig á

Samfylkingin hefur valdið mér vonbrigðum fyrstu  7 mánuðina sem hún hefur verið við völd í ríkisstjórn.Ég taldi víst,að þegar hún kæmist til valda mundi hún strax framkvæma einhver brýn umbótamál en ekki láta  nægja að verma ráðherrastólana. Í rauninni hefur hún lítið  sem ekkert gert það sem af er.Ríkisstjórnin hefur  verið aðgerðarlítil. Helst stærir stjórnin sig af yfirlýsingu um eitthvað sem gera á fyrir aldraða og öryrkja í vor og á næsta ári. Af hverju var það ekki gert strax. Og hvers vegna er aðeins verið að tala um  að draga úr tekjutengingum  en ekkert fjallað um hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja. Það á ekki að mismuna borgurunum. Þeir,sem ekki eru að  vinna, njóta ekki góðs af minni tekjutengingum.Ellilífeyrisþegar eru búnir að ljúka sínu starfsframlagi til þjóðfélagsins.Þeir eiga að geta lifað  áhyggjulausu ævikvöldi án þess að vera reknir  út   á vinnumarkaðinn. Þetta er verra en þegar Framsókn  var í stjórn. Mér fannst þessi yfirlýsing allof áróðurskennd en innihaldið rýrt.það var hamrað á því að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar mundu kosta 5 milljarðan En þær kosta ekki  nema 2,6 milljarða næsta ár. Og því var sleppt að geta  um það að ríkið fengi 4 milljarða í auknum skatttekjum við það að skattleggja eldri borgara.

Það eina bitastæða sem ríkisstjórnin hefur gert í velferðarmálum eru aðgerðir í þágu langveikra barna.

Björgvin Guðmundsson

 


Jólalögin á ensku!

Öllu er aftur farið. Nú glymja jólalögin á ensku á öllum   útvarpsstöðvum. Meira að segja ríkissjónvarpið  býður landsmönnum nú upp á jólalögin á ensku. Ragnheiður Gröndal kom fram í kastljósi,settist  við píanóið og söng og spilaði jólalag á ensku. Af hverju söng hún ekki jólalag á íslensku. Mér finnst,a.m.k. ríkissjónvarpið ætti að leggja metnað sinn í það  að flytja jólalögin á íslensku.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Nógir peningar til hjá ríkinu

Frumvarp til fjárlaga var tekið til 3.umræðu á alþingi í gær. Fram kom,að afgangur á fjárlögum ársins 2008 yrði  39,2 milljarðar og hafði afgangur aukist milli umræðna þrátt fyrir  barlóm ráðherra um peningaleysi og hvað  aðgerðir fyrir aldraða mundu kosta mikið.Afgangur fjárlaga fyrir árið 2007 var áætlaður 9 milljarðar. Afkoman hefur því batnað mikið milli ára og greinilega nógir peningar til.Aðgerðir fyrir aldraða og öryrkja kosta 2,6 milljarða á næsta ári, samkvæmt ætlun.  Minni skerðing á tryggingabótum þeirra  sem eru á aldrinum 67-70 ára,  og eru á vinnumarkaði, kostar 0,6 millarða  næsta ár.( Frítekjumark 100 þúsund á mánuði) Afnám skerðingar vegna tekna maka kostar 1,3 milljarða.  2008.  Ekki eru þetta það háar upphæðir að ráðherrar þurfi að stynja eins og þeir gerðu þegar þeir tilkynntu ráðstafanirnar.

Það er svo önnur saga,að þegar upp er staðið kosta ráðstafanir  í þágu aldraðra ríkið ekki neitt ,þar eð skatttekjur þess   munu aukast svo mikið eða um  4 milljarða á ári að því er Rannsóknarsetur verslunarinar hefur kannaðog reiknað út.

Björgvin Guðmundsson


Skattbyrði þeirra tekjulægstu eykst

Harpa Njáls félagsfræðingur hélt erindi hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir skömmu um skattlagningu láglaunafólks. Þar kom fram,að skattlagning þeirra lægst launuðu hefur aukist. Árið 1995  höf'ðu þeir lægst launuðu ( 58 þúsund á mánuði) engan skatt  en á síðasta ári höfðu þeir lægst launuðu  ( sambærileg laun 109 þúsund) 14 % skatt.Ef ríkisstjórnin vill auka jöfnuð í þjóðfélaginu ætti hún að draga úr skattlagningu þeirra lægst launuðu og hætta að skerða barnabætur við  lágmarksframfærslu eins og gert er í dag.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkið græðir á afnámi tekjutenginganna

Árið 2006 námu skerðingar  á bótum ellilífeyrisþega  1663 milljónum króna.Um áramótin 2006 og 2007  dró úr þessum skerðingum og námu þær   600 milljónum kr. á árinu 2007. Ef 30 % eldri borgara fara út a vinnumarkaðinn,eða um 4000 manns, og hafa meðaltekjur  fær ríkið í skatttekjur  4 milljarða króna  eða  3400 milljónum meira en  nemur kostnaði  ríkisins við afnám skerðinganna. Samkvæmt þessum tölur græðir rikið á afnámi tekjutenginga en ekki öfugt.

 Framangreindar tölur eru úr könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar   á Bifröst og voru birtar í mars sl. Þær byggjast á vísindalegum könnunum rannsóknarsetursins og  hljóta  því að vera  marktækar. En ef þessar tölur eru réttar  þá kostar það ríkið ekki neitt að afnema tekjutengingar eldri borgara heldur þvert á móti græðir rikið á þeim. En ríkisstjórnin gerði mjög mikið úr því hvað þetta kostaði ríkið mikið  af  afnema tekjutengingarnar,það er alltaf tíundað mjög mikið hvað hlutirnir kosti þegar eldri borgarar eiga í hlut en minna hirt um það þegar fjallað er um gæluverkefni stjórnmálamanna.Fullk ástæða er til þess að ríkið birti þá útreikninga,sem liggja til grundvallar  ákvörðun um afnám tekjutenginga

Björgvin Guðmundsson


Góð grein Ellerts en.....

Ellert Schram skrifar góða grein í Fréttablaðið  í dag um bók Guðna,lífið og tilveruna og málefni aldraðra. Það,sem vakti athygli mína, var það hvernig Ellert lýsti  biðinni eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra. Hann sagðist hafa beðið milli vonar og  ótta um það hvort eitthvað kæmi fyrir aldraða,einhverjar fjárveitingar til aldraðra í fjárlagafrumvarpið. Og þegar loks hann sá eitthvað handa öldruðum var eins og hann hefði fengið happdrættisvinning  og raunar lýsti hann þessu öllu eins og verið væri að spila í happdrætti: Það væri alger óvissa um það hvort nokkuð fengist fyrir aldraða eða ekki.

Þetta  leiðir hugann að því hvernig Samfylkingin samdi eiginlega við Sjálfstæðisflokkinn um þessa ríkisstjórn.Ég hélt,að Samfylkingin hefði samið um stórfelldar endurbætur á velferðarkerfinu  og þyrfti því ekki að toga með töngum út úr Sjálfstæðisflokknum hvert umbótamál á því sviði. Stór hópur kjósenda Samfylkingarinnar studdi stjórnarmyndunina í trausti þessa. Ef svo er hins vegar ekki býst ég við að margir muni endurskoða afstöðu sína.

Helgi K. Hjálmsson formaður LEB skýrir frá því í Mbl. í dag,að ef 30 % á aldrinum 67-70

ara fari út  á vinnumarkaðinn fái rikissjóður 2,4 milljarða í  skatttekjur. Ef fleiri fara út á vinnumarkaðinn græðir ríkissjóður enn meira. Ljóst er því að þessar nýjustu ráðstafanir ríkissjórnarinnar kosta ríkissjóð sáralítið. Það er verið að hætta að refsa eldri borgurum fyrir að vinna.En það er hins vegar ekki að finna eina krónu í hækkun lífeyris frá almannatryggingum. Lífeyrir frá TR er óbreyttur.Það verður að hækka lífeyrinn strax.

Björgvin Guðmundsson


Vandræðaástand í hjúkrunarmálum aldraðra

Fulltrúar ýmissa samtaka aldraðra og aðstandenda  vistmanna á hjúkrunarheimilum aldraðra héldu blaðamannafund á gær. Þar bentu þeir á,að í nýjum tillögum ríkisstjórnarinnar væri ekki að finna neinar tillögur um aðgerðir í hjúkrunarmálum aldraðra. Ekki yrðu nein ný hjúkrunarheimili tekin í notkun næstu 2 árin og ástandið á hjúkrunarheimilunum væri jafn slæmt og áður. Margir væru  á sömu stofu og jafnvel heilabilaðir settiir í stofu með öðrum. Þetta er lögbrot og til vansa fyrir Íslendinga.

 

Björgvin Guðmundsson


Ekki stórmannlegar tillögur í kjaramálum aldraðra

Það  er ekki að sjá  af ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja að í hlut eigi mjög rík þjóð. Það á að mylgra  einhverju afnámi bótaskerðinga  á löngum tíma og ekkert af þessu á að taka gildi fyrr en í apríl þegar ríkisstjórnin hefur setið við völd í tæpt ár. Það var ekki að heyra á stjórnarflokkunum í kosningabaráttunni,að líða þyrfti ár áður en eitthvað væri unnt að gera.Nú stynja  ráðherrarnir eins og kassinn sé tómur en þó er fjárhagur ríkissjóðs góður og nógir peningar til. Það tók ekki nema nokkra daga að hækka eftirlaun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins. Þá var ekki talað um peningaleysi.Í Svíþjóð eru engar skerðingar á tryggingabótum.Íslendingar   bera sig gjarnan saman við Svía og telja sig  eins ríka og þá. Íslendingar ættu því eins og þeir að geta afnumið bótaskerðingar að fullu og strax um áramót.Ríkisstjórnin segist ætla að  afnema skerðingar á bótum vegna  tekna maka í apríl  næsta vor, þ.e. 67-70 ára.En hvað með afnám skerðingar bóta vegna lífeyrissjóðstekna.Ekkert   er minnst á það. Það mundi muna meira um það fyrir eldri borgara. Flestir ellífeyrisþegar hafa lífeyrissjóðstekjur  en tiltölulega fáir þeirra hafa atvinnutekjur. Svo virðist sem  ríkisstjórnin miði  þessar aðgerðir við það sem ódýrast er fyrir ríkissjóð en ekki það sem er hagstæðast fyrir eldri borgara. .Í dag fellur tekjutrygging niður hjá þeim sem hafa einhverjar lífeyrissjóðstekjur. Ekki er talað um að breyta því.
Ekkert er  í tillögunum um  hækkun á lífeyri aldraðra. Þó liggur það fyrir,að lífeyrir aldraðra er það lágur ,að hann dugar hvergi nærri fyrir framfærslukostnaði. Einstaklingar hafa aðeins 113 þúsud á mánuði eftir skatta, Enginn lifir mannsæmandi lífi af því.Hagstofan segir,að meðaltal neyslukostnaður sé  210 þúsund á mánuði hjá einstaklingum. Af hverju leggur ríkisstjórnin ekki fram tillögur um hækkun á lífeyri aldraðra?
Björgvin Guðmundsson

Nýtt "hermang" á Keflavíkurflugvelli!

Miklar umræður hafa átt sér stað síðustu daga um  sölu íbúða og annarra fasteigna á Keflavíkurflugvelli. Atli Gíslas.þingmaður VG hefur harðlega gagnrýnt hvernig að sölu þessara eigna var staðið.Telur hann,að eignirnar hafi verið seldar langt undir markaðsverði og að  eðlilegt hefði verið að  Ríkiskaup hefðu   annast sölu eignanna og jafnvel  þá með útboði en sérstakt Þróunarfélag sá um söluna.

VG hefur rætt um að eðlilegast væri að sérstök rannsóknarnefnd  á vegum Alþingi yrði stofnuð,

 sem rannsaki sölu eignanna. Frjálslyndir hafa einnig gagnrýnt sölu eignanna harðlega. Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar telur of há sölulaun hafa verið greidd vegna viðskipta Þróunarfélagsins,sem annast hefur sölu eignanna.

Svo virðist,sem nýtt " hermang" sé  komið til  sögunnar og að  ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi  maki krókinn á viðskiptum með hið nýja  hermang.  Það er full  ástæða til þess að rannsaka þessi viðskipti öll. Alþingi ætti að  skipta rannsóknarnefnd til þess að rannsaka málið.

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband