Er afstaða atvinnulífsins til fatlaðra að verða jákvæðari?

Eitt af einkennum græðgisþjóðfélagsins var það,að atvinnulífið  varð mun óvinsamlegra en áður þeim,sem hafa skerta starfsorku.Þess vegna ber að fagna sameiginlegu átaki hins opinbera og atvinnulífsins í þá átt að breyta þessu.

Straumhvörf, fimm ára átaksverkefni í þjónustu við geðfatlaða á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins, stóðu fyrir opnum morgunverðarfundi í samvinnu við Samtök atvinnulífsins um félagsleg fyrirtæki og samfélagslega ábyrgð á Hilton Reykjavík Nordica 5. febrúar síðastliðinn.

„Í þessu verkefni hafa orðið straumhvörf í lífi margra þeirra sem búa við geðfötlun og hafa verið lokaðir inn á stofnunum“, sagði Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismaður og formaður verkefnistjórnar straumhvarfa. „Ítarleg stefnumótun hefur verið unnin í félagsmálaráðuneytinu um hvernig búið skuli að geðfötluðum. Stefnan snýst meðal annars um það að fólk geti búið í sérbýlum og farnar séu nýjar leiðir með fjölbreyttri endurhæfingu og stuðningi við fatlaða á almennum vinnumarkaði. Einnig að styrkja tengslanet við fjölskyldu og vini og efna til umræðu um málefni“, sagði Ásta einnig á fundinum.

Í máli frummælenda kom fram að mikilvægt er að vinna frekar að því að fá geðfatlaða til þátttöku á vinnumarkaði og til þess væru nokkrar leiðir.

Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, lýsti því hvernig hægt væri að skapa forsendur til þess að geðfatlaðir geti notið sín í starfi. Benti hann meðal annars á mikilvægi þess að fræða starfsfólk um geðraskanir.

Þess er að vænta að stefnubreyting sé að verða hjá atvinnulífinu í afstöðu til fatlaðra. Alla vega kom fram mjög jákvæð afstaða hjá Þórólfi Árnasyni forstjóra SKÝRR. Væntanlega fylgja aðrir forstjórar í kjölfar hans.

Björgvin Guðmundsson


Eru kjarasamningar að nást?

Samtök atvinnulífsins kynntu Starfsgreinasambandinu og Flóabandalaginu víðtækar tillögur á fundi í Karphúsinu í gær. Þar eru útlínur nýs samnings kynntar og gert ráð fyrir að laun hækki um fjögur prósent til þeirra sem hafa farið á mis við launaskrið síðustu ára. Samningurinn er hugsaður til þriggja ára og er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 165 þúsund krónur að þeim tíma loknum.
Landssambönd innan ASÍ, þar á meðal iðnaðarmanna og verslunarmanna, hafa ákveðið að semja á sömu nótum og Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. - 

Það er mikill áfangi,að landssamböndin,þar á meðal iðnaðarmanna og verslunarmanna skuli hafa ákveðið að  semja á svipuðum nótum og Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið.Reynt verður í byrjun vikunnar að berja saman samning á þessum grundvelli. Gera má ráð fyrir,að ríkisstjórnin þurfi að koma að málinu á lokasprettinum.

Björgvin Guðmundsson

 


Hver eru völd borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins?

Um langt skeið voru borgarstjórar   Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík dýrkaðir af flokksmönnum eins og hálfguðir.Þeir voru settir á  stall og höfðu nokkurs konar alræðisvald. Það,sem þeir sögðu og ákváðu, gilti eins og lög.Þannig var þetta þegar Davið var borgarstjóri og þannig var þetta hjá þeim borgarstjórum Sjálfstæðisflokksins,sem  ríktu á undan honum.Það var því eðlilegt,að Vilhjálmur teldi sig geta haft þetta eins. En  þessir  nýju og ungu borgarfulltrúar íhaldsins höfðu einhverjar aðrar hugmyndir um vald borgarstjóra en gilt höfðu meðan Davíð var borgarstjóri. Og Morgunblaðið hefur einnig aðrar hugmyndir um vald borgarstjóra en áður,ef marka má Reykjavikurbréf í dag.

Þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra  taldi hann ekki nauðsynlegt að bera öll mál undir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hann ákvað einn að láta Ísland styðja innrás Bandaríkja og Bretlands í Írak,hafði um  það samráð við Halldór Ásgrímsson,þá utanríkisráðherra. Morgunblaðið gagnrýndi ekki  þessi vinnubrögð Davíðs og kvartaði ekki yfir því að hann hefði ekki haft nægilegt samráð við sína flokksmenn um svo stórt mál. Málið var ekki einu sinni borið' undir ríkisstjórnina og þaðan af síður undir utanríkismálanefnd. En nú hamast Mbl. á Vilhjálmi vegna þess að hann hafi ekki haft nægilegt samráð við sína samflokksmenn um REI og vegna þess,að umboð hans hafi ekki verið nægilega skýrt. Hvert var umboð Davíðs?

Björgvin Guðmundsson


Mjög dauft á alþingi

Það hefur verið mjög dauft á alþingi undanfarið. Stóru málin láta á sér standa en á meðan drepa þingmenn tímann með því að ræða um nauðaómerkileg mál svo sem kynlífsþjónustu erlendis. Össur Skarphéðinsson,iðnaðaráðherra,hefur samið  frumvarp um orkumál,sem menn bíða eftir með eftirvæntingu en frumvarpið er stopp í þingflokki Sjálfstæðisflokksins,sennilega vegna ágreinings þar. Við þetta bætist það,að þingmenn stjórnarflokkanna þora ekki að flytja nein alvörumál af ótta við reiði flokksforingjanna.Þess vegna flytja þeir mál um eitthvað,sem skiptir engu máli og tefja með slíku tíma alþingis. Stærsta mál alþingis í dag er úrskurður Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið íslenska sé brot á mannréttindum.Það mál ætti í dag að taka allan tíma alþingis.En málið kemur ekki  á dagskrá þar eð í sjávarútvegsráðuneytinu er verið  að leita leiða til þess að gera einhverjar sáralitlar breytingar á kvótakerfinu,sem skipta engu máli. En það  þýðir ekki. Það verður að opna kerfið fyrir nýjum aðilum og allir verða að sitja við sama borð.

 

Björgvin Guðmundsson


EFTA gerir fríversunarsamning við Kanada

Fyrir skömmu  var undirritaður fríverslunarsamningur milli EFTA og Kanda en sá samningur hafði verið lengi í undirbúningi. Af hálfu Íslands undirritaði Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,samninginn.Samningurr þessi skiptir okkur miklu máli og tryggir tollfrelsi  iðnaðarvara og sjávarafurða í Kanada.

 Ísland hefur gert marga hagstæða fríverslunarsamninga á undanförnum árum, ýmist á eigin vegum eða fyrir milligöngu EFTA og hefur í seinni tíð gengið mun betur í þeim efnum en t.a.m. Evrópusambandinu. Þannig má nefna að Ísland á nú fyrst Evrópuríkja í beinum viðræðum við Kína um viðskiptasamning og fríverslunarsamningur á milli EFTA og Suður-Kóreu var undirritaður þann 15. desember 2005, en enn standa yfir fríverslunarviðræður á milli Evrópusambandsins og Suður-Kóreumanna.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fagna fríverslunarsamningi við Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASI samflot á ný

 

 Hreyfing er komin á samningaviðræður Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar, formanns Samiðnar. Í fyrradag var haldinn samningafundur og er stefnt að öðrum fundi á mánudaginn kemur.

Verður reynt á næstu dögum að finna sameiginlegar lausnir sem öll aðildarsambönd ASÍ geta sætt sig við. Forystumenn innan ASÍ segja að flest bendi til þess að samflot sé komið á að nýju milli landssambanda og félaga í ASÍ í kjaraviðræðunum en eins og kunnugt er slitnaði upp úr því eftir að ríkisstjórnin hafnaði tillögum verkalýðshreyfingarinnar um breytingar í skattamálum í síðasta mánuði. Talið er að ráðast muni í dag hvort boðað verður til samningafunda yfir helgina .

Tilboð Samtaka atvinnulifsins er metið á 3,7% kauphækkun.Verkalýðsfélögunum finnst það fulllítið. Tryggja þarf að þeir lægst launuðu fái meiri hækkun. Þeir geta ekki lifað sómasamlegu lífi af þeim lágu launum,sem í gildi eru í  dag.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is ASÍ-samflot hafið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rösklega gengið til verks við hreinsun gatna

Borgin á hrós skilið fyrir hvað rösklega er gengið til verks við hreinsun gatna í Reykjavík.Þegar mikill snjór hefur verið á götunum undanfarið  og mönnum hefur ekkert litist á færðina snemma  að morgni hefur verið búið að hreinsa göturnar og jafnvel heimkeyrslur löngu fyrir hádegi.Ég veit ekki hvort borgin  gerir þetta sjálf eða lætur verktaka gera þetta. En það gildir einu. Það er vel að verki staðið og hreinsað snarlega.

 

Björgvin Guðmundsson


Afstaða stjórnvalda til eldri borgara er ekki nógu jákvæð

Vefstjórn
Afstaða stjórnvalda á hinum Norðurlöndunum  til hagsmunamála aldraðra er jákvæð.Stjórnvöld þar kappkosta að hafa sem best samstarf við hagsmunasamtök eldri borgara og taka jákvætt óskum þeirra um kjarabætur og bætta aðstöðu.Þessu er öfugt farið hér. Sl. 12 ár hefur afstaða stjórnvalda til  kjarabaráttu aldraðra verið neikvæð. Hagsmunasamtök eldri borgara hafa þurft að  knýja ( neyða) stjórnvöld  til þess að láta eitthvað af hendi rakna við eldri borgara. Það,sem náðst hefur fram, hefur ávallt verið of lítið og of seint. 

 Svo virðist sem framald verði á þessari furðulegu stefnu stjórnvalda gagnvart eldri borgurum.Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu eldri borgurum verulegum kjarabótum og bættri aðstöðu  í síðustu kosningum.Það hefði því mátt ætla, að þeir mundu nota fyrsta tækifæri til þess að efna þessi kosningaloforð.En svo er ekki. Þvert á móti virðist hugsunin vera sú að draga efndir eins lengi og unnt sé. Ráðamenn virðast halda, að kjósendur gleymi kosningaloforðunum strax. En svo er ekki.  

 

Björgvin Guðmundson


T
Vefstjórn





Eigum við að ganga í ESB?

Nokkur umræða hefur farið fram hér að undanförnu  um þá spurningu hvort Ísland eigi að taka upp evru.Nokkur fyrirtæki,sem hafa mikil viðskipti í Erópu vilja taka upp evru.Þess misskilnings gætir,að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í ESB. En það er ekki unnt.Spurningin er þá sú hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Það sem mælir með því er,að Ísland kæmist þá að stjórnarborði ESB,fengi aðild að stjórn og þingi sambandsins.Og Ísland gæti þá tekið upp evru. En það sem mælir gegn því  er að Ísland yrði við aðild að undirgangast sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa skipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Ég get ekki samþykkt það.

 

Björgvin Guðmundsson


Góður þáttur Sigurðar G.Tómassonar

Útvarpsþáttur Sigurðar G.Tómassoinar á Útvarpi Sögu er fróðlegur og skemmtilegur. Undanfarið hefur Sigurður verið að lesa úr Dægradvöl Benedikts Gröndal en hann hefur öðru hverju lesið upp úr skemmtilegum bókum Þá leikur Sigurður alltaf reglulega  einsöng Jussi Björling,sænska stórsöngvarans,sem var frábær tenór.Sigurður leyfir einnig hlustendum að hringja í sig og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar og eru þau orðaskipti oft mjög skemmtileg. Sem sagt: Góður þáttur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband