Ríkisstjórnin fjallar um aðgerðir til þess að ná til fjármuna í skattaskjólum

Steingrímur J. Sigfússon fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir í dag ríkisstjórn Íslands aðgerðir sem ætlað er að styrkja heimildir skattyfirvalda á Íslandi til að afla upplýsinga um eignir Íslendinga í svokölluðum skattaskjólum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áhersla lögð á að skattyfirvöld eigi auðveldara með að rekja nákvæmlega umsvif íslenskra félaga sem skráð eru í skattaskjólum. Meðal þekktra skattaskjóla sem eignir Íslendinga hafa tengst eru eyjan Tortola sem er hluti af Bresku Jómfrúaeyjum, Ermarsundseyjarnar Guernsey og Mön, Kýpur og Cayman-eyjar. Hundruð íslenskra eignarhaldsfélaga eru skráð á þessum stöðum.

Fram hefur komið í Morgunblaðinu á undanförnum vikum að bein peningaleg eign íslenskra félaga á fyrrnefndum stöðum fimmtíufaldaðist frá 2002 til 2007. Fór úr 945 milljónum árið 2002 í 43,7 milljarða króna í lok árs 2007. Inni í þeirri tölu er ekki óbein peningaleg eign Íslendinga, sem getur til dæmis átt uppruna sinn í Lúxemborg og Hollandi.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagðist ekki geta tjáð sig sérstaklega um þær aðgerðir sem stjórnvöld ætluðu að grípa til. Hann væri bundinn trúnaði þangað til þær væru orðnar opinberar og til umræðu opinberlega.

Stjórnvöld víða erlendis, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum, hafa lagt á það áherslu að undanförnu að fá fram allar upplýsingar um félög í þekktum skattaskjólum. Stærsti banki Sviss, UBS, hefur meðal annars fallist á að greiða bandarískum yfirvöldum 780 milljónir dollara í stjórnvaldssekt, um 89 þúsund milljarða króna, gegn því að fallið verði frá formlegri ákæru vegna aðstoðar bankans við bandaríska viðskiptavini sína við komast undan að borga skatt í Bandaríkjunum. Ekki hefur þó enn náðst samkomulag um að bandarísk stjórnvöld fái upplýsingar um samtals 52 þúsund viðskiptavini sem eiga um 20 milljarða dollara á leynireikningum, yfir 2.000 milljarða króna.

Skúli Eggert segir fjögur atriði helst koma til greina sem yfirvöld hér á landi sem og víða annars staðar vilji skoða nánar varðandi skattaskjólin. Það er í fyrsta lagi hvort verið sé að svíkja undan skatti. Í öðru lagi hvort verið sé að fela eignarhald til að forðast viðurlög samkvæmt samkeppnislögum. Í þriðja lagi hvort verið sé að leyna eignarhaldi til að komast hjá yfirtökuskyldu, og svo í fjórða lagi hvort samskipti minni- og meirihluta séu eðlileg og á grunni réttra upplýsinga. „Það er því ekki svo að upplýsingar um félögin í skattaskjólunum tengist aðeins rannsóknum á skattalegum þáttum í rekstri. Heldur ekki síður því hvort farið sé að almennum leikreglum á markaði,“ segir Skúli Eggert.(mbl.is)

Ég fagna því,að ríkisstjórnin skuli í dag fjalla um aðgerðir til þess að ná til fjármuna í skattaskjólum.Það er krafa almennings að svo verði gert og fyrr en síðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 

Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

 

Samkvæmt


461 grein á heimasíðunni

Um nokkurra ára skeið hefi ég haldið úti heimasíðu; www.gudmundsson.net Þar  hefi ég m.a. birt nær allar greinar,sem ég hefi birt í dagblöðum um þjóðfélagsmál undanfarin ár. Á heimasíðu minni eru nú 461 grein. Greinarnar eru um margvísleg efni,stjórnmál,málefni aldraðra,kvótakerfið.skattamál,jafnréttismál,sameiningu jafnaðarmanna og fleira og fleira.Nýjasta grein mín,sem birtist í Morgunblaðinu í dag er birt á heimasíðunni.

 

Björgvin Guðmundsson


Innkalla á allar veiðiheimildir

Björgvin Guðmundsson skrifar  grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Innkalla á allar veiðiheimildir. Þar segir svo m.a.:

Það á að innkalla allar veiðiheimildir strax á  árinu 2009.Síðan á að úthluta þeim aftur eftir nýjum reglum,þannig að allir sitji við sama borð.Þar koma ýmsar aðferðir til greina. Það mætti bjóða aflaheimildirnar upp og leyfa öllum að bjóða í þær.Einnig mætti hugsa sér að  úthluta eftir ákveðnum reglum gegn gjaldi og gæta þess,að  veiðiheimildir dreifðust út um allt land,þannig að sjávarbyggðir úti á  landi yrðu ekki afskiptar og allir hefðu möguleika á að fá veiðiheimildir.Það kerfi,sem byggðist á því að nokkrir útvaldir fengju veiðiheimildirnar, gengur ekki lengur. Þetta kerfi felur í sér svo mikið misrétti,svo mikil brot á  mannréttindum,að Mannréttindanefnd Sameinuði þjóðanna hefur úrskurðað, að það feli í sér mannréttindabrot og því verði að breyta.En ríkisstjórnin( fyrrverandi) hefur ekkert gert til þess að breyta kerfinu enn sem komið er. Hún hefur aðeins sent bréf til Mannréttindanefndar Sþ. og sagt,að hún muni skoða breytingar síðar.Ætlun rikisstjórnarinnar mun vera að skipa nefnd til þess að endurskoða kvótakerfið og koma með  einhverjar tillögur um breytingar. En mér vitanlega hefur þessi nefnd enn ekki verið skipuð.Seinagangur ríkisstjórnarinnar í þessu máli var slíkur, að hann leiddi í ljós,að áhugi á málinu var enginn..Þegar  Ísland er sakað um mannréttindabrot af Sameinuðu þjóðunum tekur Ísland ekki meira mark á því en svo að málinu er nánast stungið undir stól.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
 

Brá fæti fyrir Seðlabankafrumvarpið

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé búið að finna lausn á seðlabankamálinu en frumvarp um bankann komst ekki á dagskrá Alþingis í dag þar sem það fékkst ekki afgreitt úr viðskiptanefnd þingsins.  Jóhanna segist vona að lausn finnist fyrir þingfund á morgun. Fundur hefur verið boðaður í viðskiptanefnd klukkan 8:30 í fyrramálið.

„Því miður fannst ekki  lausn á þessu í viðræðum við framsóknarmenn í dag," sagði Jóhanna nú undir kvöld. Hún sagðist hafa gert sér vonir um að frumvarpið yrði að lögum í kvöld en nú sé ljóst að svo verði ekki. 

Jóhanna sagði að skýrslan, sem von væri á frá Evrópusambandinu og sjálfstæðismenn í viðskiptanefnd og annar af tveimur framsóknarmönnum vilja bíða eftir, fjalli um aðra hluti en séu í seðlabankafrumvarpinu.  Sagði Jóhanna, að þegar skýrsla ESB lægi fyrir á miðvikudag eða fimmtudag yrði hún væntanlega rædd í viðskiptanefnd Alþingis. Efni þeirrar skýrslu sé hins vegar frumvarpinu um Seðlabankann óviðkomandi.

Jóhanna sagðist ekki vita nákvæmlega hvernig staða mála væri en vonaði, að hægt yrði að koma seðlabankafrumvarpinu á dagskrá Alþingis á morgun enda sé það afar brýnt.

Aðspurð hvers vegna fresta hafi þurft þingfundi í dag vegna seðlabankamálsins sagði Jóhanna, að þetta væri eitt stærsta dagskrármálið sem lægi fyrir  þinginu og það væri, auk mála fyrir atvinnulífið og heimilin, eitt af grundvallarmálunum sem ná þyrfti fram  til að hægt sé að koma á efnahagsstöðugleika í landinu. 

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagðist meta stöðuna þannig, að þetta mál þyrfti eitthvað lengri tíma. „Það er bagalegt að það dragist, menn höfðu treyst því að það myndi klárast hér í dag. En auðvitað er þetta ekki klukkutímaspursmál," sagði Steingrímur.

Hann sagði að stjórnarflokkarnir vildu að málið klárist sem allra fyrst. enda væri það tilbúið og breytingartillögur hefðu verið samþykktar í góðri sátt eftir aðra umræðu á föstudag. „En svona mál eru bara til að leysa þau," sagði Steingrímur og bætti við að hann vissi ekki hvort niðurstaða fengist fyrir  þingfund á morgun, sem er boðaður klukkan 13:30.(mbl.is)

Það er mjög bagalegt,að Höskuldur Framsóknarmaður skyldi bregða fæti fyrir Seðlabankafrv. Hann virðist hafa fallið fyrir þeim  áróðri Sjálfstæðismanna,að gott væri að fá álit ESB á fjármálamörkuðum áður en frv. væroi afgreitt.

 

Björgvin Guðumndsson

 


Fimmtugsafmæli fagnað

Rúnar Björgvinsson,rafmagnsverkfræðingur,sonur minn,er 50 ára í dag. Ég óska honum innilega til hamingju með afmælið.

Hann heldur upp á afmælið n.k. laugardag í Íslensku sjávarfangi í Kópavogi en þar er hann framkvæmdastjóri.Þar verður margt um manninn.Matur verður á borðum,ýmis skemmtiatriði og síðan stiginn dans fram að miðnætti.

Til hamingju Rúnar!

 

Björgvin Guðmundsson


Ný uppbygging undirbúin í Rvk.


Samfylkingin lagði til í borgarstjórn 4. nóvember á síðasta ári að efnt yrði til samvinnu og víðtæks samráðs um uppbyggingu atvinnulífs framtíðar og stuðning við sóknarfæri Reykjavíkur til framtíðar. Tilefnið var augljóst. Það er bráðaverkefni að setja fram sýn til framtíðar um raunhæfar leiðir út úr kreppunni þannig að fjöldi Reykvíkinga og Íslendinga neyðist ekki til að sæja til annarra landa í leit að lífsviðurværi og tækifærum. Með vísan til tillögu Samfylkingarinnar lagði borgarstjóri til við borgarráð 20. nóvember að verkefnið fengi heitið Sóknaráætlun og að skipaður yrði starfshópur til undirbúnings þess og átti hann að skila niðurstöðum til borgarráðs eigi síðar en 1. febrúar sl. Þessi vinna dróst því miður. Nú hefur hins vegar verið boðað til fyrstu funda með þátttöku fulltrúa úr atvinnu- og þjóðlífi.

Vonandi kemur eitthvað gott út úr tillögum Samfylkinarinnar.Mikil þörf er á uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra.

Björgvin Guðmundsson


Kemur sólarkísilverksmiðja til Íslands?

Elkem Ísland ehf. á Grundartanga áformar að koma upp nýrri framleiðslulínu í verksmiðju sinni til framleiðslu á sólarkísli. Fram kemur í áætlunum Elkem að fjárfesting í verksmiðjunni verði umtalsverð og  500-1000                   manns muni vinna við byggingu hennar. Þá er áætlað að 350 manns vinni við framleiðslulínuna þegar hún verður tekin til starfa.

Eftir miklu er að slægjast, því áætlað er að bygging verksmiðjunnar muni kosta einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 100 milljarða íslenskra króna, að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Elkem Ísland. Einar segir að það myndi skipta mjög miklu fyrir þjóðarbúið að fá þessa verksmiðju hingað. Orkuþörf verksmiðjunnar verður 100 MW, en ekki er búið að tryggja þá orku ennþá.(mbl.is)

Það yrði gífurlegur fengur  að því að fá sólarkísilverksmiðjuna á Grundartanga.Vinna þarf að því öllum árum að svo verði.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Það verður að ná í peninga auðmanna í skattaskjólunum

Almenningi finnst rannsókn á orsökum bankahrunsins ganga alltof seint.Hin nýi saksóknari er mjög varfærinn og  þannig vinna allir saksóknarar í réttarríki. En spurningin er sú hvort stofna hefði átt sérstakt lögreglustjóraembætti,embætti rannsóknar efnahagsbrota í tengslum við bankahrunið.Í hverjum umræðuþætti er bent á,að  auðmenn hafi komið miklum peningum undan og geymi þá í skattaskjólum í Karabiska hafinu,víðar og jafnvel í Luxemborg.En það er ekkert gert til þess að athuga hvort þetta sé rétt.Atli Gíslason þingmaður vill,að auðmennirnir verði settir á válista. Margir vilja,að eignir auðmanna verði kyrrsettar. Það er mikið talað en það gerist ekkert.Rannsókn saksóknara mun ganga mjög hægt.En sérstakur lögreglustjóri hefði getað látið hendur standa fram úr ermum.Það  þýðir ekki að bíða þar til peningarnir eru allir horfnir. Það verður að gera eitthvað strax.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin stóreykur upplýsingagjöf til almenningsV

 Í samræmi við verkáætlun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG hefur upplýsingamiðlun til almennings um störf stjórnvalda verið efld til muna. Verkefnaskráin í heild er aðgengileg og reglulegar uppfærslur tryggja að allir sem áhuga hafa geta fylgst með helstu verkefnum og framgangi þeirra. Dagskrá ríkisstjórnarfunda  aðgengileg á netinu sem og vikulegir blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar.Blaðamannafundir Jóhönnu og Steingríms mælast vel fyrir.

Það var gagnrýnt mjög í tíð fyrir stjórnar,að upplýsingagjöf væri ekki næg. En úr þessu hefur verið bætt mjög vel.Þegar ástandið er eins slæmt og raun ber vitni er góð upplýsingagjöf mjög mikilvæg.

 

Björgvin Guðmundsson


Kaupmáttur hefur minnkað um 9,5%

Launavísitalan í janúar hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Hún hefur hækkað um 7,5% síðustu tólf mánuði. Á sama tíma var verðbólgan 18,7%.

Kaupmáttur hefur því rýrnað um tæplega 9,5% prósent á sama tíma. Laun grunnskólakennara hækkuðu um 2,5% en auk þess eru áhrif af öðrum kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaganna inni í launavísitölunni auk samnings við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.(ruv.is)

Þetta er gífurleg kjaraskerðing,sem launafólk verður fyrir. Og kjaraskerðingin á enn eftir að aukast.Það er búið að fresta umsömdum launahækkunum verkafólks.Það eru takmörk fyrir því hvað hinir lægst launuðu og launafólk almennt getur tekið á sig.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband