Einar Már og Davið taka höndum saman

Árás Einar Más Guðmundssonar á Samfylkinguna á forsíðu Morgunblaðsins í dag hefur vakið mikla athygli.Þar er haft eftir honum að  Samfylkingin hafi tekið Jón Ásgeir upp á sína arma.Þetta er gömul lygasaga,sem Davíð Oddsson kom fyrst á framfæri. Sjálfstæðisflokkurinn hélt því fram,að Fréttablaðið hefði ætlað að koma Davíð Oddssyni frá völdum og  að blaðið væri málgagn Samfylkingarinnar. Ekki var fótur fyrir þessu. Þetta var allt uppspuni og það er leitt,að skáldið Einar Már skuli hafa tekið upp þennan lygavef.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Vill setja auðmennina á válista

 

.

 

Ég hefi  nöfnin á þessum fjörtíu, fimmtíu mönnum sem við erum að tala um," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna spurður út í ummæli sín í Silfri Egils fyrr í dag þar sem hann talaði um að bankarnir á landinu þyrftu að setja auðmenn á válista.

Í viðtali við Vísi segist hann vera að tala um þá auðmenn sem kaupa gjaldþrota þrotabúin sín fyrir peninga sem enginn veit hvaðan koma. Í því samhengi bendir Atli á 356, sem urðu að Rauðsól og síðar Ný Sýn. Þá reiddi Jón Ásgeir Jóhannesson fram tvo milljarði sem fæstir vita hvaðan koma.

„Flestir á Litla Hrauni eru bara kórstrákar miðað við þessa menn," segir Atli en bendir á að samanburðurinn náði þó ekki til þeirra sem sitja inni fyrir ofbeldis- eða fíkniefnaglæpi. Sjálfum segist hann ofbjóða að ekki sé búið að draga auðmennina til ábyrgðar.

Sjálfur vill Atli útiloka auðmennina frá fyrirtækjarekstri, í það minnsta þegar þeir týna feitustu bitana úr brunarústunum, „og haga sér eins og hræætur," bætir Atli svo við.

Hann segir að ákvörðunin þurfi að taka af hálfu bankanna sjálfra. Spurður hvort válistinn væri ekki frekar ósanngjörn, næstum þvingandi, spyr Atli á mót, hvort við viljum yfir höfuð sætta okkur við þá viðskiptahætti sem þessir menn hafa stundað undanfarin ár, sem að lokum leiddi til hruns.

„Það á ekki að eiga viðskipti við þá menn sem komu okkur í þrotið," segir Atli svo að lokum. (visir.is)

 

Það er full ástæða til þess að  reyna að hafa hendur í hári þeirra,sem komið hafa peningum úr landinu. Við þurfum á þessum peningum að halda.Atli vill setja þessa menn á válista.Það er athyglisverð hugmynd.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Lífeyrissjóður VR skerðir ekki réttindi

Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna voru um áramót 7,2% minni en lífeyrisskuldbindingar, samkvæmt tryggingafræðilegri athugun. Það er innan þeirra 10% vikmarka sem lög heimila. Því munu lífeyrisgreiðslur og réttindi haldast óbreyttar frá áramótum. Hins vegar er vissa um þróunina.

Lífeyrissjóður verslunarmanna birtir í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag upplýsingar um starfsemi sjóðsins á síðasta ári. Lífeyrissjóðirnir töpuðu miklum fjármunum við fall viðskiptabankanna og verðfall á öðrum eignum. Fram kemur að þrátt fyrir það hafi sjóðurinn náð að verja meginhluta af eignasafni sínu. Þannig námu eignir 249 milljörðum í lok árs 2008 í stað 269 milljarða ári fyrr. Lífeyrissjóður verslunarmanna stóð vel fyrir kreppuna og hefur hækkað lífeyrisréttindi sjóðfélaga um rúm 21% umfram verðlagsbreytingar frá 1997. Fram kemur í upplýsingum frá sjóðnum að þróun lífeyrisgreiðslna muni ráðast af ástandinu á fjármálamörkuðum og áhrifum þess á eignir.

„Afkoma ársins veldur mér að sjálfsögðu vonbrigðum. Miðað við allar aðstæður má þó ef til vill segja að það hafi unnist ákveðinn varnarsigur,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri. Bendir hann í því sambandi á að nafnávöxtun hafi lækkað hjá erlendum sjóðum, þar á meðal lífeyrissjóðum, jafnvel um 20-30%.

Ákveðin óvissa er um horfur á þessu ári. Þorgeir bendir á að verð hlutabréfa hafi haldið áfram að lækka á erlendum mörkuðum auk þess sem styrking íslensku krónunnar hafi neikvæð áhrif á stöðu sjóðsins. Þá sé réttarleg óvissa um uppgjör gjaldmiðlavarnarsamninga. „Staðan býður jafnframt upp á tækifæri þar sem verðbréf eru í lágu verði. Það gefur okkur tækifæri til að fjárfesta í verðbréfum á hagstæðu verði til lengri tíma.“

Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði 32 milljörðum á fjárfestingum sínum á síðasta ári.
» Ávöxtun eigna sjóðsins var neikvæð um 11,8% á árinu og raunávöxtun neikvæð um 24,1%. Þegar litið er til síðustu fimm eða tíu ára sést að hrein raunávöxtun hefur verið jákvæð.
» Á síðasta ári fengu 8.662 greiddan lífeyri, alls að fjárhæð 5 milljarða kr. (mbl.is)

:Það er  ánægjulegt,að lífeyrissjóður verslunarmanna skuli geta komist hjá því að skerða réttindi félagsmanna. Lífeyrissjóðurinn er gífurlega sterkur.Vonandi verður sama sagan hjá sem flestum sjóðum,helst öllum. Eins og ég hefi sagt áður hafa lífeyrissjóðirnir grætt mjög mikið á undanförnum árum án þess að  útgreiðslur til sjóðfélaga hafi verið auknar. Þess vegna á ekki fremur að skerða nú þó sjóðirnir verði fyrir áföllum,

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka Til baka


Sérfræðingur Obama gáttaður á kreppunni

Paul Volcker, aðalráðgjafi Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, í efnahagsmálin, sagði á ráðstefnu í Columbiaháskóla í New York  í gærkvöldi, að þróun og hraði alþjóðlegu fjármálakreppunnar hefði komið sérfræðingum í opna skjöldu. 

„Fyrir ári hefðum við sagt, að ástandið væri erfitt í Bandaríkjunum en aðrir hlutar heimsins myndu standa þetta af sér," sagði Volcker á ráðstefnu Nóbelsverðlaunahafa, hagfræðinga og fjárfesta. „En hinir heimshlutarnir hafa ekki staðið þetta af sér."

Hann bætti við, að fjármálakreppa hefði farið jafn hratt yfir heiminn og nú, nema ef vera kynni kreppan mikla á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. 

Volcker, sem er 81 árs og fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði að meiri samdráttur væri í framleiðslu ríkja víða um heim en í Bandaríkjunum en það væri ein afleiðing kreppunnar í vestræna fjármálakerfinu, sem hefði hrunið saman þvert á allar spár og væntingar.

Volcker sagði ekki hvað hann teldi að kreppan muni vara lengi. En hann sagði að hægt væri að draga varanlegan lærdóm af þróuninni síðustu mánuði og misseri.  „Ég reikna ekki með að við munum taka upp samskonar fjármálakerfi og við höfðum byggt upp fyrir kreppuna," sagði Volcker.

Hann lagði áherslu á að hann hefði ekki misst trúna á kapítalismann en byggja þyrfti upp öflugri varnir til að verja hagkerfi heimsins fyrir áföllum sem þessum. 

Þá sagðist Volcker hafa áhyggjur af því valdi, sem seðlabankar, fjármálaráðuneyti og eftirlitsstofnanir hefðu aflað sér í baráttunni gegn efnahagshruninu. Sagði hann ljóst að seðlabankar víða um heim hefðu axlað hlutverk, sem væri langt umfram það sem seðlabankar ættu að leika. 

Þá lagði Volcker áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu við að skapa nýtt alþjóðlegt lagaumhverfi, einkum fyrir banka og fjármálastofnanir sem starfa í mörgum löndum. Þróunin fyrir fjármálahrunið hafði verið í gagnstæða átt. 

„Því fleiri alþjóðasáttamála sem við höfum, því betra," sagði Volcker.(mbl.is)

Í háborg kapitalismans keppast menn við að segja,að fjármálakerfi heimsins verði aldrei endurreist eins á ný.Þó  vilja menn ekki þar afneita kapitalismanum alveg þó hann hafi gersamlega mistekist.Menn gera sér ljóst,að það var alltof lítið eftirlit.

 

 

Björgvin Guðmundsson

Tengdar fréttir - Bankakreppa

Viðskipti | mbl.is | 20.02.2009 | 13:56

Óvíst að sveitarfélög fái innistæður greiddar

Viðskipti | Morgunblaðið | 20.02.2009 | 06:45

Risalán 53% allra útlána

Viðskipti | Morgunblaðið | 20.02.2009 | 06:30

Fé í skattaskjólum fimmtíufaldaðist

Viðskipti | Morgunblaðið | 20.02.2009 | 05:59

Viðskiptaráðherra lúrir á upplýsingum

Innlent | mbl.is | 19.02.2009 | 19:05

Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi

Innlent | mbl.is | 19.02.2009 | 15:25

Greiðslustöðvun Kaupþings framlengd

Viðskipti | mbl.is | 19.02.2009 | 11:33

Sendinefnd IMF kemur í næstu viku

Viðskipti | AP | 19.02.2009 | 08:35

UBS semur sig frá ákæru

Viðskipti | mbl.is | 19.02.2009 | 08:25

Hypo Real Estate bankinn væntanlega þjóðnýttur

Fleiri tengdar fréttir

Leita í fréttum mbl.is


Einar Már slettir úr klaufunum í allar áttir

Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifar mikla grein í Mbl. í  dag undir fyrirsögninni:Kjölfestubandalagið.Þar slettir hann úr klaufunum í allar áttir.Hann hefur áður skrifað margar greinar um bankahrunið og gagnrýnt það harðlega og þá sem áttu sök á því. En nú bætir hann um betur og ræðst á Samfylkinguna.Hann sakar hana um að hafa tekið útrásarvíkingana upp á sína  arma,eða a.m.k þá þeirra,sem ekki hlutu náð fyrir augliti íhaldsins og var úthýst úr Valhöll eins og Einar Már kallar það.Það var Davíð Oddsson,sem fyrst kom með þá kenningu að Jón Ásgeir og fleiri auðmenn  væru á snærum Samfylkingarinnar.Það er óþarfi fyrir Einar Má að eta það upp eftir Davíð. Það er ekki fótur fyrir þessu. Þessir menn hafa aldrei komið inn fyrir dyr Samfylkingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Raddir fólksins vilja frysta eignir auðmanna og innkalla kvótann

Hörður Torfason kynnti nýjar kröfur Radda fólksins á útifund á Austurvelli í dag. Eignir auðmanna verði frystar, verðtrygging aflögð og kvótinn færður til þjóðarinnar. Um 200 manns komu á fundinn.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdastýra gagnrýndi laun skilanefndarmanna. Sagði greinilegt að einhverjir vildu verða næsta ofurlaunastétt. Marinó Njálsson, frá Hagsmunasamtökum heimilanna, varaði við því ef fólk þyrfti að setja allar tekjur í að borga af lánum. Neysla væri nauðsynleg til að vernda störf.

Hann krafðist þess að 4% þak yrði sett á verðtryggingu frá 1. janúar 2008.

Hörður Torfason beindi athyglinni að vinnubrögðum á Alþingi og gagnrýndi tafs og óþarfa tuð. Þá minnti hann á kröfuna um að öll seðlabankastjórnin víki  (ruv.is)

 

Mér líst vel á þessar nýju kröfur.

Björgvin Guðmundsson

 

.

 

 


Ekki má fresta persónukjöri

Sjálfstæðisflokkurinn reynir nú að koma í veg fyrir,að persónukjör komi til framkvæmda við alþingiskosningar í apríl.Það kemur ekki í á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á persónukjöri. En ekki má presta  persónukjöri. Það er krafa almennings,að það komi til framkvæmda strax. Með því er lýðræði  aukið.

 

Björgvin Guðmundsson


Húsfyllir á málþingi til heiðurs Jóni Baldvin 70 ára

Fullt er út úr dyrum á málþingi sem stendur nú yfir í Iðnó til heiðurs Jóni Baldvini Hannibalssyni sjötugum. Það eru gamlir nemendur Jóns Baldvins sem standa að málþinginu „til heiðurs meistara sínum," eins og segir í tilkynningu.

Málþingið ber yfirskriftina Norræna velferðarríkið og óvinir þess: endurreisn í anda jafnaðarstefnu en frummælendur eru prófessorarnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason. Í panelumræðum taka þátt Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Árni Páll Árnason alþingismaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varaþingmaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Þóra Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur stýrir umræðunum.(mbl.is)

Ég óska Jóni Baldvin til hamingju með 70 ára afmælið.Hann hefur markað djúp spor í stjórnmálasögu landsins,einkum með því að koma Íslandi í EES.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


20.útifundurinn á Austurvelli í dag

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli í dag. Þetta er 20. vika útifundanna og sem fyrr undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Samtökin Raddir fólksins hafa einbeitt sér að því að kalla til fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins til að ræða og bregða ljósi á það stjórnmála- og efnahagsástand sem ríkir á landinu.

„Það verður aldrei nægilega oft undirstrikað að á bakvið þessa fundi eru ekki nein stjórnmálasamtök né stjórnmálahreyfing, heldur er þetta sjálfsprottið og ólaunað framtak, tilkomið vegna mannréttindabrota á heilli þjóð,“ segir í tilkynningu frá Röddum fólksins.

Ræðumenn á Austurvelli verða Marinó G. Njálsson  ráðgjafi og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason en fundurinn hefst klukkan 15.(mbl.is)

Fundirnir   hafa verið að breytast að undanförnu. Þeir eru nú ekki eins og áður miklir mótmælafundir heldur til þess að bregða ljósi á stjórnmálaástandið.eir hafa  breyst vegna þess að kröfur hafa náð  fram  að ganga og það er komin vinveittari ríkisstjórn.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Gamli Landsbankinn afskrifar 1500 milljarða

Gamli Landsbankinn áætlar að afskrifa 1.452 milljarða króna að lokinni skuldajöfnun. Þetta kemur fram í yfirliti eigna og skulda bankans sem kynnt var kröfuhöfum hans í gær. Til samanburðar færði gamla Kaupþing 954 milljarða króna á afskriftarreikning til bráðabirgða fyrr í þessum mánuði, en efnahagsreikningur Kaupþings var mun stærri en Landsbankans fyrir bankahrun.

 

Alls nam virði eigna bankans 2.647 milljörðum króna hinn 14. nóvember síðastliðinn þegar búið var að skuldajafna fyrir 785 milljarða króna. Í yfirlitinu kemur hins vegar fram að skilanefnd Landsbankans metur virði eigna hans nú 1.195 milljarða króna. Mestur hluti afskriftanna er vegna útlána til viðskiptavina bankans og krafna á önnur fjármálafyrirtæki, eða tæplega 1.100 milljarðar króna.

Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, segir yfirlitið byggt á mati sem er áætlað miðað við núverandi stöðu. „Þetta teljum við raunhæft mat eins og staðan er í dag. Lánasöfnin sem voru færð yfir í nýja bankann hafa líka verið færð heilmikið niður. Þetta er það sem er að gerast. Það er svo mikil rýrnun á virði eigna.“

Á sama tíma nema skuldir Landsbankans 3.348 milljörðum króna. Þar af nema forgangskröfur, sem eru innstæður á Icesave-reikningum bankans, 1.338 milljörðum króna. Því munar um 144 milljörðum króna á eignum bankans og forgangskröfunum.(mbl.is)

Svo virðist sem allir gömlu bankarnir hafi lánað óvarlega.m.a. erlendra aðila.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka Til baka


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband