Vill stjórn Samfylkingar,íhalds og VG um Rvk

Stefán Jón Hafstein,borgarfulltrúi, sem er í leyfi frá störfum vegna starfa í Afríku, setti fram róttæka hugmynd í Silfri Egils í dag.Hann sagði,að Reykjavik væri stjórnlaus og mynda ætti öfluga stjórn burðarflokkanna um stjórn borgarinnar:Samfylkingar,Sjálfstæðisflokks  og Vinstri grænna.Þetta er  athygliisverð hugmynd hjá Stefáni.Samkvæmt henni mundu örflokkarnir  ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi um stjórn borgarinnar. Það er auðvitað fráleitt,að örflokkar með 1 borgarfulltrúa hvor geti stiillt stórum flokkum upp við vegg og heimtað sterk embætti og stöður.En önnur hugmynd væri sú,að allir flokkar tækju  saman um stjórn borgarinnar. Það væri eins konar "þjóðstjórn". Upplausnin í Rvk. kallar á róttækar aðgerðir.

 

Björgvin Guðmundsson


Skattar á fyrirtæki lækkaðir í 15%

Geir Haarde forsætisráðherra  sagði í Silfri Egils í dag,að ríkisstjórnin væri tilbúin  með yfirlýsingu til þess að leggja fram í tengslum við gerð kjarasamninga.Samkvæmt henni ætlaði ríkisstjórnin að lækka skatta á fyrirtækjum í 15% ( úr 18%) og persónuafsláttur yrði  lækkaður,þannig að skattur á einstaklingum lækkaði einnig. Geir sagði ekki hve mikið.Önnur atriði verða í yfirlýsingunni.

Ég tel,að fyrst og fremst eigi að lækka skatta á almenningi,einstaklingum ,þ.e.  í   formi  hækkunar    á skattleysismörkum.Í framhakldi af því megi lækka eitthvað skatta fyrirtækja.

Björgvin Guðmundsson


Ilugi: Orkuauðlindir betur komnar í einkaeign

Illugi Gunnarsson,þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði í Silfri Egils í dag,að hann vildi að orkuauðlindir væru í einkaeign. Þær væru betur komnar þar en í opinberri eigu.Þessi ummmæli komu fram í umræðu um orkumálafrumvarp iðnaðarráðherra. Í því er gert ráð fyrir,að ekki megi selja til einkaaðila orkuauðlindir,sem  séu í opinberri eigu  Katrín.Júlíusdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar,sagði,að 88% háhitasvæða landsins væru  eigu sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpi Össurar má  ekki selja þessi háhitasvæði til einkaaðila. Hér er ef  til vill komin skýringin á því hvers vegna frumvarpið situr fast í þingflokki íhaldsins.Geir Haarde er sammála Össuri en aðrir eins og Illugi vilja ,að einkaaðilar eigi orkuauðlindirnar.
Björgvin Guðmundsson

Lyfjaverð er alltof hátt hér á landi

Við erum í viðræðum við lyfjabúðirnar um að endurskoða álagninguna,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, nýr formaður lyfjagreiðslunefndar.

„Einnig er verið að breyta sjúkratryggingarkerfinu öllu. Svokölluð Pétursnefnd er að skoða það mál og þar koma lyf inn í. Þá breytast forsendur og það verður hægt að breyta ýmsu, líklega líka álagningu á lyf.“

Lyfjanefnd annast verðsamanburð á lyfjum hér og annars staðar á Norðurlöndum. Í nýju frumvarpi er gert ráð fyrir að liðka fyrir póstverslun með lyf og markaðssetningu lyfja.

„Frumlyf eru miklu dýrari því þau eru háð einkaleyfum, samheitalyf eru ódýrari því þá er einkaleyfið fallið niður. Okkur vantar hér á markað fleiri samheitalyf,“ segir Rúna. Hún bindur vonir við að norrænt samstarf leiði til þess að ný lyf komi fyrr á markað hér á landi og segir einnig að eldri lyf sem ekki er lengur einkaleyfi á dugi mörgum eins vel og nýrri og dýrari lyf.

Það er ánægjulegt  að heyra að liðka eigi fyrir póstverslun með lyf. Það er ótækt,að bannað skuli að panta lyf erlendis frá þar sem lyfjaverð er mikið lægra. Einnig er ánægjulegt að heyra að  viðræður skuli í gangi  við lyfjabúðirnar  um endurskoðun álagningar,væntanleg til þess að lækka hana. Það er í raun hreint okur á lyfjum hér og  það verður að lækka. Hátt lyfjaverð  bitnar mjög þunglega á eldri borgurum,sem nota tiltölulega meiri lyf en aðrir.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Liðkað fyrir póstverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun kennara þurfa að hækka

Það hefur reynst erfitt að fá nægilega marga kennara í grunnskóla landsins vegna þess hve laun kennara eru lág. Nokkuð er síðan kennarastéttin varð kvennastét,þar eð karlar,sem eru menntaðir kennarar hafa margir hverjir fengið sér önnnur betur launuð störf. Þetta er slæm þróun. Auðvitað þurfa laun kennara að vera þannig,að bæði karlar og konur sjái sér fært að nýta menntun sína og kenna. Nú hafa þrír áhrifamiklir stjórnmálamenn lýst því yfir,að hækka þurfi laun kennara myndarlega: Þorgerður Katrín Gunnarsdótti,menntamálaráðherra, hefur lýst þessu yfir. Sömuleiðis Ágúst Ólafur Ágústsson,varaformaður Samfylkingarinnar og  nú í Mbl. í dag  Jónmundur Guðmarsson,bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Þessar yfirlýsingar hafa allar mikið að segja. Væntanlega beita Þorgerður og Ágúst Ólafur sér fyrir þ.ví,að ríkið láti aukna fjármuni ganga til sveitarfélaganna svo þau geti hækkað laun kennara myndarlega.

Björgvin Guðmundsson


Sala orkuauðlinda ríkis og sveitarfélaga verður bönnuð

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sem hann hélt í gær á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, að hann hefði ekki orðið var við beina andstöðu sveitarstjórna eða orkufyrirtækja gegn því markmiði sem hann hefði lýst, að opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, ætti ekki að verða heimilt að framselja með varanlegum hætti orkuauðlindir. Össur benti á að forsætisráðherra hefði tjáð sig með eindregnum hætti um þetta mál, bæði á Alþingi og í fjölmiðlum. Svipuð viðhorf hefðu komið fram hjá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi og ennfremur almenningi.

Endurnýjanleg orka væri að verða mjög eftirsóknarverð. „Gleymum því ekki, að eins og lögin eru í dag, þá er ekkert sem hindrar að orkuauðlindirnar séu seldar – ef vilji er til þess hjá sveitarfélagi. Sú staða getur komið upp, og hefur komið upp,“ sagði Össur. „Ég vil líka segja það alveg skýrt, að ég hef engan vilja til að ríkið ásælist þann hluta orkulindanna, hvort sem er um að ræða í vatnsföllum eða jörðu, sem er í einkaeigu í dag,“ bætti hann við.

Það er mjög ánægjulegt,að samstaða skuli vera um það í ríkisstjórninni ,að banna sölu orkuauðlinda,sem eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga.I dag er ekkert sem bannar slíka sölu enda seldi Hitaveita Suðurnesja  stóran hlut   til einkafyrirtækis, Geysir Green Energy, og hlutur í því lenti í höndum útlendinga,fyrirtækis í New York.Það er ótækt.Frumvarp Össurar bannar slíkt en það er enn ekki komið á dagskrá alþingis. Það situr enn fast í þingflokki SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.

Björgvin Guðmundssin


mbl.is Vill ekki að ríkið ásælist orkulindir sem eru í einkaeigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki pólitíska fundi í Fríkirkjunni

Fyrrverandi stjórnarmaður úr safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík mótmælir því að Samtökin Sól á Suðurlandi efni til fundar í húsakynnum kirkjunnar á morgun. Tilefni fundarins er að mótmæla áformum um að virkja Þjórsá. „Þetta er pólitíkskt þrætuepli sem þarna er í gangi," segir Magnús Siguroddsson, rafmagnstæknifræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Fríkirkjunni.

Hann segist hafa verið í Fríkirkjusöfnuðinum frá því í bernsku og sér vitandi hafi aldrei verið haldnir pólitískir fundir þar. Magnús segist fara þess vinsamlega á leit við núverandi safnaðarstjórn kirkjunnar að hætt verði við fundinn og hann færður á annan stað. Hann segist þó ekki hafa rætt málið við Hjört Magna Jóhannsson fríkirkjuprest.

Ég tek undir með Magnúsi Siguroddssyni: Það á ekki að halda pólitíska fundi í Fríkirkjunni. Það er best að halda fríkirkjusöfnuðinum utan við öll  pólitísk átök. Það eru menn í  söfnuðinum með ólíkar pólitíska skoðanir. Þess vegna getur það verið mjög viðkvæmt  mál,ef kirkjan er tekin undir pólitíska fundi.- Ég er í fríkirkjusöfnuðinum og hefi verið þar í 70 ár.

 

Björgvin Guðmundsson


Samningsgerðin tefst

Kjaraviðræður stóðu fram undir miðnætti í Karphúsinu í gær. Flestir sem að þeim koma voru búnir upp úr klukkan ellefu en Starfsgreinasambandið fundaði með Samtökum atvinnulífsins lengur. Flestir viðmælendur Morgunblaðsins voru bjartsýnir á daginn í dag, en þeir halda vinnu áfram nú klukkan tíu fyrir hádegi. „Það sem er enn á sameiginlegu borði ASÍ klárast öðrum hvorum megin við hádegið,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, taldi einungis fjórtán sérkröfur mismunandi aðila enn á sínu blaði og var jákvæður um framhaldið. Fulltrúar landssambanda sem rætt var við voru sömuleiðis jákvæðir, þótt undirskriftir og handabönd biðu helgarinnar, en þyngra hljóð var í Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem kvaðst vonsvikinn af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar í gær. Ráðherrar hefðu virst óundirbúnir þrátt fyrir að hafa haft aðgang að kröfugerðum síðan í desember

Það er  nú ljóst,að það mun dragast í nokkra daga að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. Ástæðan er sú,að ríkisstjórnin er ekki tilbúin með sínar aðgerðir í skattamálum eða öðrum mikilvægum málum.Þó stjórnin fengi kröfur verkalýðsfélaganna í 12.desember er   hún  enn ekki tilbúin með sínar  tillögur. Henni  hafa ekki dugað 2 mánuðir. Það er ámælisvert,að  ríkisstjórnin skuli ekki hafa notað þennan tíma til þess að semja sínar tillögur og þurfi nú að  tefja samningsgerðina.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Örfáar kröfur enn á borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúm fyrir eina álverksmiðju

Mjög eru skiptar skoðanir það hvort reisa eigi nýja álverksmiðju við Bakka eða   í Helguvík,ef aðeins er rúm fyrir eina álverksmiðju.Ég tel,að  Helguvík eigi að hafa forgang í því efni.

Tel,að aðeins eigi að reisa eina álverksmiðju nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mótvægisaðgerðir hafa litlu skilað

.

 

Jón Kr. Óskarsson skrifar:

Nú þegar nýtt ár er hafið hafa komið betur og betur í ljós afleiðingar aflaskerðingar hér á landi. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar hafa litlu eða engu skilað til fólks á landsbyggðinni. Við getum ekki lifað á nefndum og athugunum, það verður að ákveða hlutina og framkvæma ekki seinna en strax. Launafólk á Húsavík, Vestfjörðum, Akranesi og fleiri stöðum á landsbyggðinni lifir ekki á loftinu, eða loforðum .

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband