HÍ vill auka uppbyggingu nýsköpunartækifæra.367 brautskráðir

Við Íslendingar höfum náð okkur á strik eftir náttúruhamfarir.  Við höfum burði til að ná okkur eftir efnahagslegar  hamfarir,“ sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands á háskólahátíð í dag. Hún lagði áherslu á vísindastarf og nýsköpun sem úrræði til að komast út úr þeim vanda sem nú steðjar að. Brautskráðir voru 367 kandídatar.

Kristín rektor kvaðst vilja uppbyggingu nýsköpunartlkiauka hagnýtingu vísindarannsókna við skólann og uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja.  Nefndi hún dæmi um nýleg og eldri sprotafyrirtæki sem sprottið hafa upp í tengslum við Háskóla Íslands. Hún sagði einnig að Háskólinn væri meginmiðstöð rannsókna og umræðu í landinu um öll helstu mál samtímans. 

„Þetta endurspeglast m.a. í því að starfsfólk Háskólans hefur verið leitt til ábyrgðarstarfa við uppbyggingu samfélagsins og eru í hópi helstu sérfræðinga við greiningu þeirra samfélagsbreytinga sem nú eiga sér stað,“ sagði Kristín.

Háskóli Íslands hefur nýlega gert samstarfssamninga við tvo af fimm mest metnu háskólum í heiminum í dag -  Harvard háskóla og California Institute of Technology (Caltech).  „Þetta tel ég vera augljóst dæmi um nýsköpun því það leiðir til nýrra hugmynda og verðmætasköpunar.

Vísindamenn úr ýmsum greinum við Háskóla Íslands hafa um árabil verið í samstarfi við kennara í þessum skólum, en í krafti þessara nýju samninga koma kennarar frá Harvard hingað til að kenna stúdentum í lýðheilsuvísindum og leiðbeina í meistara- og doktorsverkefnum. 

Jafnframt verða ungir vísindamenn ráðnir sameiginlega af Háskóla Íslands og Harvard.  Nemendur héðan fara í annað sinn nú í sumar til CalTech til að vinna að rannsóknaverkefnum undir leiðsögn kennara þar í lífefnafræði, rafmagns- og tölvuverkfræði og eðlisfræði.  Nemendur frá CalTech í jarðvísindum, sameindalíffræði og eðlisfræði koma á móti til Háskóla Íslands,“ sagði Kristín í ræðu sinni. 

Háskóli Íslands brautskráði í dag 367 kandídata frá flestum deildum skólans. Meðal annars brautskráðust tvær heyrnarlausar konur, önnur úr hjúkrunarfræðideild hin úr félags- og mannvísindadeild. 

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur og mun vera  fyrsta heyrnarlausa konan til að brautskrást sem hjúkrunarfræðingur í Evrópu. Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir brautskráist með BA-próf í þjóðfræði með mannfræði sem aukagrein. (mbl.is)

 

 

Háskóli Íslands brautskráði í dag 367 kandídata frá flestum deildum skólans. Meðal annars brautskráðust tvær heyrnarlausar konur, önnur úr hjúkrunarfræðideild hin úr félags- og mannvísindadeild. 

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur og mun vera  fyrsta heyrnarlausa konan til að brautskrást sem hjúkrunarfræðingur í Evrópu. Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir brautskráist með BA-próf í þjóðfræði með mannfræði sem aukagrein. (mbl.is)

Miklar vonir eru bundnar við háskólann í þeirri vinnu að koma okkur út úr   kreppunni.Skólinn tekur við mörgum atvinnulausum,sem vilja læra og skólinn þróar ný atvinnutækifæri.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


Ingibjörg Sólrún áfram formaður-Jóhanna forsætisráðherraefni

 blaðamannafundi sem Samfylkingin í Reykjavík boðaði núna klukkan ellefu kom fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar sér að vera áfram formaður flokksins. Hún mun hinsvegar ekki sækjast eftir fyrsta sætinu í prófkjöri flokksins.

Jóhanna Sigurðardóttir mun bjóða sig fram í fyrsta sæti en Ingibjörg Sólrún mun leggja það fyrir landsfund flokksins sem haldinn verður í mars að Jóhanna verði forsætisráðherraefni flokksins.

Ingibjörg Sólrún býður sig fram í annað sætið og mun áfram vera formaður flokksins eins og fyrr segir.

Hljóti þær umrædd sæti í prófkjörinu munu þær leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið í komandi kosningum.

Í máli þeirra kom fram að þær sjái sig sem nokkurskonar tvíeyki í íslenskum stjórnmálum. Bentu þær á að það yrði þá einsdæmi að forsætisráðherraefni og formaður stjórnmálaflokks væru bæði konur.

Einnig kom fram að þær gera ráð fyrri að Össur Skarphéðinsson bjóði sig fram í þriðja sæti í prófkjörinu.(visir.is)

 

Ég er ánægður með að Ingibjörg Sólrún bjóði sig áfram fram sem formaður flokksins.Hún sýnir mikinn kjark með því þar eð hún er ekki alveg búinn að jafna sig eftir veikindin enn. Ingibjörg Sólrún stóð sig mjög vel þegar hún sem formaður hafði forustu fyrir því að slíta stjórninni með Sjálfstæðisflokknum  og koma á ríkisstjórn með VG. Með þessu snéri Ingibjörg Sólrún  hinu pólitíska tafli alveg við Samfylkingunni í hag. Það var klókt af henni að leiða Jóhönnu til forsætis í hinni nýju stjórn. Ég tel,að tvíeyki Ingbjargar Sólrúnar og Jóhönnu í Samfylkingunni verði mjög sterkt.

 

Björgvin Guðmundsson



Rétt að leyfa hvalveiðar

Bandaríska utanríkisráðuneytið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er harðri andstöðu við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda, að heimila veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum í sumar.

„Við höfum miklar áhyggjur af því, að stofnar langreyða og hrefnu séu ekki nógu stórir til að þola slíkar veiðar," segir í yfirlýsingunni. „Við hvetjum íslensk stjórnvöld að afturkalla þessa ákvörðun og einbeita sér að verndun hvalastofna til lengri tíma, frekar en þjóna skammtímahagsmunum hvalveiðiiðnaðarins."

Þá segir ráðuneytið einnig, að ákvörðun Íslands kunni að grafa undan viðræðum, sem standa yfir um framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins. (mbl.is)

Ég tel eðliegt að leyfa hvalveiðar.Okkur veitir ekki af að nýta allar okkar auðlindir og veiðar verða ekki meiri en það,að stofnum er engin hætta búin.Norðmenn hafa stundað hvalveiðar undanfarin ár og hefur það engin áhrif haft a sölu fiskafurða hjá þeim. Ekki ætti það fremur að hafa áhrif á okkar fisksölu erlendis. Hvalaskoðun hefur verið jafn eftirsótt hér og áður enda þótt takmarkaðar hvalveiðar væru leyfðar. Engin hætta virðist því vera á ferðum þó hvalveiðar séu leyfðar.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Bankahrunið: Ekkert farið að rannsaka enn!

Sérstakur saksóknari kvartar yfir því að hafa ekkert að gera.Það er tæpur mánuður síðan hann hóf störf en ennþá eru allar hillur tómar hjá honum.Maður hefði haldið,að frá fyrsta degi væri hann önnum kafinn við að rannsaka meint afbrot.Alltaf eru frásagnir í blöðunum um dularfulla fjárflutninga og fullyrt,að miklum peningaupphæðum hafi verið komið fyrir i skattaskjólum hér og þar út um heim.Ef það er rétt gæti þar verið ein skýringin á bankahruninu.Sérstök rannsóknarnefnd þingsins virðist lítið vera farin að gera. Formaðurinn tilkynnti nú,að ef vel gengi yrði unnt að yfirheyra þá fyrstu um miðjan næsta mánuð! Ekki á nú að flýta sér um of. Með öllum þessum seinagangi er viðbúið að búið verði að koma öllum gögnum undan loks þegar þessum nefndum þóknast að fara að gera  eitthvað.

Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í fjárlagaræðu sinni,að stjórn hans ætlaði að gera gangskör að því að opna skattaskjólin og upplýsa hvað þar væri að finna.Menn fengju ekki lengur að skjóta fjármunum undan. Ef til vill gætu þessar aðgerðir Bandaríkjastjórnar orðið Íslendingum til hjálpar. Ég bendi fjármálaráðherra á,að ef til vill ætti Ísland að taka upp samstarf við Bandaríkin á þessu sviði.

 

Björgvin Guðmundsson


Ingibjörg gefur yfirlýsingu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafa boðað fund með fréttamönnum í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar klukkan ellefu í dag. Ekki kemur annað fram í fundarboði en þær ætli að fjalla um framboðsmál vegna alþingiskosninganna í apríl. Frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík rennur út á hádegi. Menn hafa beðið þess að Ingibjörg Sólrún gæfi út yfirlýsingu um framtíð sína í stjórnmálum. 2 þingmenn Samfylkingarinnar hyggjast draga sig í hlé en talið er fullvíst að 5 gefi kost á sér áfram.

 

Þeir hafa hins vegar hvorki lýst yfir þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar, né hvaða sæti þeir óski eftir. Þykir víst að þeir bíði framboðsyfirlýsingar formanns flokksins.


Það stenst stjórnarskrá að setja útlending seðlabankastjóra

Grundvallarmunur er á því að setja mann í embætti og að skipa hann í það. Í bráðabirgðaákvæði í nýjum lögum um breytingar á lögum um Seðlabankann er sérregla sem heimilar setningu, þar sem vikið er frá ákvæði starfsmannalaga um íslenskan ríkisborgararétt, segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Setning útlendings í embætti seðlabankastjóra stangist því ekki á við stjórnarskrá.

„Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að slíkar sérreglur séu settar sérstaklega um tímabundna setningu seðlabankastjóra," segir Björg. Enda skuli embættið auglýst svo fljótt sem við verði komið. Í blaðinu í gær sagðist Sigurður Líndal lögfræðiprófessor ekki sjá í fljótu bragði að grundvallarmunur væri á setningu og skipun seðlabankastjóra. Bæði orðin þýði tímabundna ráðningu í starf hjá hinu opinbera, þó skipun sé til lengri tíma en setning. Í stjórnarskrá segir að einungis fólk með íslenskan ríkisborgararétt megi skipa sem embættismenn.

Björg bendir á að í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sé tekið fram að forfallist maður sem skipaður hefur verið í embætti, geti stjórnvald sett annan mann til að gegna því um stundarsakir. - (visir.is)

Björg Thorarensen er sérfræðingur í stjórnarsskránni.Hún veit hvað hún segir og ríkisstjórnin kannaði ítarlega áður en Norðmaðurinn var settur í embætti hvort það stæðist stjórnarskrá. Svo reyndist vera.

 

Björgvin Guðmundsson


Vinsældir forsetans dvína

Innan við þriðjungur landsmanna, 31%, er ánægður með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins.  65% landsmanna segjast vera ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Fyrir ári voru 87% landsmanna ánægð með störf forseta Íslands, að því er kom fram í sömu könnun.  Nú eru 46% óánægð með  forsetann og tæpur fjórðungur hvorki ánægður né óánægður.

Í könnuninni nú sögðust 65% landsmanna vera ánægð með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Mest óánægja er með störf Kolbrúnar Halldórsdóttir umhverfisráðherra. 48% eru óánægð með störf hennar en 14% ánægð.

Næst mest ánægja er með Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra en 59% eru ánægð með störf hans. Helmingur þátttakenda sagðist ánægður með störf Katrínar Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, og Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra. 45% eru ánægð með Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, 40% með Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra og  29% með Ástu R. Jóhannesdóttur félagsmálaráðherra.  28% eru ánægð með störf Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- og iðnaðarráðherra en 21% með störf Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra.(mbl.is)

Það hefur verið nokkuð harður áróður gegn forsetanum í kjölfar bankahrunsins.Margir töldu hann hafa tekið afstöðu með útrásarvíkingunum. Ólafur Ragnar hefur talað mjög frjálslega undanfarið og látið ýmislegt flakka. Ef til vill er það vegna þess,að hann ætlar ekki að bjóða sig fram á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Ósmekkleg könnun

Skoðanakönnun um hvort menn vildu fá Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra, sem formann Samfylkingar eða Ingibjörgu Sólrúnu,sem er í veikindafríi er að mínu mati ósmekkleg. Fólk veit ekki enn hvort Ingibjörg Sólrún hefur náð fullri heilsu og þess vegna er ekki sanngjarnt,að stilla henni upp á móti Jóhönnu.

Ingibjörg Sólrún gerði Jóhönnu að forsætisráðherra,þar eð hún var sjálf veik. Það liggur við,að hún hefði  getað gert hvern sem var úr þingflokki Samfylkingarinnar að forsætisráðherra og sennilega Dag B.Eggertsson líka.Sá sem gerður var að forsætisráðherra  fær strax mörg prik ef hann stendur sig þokkalega. Jóhanna hefur staðið sig mjög vel og var vinsæl fyrir. En það var ekki sjálfsagt,að Ingibjörg Sólrún veldi hana. En hún valdi hana.

 

Björgvin Guðmundsson


Minni aukning atvinnuleysis

Engar nýjar hópuppsagnir höfðu síðdegis verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar fyrir þessi mánaðamót. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þó enn fjölgi á atvinnuleysisskrá, sé aukningin ekki jafnmikil og hún var um tíma í janúar. Nú eru 16.356 skráðir án atvinnu, 10.404 karlar og 5.949 konur.

Vinnumálastofnun kynnir í dag og á morgun, í samstarfi við norsku vinnumálastofnunina, atvinnutækifæri í Noregi. Á kynningunni gefst tækifæri til að fá upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði í Noregi, um laus störf og ekki síst tækifæri til að ræða beint og milliliðalaust við norska atvinnurekendur. Hátt í þrjátíu norsk fyrirtæki taka þátt í kynningunni.

„Þetta eru allra handanna störf en mörg fyrirtækjanna leita eftir iðnaðarmönnum,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Kynningin fer fram í Ráðhúsinu frá klukkan 17 til 21 í dag og frá klukkan 12 til 18 á morgun, laugardag.(mbl.is)

Vonandi er  atvinnuleysið að ná hámarki.Mesta böl verkafólks er atvinnuleysi. Gera þarf allt sem mögulegt er til  þess að draga úr því.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Össur sækist ekki eftir að taka við af Ingibjörgu Sólrúnu

Össur Skarphéðinsson segir að Ingibjörg Sólrún hafi leitt Samfylkinguna með miklum sóma. Vegna hennar heilsufars hafi Jóhanna farið tímabundið í fylkingarbrjóst og þeirra samspil hafi gengið mjög vel. Ingibjörg Sólrún hafi hvílst vel að undanförnu eftir sín veikindi og ætli að hvíla sig betur.  Ekkert bendi hinsvegar  til þess að hún láti af formennsku í Samfylkingunni.

Össur Skarphéðinsson sækist ekki eftir því að verða formaður Samfylkingarinnar gangi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá borði. Hann segist vel geta hugsað sér að styðja Jóhönnu Sigurðardóttir í það embætti, fari svo að hún gefi kost á sér og Ingibjörg Sólrún vilji draga sig í hlé. Nýjar kynslóðir séu þó einnig í spilunum. Samfylkingin framleiði leiðtogaefni á færibandi.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra nýtur mikils trausts hjá þjóðinni og samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem birtist í dag vill yfirgnæfandi meirihluti fólks sjá hana sem næsta formann Samfylkingarinnar.

Samfylkingin er ennfremur langstærsti flokkurinn samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum og er með yfir þrjátíu prósent atkvæða sem er talsvert yfir kjörfylgi. Össur Skarphéðinsson segir að þessi góði árangur sé ekki síst traustsyfirlýsing við Jóhönnu. Sjá MBL sjónvarp.(mbl.is)

Miklar vangaveltur eru nú um forustu Samfylkingarinnar.Menn bíða yfirkýsingar frá Ingibjörgu Sólrúnu.Allt veltur á því hvað hún ákveður.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband