Dreifing húsnæðisskulda er mjög ójöfn

Dreifing húsnæðisskulda er afar ójöfn eftir eignahópum. Tæpur þriðjungur húseigenda er með húsnæðiseign umfram 30 milljónir króna en sá hópur er með næstum helming allra húsnæðisskulda. Því yrðu áhrif 20% niðurfellingar húsnæðisskulda misjöfn eftir mismunandi hópum húseigenda. Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps Seðlabanka Íslands um skuldir heimilanna.

57 þúsund heimili gætu fengið að hámarki fjórar milljónir afskrifaðar með þeirri aðferð. Þrettán þúsund heimili gætu fengið fjórar til sex milljónir, sex þúsund heimili gætu fengið sex til tíu milljónir, 2.500 heimili gætu fengið 10-30 milljónir króna afskrifaðar og á annað hundrað heimila fengið meira en 30 milljónir afskrifaðar.

Stærstu afskriftirnar yrðu þó yfirleitt ekki nóg til að koma viðkomandi heimilum í jákvæða eiginfjárstöðu. Aðgerðin myndi einnig leiða til þess að 17.500 heimili með mjög góða eiginfjárstöðu, 20 milljónir króna eða meira, gætu fengið 41 milljarð króna afskrifaðan.

 

Sú leið að afskrifa fjórar milljónir af skuld hvers heimilis væri dýrari. Hún myndi kosta 320 milljarða en 285 milljarða með 20% afskrift. Með þessari leið færi enn stærri hluti heildarafskrifta til heimila með jákvæðustu eiginfjárstöðuna. Best setti hópurinn fengi 70 milljarða afskriftir í stað 41 milljarðs. Heimili í þröngri stöðu fengju 126 milljarða afskrifaða í stað 139 milljarða með 20% aðferðinni. Verst settu heimilin fengju hins vegar 20 milljarða í afskriftir, eða minna í heild en eignamesti hópurinn.

Heildarhúsnæðisskuldir eru nú um 1.430 milljarðar króna. (mbl.is)

Ljóst er að lækkun skulda um 20% er ófær leið og hið sama má segja um lækkun um 4 milljónir. En það mætti lækka um 2-3 millj. kr. Euitthvað verður að gera.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylking vill eitt ráðuneyti efnahagsmála

Málefnahópur á landsfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Smáranum, Kópavogi, leggur til að efnahagsmál og málefni fjármálamarkaða verði sameinuð í einu ráðuneyti efnahagsmála. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi í Reykjavík, segir hér átt við þá þætti sem snúa að efnahagsmálum úr ráðuneytum fjármála og viðskipta og forsætisráðuneyti. Ástæðan er sú að iðulega skorti upplýsingaflæði milli þessara aðila og með þessu náist samstilltari og markvissari aðgerðir.

Sigríður segir meginþemað í þessum ályktunum vera að skapa traust á hagkerfinu með því að lýsa því yfir að Ísland stefni að aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Sigríður bendir ennfremur á að nauðsynlegt sé að uppfylla Maastricht-skilyrðin um efnahagslegan stöðugleika, meðal annars vegna samningsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, hvort sem sótt verði um aðild að ESB eður ei.

 

Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka 


Jóhanna vill félagshyggjustjórn og aðild að ESB

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar telur að það sé Íslandi fyrir bestu að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu eftir kosningar. Hún útilokar þó ekki samstarf. Þetta kom fram í ræðu hennar á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún vill ganga til samninga við Evrópusambandið eftir kosningar og bera samning um aðild undir þjóðaratkvæði.

 

Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar segir að hagsmunum Íslands að loknum kosningum sé best borgið með félagshyggjustjórn. Vinstri græn útilokuðu á landsfundi sínum fyrir viku stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokki eftir næstu kosningar. Samfylkingin ályktaði ekki á sama hátt en Jóhanna Sigurðardóttir formaður flokksins vill vinstristjórn. Jóhanna var ákaft hyllt í lok ávarpsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bjarni kosinn formaður

Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. Bjarni fékk 990 atkvæði af 1705 greiddum atkvæðum eða 58,1%. Kristján Þór Júlíusson fékk 688 atkvæði eða 40,4%. Aðrir fengu 10 atkvæði eða færri, 5 atkvæði voru ógild og 2 auð.

Bjarni þakkaði fundargestum og sagðist vilja taka orð tengdaföður síns sér í munn: „Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður."(mbl.is)

Þetta er ágæt útkoma hjá Bjarna.Að visu finnst mér Kristján Þór hafa náð jafnvel betri árangri en ég átti von á. Nú er eftir að sjá hvernig Bjarni stendur sig sem formaður.Sumum í Sjálfstæðisflokknum finnst hann ekki hafa nægilega reynslu og að Kristjan Þór sé meiri reynslubolti.En Bjarni er geðþekkur maður og  sjálfsagt duglegur.Hann fær eldskírnina í kosningabaráttunni.

 

Björgvin Guðmundsson


Hættuástand hjá bönkunum þegar 2006

Árnór Sighvatsson hagfræðingur,aðstoðarbankastjóri Seðlabankans var í ítarlegu viðtali Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Hann kom víða við.M.a. sagði hann,að vegna ofþenslu bankanna hefði þegar verið komið hættuástand hjá bönkunum 2006.Það vill segja,að þegar áður en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð var hætta á ferðum í bönkunum,þeir bólgnuðu svo ört´út.

Arnór sagði,að skerpa þyrfti á eftirlitsskyldum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka með fjármálastofnunum. Það hefði verið svo,að eftirlitsaðilar hefðu fyrst og fremst verið að fylgjast með því að lögum og reglum væri fylgt en ekki að fylgjast með .því  t.d. að bankarnir skuldsettu sig ekki um of.Arnór gagnrýndi miklar lánveitingar bankanna til eigenda sinna og skyldra aðila.Hann sagði,að eigið fé bankanna hefði ekki verið eins mikið (sterkt) eins og ætla hefði mátt af bókum bankanna.

Arnór var spurður um verðbólguna og verðhjöðnun,sem nú væri spáð.Hann sagði,að verðhjöðnun hér þyrfti ekki að vera eins varasöm og í mörgum öðrum löndum.T.d. gerði verðtryggingin hér það að  verkum,að  skuldir lækkuðu um leið og verðhjöðnun yrði.Verðhjöðnun hefði orðið í Ísrael oftar en einu sinni og hún hefði ekki reynst Ísrael illa.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin:Kvótar verði innkallaðir

Samfylkingin greiðir nú atkvæði um stefnumál sín á lokadegi landsfundar í Smáranum. Endurreisnarnefnd landsfundar vill að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum - en ekki að hún verði afnumin. Umhverfishópurinn leggur til að kvótar verði innkallaðir í Auðlindasjóð á næstu tuttugu árum.

Ekki er búist við átökum við afgreiðslu mála á landsfundi Samfylkingarinnar. Fundurinn hófst klukkan tíu í morgun með kynningu á frambjóðendum til ritara, gjaldkera og formanns framkvæmdastjórnar, en Rannveig Guðmundsdóttir lætur af því starfi og eru þar tveir í framboði, Margrét Björnsdóttir og Ari Skúlason.

Nú stendur yfir umræða og afgreiðsla tillagna málefnanefndanna. Málefnanefnd efnahagslegrar endurreisnar vill að dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum og að leitað verði leiða til að auka framboð óverðtryggðra íbúðarlána. Eins að aukin stöðugleiki samfara aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði nýttur til að innleysa verðtryggðar skuldbindingar fyrir óverðtryggð evrubréf.

Skiptar skoðanir eru þó á landsfundinum um verðtrygginguna og óvíst hver niðurstaðan verður. Áætlað er að fundinum ljúki um fjögurleytið í dag með stefnuræðu nýs formanns flokksins - Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem fékk rússneska kosningu í embættið í gær.

Björgvin Guðmundsson


Eignir LSR lækkuðu um 30 milljarða sl. ár

Eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins lækkuðu um 30 milljarða á síðasta ári, samkvæmt uppgjöri sjóðsins sem birt var í dag.

Hrein eign lífeyrissjóðsins í árslok 2008 til greiðslu lífeyris nam 287 milljörðum en í lok árs 2007 var hún 317 milljarðar. Raunávöxtun sjóðsins á árinu 2008 var neikvæð um 25 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins starfar í þremur deildum, A-deild, B-deild og séreignardeild. Heildarskuldbindingar A deildar sjóðsins umfram eignir námu tæpum 47 milljörðum króna í lok árs 2008.

Sjóðurinn er með ríkisábyrgð og eru réttindi sjóðfélaga hans því varin gegn tapi, sem lendir þess í stað á skattgreiðendum.
Það hefur lengi verið álitamál hvort réttlætanlegt sé að halda uppi slíku tvöföldu lífeyriskerfi, þar sem einn hópur þjóðfélagsins búi við önnur kjör en aðrir hópar.

Í uppgjöri sjóðsins segir að erfiðleikar á fjármálamörkuðum hafi haft mikil áhrif á afkomuna. Í kjölfar falls íslensku viðskiptabankanna hafi hlutabréf og víkjandi skuldabréf sem sjóðurinn átti í bönkunum verið afskrifuð. Lífeyrissjóðurinn hefur einnig fært niður skuldabréf í eignasafni sínu vegna óvissu um stöðu margra fyrirtækja. (visir.is)

Þetta er mikil eignalækkun hjá LSR.Eðlilegt er,að rætt sé hvort ríkið eigi að ábyrjast skuldbindingar  LSR en í því sambandi ber að hafa í huga að það var hluti af kjörum ríkisstarfsamann,að fá betri lífeyrisréttindi en aðrir.Ríkisstarfsmenn  fengu minni launahækkanir en launþegar á frjálsum markaði og sættu sig við það vegna betri lífeyrisréttinda.

 

Björgvin Guðmundsson



Leiðtogaskipti í Samfylkingu gengu vel fyrir sig

Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið við formennsku í Samfylkingunni.Hún flutti skelega ræðu eftir að hún hafði verið kosinn.Hún sagðist ekki vera formaður til bráðabirgða,hún sagðist ekki vera formaður upp á punt.Það mátti skilja á henni að hún ætlaði að vera formaður svo lengi sem Samfylkingin vildi nýta starfskrafta hennar.Með þessum orðum svaraði hún vel áróðri andstæðinganna,sem hafa haldið því fram að hún ætti aðeins að vera formaður í stuttan tíma.Einhverjir í Samfylkingunni voru hræddir um að Jóhanna ætlaði fljótlega að hætta í stjórnmálum. En hafi svo verið hefur Jóhanna breytt um afstöðu.Hún ætlar að vera lengi formaður.Þetta eru slæmar fréttir fyrir andstæðingana,þar eð Jóhanna er í dag vinsælasti stjórnmálamaður landsins.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skilaði vel af sér. Hún hefur látið af formennsu af heilsufarsástæðum og flutti mjög góða ræðu þegar hún skilaði af sér. Hún rakti aðdraganda bankahrunsins og skýrði þróunina frá sínum sjónarhóli.Hún sagði,að Samfylkingin hefði ekki gert nægar kröfur þegqr  stjórnin með Sjálfstæðisflokknum var mynduð. Ég er sammála því og skrifaði oft um það í byrjun stjórnarstímabilsins. Ingibjörg Sólrún sagði,að hún og stjórnin hefðu sýnt andvaraleysi.Það er sjálfsagt rétt.

Ég tel,að þurft hefði  að grípa í tímana vegna útþenslu  bankanna mikið fyrr en við myndun fyrri stjórnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Skilanefnd sett yfir Sparisjóðabankann

Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd yfir Sparisjóðabanka Íslands, en ákvörðun um þetta var tekin á föstudag. Tæpri viku fyrr tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda bankans til Seðlabankans og Kaupþings.

Skilanefndin tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins samkvæmt ákvæðum neyðarlaganna. Formaður skilanefndarinnar er Þorvarður Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi. (visir.is)

Það kemur nokkuð á óvart að búið sé að skipa skilanefnd yfir Sparisjóðabankann,þar eð Seðlabankanum hafði verið falin verulegur hlutii af starfsemi bankans.

 

Björgvin Guðmundsson


Eva Joly tekin til starfa

Eva Joly, sérstakur ráðgjafi í rannsókn á efnahagshruninu, hefur formlega tekið til starfa. Ráðning hennar sem ráðgjafi sérstaks saksóknara var formlega kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Joly sagðist reyna eftir fyllsta megni að opna dyr bankaleyndar hér á landi sem erlendis, það taki tíma og krefjist mikillar vandvirkni.

 

Eva Joly segir markmið vinnu sinnar vera að leiða þá sem hafi gerst brotlegir fyrir íslenskan rétt og sakfella þá.

Hún hefur ekki áhyggjur af því að rannsóknargögn hafi skemmst frá því bankakerfið hrundi í haust.  

Erfitt sé að hylja slóðir í rafrænu viðskiptaumhverfi og því sé hún bjartsýn á að málin verði upplýst. Hún segir mikilvægast að fylgja peningunum til að komast til botns í því sem hér fór úrskeiðis.  

Joly segir vinnuna koma til með að taka tíma. Erfitt geti reynst að nálgast gögn erlendis sem muni tefja rannsóknina hér heima. Dæmi séu um að sambærilegar rannsóknir hafi tekið fimm til sjö ár.  

Joly  mun starfa hér á landi fjóra daga í mánuði en þess á milli mun hún sinna starfinu frá heimaborg sinni, París.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segir að nú sé komin umgjörð fyrir öfluga innlenda og erlenda rannsókn á brotum sem hugsanlega hafa orðið í tengslum við bakahrunið. Áætlaður kostnaður vegna starfa Evu Joly og ráðgjafa á hennar vegum gæti numið allt að 70 milljónum króna á ári. Auk þess hafi hinum sérstaka saksóknara verið gert kleift að ráða allt að 16 starfsmenn til sín. Kostnaður vegna rannsóknarinnar gæti numið 250 til 270 milljónum króna á ári.
bJÖRGVIN gUÐMUNDSSON

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband