Fimmtudagur, 26. mars 2009
Eldri starfsmenn stjórnarráðsins gera sér glaðan dag
I gær var eldri starfsmönnum stjórnarráðsins ( 65 ára og eldri) boðið til kaffisamsætis á Grand Hótel.Það voru Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins,sem stóðu fyrir samsætinu.Þarna hittust gamlir vinnufélagar úr stjórnarráðinu og rifjuðu upp gömul kynni.Ég settist fyrst við borð hjá nokkrum fyrrverandi bílstjórum og dyravörðum í stjórnarráðinu en þar sat m. a.frændi minn Bjarni J. Gottskálksson.En síðan settist ég hjá fyrrum starfsfélögum úr viðskiptaráðuneytinu en þar vann ég í 18 ár.Var þar glatt á hjalla.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Íhaldið vill evru í stað krónu
skipta þarf krónunni út fyrir evruna og eru tvær leiðir til þess; einhliða upptaka eða aðild að ESB. Þetta er niðurstaða þess hóps er fjallaði um peningamál í skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem kemur út í dag. Engin niðurstaða er í sjálfri skýrslunni um hvort sækja beri um aðild að sambandinu eða ekki. Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, segir að bæði skýrslunni og ályktunardrögum verði dreift á landsfundinum, sem hefst í dag.
Peningamálahópurinn segir tvennt í stöðunni vilji menn halda í krónuna. Annars vegar gjaldeyrishöft, sem séu ekki réttlætanleg, og hins vegar að eignir landsins erlendis séu töluvert umfram erlendar skuldir, sem sé ekki raunhæft. Niðurstaðan er sú að taka upp evru, en hópurinn klofnar í afstöðu til þess hvort mögulegt sé að gera það í gegnum ESB-aðild eða með einhliða upptöku. Síðari leiðina telur formaður hópsins engan veginn færa.
Athygli vekur að formaður og varaformaður auðlindahóps nefndarinnar telja að flokkurinn eigi að fá rúmar heimildir til að ræða við aðra flokka um hvernig standa skuli að aðildarviðræðum. Koma í niðurstöðum hópsins fram þrjú sjónarmið. Hluti hópsins telur að Ísland eigi alls ekki að ganga í ESB svo það missi ekki fullveldisrétt yfir auðlindum. Aðrir vilja eingöngu semja um aðild á þeim forsendum að Ísland haldi forræði yfir auðlindum. Í þriðja lagi er bent á að ekki sé nauðsynlegt að fá allsherjarundanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB þar sem meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi að íslenska ríkið fái úthlutunarrétt á hérlendum kvóta.(mbl.is)
Það er út af fyrir sig athyglisverð breyting á stefnu Sjálfstæðisflokksins,að flokkurinn skuli nú vilja taka upp evru.Að vísu vekur það einnig athygli,að flokkurinn taki ekki afstöðu til þess hvort sækja eigi um aðild aö ESB.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Bankahrunið: Hvers vegna var ekkert gert?
Úrskurðað var að Seðlabankanum bæri að afhenda fjölmiðli minnisblað frá febrúar 2008 um fund embættismanna bankans með fjármálamönnum í London. Í þessu minnisblaði kemur fram það álit erlendra fjármálamanna,að íslensku bankarnir standi mjög illa og að hætta kunni að vera framundan.Þetta minnisblað skiptir miklu máli.Jóhanna Siguröardóttir,forsætisráðherra,,sagði á fundi með blaðamönnum sl. þriðjudag,að í kjölfar umrædds fundar Seðlabankans í London hefði bankinn átt að leggja fyrir ríkisstjórnina aðgerðaráætlun,þ.e. tillögu um það hvað ætti að gera.En ekkert var gert.Og það sem vekur enn meiri undrun er það,að Seðlabankinn gerði .þveröfugt við það sem hann hefði átt að gera miðað við minnisblaðið: Bankinn afnam bindiskyldu bankanna og gaf út skýrslu í mai 2008 um að allt væri í lagi með bankana.Þeir stæðu traustum fótum.Það er ekki heil brú í þessu.
Ljóst er,að Fjármálaeftirlit og Seðlabanki brugðust gersamlega í eftirliti sínu með bönkunum. Fjármálaeftirlitið veitti frekari heimildir fyrir stofnun Ice save reikninga erlendis eftir að minnisblað Seðlabankans var gefið út en FME hefði átt að stöðva Ice save reikningana,þ.e. svipta Landsbankann leyfi til þess að reka þá.En það var ekki gert. Ekkert var gert.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Áróður fyrir skerðingu lífeyrisréttinda heldur áfram
Á forsíðu Mbl. í dag er mikill uppsláttur um að lífeyrisréttindi skerðist til framtíðar vegna bankahrunsins.Við lestur fréttarinnar kemur í ljós,að þetta er haft eftir Pétri Blöndal alþingismanni Sjálfstæðisflokksins.Lífeyrissjóðirnir hafa undanfarið verið að birta ársuppgjör sín.Útkoma sjóðanna er mjög misjöfn.Hjá sumum er útkoman viðunandi en hjá öðrum er hún slæm. Mjög fáir sjóðir hafa ákveðið að skerða réttindi sjóðfélaga. Ég hefi bent á það áður og geri það enn,að þegar sjóðirnir græddu sem mest létu þeir sjóðfélaga ekki njóta þess með .því að auka lífeyrisréttindi þeirra. Í stað þess söfnuðu þeir upp sjóðum. Þess vegna á ekki fremur nú að skerða réttindi sjóðsfélaga þó afkoma hafi versnað vegna hrunsins. Sjóðfélagar mega ekki við neinni skerðingu í dag.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Ný könnun:Stjórnarflokkar með traustan meirihluta.Samfylking með 32%
Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju traustan meirihluta á þingi, ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö, en fylgið hrynur af Framsóknarflokknum.
Samfylkingin mælist stærsti flokkkurinn með tæplega 32 prósenta fylgi og 21 þingmann, Sjálfstæðisflokkurinn fær rúm 29 prósent og 20 þingmenn, Vinstri grænir mælast með tæplega 26 prósenta fylgi og fengju 17 þingmenn, en Framsóknarflokkurinn fær aðeins sjö og hálft prósent og fimm þingmenn.
Önnur framboð fá langt innan við fimm prósenta fylgi. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengju ríkisstjórnarflokkarnir samtals 38 þingmenn og öruggan meirihluta. Þeir myndu bæta við sig ellefu þingsætum frá síðustu kosningum.( visir.is)
Það,sem vekur mesta athygli í þessari könnun er fylgistap Framsóknar en flokkurinn fær aðeins 7,5%.Sennilega stafar tapið af árásum Framsóknar á Samfylkinguna.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Hvers konar kreppa er þetta?
Kreppan á Íslandi er mjög sérstæð.Venjulega kemur kreppa í kjölfar mikils samdráttar.Framleiðsla og vöruframboð hefur dregist mikið saman vegna lítillar eftirspurnar.Fyrirtækin verða af þeim sökum gjaldþrota.Verðbólga er engin.Það er jafnvel verðhjöðnun.Kreppan á Íslandi myndaðist ekki af framangreindum orsökum.Hún skall á vegna þess að íslensku bankarnir hrundu skyndilega eins og spilaborg. Þeir hrundu vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu og vegna þess að þeir gátu ekki lengur fengið lán erlendis.Þeir höfðu skuldsett sig óvarlega og meira en þeir réðu við að borga.Fall bankanna orsakaði mikinn samdrátt og kreppu í íslensku atvinnulífi.En ´það undarlega var,að verðbólga var í hámarki,þegar kreppan skall á.
Nú er verðbólgan byrjuð að minnka og vonir standa til ,að hún minnki hratt á næstunni.Það eru góð merki svo og að vöruskiptajöfnuðurinn er orðinn hagstæður. Næsta verkefnið er að minnka atvinnuleysið.Það þarf að gerast fljótt og hratt.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Ögmundur afsalar sér ráðherralaunum
Sjúkrahúsin í Kraganum svonefnda, sem mestur styr hefur staðið um vegna niðurskurðaráforma fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafa náð að spara sig inn fyrir ramma fjárlaga með því að einfalda stjórnkerfi spítalans, minnka yfirvinnu og lækka laun þó án þess að hrófla við kjarasamningum.
Þetta þýðir að hægt verður að mestu leyti að koma í veg fyrir uppsagnir þótt ekki sé ljóst hvort grípa þurfi til fleiri sársaukafullra ákvarðanna.
Þetta kom fram á blaðamannafundi með ráðherra, stjórnendum spítalanna og hollvinum.
Í samtali við MBL sjónvarp greindi Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, frá því að hann hafi afsalað sér ráðherralaunum meðan núverandi ríkisstjórn situr. Ögmundur, sem er í leyfi frá störfum sem forseti BSRB þar sem hann hefur starfað launalaust, segist þannig eiga auðveldara með að fara fram á að starfsmenn í heilbrigðiskerfinu færi þær fórnir sem þurfi til þess að vernda nauðsynleg störf og þjónustu við sjúklinga. Ögmundur þiggur því einungis þingfararkaup fyrir störf sín. (mbl.is)
Það er aðdáunarvert hjá heilbirgðisráðherra,að afsala sér ráðherralaunum.Hann heldur þingfararkaupi og segir sjálfur,að það séu þokkaleg laun.Ef allir í þjófélaginu værtu eins fórnfúsir og Ögmundur yrði asuðveldara fyrir þjóðina að vinna sig út úr kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Geir H.Haarde kveður alþingi
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að þetta væri síðasti starfsdagur hans á Alþingi. Sagðist Geir myndu láta af embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á sunnudag og yrði síðan fjarverandi í næstu viku af persónulegum ástæðum.
Fram kom hjá Guðbjarti Hannessyni, forseta Alþingis, að Geir gæti ekki sótt þingfundi á næstunni vegna þess að hann er að fara til útlanda vegna læknismeðferðar.
Geir sagðist hafa átt sæti á Alþingi í 22 ár og þar af verið þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í 7 ár og ráðherra í tæp 11 ár. Sagði Geir, að það væru forréttindi að hafa fengið að starfa svona lengi við þessa stofnun. Sér þætti afar vænt um hana og vildi að sómi hennar sé sem mestur.
Sagði Geir að ekki væri búið að ná samkomulagi um þingstörfin á Alþingi nú og sér þætti miður, að hætta væri á alvarlegum deilum um mál, þar á meðal um stjórnarskrána. Sagði Geir að það yrði nú á höndum annarra en hans að leysa þessar deilur og sagðist hann treysta mönnum til að standa þannig að málum, að heiður Alþingis verði ekki fyrir borð borinn. (mbl.is)
Geir H.Haarde hefur verið vandaður stjórnmálamaður og hefur markað spor í stjórnmálasöguna.Ég óska honum góðs bata og alls góðs í framtíðinni.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Jóhanna:Burt með ofurlaun í verkalýðshreyfingunni
Uppræta þarf spillingu og ofurlaun innan verkalýðshreyfingarinnar. Þetta kom fram í ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á aukaársfundi ASÍ í morgun.
Frestun umsamdra launahækkana verkafólks var þar einnig rædd; skiptar skoðanir eru um málið. Framtíðarsýn Alþýðusambandsins um endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs er megin viðfangsefni fundarins. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ávarpaði fundinn og taldi ástæðu til að endurskoða meðal annars greiðslur innan Sambandsins.
Eins og kunnugt er beitti ASÍ sér fyrir frestun umsamdra launahækkana verkafólks, fram í júní vegna efnahagsástandsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ telur ákvörðunina hafa átt fullan rétt á sér.
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Börn fái ókeypis tannlækningar
Tæplega 8300 Íslendingar hafa skráð sig í hóp á vefsíðunni Facebook þar sem þess er krafist að tannlækningar og tannréttingar verði ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Á síðunni er það gagnrýnt að tannlæknaþjónusta skuli ekki vera ókeypis hér eins og á hinum Norðurlöndunum.