Eigum við að sækja um aðild að ESB

Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur skýra stefnu í Evrópumálum.Hún vill sækja um aðild að ESB.Sjálfstæðisflokkkurinn er með margar stefnur í málinu en segir,að enn sé best að vera utan ESB.Vinstri græn vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.

Ljóst er,að Evrópumálin verða á dagskrá í kosningunum í næsta mánuði.Ég tel,að Ísland  eigi að sækja um aðild að ESB og síðan eigi að leggja  samningniðurstöður undir þjóðaratkvæði.Ef viðunandi samningur fæst um sjávarútvegsmál tel ég,að staðfesta eigi aðildarsamning.

 

Björgvin Guðmundsson


Útflutningsviðskipti í krónum bönnuð

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukin gjaldeyrishöft þegar að þingfundur hófst á nýjan leik klukkan hálfsjö. Hann sagði að væri að ræða afar mikilvægar og óumflýjanlegar ráðstafanir að hálfu stjórnvalda. Núverandi ástand væri óviðunandi.

Samkvæmt frumvarpinu verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmið um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð.

Frumvarpið var afgreitt með afbrigðum við þingsköp með 58 samhljóða atkvæðum. Steingrímur sagðist vera þakklátur þingmönnum. Mikilvægt væri að búið væri að samþykja lögin þegar milliríkjaviðskipti hæfust á nýjan leik á morgun.

Af því loknu var því vísað til efnahags- og skattanefndar. Stefnt er að ljúka afgreiðslu frumvarpsins sem lög frá Alþingi í kvöld eða eftir miðnætti. 

 

Björgvin Guðmundsson


Ný neyðarlög sett í nótt

Ný lög um gjaldeyrishöft verða sett í kvöld eða nótt. Frumvarp er væntanlegt á Alþingi innan stundar en því verður hraðað í gegnum þingið.

Tilgangur laganna verður að herða á gjaldeyrishöftum til að koma í veg fyrir leka á gjaldeyrismarkaði, það er að gjaldeyrir leki úr landi í trássi við gjaldeyrishöftin sem nú eru í gildi. Sá gjaldeyrisleki hefur meðal annars stuðlað að veikingu krónunnar undanfarið.(ruv.is)
Það er alvarlegt mál,að menn hafi sniðgengið gjaldeyrishöftin og veikt krónuna.Eins og alltaf þegar einhverj9r fáir svindla þá lendir það á mörgum saklausum og nú gjalda menn þessa með enn strangari gjaldeyrishöftum.
Björgvin Guðmundsson

Aðgerðaráætlun vegna kreppunnar

Afleiðingar kreppunnar eru aðeins að litlu leyti komnar í ljós gagnvart einstaklingum og fjölskyldum, að því er fram kemur í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar, stýrihóps sem ríkisstjórnin skipaði í febrúar. Velferðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsástandsins var kynnt á blaðamannfundi í dag, en hún byggir á fyrstu niðurstöðum velferðarvaktarinnar.

Ásta R. Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra sagði á fundinum að áætlunin fæli ekki í sér „loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk“ heldur væri hún raunsæ áætlun sem endurspegli þau verkefni í velferðarmálum sem beina þarf sjónum að á tímum aðhalds og sparnaðar. Hún lagði áherslu á að í áætluninni væri þess gætt að sparnaður í einum hluta kerfisins leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar.

Í aðgerðunum er m.a. gert ráð fyrir að stofnaður verði mótvægissjóður með um 30 milljónum króna sem m.a. veiti fé til rannsókna á sviði velferðarmála og til átaksverkefna fyrir tiltekna hópa sem efnahagsástandið hefur leikið verst. Að sögn Ástu er um að ræða 30 milljónir sem höfðu verið eyrnarmerktar öðrum verkefnum sem ekki var hrundið í framkvæmd, og er því ekki um nýjan útgjaldalið að ræða.

Meðal annarra liða velferðaráætlunarinnar má nefna:

  • Sérfræðingar verði fengnir til að útbúa félagsvísa/félagsbókhald þar sem fylgst verðru með ástandinnu með reglubundnum hætti.
  • Tryggt verði að öll börn fái hádegisverð í skólum landsins.
  • Aðstæður ungra barnafjölskylda verði kannaðar sérstaklega.
  • Að aðgangaur barna og barnafjölskyldna að fagfólki sé tryggður og áhersla sé lögð á fjölskylduvinnu hjá heilsugæslu og félagsþjónustu.
  • Tryggt verði að versnandi fjárhagur fólks hindri ekki aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu.
  • Ungu fólki (18-25 ára) í sérstökum aðstæðum verði gert fjárhagslega kleift að stunda nám í framhaldsskóla, að framhaldsskólar taki við öllum nemendum sem sækja um skólavist og tryggt að verknámsnemar geti lokið námi.
  • Farið verði af stað með sérstök úrræði fyrir ungt atvinnulaust fólk sem er að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði.
  • Hugað verði að samræmdum aðgerðum sveitarfélaga, ríkis og aðila vinnnumarkaðarins með það að markmiði að koma í veg fyrir að atvinnulaust fólk festist í bótakerfinu.
  • Áætlun um endurskoðun almannatrygginga verði hraðað þar sem örorkumatskerfið og fyrirkomulag örorkulífeyris verði skoðað sérstaklega. Einnig verði vinnu við endurskoðun á reglum um hámarkskostnaðar þátttöku í heilbrigðiskerfinu lokið sem fyrst.
  • Í því skyni að sporna við svartri atvinnustarfsemi og gerviverktöku samhliða mikilli skuldesetningu heimila verði það hlutfall sem atvinnurekendum er skylt samkvæmt lögum að halda eftir af launum starfsmanna til greiðslu á sköttum og meðlögum lækkað tímabundið í 50%úr 75% þannig að starfsmaður haldi ávallt eftir a.m.k. helmingi launa sinna.  (mbl.is)

Þessi aðgerðaráætlun er athyglisverð .Hún leiðir í ljós,að ríkisstjórnin hefur verið  ötul á vaktinni.

 

Björgvin  Guðmundsson

 

 

 

.

Fara til baka 


Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 5,9 milljarða í febrúar

Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 32,3 milljarða króna og inn fyrir 26,4 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 5,9 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Í febrúar 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi.

Hagnaður á vöruskiptum fyrstu tvo mánuðina 2009 nam 6,3 milljörðum króna. Þá voru fluttar út vörur fyrir 65,9 milljarða króna en inn fyrir 59,6 milljarða króna. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin neikvæð um 35,9 milljarða. (visir.is)

Þetta eru góðar tölur og sýna,að þróunin er á réttri leið.Hagstæður vöruskiptajöfnuður er forsenda fyrir því að unnt verði að taka upp frjáls gjaldeyrisviðskipti og ná niður verðbólgu.

 

Björgvin Guðmundsson


Lög um greiðsluaðlögun samþykkt á alþingi

Alþingi samþykkti í dag með 46 atkvæðum ný lög um greiðsluaðlögun. Með lögunum verður til nýtt úrræði fyrir einstaklinga sem komnir eru í mikinn greiðsluvanda. Dómsmálaráðherra mælti fyrir þessu frumvarpi í byrjun febrúar og hefur það verið til umfjöllunar í allsherjarnefnd Alþingis.

 

Þeir munu geta leitað nauðasamninga um að afborganir af samningskröfum miðist við greiðslugetu þeirra uppfylli þeir ákveðin skilyrði.
Samningskröfur eru af skuldum sem ekki eru tryggðar með veðum. Þannig verði hægt að semja um að skuldir verði felldar niður að hluta eða í heild eða lengt í lánum. Með því verði komið í veg fyrir að fólk verði gjaldþrota. Annað frumvarp er til meðferðar í þinginu en samkvæmt því verður einnig hægt að leita greiðsluaðlögunar vegna veðkrafna, til dæmis húsnæðislána.
Alþingi samþykkti jafnframt ný lög um ábyrgðarmenn með 32 samhljóða atkvæðum. Með lögunum á að draga úr vægi ábyrgðar við lánveitingar og stuðla að því að lán séu veitt og miðuð við greiðslugetu lántakanda og hans eigin tryggingar frekar en ábyrgðarmanns.(ruv.is)
Það er góður áfangi að samþykkja lög um greiðsluaðlögun,sem fyrst og fremst felst í því að fresta uppboðum og gjaldþrotum.En það er ekki nóg. Það þarf einnig að koma til móts við þá,sem ekki ráða við greiðslur af lánum sínum en eru ekki komnir að uppboði eða gjaldþroti.
Björgvin Guðmundsson

Krónan hefur veikst mikið sl. 19 daga

Með veikingu krónunnar síðustu nítján daga hefur öll styrking, þeirra sjö vikna sem á undan fóru, gengið til baka. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.

 

Gengisvísitala krónunnar hækkaði um rúmt eitt prósent í dag sem þýðir að krónan veiktist að sama skapi. Krónan hefur veikst jafnt og þétt í nítján daga

Fyrir 19 dögum eða 11. mars hafði krónan styrkst í sjö vikur meira og minna samfleytt og vísitala krónunnar var komin niður í 186 stig. Gengisvísitalan hefur hækkað hratt síðan, svo hratt að gengisvísitalan er orðin 212 stig eða jafnhá og hún var orðin undir lok janúar. Veiking krónunnar síðustu daga hefur því gert að engu styrkingu þeirra sjö vikna sem á undan fóru.
Greiningardeildir bankanna telja að helstu ástæður þess að krónan hafi veikst undanfarið séu þær að fjármagn leiti úr landi og að Seðlabankinn hafi látið af afskiptum sínum á gjaldeyrismarkaði.
Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að það sé athyglisvert ef satt reynist að Seðlabankinn sé ekki að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn. Nóg sé af forðanum og peningastefnunefnd bankans hafi lagt mikla áherslu á að gengi krónunnar verði haldið stöðugu.
Engin svör fengust úr Seðlabankanum. (ruv.is)
Þetta er mjög slæmt,þar eð lækkun krónunnar hækkar verð innfluttra vara og  eykur verðbólguna,þegar mikil  þörf er á því að minnka hana.
Björgvin Guðmundsson

 


Spron verður rekið áfram.Nýir eigendur

Skilanefnd SPRON samþykkti í dag tilboð MP banka í hluta útibúanets og vörumerki SPRON og Netbankann, nb.is Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að hægt verði að tryggja að minnsta kosti 45 störf með þessu. Kaupverðið er tæplega 800 milljónir króna.

Margeir ætlar að viðhalda vörumerki SPRON, en fyrirtækið nýtur mikillar velvildar almennings og hefur mælst hátt í Íslensku ánægjuvoginni, sem mælir afstöðu almennings til fyrirtækja, undanfarin ár. MP sækir nú inn á viðskiptabankamarkaðinn, en fyrirtækið fékk viðskiptabankaleyfi á síðasta ári.

Útibúin á Seltjarnarnesi, í Borgartúni og á Skólavörðustíg verða rekin áfram undir merkjum SPRON. MP banki á innlánasafn sem hann gæti fært þangað inn, en bankinn þarf fyrst að færa sparisjóðnum eigið fé.

„Innlán og efnahagur SPRON og Netbankans hafa þegar flust yfir til ríkisbanka, en viðskiptavinir geta nú flutt sig til baka frá og með næsta mánudegi. Samhliða er gerður samningur um að þjónusta við lántakendur hjá SPRON og NB.is fari fram í þeim útibúum sem munu halda áfram rekstri,“ segir í tilkynningu frá MP banka.

Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, segir að niðurstaðan sé mjög jákvæð fyrir skilanefndina. Tekist hafi að bjarga verðmætum og tryggja hagsmuni þeirra starfsmanna sem halda vinnunni.

Fyrir helgi höfðu sextán aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa einstakar einingar sem tilheyrðu SPRON. Meðal þeirra var færeyski bankinn Føroya Bank og VBS fjárfestingarbanki, auk MP banka.

Allar innstæður hafa færst til Nýja Kaupþings og hefur átt sér stað fullkomin eignayfirfærsla innstæðna. Þeir sem voru í viðskiptum við gamla SPRON eru í reynd viðskiptavinir Kaupþings í dag.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að Spron skuli starfa áfram undir stjórn nýrra eigenda.Talað er um að reka Spron eins og sparisjóð'ir voru reknir í gamla daga. Það væri gott,ef það tækist.Við þurfum ekki meiri græðgisvæðingu og gróðahyggju.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Stjórnun bankanna réði mestu um hrunið

Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska Fjármálaeftirlitsins, telur að framganga bankanna hafi ráðið mestu um hrun þeirra síðasta haust. Hann hefur unnið skýrslu fyrir stjórnvöld um hvernig regluverk fjármálakerfisins var hér fyrir hrun og hvernig eftirlitinu var háttað.

Meginniðurstöður eru að íslenskur bankarekstur hafi einfaldlega verið lakur og stefna stjórnvalda röng. Þetta hafi valdið hruninu hér, en óheppni hafi einnig átt hlut að máli.

Hann leggur einnig til leiðir til úrbóta. Meðal annars að Seðlabanki og Fjármálaeftirlit verði sameinuð. Fjármálaeftirlitið fái auk þess auknar valdheimildir og beiti þeim af meiri hörku.

Jännäri segir að regluverk hér og í nágrannalöndunum hafi ekki verið svo frábrugðið. Beita hefði mátt valdheimildum stjórnvalda og eftirlitsstofnana gegn ofvexti bankanna frekar, en það sé eins og stjórnvöld hafi skort til þess hugrekki. Hann nefnir einnig að öflugir kaupsýslumenn hafi haft lögmenn í liði með sér til að túlka ákvæði laga og reglna bókstaflega. Þannig og með flóknum fyrirtækjafléttum hafi þeir komist í kringum lögin.(visir.is)

Skoðun finnska sérfræðingsins á bankahruninu er athyglisverð.Hann telur bankana bera höfuðsökina en telur einnig,að eftirlitið hefi verið slakt.

 

Björgvin Guðmundsson

 



Við þurfum félagshyggjustjórn eftir kosningar

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag.Þar segir svo m.a.:
Það urðu merk umskipti í íslenskum  stjórnmálum, þegar minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð með hlutleysi Framsóknar og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá. Sjálfstæðisflokkurinn  hafði verið við völd óslitið í 18 ár.Mörgum þótti það  meira en nóg.
Ég tel mikilvægt, að félagshyggjuflokkarnir verði áfram við völd eftir kosningar.Samfylking og VG eru félagshyggjuflokkar. Framsókn hefur breytt um stefnu með nýrri forustu   og er nú á ný félagshyggjuflokkur einnig. Ég fagna breyttri stefnu Framsóknar og vænti þess,að sá flokkur geti starfað með félagshyggjuöflunum í landinu að framkvæmd félagslegra úrræða til þess að auka jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu.Eftir bankahrunið er mjög mikilvægt að standa vörð um velferðarkrefið og styrkja það eftir því sem kostur er á til þess að auðvelda fólki að takast á við versnandi lífskjör í kjölfar fjármálakreppunnar.
Björgvin Guðmundsson

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband