Skattbyrðin á Íslandi aldrei þyngri!

Skattbyrðin á Íslandi aldrei þyngri

 

Þorvaldur Gylfason,prófessor,skrifar grein í Fréttablaðið í dag um viðskilnað ríkisstjórnarinnar. Hann segir, að skattbyrðin hafi þyngst mikið í tíð ríkisstjórnar Íhalds og Framsóknar.Samkvæmt staðtölum OECD hafi skattbyrðin aukist úr 38% af landsframleiðslu 1990 í  48% af landsframleiðslu 2006.Á sama tíma hafi skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi sé því komin upp fyrir Evrópumeðallag. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig er mjög mikil hækkun. Hvað mundi íhaldið og Mbl. hafa sagt, ef vinstri stjórn hefði hækkað skattana svo mikið?

Þorvaldur Gylfason segir einnig, að rýrnun skattleysismarka  hafi þyngt skattbyrði lágtekjufólks. Síðan segir Þorvaldur: “ Ríkisstjórnin segir, að það væri of dýrt fyrir ríkissjóð að færa skattleysismörkin aftur í fyrra horf að raungildi. Hún hefur m.ö.o. gert út á skattheimtu af lágum launum. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að ójafnaðarflokki, þótt hann reyni að sveipa sig sauðargæru rétt fyrir kosningar. Verkin tala.”

 

Björgvin Guðmundsson

 

Ríkisstjórnin hefur haft 85 milljarða af almenningi!

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði málefni  fjölskyldunnar og barna umtalsefni í áramótaræðu sinni. Vék hann m.a. skýrslunni um fátækt barna á Íslandi, sem birt var fyrir síðustu jól. Forsetinn taldi hlúa þyrfti betur fjölkyldunni en gert hefði verið og foreldrar þyrftu   eyða meiri tíma með börnum sínum.Það  þyrfti stytta vinnutímann til þess auðvelda þetta .Forsetinn sagði, lág laun hjá mörgu fólki væru hluti vandans.Hér skal tekið undir orð forseta Íslands í þessu efni.

 Barnabætur rýrðar um milljarð á ári 

  . Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður  segir, ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins  og  Framsóknarflokksins hafi rýrt barnabætur um 10 milljarða króna verðgildi til síðustu 10 árin eða um 1 milljarð  á ári. Það er ekki von á góðu,  þegar stjórnvöld standa þannig málum gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Ísland er með ríkustu löndum heim en samt getur  ríkisstjórn landsins ekki búið betur börnum landsins en raun ber vitni. Í stað þess auka barnabætur verðgildi til er stöðugt verið rýra þær.Hið sama er  segja um skattleysismörkin. Ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund krónur á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund. Þessi staðreynd á stærsta  þáttinn í því,að skattar hafa undanfarin ár stöðugt verið hækka á launafólki og einkum þeim lægst launuðu.

 

Ójöfnuður hefur aukist

 

Undanfarið hafa talsmenn Sjálfstæðisflokksins reynt gera útreikninga um fátækt og ójöfnuð á Íslandi  tortryggilega. Hafa þeir sagt, vegna nokkurra auðmanna á Íslandi  mælist meiri fátækt og ójöfnuður en áður.Þetta er misskilningur eða útúrsnúningur talsmanna Sjálfstæðisflokksins. Stefán Ólafsson prófessor leiðrétttir þetta í stuttri grein í Fréttablaðinu 4.janúar. Hann segir, í útreikningum um fátækt og ójöfnuð ekki  byggt á meðaltali tekna heldur miðgildi.Stefán segir:

Miðgildi tekna eru þær tekjur sem eru í miðju tekjustigans, þ.e. þar sem jafn margir hafa tekjur fyrir ofan og fyrir neðan viðkomandi tekjur. Út frá slíku miðgildi er reiknað hlutfall fátækra en ekki út frá venjulegu meðaltali. Upphæðir hæstu teknanna skipta því venjulega ekki máli fyrir slíkar mælingar 

85 milljarðar hafðir af almenningi

 Ríkisstjórnin hefur haft 35 milljarða af almenningi með því láta skattleysismörkin ekki fylgja launavísitölu  eins og eðlilegt hef’ði verið. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 hefðu tekjur almennings  orðið 35 milljörðum meiri en þær hafa orðið.Skattarnir hefðu verið lægri sem þeirri upphæð nemur.Álíka upphæð en þó nokkuð hærri eða 40 milljarðar hafa verið hafðir af öldruðum sl. tæp 12 ár vegna þess lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum hefur ekki hækkað  í takt við laun verkafólks eins og lögbundið var til 1995 og lofað  var af stjórnvöldum mundi haldast. Aldraðir, barnafólk og almenningur allur á því stórar upphæðir inni hjá ríkinu eða alls 85 milljarða króna. 

   Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin hefur haft 85 milljarða af almenningi!

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði málefni  fjölskyldunnar og barna umtalsefni í áramótaræðu sinni. Vék hann m.a. skýrslunni um fátækt barna á Íslandi, sem birt var fyrir síðustu jól. Forsetinn taldi hlúa þyrfti betur fjölkyldunni en gert hefði verið og foreldrar þyrftu   eyða meiri tíma með börnum sínum.Það  þyrfti stytta vinnutímann til þess auðvelda þetta .Forsetinn sagði, lág laun hjá mörgu fólki væru hluti vandans.Hér skal tekið undir orð forseta Íslands í þessu efni.

 Barnabætur rýrðar um milljarð á ári 

  . Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður  segir, ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins  og  Framsóknarflokksins hafi rýrt barnabætur um 10 milljarða króna verðgildi til síðustu 10 árin eða um 1 milljarð  á ári. Það er ekki von á góðu,  þegar stjórnvöld standa þannig málum gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Ísland er með ríkustu löndum heim en samt getur  ríkisstjórn landsins ekki búið betur börnum landsins en raun ber vitni. Í stað þess auka barnabætur verðgildi til er stöðugt verið rýra þær.Hið sama er  segja um skattleysismörkin. Ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 136 þúsund krónur á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund. Þessi staðreynd á stærsta  þáttinn í því,að skattar hafa undanfarin ár stöðugt verið hækka á launafólki og einkum þeim lægst launuðu.

 

Ójöfnuður hefur aukist

 

Undanfarið hafa talsmenn Sjálfstæðisflokksins reynt gera útreikninga um fátækt og ójöfnuð á Íslandi  tortryggilega. Hafa þeir sagt, vegna nokkurra auðmanna á Íslandi  mælist meiri fátækt og ójöfnuður en áður.Þetta er misskilningur eða útúrsnúningur talsmanna Sjálfstæðisflokksins. Stefán Ólafsson prófessor leiðrétttir þetta í stuttri grein í Fréttablaðinu 4.janúar. Hann segir, í útreikningum um fátækt og ójöfnuð ekki  byggt á meðaltali tekna heldur miðgildi.Stefán segir:

Miðgildi tekna eru þær tekjur sem eru í miðju tekjustigans, þ.e. þar sem jafn margir hafa tekjur fyrir ofan og fyrir neðan viðkomandi tekjur. Út frá slíku miðgildi er reiknað hlutfall fátækra en ekki út frá venjulegu meðaltali. Upphæðir hæstu teknanna skipta því venjulega ekki máli fyrir slíkar mælingar 85 milljarðar hafðir af almenningi Ríkisstjórnin hefur haft 35 milljarða af almenningi með því láta skattleysismörkin ekki fylgja launavísitölu  eins og eðlilegt hef’ði verið. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 hefðu tekjur almennings  orðið 35 milljörðum meiri en þær hafa orðið.Skattarnir hefðu verið lægri sem þeirri upphæð nemur.Álíka upphæð en þó nokkuð hærri eða 40 milljarðar hafa verið hafðir af öldruðum sl. tæp 12 ár vegna þess lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum hefur ekki hækkað  í takt við laun verkafólks eins og lögbundið var til 1995 og lofað  var af stjórnvöldum mundi haldast. Aldraðir, barnafólk og almenningur allur á því stórar upphæðir inni hjá ríkinu eða alls 85 milljarða króna. 

   Björgvin Guðmundsson



Lífeyrir aldraðra dugi fyrir framfærslukostnaði

 

 

Haustið 2006 birtist Gallup könnun um fylgi við hugsanlegt framboð eldri borgara.Fram kom, að slíkt framboð gæti fengið  allt að 25% atkvæða í kosningum. Þessi frétt hreyfði mjög við  stjórnmálaflokkunum. Þeir fóru allir að láta  málefni aldraðra og öryrkja meira til sín taka og þegar kosningastefnuskrár flokkanna birtust kom í ljós, að þeir vildu bæta hag aldraðra og öryrkja. Samfylkingin hafði á alþingi flutt góðar tillögur um bættan hag lífeyrisþega og bætti nú um betur.

 Í gærkveldi var haldinn fundur á vegum Landsambands eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands  um máefni aldraðra og öryrkja og voru oddvitar stjórnmálaflokkanna mættir þar. Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar sagði, að Samfylkingin vildi , að frítekjumark vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði yrði hækkað í 100 þúsund krónur á mánuði. Sjálf-

stæðisflokkurinn vill ekki láta frítekjumarkið ná til lífeyrissjóðstekna og vill ekki láta það taka gildi fyrr en aldraðir eru 70 ára. Þetta er of lítið og of seint. Þá vill Samfylkingin, að tekjur maka skerði ekki lífeyri frá almannatryggingum.

 Samfylkingin vill eyða biðlistum eftir rými á

 hjúkrunarheimilum með því að reisa 400 hjúkrunarrými á 18 mánuðu. Samfylkingin vill,að bætur almannatrygginga til aldraðra verði miðaðar við framfærslukostnað samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands en hún sýnir nú, að neysluútgjöld einstaklinga eru 210 þúsund á mánuði Samfylkingin vill hækka lífeyrinn í þessa fjárhæð í áföngum og breyta lífeyri síðan reglulega í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði.

  Björgvin Guðmundsson

Ójöfnuður og misskipting hefur stóraukist allt valdatímabil Íhalds og Framsóknar frá 1995

 

 

Í gær birti ég blog um aukningu kaupmáttar hér á landi síðustu 4 áratugi.Þar kom fram,að kaupmáttur jókst mest á  áratugnum 1971-1980 eða um til jafnaðar 5,7% á ári. Á þessum áratug sátu tvær vinstri  stjórnir Ólafs Jóhannessonar, ríkisstjórn  Benedikts Gröndal, sem eingöngu var skipuð ráðherrum Alþýðuflokksins og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar.Þetta er mun meiri kaupmáttaraukning en verið hefur á tímabilinu 1995-2005 en á því tímabili hefur kaupmáttur aukist um 4,5% á ári. Á viðreisnaráratugnum jókst kaupmáttur um 5,2 % á ári. Aukning kaupmáttar hefur verið mikil síðustu 4 áratugina  og hagvöxtur hefur einnig verið mikill án tillits til þess hvaða ríkisstjórnir hafa setið við völd.En gæðunum hefur verið mjög misskipt milli þegnanna eftir því hver hefur stjórnað. Það er áberandi, að misskipting og ójöfnuður hefur stóraukist   eftir að Framsókn og Íhaldið tóku við stjórnartaumunum 1995. Samkvæmt tölum Hagstofunnar er  nú svo komið, að 10% landsmanna býr við fátækt, yfir 5000 börn eru undir fátæktarmörkum, skattleysismörk hafa stórlækkað að verðgildi til, matmælaverð en það hæsta í allri Evrópu, lyfjaverð en það næsthæsta í Evrópu og bankavextir eru þeir hæstu í Evrópu. Almannatryggingakerfið er það versta á Norðurlöndum og kjör aldraðra  þau verstu.Þetta eru afrek ríkisstjórna Íhalds og Framsóknar.

 

Björgvin Guðmundsson


Kaupmáttur jókst mun meira 1971-1980

 ´Íhaldið er alltaf að guma af því hvað kaupmáttur hafi aukist mikið hér á  landi undanfarin ár  eða allt frá 1995. Á þessu tímabili  eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna um 4,5% á ári. Er þetta ekki met í sögunni? Nei,öðru nær. Sannleikurinn er sá, að kaupmáttur hefur verið að aukast hér á landi stöðugt síðustu 4 áratugi án tillits til þess hvaða ríkisstjórnir hafa setið við völd.Þetta hefur mest farið eftir efnahagsþróuninni í heiminum. Kaupmáttur hefur jafnvel aukist meira þegar vinstri stjórnir hafa setið við völd. T.d. jókst kaupmáttur mjög mikið þegar vinstri stjórnir Ólafs Jóhannessonar sátu við völd 1971- 1974  og 1978-1979 og í stjórnartíð Benedikts Gröndal 1979-1980.

Lítum á þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann  sl. 40 ár, þ.e. meðalbreytingu á ári.Eftirfarandi kemur í ljós: Kaupmátturinn eykst langmest á tímabilinu 1971-1980 eða um 5,7% á ári  þ.e. í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar,Geirs Hallgrímssonar og Benedikts Gröndal. Næst mest eykst kaupmátturinn á viðreisnaráratugnum 1961-1970 eða um 5,2%.Síðan kemur tímabilið 1981-1990 með 2,2% aukningu kaupmáttar.Á tímabilinu 1995-2005 eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna um 4,5% á ári eða  mikið minna en á áratugnum 1971-1980.

Björgvin Guðmundsson 



 


Mesta ranglæti Íslandssögunnar

 

 

Eitt mesta ranglæti Íslandssögunnar er  að úthluta nokkrum aðilum ókeypis aflaheimildum,sem  þeir hafa síðan geta braskað með og selt öðrum fyrir offjár. Það var aldrei meiningin, að menn gætu braskað með fiskveiðiheimildir og gengið út úr greininni með  fullar hendur  fjár. Þeir sem hætta útgerð og eiga kvóta, sem þeir fengu  frían, eiga að afhenda hann aftur eigandanum, ríkinu.Fyrsta breytingin á kerfinu á að vera sú að banna framsal.

 

 Opnað verði fyrir nýjum aðilum 

 Fiskveiðistjórnarkerfið  er algerlega lokað fyrir nýjum, aðilum,sem vilja hefja útgerð. Kerfið verður að vera opið fyrir nýjum aðilum og þeir eiga að fá fiskveiðiheimildir á sama grundvelli og þeir,sem upphaflega fengu heimildir.Kvótakerfið  hefur ekki náð  þeim höfuðtilgangi að vernda þorskstofninn. Kerfið hefur  brugðist að því leyti. Það væri því betra að taka upp sóknardagakerfi. Það eina,sem kvótakerfinu hefur tekist vel er að færa gífurlega fjármuni á fárra hendur. Samfylkingin er á móti slíkri misskiptingu og vill leiðrétta hana.

 

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir eldri borgara skammarlega lágur

 

 

Sjálfstæðismenn hafa gert mikið úr tillögum, sem þeir fluttu á landsfundi sínum um málefni eldri borgara.Tillögur þessar vigta þó mjög lítið eins og Jóhanna Sigurðardóttir benti strax á og forsvarsmenn Landssambands eldri borgara (LEB) sýna fram á í grein í Mbl. í dag. Þeir Ólafur Ólafsson formaður LEB og Einar Árnason hagfræðingur LEB skrifa um málið.

Eftirfarandi kemur m.a. fram í grein forsvarsmanna LEB: Lækkun á skerðingarhlutfalli lífeyris almannatrygginga úr 38,35 %  í 35%: Fyrir dæmigerðan ellilífeyrirsþega,sem hefur 50.000 á mánuði úr lífeyrissjóði  þýðir þetta,að hann heldur eftir 1.077 kr. meira á mánuði eftir þessa breytingu. Það eru öll ósköpin.Hin tillagan sem Sjálfstæðismenn flagga  mjög er sú, að lífeyrisþegi sem býr einn og ekkert fær úr lífeyrissjóði fái 25000 krónur úr sjóðnum þó hann hafi engin réttindi þar. Af þessu mundi 17.500 kr. fara í skatta og skerðingar þannig,að ekki yrðu eftir nema 7500 kr. á mánuði.

Þeir Ólafur og Einar benda á að ellilífeyrisþegar hafi dregist aftur úr í kjaramálum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra hafi aðeins aukist um 20% frá 1995 á sama tíma og almenningur hafi fengið 60%. samkvæmt því sem stjórnvöld segi.

 Sjálfstæðismenn ræddu ekkert um það á landsfundi sínum að hækka grunnlífeyri eða tekjutryggingu eldri borgara. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar nema neysluútgjöld einstaklinga nú 210 þúsund á mánuði.Það er því eðlilegt að lífeyrir aldraðra hækki í þá upphæð en í dag nemur lífeyririnn aðeins 113 þúsund eftir skatta hjá einhleypingum. Það er skammarlega lágt og enginn lifir mannsæmandi lífi af þeirri fjárhæð.

 

Björgvin Guðmundsson


Eru Íslendingar fátækir:Aðeins 1% ellilífeyrisþega fær fullar bætur á Íslandi

Miklar skerðingar á lífeyri aldraðra þekkjast ekki í nágrannalöndum okkar. Þetta er einstakt fyrir Ísland. Það mætti halda, að Ísland væri fátækt land, sem þyrfti af þeim sökum að íþyngja eldri borgurum.

Í Svíþjóð halda ellilífeyrisþegar öllum sínum bótum óskertum þrátt fyrir aðrar tekjur. Og í Danmörku mega þeir hafa 50 þúsund króna atvinnutekjur án þess að sæta skerðingu. Skerðing verður þar aldrei meiri en 30%. Engin skerðing verður þar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði, ekki heldur hjá maka. 70% ellilífeyrisþega í Danmörku eru með  fullar og  óskertar  bætur. Í Svíþjóð er hlutfallið 100%.Engin skerðing sem fyrr segir. 

Aðeins 1% ellilífeyrisþega fær fullar bætur á Íslandi 

 En á Íslandi  fær aðeins 1% ellilífeyrisþega fullar og óskertar bætur.Þannig fer ein ríkasta þjóð heims með  eldri borgarana í sínu landi. 

Björgvin Guðmundsson


Íhaldið hefur eyðilagt velferðarkerfið hér

Morgunblaðið ,sem vill vera hlutlaust fréttablað og opið fyrir almenna umræðu,  missir alltaf hlutleysisgrímuna ,þegar kosningar nálgast  og þá gengur Morgunblaðið í lið með íhaldinu og heldur uppi áköfum vörnum fyrir það. Þetta mátti sjá  í Reykjavíkurbréfi um helgina og  í forustugrein í morgun. Nú er aðal áróðursbragðið þetta: Stjórnarandstaðan hefur ekkert á ríkisstjórnina. Hún getur ekki gagnrýnt hana fyrir neitt. Þetta er sniðugt áróðursbragð. Og með Göbbelsaððferðinni ( endurtaka nógu oft) gæti það heppnast.

Íhaldið hefur eyðilagt velferðarkerfið

 Samfylkingin hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega. Stærsta gagnrýnisefnið er þetta: Ríkisstjórnin hefur eyðilagt velferðarkerfið. Hún hefur eyðilagt almannatryggingarnar. Áður  voru íslensku almannatryggingarnar einhverjar þær bestu í heimi. Í dag hafa þær drabbast svo mikið niður og dregist svo aftur úr, að þær standa langt að baki almannatryggingum  á Norðurlöndum  og íslenska velferðarkerfið siglir hraðbyri í átti til þess bandaríska, sem er eitt hið versta í heimi. Kjör aldraðra eru mikið verri hér en á hinum Norðurlöndunum, kjör öryrkja eru mikið verri hér en á hinum Norðurlöndunum, kjör barna eru mikið verri hér en á hinum Norðurlöndunum og þannig mætti áfram telja. Aldraðir  búa við smánarkjör. Þeir fá 113 þúsund úr almannatryggingum ef þeir eru ekki í lífeyrissjóði. 10.000 eldri  borgarar hafa aðeins rúmar 100 þúsund á mánuði. 400 eldri borgarar bíða eftir rými á hjúkrunarheimili, á annað þúsund  býr í tvíbýli eða margbýli á hjúkrunarheimilum. Í Danmörku búa allir eldri borgarar í einbýli eða með maka. 5000 börn á Íslandi eru undir fátæktarmörkum. Ófremdarástand ríkir í heilbrigðiskerfinu. Biðlistar eru í öllum greinum. Það er löng bið  eftir  aðgerðum og geðsjúk börn komast ekki inn á spítala.Þar eru langir biðlistar.Þannig er ástandið hjá einni ríkustu þjóð í heimi. Og svo segir Mbl. , að ástandið sé gott og stjórnarandstaðan finni ekkert sem að sé.

Mörg hagstjórnarmistök

 Stjórn efnahagsmála er í molum. Verðbólgan er langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Gerð hafa verið margvísleg hagstjórnarmistök  eins og sýnt var fram í skýrslu Samfylkingarinnar um efnahagsmál undir ritstjórn  Jóns Sigurðssonar fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins. Vextir hér eru þeir hæstu  í Vestur- Evrópu. Verðlag er hið hæsta hér í Vestur-Evrópu. Almenningur býr hér bæði við okurvexti og okurverðlag en Mbl. segir allt vera í lagi. Ríkisstjórnin þorir ekki einu sinni að ræða afstöðu Íslands til Evrópusambandsins þó  aðild að Myntbandlagi Evrópu og að ESB mundi færa almenningi hagstæða vexti og hagstætt verðlag,  eða m.ö.o. mikla kjarabót.

Ríkisstjórn valdníðslu

Það er af nógu að taka þegar  gagnrýna á ríkisstjórnina. Og eitt alvarlegasta gagnrýnisefnið er pað,að ríkisstjórnin hefur beitt valdníðslu  og misbeitingu valds gegn þegnum landsins. Það eitt er nægilegt til þess að hún fari frá. Valdið hefur spillt stjórninni.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband