Starfsmönnum á leikskólum fjölgar

  Í desember 2008 störfuðu 5.568 starfsmenn í 4.761 stöðugildi við leikskóla á Íslandi og hafa leikskólastarfsmenn aldrei verið fleiri, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Árið áður störfuðu 5.159 starfsmenn í 4.368 stöðugildum við íslenska leikskóla.

Starfsmönnum hefur fjölgað um 409 milli ára, sem er 7,9% fjölgun. Stöðugildum starfsmanna fjölgaði um 393, sem er 9,0% aukning. Starfsfólki fjölgar því mun meira en leikskólabörnum, sem fjölgaði um 4,1% á sama tíma.

Leikskólabörnum fjölgaði mest í yngstu aldurshópunum en yngri börnin kalla á fleiri starfsmenn á hvert leikskólabarn. Körlum fjölgaði um 58 í hópi starfsmanna en konum um 351. Hlutfallsleg fjölgun karlkyns starfsmanna er 31,9% en 7,1% meðal kvenna.

 

Starfsfólki við uppeldi og menntun leikskólabarna, sem lokið hefur uppeldismenntun, fjölgar umtalsvert frá árinu 2007. Þegar litið er á stöðugildi starfsmanna sem sinna uppeldi og menntun barna í leikskólum hefur stöðugildum sem mönnuð eru leikskólakennurum fjölgað um 151 (11,2%), starfsfólki sem hefur aðra uppeldismenntun fjölgar um 184 (68,4%) á meðan ófaglærðum starfsmönnum við uppeldi og menntun fjölgaði um 66 (2,8%). Alls eru því 44,9% stöðugilda starfsfólks mönnuð starfsfólki sem hefur lokið námi í uppeldisfræðum en voru 39,4% í desember 2007.

Brottfall starfsmanna á milli áranna 2007 og 2008 var 28,6%, sem er talsvert meira en árið áður, þegar brottfallið var 25,5%. Starfsmannavelta er meiri meðal ófaglærðra starfsmanna. Hlutfallslega er mest brottfall meðal starfsmanna við ræstingar, eða 47,6%, sem er meira en árið á undan. Brottfallið er hlutfallslega minnst meðal leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra, 11,7-18,2%.

Starfsmannavelta í þessum hópi var þó umtalsvert meiri en á milli áranna 2006 og 2007, þegar hún var 7,1-9,7%. Meðal menntaðra leikskólakennara var brottfallið 15,4% en var 10,0% árið áður. Það skal tekið fram að hér er um tvær punktmælingar að ræða. Því koma starfsmenn sem hófu störf árið 2008 og hættu störfum fyrstu 11 mánuði ársins ekki fram í tölunum.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Viðræður um nýjan stjórnarsáttmála halda áfram í dag

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar munu koma saman til fundar síðdegis í dag til að halda áfram viðræðum um nýjan stjórnarsáttmála.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að viðræður flokkanna gengu vel. Sérstakir starfshópar um einstök mál hefðu tekið til starfa og þeim hópum ætti eftir að fjölga. Hann viðurkenndi að Evrópumálin væru stjórninni erfiðust en reiknaði með að samkomulag næðist í þeim efnum.

Steingrímur sagðist ekki gera kröfu um forsætisráðherrastólinn og hefði aldrei sett slíkar kröfur fram, þótt hann útilokaði það embætti ekki í framtíðinni. (visir.is)

Aukin bjartsýni ríkir nú um það,að samkomulag náist um nýjan stjórnarsáttmála og áframhaldandi stjórnarsamvinnul

 

Björgvin Guðmundsson



Rætt um breytingar á stjórnarráði

Skipað hefur verið í starfshóp stjórnarflokkanna um breytingar á stjórnarráðinu, en hann er einn af fjórum hópum sem skipaðir verða. Í hópnum sitja Drífa Snædal og Árni Þór Sigurðsson fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en Hrannar Björn Arnarson og Margrét S. Björnsdóttir fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Drífa er framkvæmdastjóri VG, Árni Þór er þingmaður, Hrannar Björn er aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur og Margrét er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hópurinn mun funda eftir hádegið í dag.

Fram hefur komið að Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir, varaformenn flokkanna, leiða starfshóp um Evrópumálin og mun hann funda eftir hádegið í dag.

Aðrir starfshópar munu fjalla um ríkisfjármál og atvinnu- og efnahagsmál. Þeir verða skipaðir síðar í dag, samkvæmt heimildum mbl.is   (mbl.is)

Það,sem helst er  inn í myndinni er sameining ráðuneyta svo sem að sameina atvinnuvegaráðuneyti í eitt atvinnumálaráðuneyyti.Einnig er rætt um að búa til eit efnahagsmálaráðuneyti. Fyrir 1970 var eitt atvinnumálaráðuneyti.

 

Björgvin Guðmundsson


ESB og ríkisstjórnin

Því miður  mótar ESB og afstaðn til þess nú allt starf ríkisstjórnarinar.Ákveðið hefur verið að afgreiða deiluna um ESB áður en lengra er haldið.Það er bæði gott og illt.

Ég reikna með að undirnefndin,sem sett var í ESB málið muni fyrst og fremst reyna að koma sér saman um aðferð til þess að útkljá deiluna um málið og ákveða hvort sækja skuli um aðild eða ekki.Það eru einkum tvær leiðir nú sem eru til skoðunar: 1) að láta alþingi útkljá hvort sækja skuli um aðild að ESB 2) að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja skuli um aðild. Þetta virðist nú ekki mjög flókið.Það er einfaldari leið og fljótvirkari að láta alþingi útkljá malið. Sennilega væri þá einfaldast að láta þingnefnd flytja tillögu um málið.Það er heldur ekki frágangssök að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækja eigi um aðild.Slík atkvæðagreiðsla gæti þá t.d. farið fram næsta haust.Gerum ekki meira vandamál úr þessu en ástæða er  til.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Fólk lætur nú gera við eldri tæki

Viðgerðir á heimilistækjum, vélum og ýmsum búnaði hafa aukist mjög síðustu mánuði. Svo virðist sem almenningur láti frekar gera við hlutina en að kaupa nýtt.

Hjá þjónustuverkstæðinu Agli í Kópavogi hefur álagið aukist jafnt og þétt síðustu vikur og nýlega voru tveir starfsmenn ráðnir til viðbótar þeim 15 sem fyrir voru.
Freyr Friðriksson framkvæmdastjóri, segir að nú sé gert við hluti sem fáir hefðu nennt að laga fyrir ári. Til dæmis skemmt drifhús úr BMW bifreið.

Í kreppunni lifnar yfir sjálfsbjargarviðleitnin og það sést á saumavélunum sem hrúgast inn á verkstæðin. 90% þeirra sem komi með saumavélarnar séu konur.  ( ruv.is)
Hér höfum við eitt dæmi um afleiðingar kreppunnar: Fólk kaupir ekki ný tæki eins og áður heldur lætur gera við þau eldri. Það er gott. Bruðlið var orðið ansi mikið áður og lítil virðing fyrir verðmætum.Ef til vill kennir kreppan okkur .það að bera virðingu fyrir verðmætum á ný.
Björgvin Guðmundsson

 


Hverjir bera sök á hruni bankanna?

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir ofangreindri fyrirsögn.Þar segir svo m.a.:
Hverjir bera  sök á hruni íslensku bankanna?Hvers vegna féllu allir stærstu bankar Íslands eins og spilaborg sl. haust?Hvað brást? Voru það eftirlitsstofnanir eða stjórnendur bankanna sjálfir? Þessum spurningum og fleiri verður reynt að svara í þessari grein.
Að sjálfsögðu bera eigendur og stjórnendur bankanna höfuðsök   á því að þeir komust í þrot.Það voru þessir aðilar,sem mörkuðu þá stefnu að þenja bankana,sem mest út,fjárfesta sem mest erlendis og fjármagna  öll kaup með lántökum ytra..Það varð alger stefnubreyting í rekstri bankanna við einkavæðingu þeirrra.Áður voru bankarnir hefðbundnir viðskiptamannabankar af hóflegri stærð en eftir einka(vina)væðingu bankanna breyttust þeir í fjárfestinga-og braskbanka.Stærðin og útþenslan varð aðalatriðið en ekki arðsemin.Þetta var mjög varasöm stefna og áhættusækin.Bankarnir stækkuðu og stækkuðu og erlendar skuldir þeirra jukust oig jukust.Að lokum var svo komið að stærð bankanna nam 10-12 faldri þjóðarframleiðslu okkar. Arnór Sighvatsson,aðstoðarbankastjóri Seðlabankans,sagði í viðtali á Bylgjunni,að þegar árið 2006 hefði verið hættuástand hjá bönkunum.
Það virðist margt hafa verið athugavert í rekstri bankanna eftir að þeir voru einkavæddir.Fjölmiðlar hafa greint frá því,að Kaupþing hafi lánað eigendum og skyldum aðilum  500 milljarða á árinu 2008,ekki löngu fyrir hrunið.Á þessum tíma sögðust bankarnir ekki hafa neina peninga. Þessar lánveitingar Kaupþings eru mjög vafasamar og verða væntanlega rannsakaðar af sérsökum saksóknara og rannsóknarnefnd alþingis. Þá var nú nýlega greint frá því að Landsbankinn hefði lánað bankaráðsmönnum tugi milljarða.Þetta gerist á sama tíma og bankinn kvartar yfir bágri lausafjárstöðu og innlendir einstaklingar,sem skulda tiltölulega lágar upphæðir eru píndir til þess að greiða  upp í topp.
Hvað gerðu eftirlitsstofnanir,Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki,þegar bankarnir þöndust út og söfnuðu ótakmörkuðum erlendum skuldum? Þær gerðu ekkert. Þær   sátu með hendur  í skauti.Ýmislegt hefur verið sagt til þess að afsaka aðgerðarleysi eftirlitsstofnana.Sagt hefur verið að  FME hafi einungis verið að gæta þess,að lögum og  reglum  um fjármálastofnanir væri framfylgt  en ekkert umfram það.Einnig hefur verið sagt,að hugarfarið hafi verið þannig,að allt ætti að vera frjálst og afskipti hins opinbera að vera sem minnst.M.ö.o. fjálshyggjan hafi komið í veg fyrir eðlilegt eftirlit eftirlitsstofnana. Hvað sem slíkum vangaveltum og skýringum líður þá er það víst,að eftirlitsstofnanir brugðust gersamlega.
Björgvin Guðmundsson

Konur 43% þingmanna eftir kosningar

Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) fagnar því að meirihluti stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi, eru með jafna kynjaskiptingu í þingflokkum sínum. Einnig fagnar KRFÍ því sögulega háa hlutfalli kvenna á Alþingi, en tæp 43% þeirra sem nú taka þar sæti eru konur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér.


„Undanfarin ár hefur KRFÍ ítrekað bent á að stjórnmálaflokkarnir beri ábyrgð á jöfnuði kynjanna innan eigin raða. Það er því ánægjulegt að sjá að nokkrir þeirra hafa tekið þessa ábyrgð alvarlega eins og einnig kom í ljós í jafnri kynjaskiptingu minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ísland skipar sér nú í efstu sæti ríkja heims hvað varðar jafna kynjaskiptingu á þingi og gefur með því til kynna að Íslendingar taka jafnréttismálin alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni.   

 

Björgvin Guðmundsson  

Fara til baka 


Þingflokkar veita formönnum umboð til stjórnarmyndunar

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar fékk í dag formlegt umboð þingflokksins til þess að mynda stjórn með Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Jóhanna fundar nú á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta þar sem hún greinir honum frá stöðu mála en búist er við því að Ólafur veiti henni formlegt umboð til stjórnarmyndunar.

Fyrsti formlegi stjórnarmyndunarfundurinn verður haldinn í Norræna húsinu klukkan fimm og verður hann undir stjórn varaformanna flokkanna, þeirra Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns VG, og Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Að sögn Jóhönnu verða Evrópumálin tekin fyrst fyrir á dagskrá.( visir.is)

Mér líst vel á,að Dagur B.Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir,varaformenn flokkanna reyni að ná samkomulagi um ESB málin. Þau koma þá ný að þessu og geta væntanlega komið með nýjar frumlegar lausnir.

Svo virðist sem Jóhanna ætli að leita eftir umboði frá forseta Íslands til stjórnarmyndunar strax. Hún hefði getað beðið og í rauninni hefði stjórnin ekki þurft að leita til Bessastaða,ef ætlunin væri að hún sæti í nokkra mánuði óbreytt,sem vel hefði komið til greina.En vegna ágreinings um ESB  er sennilega skynsamlegt að hafa þetta allt formlegt og fá strax umboð frá forseta Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


98 fyrirtæki gjaldþrota í mars

Í mars 2009 voru 98 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 78 fyrirtæki í mars 2008, sem jafngildir tæplega 26% aukningu á milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 22 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 15 í heild- og smásöluverslun.

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 259 en fyrstu þrjá mánuði ársins 2008 voru gjaldþrotin 175 sem jafngildir 48% aukningu milli ára, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands.


Vill að alþingi afgreiði aðildarumsókn að ESB

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar á Suðurlandi segir að vel mætti hugsa sér að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi ályktun um aðildarumsókn að ESB. Þetta kemur fram í pistli sem hann skrifar á vefritið Sunnlendingur.is. „Málið er þverpólitískt í eðli sínu og þannig á að nálgast það. Sé á Alþingi meirihluti er málið í lýðræðislegum farvegi þings og þjóðar. Við höfum viljann til samstarfs. Nú er að finna leiðina," skrifar Björgvin.

Hann segir að eigi vinstriflokkarnir að ná að starfa saman á kjörtímabilinu verði þeir að ná samstöðu um Evrópusambandið og segist hann trúa því að það sé hægt með lýðræðislegri aðkomu almennings og Alþingis að málinu. „Ekki má glutra glæstum sigri niður. Okkur ber að ná saman um endurnýjað samstarf Samfylkingar og Vg," segir Björgvin einnig.(visir.is)

Þetta er góð tillaga hjá nafna. Ef til vill er hér komin málamiðlun,sem gæti leyst deilu Samfylkingar iog VG. Hin leiðin væri  þjóðaratkvæði um aðildarviðræður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband