Mánudagur, 27. apríl 2009
Úrslitin ekki skýr skilaboð um aðild að ESB
Samfylkingin getur vel við unað eftir úrslit þingkosninganna. Hún er orðin stærsti flokkur landsins og hefur ásamt VG hreinan meirihluta á aþingi. Félagshyggjumenn,jafnaðarmenn. hafa í fyrsta sinn á lýðveldistímanum slikan meirihluta á alþingi.Ég tel,að Samfylkingin hafi fengið góða kosningu vegna þess að fólk treysti henni best til þess að standa vörð um velferðarkerfið og það treystir Jóhönnu til þess. Þetta eru einnig skýr skilaboð um það,að fólk vill,að þessir flokkar vinni áfram saman,Samfylking og VG. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar,að úrslit kosninganna hafi verið einhver sérsök skilaboð um það að Ísland eigi að ganga í ESB.Úrslitin fyrir Samfylkinguna nú eru svipuð og í tvennum síðustu kosningum þó var ESB ekki á dagskrða 2003 og 2007. Samfylkingin fékk 31% atkvæða 2003,hún fékk 26,8% 2007 og hún fékk 29,8% nú.Þetta eru svipuð úrslit en að vísu fær Samfylkingin nú 3 prósentustigum meira en 2007 og bætir við sig 2 þingmönnum. ESB sinnar túlka þetta sem stuðning við ESB. Ég túlka þetta sem stuðning við velferðarstefnu Samfylkingarinnar.
Ég hefi enga trú á því að Samfylkingin láti stjórnarsamstarfið með VG bresta á ESB málinu´
.Slíkt væri raunar algert glapræði.Enda er einfalt að leysa deiluna um ESB: Láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðlu um það hvort sækja eigi um aðild að ESB og fá aðildarviðræður. Svo einfalt er það.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Jóhanna og Steingrímur J. ræddu ESB
Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir fóru frá heimili Jóhönnu Sigurðardóttur við Hjarðarhaga fyrir stundu. Þar höfðu þau þrjú fundað ásamt Degi B. Eggertssyni varaformanni Samfylkingarinnar síðan fyrr í dag.
Þau vildu lítið gefa upp að fundi loknum en sögðu þó að viðræðum yrði haldið áfram á morgun. Þingflokksfundir verða einnig haldnir og Jóhanna mun síðan fara á fund forseta Íslands á Bessastöðum til þess að gera honum grein fyrir stöðu mála.
Jóhanna sagði að ekkert lægi á enda væru flokkarnir með meirihluta á þingi.
Varðandi Evrópumálin sagði Jóhanna að þau hefðu verið rædd og flokkarnir hefðu komist ágætlega áleiðis með þau mál. (ruv.is)
Leiðtogar allra stjórnmálaflokkanna ræddu einnig málin í sjónvarpi RUV í kvöld. Þar virtist vera svolítill ágreiningur milli stjórnarflokkanna.Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson biðluðu til Steingríms J. Vonandi næst samkomulag milli Jóhönnu og Steingríms J. en ljóst er,að það verður að jafna ágreining um ESB mál.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Mikill sigur Samfylkingar.Hrun íhaldsins
Laugardagur, 25. apríl 2009
Tækifærið er núna
Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er nú möguleiki á því að fá hreina jafnaðarmannastjórn til valda.Ef Samfylking og VG ná meirihluta gerist .það.Hvort tveggja eru jafnaðarmannaflokkar.Áður hafa félagshyggjustjórnir á Íslandi verið með Framsókn innanborðs en Framsókn var orðin hægri flokkur svo með réttu voru slíkar stjórnir ekki vinstri stjórnir eða félagshyggjustjórnir. En nú hefur Framsókn breytt um "kúrs" og segist hallast að félagshyggju á ný. Guð láti gott á vita.
Mikið atriði er að jafnaðarmannastjórn verði áfram undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur.Til þess að svo megi verða þarf Samfylkingin að fá mikið fylgi og skýrt umboð frá kjósendum um að hún eigi að leiða ríkisstjórn.Ný jafnaðarmannastjórn mun vinna að jöfnuði og auknu réttlæti í þjóðfélaginu.Hún mun slá skjaldborg um velferðarkerfið og gæta hagsmuna þeirra,sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 25. apríl 2009
Kjörsókn meiri en 2007
Kjörsókn í Reykjavík er heldur meiri núna samanborið við kosningarnar árið 2007 samkvæmt tölum frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna tveggja. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 12.692 kosið klukkan 14:00 í dag sem er 29,01% en á sama tíma árið 2007 höfðu 26,84% kosið.
Sveinn Sveinsson formaður yfirkjörstjórnar segir kosninguna hafa gengið vel í kjördæminu fram að þessu og greinilegt að töluvert meiri áhugi sé fyrir kosningunum nú en fyrir tveimur árum.
Í sama streng tekur Erla S. Árnadóttir formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Klukkan 14:00 höfðu 12.015 manns kosið eða 27,41%. Á sama tíma árið 2007 höfðu 25,41% kosið.
Björgvin Gudmundsson
Laugardagur, 25. apríl 2009
228 þús. á kjörskrá
227.896 manns, 18 ára og eldri, eiga rétt á því að greiða atkvæði í alþingiskosningunum í dag, 114.295 konur og 113.601 karl.
Þeim sem mega kjósa hefur fjölgað um 6.566 frá því í kosningunum í hittiðfyrra.
Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan 9 og verður slitið klukkan 10 í kvöld. Þá verður þess ekki langt að bíða að skýrt verði frá fyrstu tölum. Kosningavaka Sjónvarps hefst klukkan 9.
Landið skiptist í 6 kjördæmi. Suðvesturkjördæmi er fjölmennast, þar eru 58.203 á kjörskrá. Fámennast er Norðvesturkjördæmi með 21.294 kjósendur. 63 fulltrúar eiga sæti á Alþingi, 54 kjördæmakjörnir og 9 jöfnunarþingmenn.
Reykjavík skiptist í 2 kjördæmi og hafa næstum jafn margir kosningarétt í hvoru þeirra. 43.784 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 43.748 í Reykjavíkurkjördæmi suður. Norðurkjördæmið hefur sem sé örlítið forskot, 36 kosningabærar sálir.
Ekki er víst að allir gjörþekki reglur sem gilda um útstrikanir á kjörseðlum. Auðvelt er að ógilda atkvæði sitt með því strika út nafn ef nafnið er ekki á þeim lista sem maður kýs. Aðeins má strika yfir eða breyta röð frambjóðenda á þeim lista sem maður ætlar að kjósa. Þeir sem skila auðu mega heldur ekki eiga við nöfn. Þá er atkvæðið ógilt.(ruv.is)
Kosningaarnar í dag geta orðið örlagaríkar.Það ræðst hvort núverandi stjórnarflokkar halda völdum og mynda stjórn áfram eða hvort leiða verður íhald 0g/eða framsókn til valda á ný en það eru þeir tveir flokkar sem bera höfuðábyrgð á bankahruninu. Best er að þeir flokkar fái frí.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 25. apríl 2009
Sá Sigmundur skýrslu um bankana á undan ráðherrunum?
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna.
Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vísað í minnisblað sem hann hefur séð um skýrsluna. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Fjármálaeftirlitið segir að staðhæfingar Sigmundar standist ekki.
Tekist var á um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi ekkert að fela. Ég skora á Sigmund Davíð að koma fram með gögn sem sanna hans málflutning því þetta er fullkomlega óábyrgt," sagði Jóhanna.
Sigmundur sagðist ekki ætla að gefa upp hvar hann fékk upplýsingarnar um skýrsluna.
Steingrímur sagði búið hafi verið að ákveða í fjármálaráðuneytinu hvernig farið yrði með umrædd gögn sem hann sagði að væru viðkvæm. Þau eru rétt að verða til núna. Fyrsta eintakið kom held ég í morgun í fjármálaráðuneytið. Ég hef ekki séð það," sagði Steingrímur. Það var búið að ákveða að þessi gögn yrði meðhöndluð þannig í trúnaði að þau yrðu inni í einu herbergi og menn fengju að koma þangað að skoða þau," sagði fjármálaráðherra.
Sigmundur sagði með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð umrædda skýrslu. Þá sagði hann óboðlegt að bíða fram yfir kosningar með koma fram með þessar upplýsingar. Sigmundur sagði nauðsynlegt vita hver staðan væri til að fást við vandann.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að upplýsingar um heildarmynd um endurreisn bankakerfisins hafi legið fyrir í mánuði. Það var lofað að um miðjan apríl yrði gert grein fyrir eignamati gömlu bankanna og þeirra eigna sem átti að flytja yfir."
Steingrímur sagði að það væri gríðarlegur ábyrgðarhlutur að kynda upp umræðu eins og þessa. Umræðu sem hafi haft áhrif í bönkunum í morgun.
Ragnar þór Ingólfsson, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í þættinum, gangrýndi umræðu stjórmálaleiðtoganna. Þetta segir allt sem segja þarf um okkar málflutning," sagði Ragnar.
(visir.is)
Svo virðist sem Sigmundur formaður hafi fengiö upplýsingar um efni skýrslu um eignamat bankanna æáður en forsætisráðherra og fjármálaráðherra sáu skýrsluna.Einhver hefur lekið trúnaðarupplýsingum í Sigmund.
Björgvin Guðmundsson
.
Föstudagur, 24. apríl 2009
Ávarp formanns Samfylkingarinnar
Sumarið er gengið í garð. Harður vetur er að baki og ég hygg að sjaldan eða aldrei hafi landsmenn þráð sólrisuna og vorilminn meira en um þessar mundir. Erfiðleikar undanfarinna mánaða hafa snert okkur öll og þeir hafa reynt á stoðir samfélagsins. Þjóðin þráir uppgjör, endurmat gilda og umfram allt von um réttláta leið endurreisnar úr úr erfiðleikunum. Kosningarnar á laugardaginn munu marka mikilvæg tímamót. Kosningarnar eru farvegur fyrir þjóðina til að gera upp við þá hugmyndafræði sem kallaði yfir okkur hremmingar vetrarins en ekki síður ögurstund varðandi þá vegferð sem þjóðin velur sér í uppbyggingunni eftir hrunið. Í öllu tilliti eigum við Samfylkingarfólk, nestuð með hinum klassísku gildum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag, brýnt erindi við þjóðina við þessar aðstæður.
Við getum verið stolt af verkum okkar í ríkisstjórn síðustu tvö árin. Áherslur okkar í velferðarmálum, ekki síst í málefnum barna, lífeyrisþega og fatlaðra, sem og viðsnúningur ríkisins í húsnæðismálum, skattamálum, jafnréttismálum, umhverfismálum, lýðræðismálum og stórhækkaðar barna- og vaxtabætur segja í raun allt sem segja þarf um mikilvægi þess að Samfylkingin sé við stjórnvölin. Á tveimur árum hefur okkur tekist að sýna svart á hvítu að það skiptir máli hverjir stjórna í þessum efnum.
Við getum ekki síður verði stolt af þeirri ábyrgu og árangursríku forystu sem Samfylkingin hefur tekið í björgunaraðgerðum og endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. Þar hefur Samfylkingin verið sú kjölfesta sem þjóðin þurfti og ein flokka verið staðföst og einhuga um að marka þjóðinni raunhæfa leið út úr erfiðleikunum. Þrátt fyrir úrtöluraddir og erfið boðaföll hefur Samfylkigin ein flokka staðið í lappirnar og frá fyrsta degi mótað, komið á og fylgt eftir þeirri endurreisnaráætlun sem nú er unnið eftir í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alþjóðasamfélagið. Það þarf oft á tíðum sterk bein til að verja slíka áætlun í ólgusjó stjórnmálanna í aðdraganda kosninga, en þá staðfestu höfum við sannarlega sýnt á undanförnum dögum og vikum. Af þeirri staðfestu okkar er ég afar stolt.
Síðast en ekki síst getum við verið afar stolt af málefnalegu og skýru framlagi okkar til kosningabaráttunnar með því að leggja fram, ein flokka, heildstæða áætlun um hvernig við sjáum fyrir okkur að íslenskt efnahagslíf verði endurreist og stöðugleiki og velsæld tryggð til framtíðar. Í þeim efnum eru aðildarviðræður við ESB og í kjölfarið þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu þeirra samninga lykilatriði. Aðeins með slíkum formlegum aðildarviðræðum fæst úr því skorið hvort ekki tekst með aðstoð ESB að tryggja stöguleika krónunnar þar til Evran yrði tekin upp, tryggja full yfirráð okkar yfir auðlindum okkar og lífvænleg vaxtarskilyrði fyrir atvinnulífið, ekki síst sjávarútveg og landbúnað. Í mínum huga er þetta eitt af brýnustu verkefnum næstu ríkisstjórnar og verði ég í forystu þeirrar ríkisstjórnar mun það leitt til lykta með farsælum hætti.
Kæru félagar ! Kosningarnar á laugardaginn verða sögulegar. Valdakerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hrunið og í fyrsta sinn á Íslandi eygjum við möguleikann á að jafnaðarmannaflokkur verði leiddur til forystu, sem stærsti flokkur landsins. Verði það raunin bíður okkar það mikilvæga verkefni að leiða endurreisnina næstu árin og byggja upp samfélag jöfnuðar, réttlætis og samheldin að norrænni fyrirmynd. Við fáum tækifæri til að tryggja íslenskum heimilum og fyrirtækjum efnahagslegar aðstæður eins og þær gerast bestar í Evrópu með aðildarviðræðum við ESB og upptökum Evru og forða Íslandi þannig frá einangrun og afturför í efnahagslegu tilliti.
Við höfum tvo daga til að láta þennan draum rætast. Tvo daga til að gera öllum ljóst sem enn eru í vafa, ekki síst í okkar nánasta umhverfi, að framtíðin mun ráðast næsta laugardag. Sigur okkar er fjarri því að vera sjálfgefinn eins og skoðanakannanir sýna, en hann er vel mögulegur ef við leggjumst öll á eitt. Við höfum allt sem til þarf og getum gengið stolt til verka næstu 48 klukkustundirnar.
Um leið og ég þakka fyrir mikilvægt framlag ykkar síðustu daga óska ég öllu Samfylkingarfólki gleðilegs sumars og glæsilegs sigurs í komandi kosningum.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar
Jóhanna stendur sig vel. Samfylkingarfólk er stolt af henni.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. apríl 2009
Eldri borgarar kjósi þá,sem gæta þeirra hagsmuna
Á morgun hefur kjósandinn valdið.Hvert atkvæði skiptir máli.Eitt atkvæði getur ráðið úrslitum um það hvers konar ríkisstjórn verður skipuð eftir kosningar. Ég vil beina því til eldri borgara að hugsa vel um það hverjir gæta þeirra hagsmuna best og hverjir eru líklegasdtir til þess að varðveita og bæta kjör aldraðra.Það er sótt að velferðarkerfinu. Hverjir eru líklegastir til þess að slá skjaldborg um velferðarkerfið og hindra að lífeyrir aldraðra verði skertur? Hverjir eru líklegastir til þess að bæta kjör eldri borgara.
Athugum þetta og kjósum eftir því.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. apríl 2009
Tekjubil hefur aukist hér
Tekjubil á Íslandi virðist hafa breikkað árin 2003 til 2006 ef tekið er mið af þróun svokallaðra Ginistuðuls og fimmtungastuðls. Hlutfall Íslendinga undir lágtekjumörkum hefur hins vegar haldist nær óbreytt á umræddu tímabili.
Samkvæmt því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands virðist þróunin vera á þann veg að þeir tekjulægstu séu í svipaðri stöðu samanborið við miðgildið, eða meðalmanninn, en þeir tekjuhæstu séu á sama tímabili að hækka hlutfallslega meira en aðrir.
Í Hagtíðindum Hagstofu Íslands er að þessu sinni greint frá niðurstöðum um lágtekjumörk og tekjudreifingu árin 2003 til 2006. Niðurstöðurnar eru fengnar úr lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC).
Það kemur fram að Gini-stuðullinn, sem sýnir dreifingu ráðstöfunartekna meðal landsmanna á einkaheimilum, var 28 árið 2006. Stuðullinn er 100 ef einn maður er með allar tekjurnar en 0 ef allir hafa jafnar tekjur. Gini-stuðullinn hefur farið hækkandi með hverju árinu frá 2003 en þá var hann 24.
Þegar þau 20% landsmanna sem höfðu hæstar ráðstöfunartekjur eru borin saman við þau 20% sem höfðu lægstar ráðstöfunartekjur (fimmtungastuðull) árið 2006 kemur í ljós að tekjuhæsti hópurinn var með 3,9 sinnum hærri tekjur en sá tekjulægsti.
Þegar litið er yfir tímabilið 2003 til 2006 er þróun fimmtunga¬stuðulsins á sama veg og þróun Gini-stuðulsins. Fimmtungastuðullinn hefur hækkað úr 3,4 árið 2003 í 3,9 árið 2006.
Af 29 Evrópuþjóðum var Ísland í 15 til 16 sæti þegar þjóðunum er raðað frá þeirri sem er með lægsta Gini-stuðulinn til þeirrar sem hefur hæsta stuðulinn árið 2006. Ísland var í 13. til 14. sæti yfir Evrópuþjóðirnar 29 þegar fimmtungastuðlinum er raðað frá þeim lægsta til þess hæsta. Gini-stuðullinn og fimmtungastuðullinn hafa hækkað meira hjá Íslandi en flestum öðrum Evrópuþjóðum.
Af 29 Evrópuþjóðum árið 2006 var Ísland ein þriggja þjóða sem var með lægsta lágtekjuhlutfallið. Þróun lágtekjuhlutfalls er ekki á sama veg og þróun fimmtunga- og Gini-stuðulsins þar sem Ísland hefur stöðugt verið ein þeirra þjóða sem eru með lægsta lágtekjuhlutfallið. Þessi þróun gæti bent til þess að á tímabilinu 2003 til 2006 hafi tekjubilið á Íslandi breikkað á þann veg að hátekjufólk hafi hækkað samanborið við meðalmanninn á meðan þeir tekjulægri eru í svipaðri stöðu.
Árin 2003 til 2006 voru tæplega 10% þeirra sem bjuggu á einkaheimilum fyrir neðan lágtekjumörk (at-risk-of-poverty) eins og þau eru skilgreind í lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Lágtekjumörkin voru 126.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem bjó einn árið 2006 en 264.500 kr. fyrir tvo fullorðna með tvö börn.
Hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum árið 2006, var hæst hjá konum í aldurshópnum 18-24 ára, rúm 15% og hjá konum 65 ára og eldri, tæp 19%. Hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum var lægst hjá fólki í aldurshópnum 50-64 ára eða 5% til 6%.
Þeir sem eru með háskólapróf eru í minni hættu á að lenda undir lágtekju-mörkum eða 4,3% en þeir sem lokið hafa grunnskóla, 7,5% eða framhaldsskóla, 8%. Lítill munur er á þeim sem hafa grunnskólapróf sem hæstu gráðu og þeim sem hafa lokið framhaldsskóla hvað varðar tilhneigingu til að lenda fyrir neðan lágtekju¬mörk.
Hlutfallslega fleiri sem bjuggu einir eða voru einir með börn voru undir lágtekju¬mörkum en þeir sem bjuggu á annars konar heimilum. Það sama gildir um þá sem bjuggu í leiguhúsnæði samanborið við þá sem bjuggu í eigin húsnæði. (mbl.is)
Þetta staðfestir það,sem Þorvaldur Gylfason,prófessor,hefur oft haldið fram.Ýmsir hafa þó maldað í móinn,m.a. Hannes Hólmsteinn Gisurason,prófessor.
Björgvin Guðmundsson