Er ég of harður við Samfylkinguna?

Sumum finnst ég  of harður við Samfylkinguna að gera kröfu til þess að hún efni mörg af kosningaloforðum sínum strax á fyrsta ári í ríkisstjórn.Það kann vel að vera að ég sé full strangur.En ég geri meiri kröfur til Samfylkingarinnar en ég gerði til Framsóknar eða Sjálfstæðisflokksins. Ég sé heldur ekki rökin fyrir því að það þurfi að draga  efndir á kosningaloforðum. Þau má og á að efna strax.Ég hefi einkum látið málefni aldraðra til mín taka.Ég vil,að Samfylkingin efni kosningaloforð sín við eldri borgara. Mér er að vísu ljóst,að  Samfylkingin er ekki ein í stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er þarna líka. En ef hann er andvígur kjarabótum til aldraðra er best að það komi fram.Ég er óánægður með að ríkisstjórnin skyldi ekki byrja á því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum þannig að hann dygði fyrir framfærslukostnaði en mikið vantar á að svo sé.Það mál hefði átt að leggja strax fyrir sumarþingið. Það þurfti enga nefnd eða verkefnisstjórn til þess að ákveða breytingar á lífeyri. Allar upplýsingar lágu fyrir. Það mátti láta fyrsta áfanga hækkunar koma til framkvæmda strax og næsta áfanga síðar.Hér er ég að tala um leiðréttingar á lífeyri. Ekki má rugla leiðréttingu saman við hækkun vegna kauphækkunar verkafólks. Lífeyrisþegar eiga að fá sömu hækkun og þeir lægst launuðu á almennum vinnumarkaði.Og  vegna þess að lífeyrir hefur ekkert hækkað frá kosningum á lífeyrir frá TR að hækka eins og lágmarkslaun hækka mest eða a.m.k. um 15% en þeir fengu aðeinss 7,4%. Gliðnunin heldur því áfram. Það  átti að leiðrétta eldri gliðnun en ekki að láta hana aukast.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki samþykkja kröfur Samfylkingarinnar um eðlilegar kjarabætur aldraðra og öryrkja hefur Samfylkingin ekkert í ríkisstjórninni að gera.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Björgvin G. berst gegn verðlagshækkunum

Í morgun átti viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fund með fulltrúum Samtaka verslunar og þjónustu og Félags íslenskra stórkaupmanna. Tilefnið var einkum boðaðar verðhækkanir vegna hækkunar hrávöruverðs og lækkunar gengis krónunnar. Rætt var um stöðu mála og mögulegar leiðir til að vinna gegn aukinni verðbólgu, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Á fundinum kom fram fullur vilji af hálfu fulltrúa verslunarinnar að tryggja eftir bestu getu að verðlag á neysluvörum hækki ekki umfram það sem getur talist bráðnauðsynlegt vegna hækkana á erlendu kostnaðarverði.

Það er virðingarvert að viðskiptaráðherra skuli  berjast gegn verðhækkunum.Hann á þakkir skilið fyrir það.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Rætt um leiðir til að vinna á verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélögin fá 1400 millj. kr. aukaframlag

Kristján Möller, samgönguráðherra, segir að fyrir liggi að setja reglur varðandi úthlutun 1.400 milljón króna aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en því framlagi er ætlað að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir sérstakt viðbótarframlag vegna þróunar í rekstrarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna. Þetta kom fram í ræðu hans á landsfundi Samtaka íslenskra sveitarfélaga í dag.

„Vinna er nú hafin við að ákveða hvernig að þessu verður staðið í ár og á þessum tímapunkti get ég ekkert um þær reglur sagt sem úthlutun framlaganna mun byggja á. Náið samráð verður haft við Samband íslenskra sveitarfélaga um úthlutunarreglurnar.

Það er fagnaðarefni,að sveitarfélögin fái aukið fjármagn .Fjárhagur þeirra er almennt mjög slæmur og m.a. skulda sveitarfélögin mikið erlendis.Nú er rætt um að flytja málefni aldraðra til þeirra og þá verða þau að fá aukið fjármagn til þess að standa undir þeim málaflokki.Almennt tel ég til bóta að flytja aukin verkefni til sveitarfélaganna. Þau eru í nánari snertingu við borgarana en ríkið og ættu því að geta sinnt verkefnum betur.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is 1.400 milljónum úthlutað til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldri borgarar fengu minna en þeir lægst launuðu

 

Ég tel,að eldri borgarar hafi ekki fengið þá hækkun á lífeyri,sem þeir áttu að fá vegna kjarasamninganna.Fram til 1995/6  fengu þeir sjálfvirkt sömu hækkun og nam hækkun á lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði. Þá voru þessi tengsl afnumin en Davíð Oddsson,þáverandi forsætisráðherra,lýsti því þá yfir,að eldri borgarar mundu ekki skaðast við þá breytingu. Þeir yrðu jafn vel settir og áður.

Nú breyttust lægstu laun sem hér segir:Þeir sem eru á launum sem byggja á taxtakerfum voru að fá 18.000-21.000 kr. Sú hækkun nemur 10-15%. Þetta eru almennt þeir lægstlaunuðu.

M.ö.o: Samkvæmt yfirlýsingu forsætisráðherra frá því fyrir 12 árum eiga eldri borgarar nú að fá 10-15%  hækkun á bótum en þeir fengu aðeins 7,4%. Það er sem sagt haldið áfram að hafa eitthvað af eldri borgurum. Ólafur Ólafsson fyrrverandi formaður LEB kallaði það gliðnun,að launafólk fékk  alltaf meiri hækkun en eldri borgarar. Nú virðist þessi gliðnun halda áfram.Átti ekki að stöðva hana og bæta eldri borgurum upp eitthvað af því,sem, haft hafði verið af þeim?

 

Björgvin Guðmundsson


Ekkert gerist í kvótamálinu!Ríkisstjórnin hagar sér eins og stjórn í bananalýðveldi

Nú   styttist óðum sá tími,sem

islenskum stjórnvöldum var gefinn til þess að bregðast við úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um mannréttindabrot við framkvæmd kvótakerfisins í sjávarútvegi.En ekkert bólar á því,að ríkisstjórnin ætli að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Svo virðiust sem hún ætli að haga sér eins og ríkisstjórn í bananalýðveldi: Stinga hausnum í sandinn og gera ekki neitt.Þegar rætt er við ráðherra Sjálfstæðisflokksins um mál þetta  tala þeir út og suður  og drepa málinu á dreif.Ingibjörg Sólrún varpaði fram þeirri tillögu að   byggðakvótinn yrði boðinn upp. En það leysir ekki það vandamál,sem hér um ræðir. Byggðakvótinn er svo lítill hluti heildarkvótans,að uppboð á honum segir ekkert sem lausn á þessu máli. Það verður að  bjóða upp allar veiðiheimildirnar eða a.m.k. mikinn meirihluta þeirra ef fara á uppboðsleiðina. Ef ríkisstjórnin hundsar álit Mannréttindanefndar Sþ. missir hún allt álit á alþjóðavettvangi.

 

Björgvin Guðmundsson


Skattar á tekjur úr lífeyrissjóðum lækki í 10%

Fyrir alþingiskosningarnar 2007 barðist Samfylkingin fyrir því,að greiðslur úr

lífeyrissjóðum bæru 10% skatt í stað 35% eins og nú er. Lífeyrissjóðstekjur eru ævisparnaður lífeyrisþegans.Þess vegna þarf að afnema þann óréttláta skatt,sem nú er lagður  á þennan sparnað.Eðlilegra er að skattleggja sparnaðinn eins og fjármagnstekjur.

Björgvin Guðmundsson


Eldri borgarar: Margir fengu góðan glaðning 1.apríl

Það glaðnaði yfir mörgum eldri borgurum 1apríl þegar þeir fengu tilkynningu frá Tryggingastofnun um að lífeyrir þeirra hefði hækkað vegna afnáms skerðingar af völdum tekna maka.Þetta var góður glaðningur hjá mörgum,sem eiga maka,sem fá t.d. lífeyrissjóðstekjur eða atvinnutekjur.

Það eru ein 5 ár  síðan hæstiréttur úrskurðaði,að óheimilt væri að skerða tekjur lífeyrisþega vegna tekna maka.En það var ekki fyrr en Jóhanna Sigurðarsdóttir kom í ríkisstjórn á ný,að unnt var að koma þessui máli í framkvæmd. Þetta var á  stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.

Björgvin Guðmundsson


Mótmæli bílstjóra njóta mikillar samúðar

Allir vilja borga minna fyrir eldsneyti á bíla sína, en mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra kosta samfélagið mikið.

Mótmælaaðgerðirnar hafa nú staðið yfir í sex daga og á hverjum morgni og stundum síðdegis hefur umferð verið stöðvuð í um klukkustund í einu á háannatíma á helstu stofnleiðum eins og til dæmis í Ártúnsbrekku, á Kringlumýrabraut, Hafnarfjarðarvegi og Reykjanesbraut. Vegagerðin og framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar mæla umferðarálag á þessum stöðum og út frá þeim mælingum er ljóst, að að minnsta kosti 4.000 ökutæki hafi stöðvast í aðgerðunum á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi. Samkvæmt könnunum Bjargar Helgadóttur, landfræðings hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur, eru um 1,2 til 1,3 manns í hverjum bíl að meðaltali, þegar umferðarálagið er sem mest í borginni. Það þýðir að um 5.000 manns hafa stöðvast í umferðinni vegna aðgerðanna daglega, miðað við umferðarstopp einu sinni á dag, eða 30.000 manns á sex dögum. 

Vissulega er þetta mikið rask og bakar almenningi mikil óþægindi.En þrátt fyrir það  njóta aðgerðir bílstjóranna mikillar samúðar almennings. Það er vegna þess,að mönnum finnst skattheimta ríkisins  af eldsneyti bila óeðlilega mikil og vilja að hún lækki.Ég er sammála því.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Dýr mótmæli bílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur: Verið að einkavæða heilbrigðiskerfið

Hörð orðaskipti urðu á alþingi í gær milli Ögmundar  Jónassonar VG og Guðlaugs Þórs S heilbrigðisráðherra.Ögmundur sagði,að Sjálfstæðisflokkurinn væri að einkavæða heilbrigðiskerfið smátt og smátt án þess að leggja  það fyrir alþingi.Nefndi hann sem dæmi útvistun á deild Landakots fyrir heilabilaða en hún hefur verið látin í hendur einkaaðila þó það verði  dýrara en í höndum Landspítala.

Ég er sammmála Ögmundi. Það á ekki að einkavæða hluta af heilbrigðiskerfinu. Það er best komið í höndum ríksins eins og áður.

 

Björgvin Guðundsson


Hannes Hólmsteinn tekur rétt á málum

 

Hannes Hólmsteinn var í kastljósi í gær og sagði,að sér hefðu orðið á mistök við ritun fyrsta bindis ævisögu Halldórs Laxness.Hann  kvaðst ætla að rita það bindi á ný. Hann sagði ,að hann mundi læra af mistökunum.Þetta var hraustlega mælt hjá Hannesi Hólmsteini. Hann er maður að meiri.

Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, átelur vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors í stjórnmálafræði í bréfi sem hún hefur sent honum og gerir þá kröfu að þau verði ekki endurtekin. Segir rektor að vinnubrögð hans hafi rýrt traust skólans. Bréfið er sent í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 13. mars sl. Samkvæmt dómnum er dr. Hannesi gert að greiða Auði Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Laxness fébætur og málskostnað fyrir að hafa í fjölmörgum tilvikum brotið gegn höfundarétti eiginmanns hennar.

Í bréfi rektors kemur fram að rektor telji að staðfesting Hæstaréttar á því að dr. Hannes hafi við ritun ævisögunnar brotið gegn höfundarétti Halldórs Kiljans Laxness sé áfall fyrir Háskóla Íslands. Dómurinn sé staðfesting þess að dr. Hannes hafi sýnt af sér óvandvirkni í starfi sem teljist ósæmileg og ósamrýmanleg þeim kröfum sem Háskóli Íslands geri til akademískra starfsmanna sinna.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Átelur vinnubrögð Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband