Vill að gögn um Icesave verði gerð opinber

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður segir trúnaðargögn um Icesave deiluna sem kynnt voru á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun leiða í ljós að hún hafi haft ranga mynd af gangi mála. Hún skorar á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að gera gögnin opinber. Nefndarmenn mega ekki tjá sig um gögnin. Atburðarrás bankahrunsins sé ævintýralegri en hún hafi nokkurn tímann ímyndað sér og hún sé slegin yfir þeim upplýsingum sem hafi komið fram. Málið hafi þó ekki skýrst mikið. Það standi enn orð á móti orði um Icesaveábyrgðirnar.

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra var gestur á fundinum. Hann segir ekkert þar hafa komið sér á óvart en taldi að gögnin gætu skýrt ýmislegt fyrir þingmönnum sem þeir vissu ekki áður.

Árni Þór Sigurðsson formaður Utanríkismálanefndar sagði gögnin komin frá rannsóknarnefnd um bankahrunið og efni þeirra yrði sjálfsagt opinbert þegar nefndin lyki störfum. (mbl.is)

Vissulega á að gera gögnin um Ice save opinber. Það á að hætta þessu pukri um alla hluti.Almenningur ´æa heimtingu á að vita hvað raunverulega gerðist.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Hvað munu kosningarnar færa okkur ?

Búsáhaldabyltingin  krafðist þess að stjórnmálamenn mundu axla ábyrgð  vegna bankahrunsins,hún krafðist afsagnar yfirstjórnar Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og hún kraftist kosninga.Segja má,að með einum eða öðrum hætti hafi verið orðið við öllum þessum kröfum.Forstjóri og stjórn Fjármálaeftirlits fór frá,bankastjórn Seðlabanka fór frá og nýr seðlabankastjóri var ráðinn.Kosningar til alþingis voru ákveðnar á morgun og stjórnarskipti urðu 1. febrúar. En hvernig axla stjórnmálamenn ábyrgð. Bankamálaráðherra sagði af sér. Fjármálaráðherrann  ákvað að bjóða sig ekki aftur fram til alþingis.Formenn  Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar drógu sig í hlé vegna veikinda. Margir þingmenn ákváðu að bjóða sig ekki fram á ný. Er þetta nóg?Vissulega hafa margir axlað ábyrgð af þeim sem ég hefi hér talið upp. En einhvern veginn hefi ég á tilfinningunni að almenningi finnist þetta ekki nóg. Fólkið vill meiri breytingar. En þær láta á sér standa. Ein aðalkjrafa almennings var lýðræðisumbætur. Ríkisstjórnin lagði fram breytingar á stjórnarskrá og tillögur um stjórnlagaþing. En Sjálfstæðisflokknum tókst að stöðva hvort tveggja með málþófi.Flokkurinn var á móti lýðræðisumbótum. Flokkurinn vildi óbreytt kerfi.Margir telja,að kosningarnar á morgun muni ekki færa okkur nægilegar breytingar.En þær munu færa okkur breytingar.

.Vonandi getur ny ríkisstjórn ei að síður knúið fram lýðræðisumbætur á nýju alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson


Vilja útrýma fátækt barnafjölskyldna

Endurskoðun barnalaga, rýmri heimildir sýslumanna og aukinn réttur forsjárlausra foreldra voru meðal þeirra tillagna sem nefnd félags- og tryggingarmálaráðherra um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum kynnti í morgun.

Tillögurnar vörðuðu sifjamál og félagslega stöðu barna, fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna og fræðslumál.

Helstu tillögur varðandi sifjamál og félagslega stöðu barna voru að dómurum verði veitt heimild til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá barns gegn vilja annars foreldris sé það talið þjóna hagsmunum barnsins. Einnig er lagt til að maður sem telji sig vera föður barns geti höfðað ógildingar-/véfengingarmál þegar um feðrað barn er að ræða, afnumið verði gildandi fyrirkomulag um að taki fráskilið foreldri með barn upp sambúð á nýjan leik fái makinn sjálfkrafa forsjá yfir barninu. Þess í stað þurfi að sækja um forsjá. Þá er lagt til að sýslumenn fái rýmri heimild til að úrskurða um umgengni barna við afa sína og ömmur til að börn njóti aukinna möguleika til umgengni við þau. Einnig að barn eigi rétt á umgengni við stjúpforeldri og sýslumenn fái heimild til að úrskurða um umgengni við stjúpforeldri eftir skilnað eða sambúðarslit við foreldri.

Þá leggur nefndin til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga sem komi í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbótar við atvinnuleysisbætur vegna barna. Samkvæmt útreikningum myndi nýja kerfið ekki auka útgjöld ríkisins en árlegur kostnaður þess er um 14 milljarðar króna. Að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, formanns nefndarinnar, er markmiðið nýja kerfisins að útrýma fátækt barnafjölskyldna. Miðað sé við að öllum barnafjölskyldum verði tryggð ákveðin fjárhæð til lágmarksframfærslu óháð því hvaðan tekjur fjölskyldunnar koma. Barnatryggingar yrðu tekjutengdar og myndu skerðast hjá fólki með tekjur umfram meðalráðstöfunartekjur. Hagur tekjulágra hópa myndi barna og kerfið nýast vel barnmörgum fjölskyldum.

Að lokum er lagt til að gott aðgengi að fjölskylduráðgjöf verði tryggt. Þeir sem hyggist slíta sambúð eða hjúskap með börn verði skyldaðir til að fara í viðtöl til að fá fræðslu og ráðgjöf hjá fagaðila um samskipti eftir skilnað, óháð því hvort þeir séu sammála eða ekki. Þá verði sjúfjölskyldum veitt sérstök fræðsla og stuðningur.

Björg Vilhelmsdóttir sat í fjárhagshóp nefndarinnar, sem sá um barnatryggingakerfið, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún benti á að í barnatryggingakerfinu myndu greiðslur til einstæðra öryrkja lækka. „Þegar um er að ræða nýjungar er alltaf viðkvæmt þegar eitthvað skerðist,“ sagði hún. Hún sagði að í núverandi kerfi væru öryrkjar mjög vel settir, fengju bæði óskertar barnabætur og barnalífeyri. „Nefndin tekur sérstaklega fram að hún telur að lífeyrisþegum verði bætt upp þessi lækkun á annan hátt en í formi sérstakra barnagreiðslna. Við teljum að það eigi ekki að flokka börn eftir því í hvaða stöðu foreldrarnir eru.“ Í skýrslunni segir að nefndin telji mikilvægt að hverfa ekki frá því sjónarmiði að tryggja öllum barnafjölskyldum lágmarksframfærslu og að sá stuðningur verði veittur óháð stöðu foreldranna eða hvaðan tekjur þeirra eru fengnar.( mbl.is)

TYillögur nefndarinnar eru hinar athyglisverðustu.Vonandi komast þær í framkvæmd.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Ráðgjafi IMF: Ísland getur tekið upp evru einhliða

Manuel Hinds fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador og ráðgjafi IMF skrifar grein í Fréttablaðið í dag um  gjaldmiðilsmál Íslands. Þar segir hann,að Ísland þurfi ekki  leyfi frá ESB til þess að taka upp evru einhliða.

Ég tel,að Ísland eigi að gera þetta. Samhliða getur Ísland sótt um aðild að ESB en það tekur svo langan tíma að fá aðild og enn lengri tíma að taka upp evru sem aðildarríki ESB,að Ísland verður að leika einhvern millileik í þessu efnii. Nærtækast er að taka upp evru einhliða.

 

Björgvin Guðmundsson


Ný könnun Gallups: Samfylking með 29%

Samfylkingin er samkvæmt nýrri könnun stærsti stjórnmálaflokkur landsins með rúmlega 29% fylgi. Vinstri hreyfinguna grænt framboð styðja rúmlega 27%, tæplega 24% styðja Sjálfstæðisflokkinn. Síðasta raðkönnun Capacent - Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið verður birt í kvöld.

Litlar breytingar eru fylgi stjórnmálaflokkanna frá þriðju raðkönnun sem birt var í fyrrakvöld. Í þessari fjórðu könnun bætir Samfylkingin við sig fylgi, fær 29.2%. Samkvæmt þessu fengi Samfylkingin 19 þingmenn. Vinstri-grænir eru næststærstir eins og undanfarnar vikur, fá nú stuðning 27,2% og fengju 18 þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 23.6%, nánast það sama og í þriðju raðkönnun. Flokkurinn fengi 15 þingmenn. Framsókn tapar lítillega og fær nú 11.9% og 7 þingmenn.
Borgarahreyfingin fær 6.5% og fengi 4 menn kjörna á þing yrðu þetta úrslitin. Aðrir kæmu ekki mönnum á þing, Frjálslyndir fá 1.2% og Lýðræðishreyfingin 0.4%.
Fimmta og síðasta raðkönnun verður birt í kvöldfréttum Útvarps klukkan sex í kvöld.  (ruv.is)
Margir telj,að úrslit kosninganna séu ráðin vegna kannana. En það er mikill misskilningur.Úrslit geta orðið önnur en kannanir gefa til kynna m.a. vegna þess hve marigr neita að svara. Enginn veit hvert atkvæði þeirra fara.Við verður að bíða þess að talið verði upp úr kjörkössunum.
Björgvin Guðmundsson

Kaupmáttur hefur minnkað um 8,4% sl. 12 mánuði

Kaupmáttur launa jókst um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hinsvegar lækkað um 8,4%, eftir því sem fram kemur í tölum frá Hagstofunni.

Kaupmáttarþróunina í mars má að hluta til skýra með því að samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins sem undirritaður var þann 17. febrúar 2008 átti 13.500 króna hækkun launataxta að koma til framkvæmda þann 1. mars 2009. Þrátt fyrir að fyrir lægi samkomulag á milli aðila vinnumarkaðarins um frestun launahækkana komu þær til framkvæmda hjá hluta þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að Samtökum atvinnulífsins.(visir.is)

Það er athyglisvertt,að kaupmáttur skuli hafa aukist

i mars.Væntanlega er .það vísbending um viðsnúning. En minnkun kaupmáttar sl. 12 mánuði er gífurleg og leiðir í ljós, hva'ð launþegar hafa orðið að taka á sig mikla kjaraskerðingu.

 

Björgvin Guðmundsson


1 milljarður til byggingar hjúkrunarheimila o.fl.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að úthluta 952 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Verður fénu varið til uppbyggingar hjúkrunarrýma, fækkunar fjölbýla á hjúkrunarheimilum, til endurbóta vegna öryggis- og aðgengismála, viðhalds á húsnæði og endurnýjun búnaðar og til uppbyggingar á félagsaðstöðu fyrir aldraða.

Alls voru um 1,4 milljarðar króna til ráðstöfunar í sjóðnum og er ráðgert að tæpum 450 milljónum verði úthlutað síðar á þessu ári.

Ákvörðun ráðherra er í samræmi við tillögur samstarfsnefndar um málefni aldraðra sem fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til ráðherra um úthlutun samkvæmt lögum um málefni aldraðra, að því er segir á vef ráðuneytisins.

Hæstu framlögin renna til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut í Reykjavík, 341 milljón króna, hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi, 135 milljónir króna og hjúkrunarheimilisins Jaðars í Snæfellsbæ, 33 milljónir króna. Á öllum þessum stöðum er unnið að framkvæmdum. Auk þessa fara 115 milljónir króna í uppgjör vegna framkvæmda sem er lokið en voru óuppgerðar af hálfu heilbrigðisráðuneytisins, annars vegar 100 milljónir króna til hjúkrunardeildar á heilbrigðisstofnun Suðurlands og 15 milljónir króna til hjúkrunardeildar á Siglufirði.

Til verkefna sem miða að því að fækka fjölbýlum á hjúkrunarheimilum og bæta aðgengi og öryggismál verður varið 205 milljónum króna. Af þeirri upphæð eru um 80 milljónir króna sem greiddar eru vegna verka sem unnin hafa verið á undanförnum tveimur árum en reyndust dýrari en áætlað hafði verið, ekki síst vegna mikilla verðhækkana, samkvæmt vef ráðuneytisins.

Alls eru veittar 63 milljónir króna til bættar þjónustu- og félagsaðstöðu fyrir aldraða og 60 milljónir til ýmis konar viðhalds húsnæðis og endurnýjunar á búnaði. (mbl.is)

Framkvæmdasjóður er nú notaður til framkvæmda í þágu aldraðra eins og hann var stofnaður til.En á meðan Framsókn fór með þennan málaflokk var ráðstafað úr sjóðnum til alls konar gæluverkefna sem ekki var í samræmi við tilgang sjóðsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Gleðilegt sumar

Ég óska blokkvinum mínum og öðrum lesendum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn.Nú er mikil þörf á góðu sumri og björtu.Við þurfum sól og gleði eftir drungalegan vetur og drunga í efnahagslífinu.Vonandi eru bjartari tímar framundan.

Hér ferá eftir fyrsta erindi í kvæði eftir Hörð Zophoníasson um vorið. Kvæðið heitir Vakandi vor:

Nú er langþráð blessað vorið vakandi

vorboðarnir úti í móa kvakandi.

Lífsglaðir

i hreiðri ungar iðandi

ár og lækir fara um gilin kliðandi.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin með 32,2% í Kraganum

Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, Kraginn, er hrunið samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn tapar nærri tuttugu prósentustigum í kjördæminu frá síðustu kosningum. Samfylkingin er stærst í Kraganum.

Það er ekki ofsagt að hið pólitíska landslag er að taka gríðarlegum breytingum þessar vikurnar. Þannig var samanlagt fylgi vinstri flokkanna í Kraganum minna en Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum - í nýjustu könnun fréttastofu eru bæði Vinstri græn og Samfylking stærri en Sjálfstæðisflokkur.

Af þeim sem tóku afstöðu hyggjast 8,6% kjósa Framsókn sem heldur einum þingmanni. Fylgið heldur áfram að hrynja af Sjálfstæðisflokknum, sem fær í þessari könnun 23,1% - en fékk 42,6% í þessu kjördæmi fyrir tveimur árum. Kraginn var sterkasta vígi flokksins í síðustu kosningum og svo virðist sem nýr formaður sem leiðir listann þar hafi ekki náð að heilla kjósendur. Þeir missa þrjá af fimm kjördæmakjörnum þingmönnum. Frjálslyndir fá rúmt prósent en Borgarahreyfingin er í þessari könnun stærri en Framsókn og mælist hvergi sterkari, með 10,2 atkvæða og fengi einn mann á þing. Lýðræðishreyfingin fær innan við prósent, Samfylkingin bætir við sig frá síðustu kosningum og er stærsti flokkur kjördæmisins með 32,2% atkvæða. Vinstri grænir halda áfram að sópa til sín stuðningsmönnum og meira en tvöfalda fylgið frá síðustu kosningum og fengi nú 24,1 prósent atkvæða.

Án uppbótarmanna yrðu þetta þá þingmenn kjördæmisins.

Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þór Saari, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Magnús Orri Schram, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

 

Björgvin Guðmundsson




Vill ekki hækka skatta á fyrirtækjum

Össur Skarphéðinsson segir að ekki megi hækka skatta á fyrirtæki þrátt fyrir að rekstur ríkissjóðs sé erfiður um þessar mundir. Þetta kom fram í máli Össurar í þættinum „Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í dag. Össur, líkt og margir aðrir sem fram komu í þættinum, sagðist telja að nauðsynlegt væri að lækka stýrivexti Seðlabankans.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði kosningarnar sem framundan væru snerist fyrst um fremst um atvinnumálin. Það myndi ekki þýða að koma með skattahækkunartillögur sem myndu drepa fyrirtækin. Þorgerður sagði að sú tilraun sem hefði verið reynd árið 2001 með breytingum á Seðlabankanum hefði mistekist. Sjálfstæðismenn vildu reyna einhliða upptöku evru.

Atli Gíslason, frambjóðandi VG, sagði að Íslendingar þyrftu að halda yfirráðum yfir náttúruauðlindum sínum. Hann væri því á móti inngöngu í ESB. Hann sagði að hvert starf í Helguvík myndi kosta 150-200 milljónum. Hægt væri að skapa 10 störf önnur störf fyrir hvert starf í áliðnaði.(visir.is)

Það verður erfitt að leysa fjármálin,þegar ekki má  hækKa skatta.Það er jafnerfitt að skera niður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband