Landsmenn treysta Samfylkingunni best í velferðarmálum

Það er löngu orðið ljóst,að velferðarmálin verða aðalkosningamálið að þessu sinni. Það er vegna þess, að stjórnarflokkarnir hafa vanrækt velferðarmálin síðustu 12 árin. Það ríkir algert ófremdarástand á mörgum sviðum velferðarmálanna svo sem í málefnum  aldraðra og öryrkja og í málefnum barna.Biðlistarnir æpa á okkur.

Gallup:Landsmenn treysta Samfylkunni best í velferðarmálum

Landsmenn treysta Samfylkingunni best til framkvæmda í velferðarmálum.Fyrir nokkrum vikum gerði Capacent Gallup skoðanakönnun fyrir Samfylkinguna,

þar sem annars vegar var spurt um fylgi við málefni og hins vegar hvaða stjórnmálaflokki sé best treystandi fyrir því að koma viðkomandi málefni í verk. Samfylkingin hefur samkvæmt þessari könnun yfirtburði í velferðar-réttlætis og fjárhagsmálum heimilanna.T.d. var spurt hvaða stjórnmálaflokki menn treystu best til þess að eyða biðlistum eftir hjúkrunarrými. Samfylkingunni svöruðu 29,1% og Sjálfstæðisflokknum 24,2%.

Björgvin Guðmundsson


400 aldraðir á biðlista eftir hjúkrunarrými

 

 

400 eldri  borgarar eru nú á biðlista eftir hjúkrunarrými og nær 1000 manns búa við tvíbýli eða margbýli  á hjúkrunarheimilum eða öðrum sjúkrastofnunum. Þetta er óviðunandi ástand. Íslendingar, sem ein af ríkustu þjóðum heims, geta ekki búið  ellilífeyrisþegum sínum slíka aðstöðu. Í Danmörku eru allir eldri borgarar, sem búa á hjúkrunarheimilum, á einbýlisstofu. Eldri borgarar eiga að vera í einbýli á hjúkrunarheimili, ef þeir óska þess en að sjálfsögðu eiga hjón að fá að vera saman.

 Nógir peningar til 

Hvers vegna er ástandið svona slæmt í hjúkrunarmálum aldraðra? Hvers vegna eru biðlistarnir svona langir? Ekki er það vegna fjárskorts. Það eru nógir peningar til í þjóðfélaginu og stór upphæð liggur enn í geymslu í Seðlabankanum síðan Síminn var seldur. Það mætti taka af þeim peningum til þess að leysa vanda aldraðra hjúkrunarsjúklinga.Hátæknisjúkrahúsið mætti bíða á meðan.

 

Framkvæmdasjóður aldraðra misnotaður 

 Árum saman hafa allir skattskyldir Íslendingar greitt ákveðinn skatt í svokallaðan Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða.Það hefur verið upplýst um það hneyksli, að  sjóður þessi hefur verið herfilega misnotaður af ráðherrum Framsóknarflokksins. Drjúgur hluti sjóðsins hefur verið notaður til styrkveitinga í ýmis gæluverkefni ráðherranna svo sem til söng-og listastarfsemi og verulegur hluti sjóðsins hefur verið notaður í rekstur (í eyðslu) enda þótt sjóðurinn væri eins og nafn hans bendir til stofnaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Það munu a.m.k. 3 milljarðar hafa verið “teknir” úr sjóðnum til þessara þarfa. Eldri borgarar krefjast þess,að þessari fjárhæð verði strax skilað og hún notuð til byggingar hjúkrunarheimila. Það er vítavert,að Framkvæmdasjóður aldraðra skuli hafa verið misnotaður svo herfilega sem raun ber vitni.

Krafan er: Burt með biðlista aldraðra.

 

Björgvin Guðmundson

 

Afnumin verði skerðing á lífeyri aldraðra vegna tekna úr lífeyrissjóði og vegna tekna maka

Sjálfstæðisflokkurinn lætur sem flokkurinn hafi allt í einu fengið mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir að hafa verið 16 ár í ríkisstjórn og ekki látið mál þessara hópa sig neitt varða allan þann tíma nema síður sé.

 

Þurftu að sækja rétt sinn til Hæstaréttar

 

Tvívegis þurftu öryrkjar og aldraðir að sækja rétt sinn til Hæstaréttar vegna þess, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins neitaði að greiða þessum hópum stjórnarskrárbundinn bótarétt. Ríkisstjórnin skerti bætur maka öryrkja og aldraðra að fullu en Hæstiréttur taldi það óheimilt.

 

 Nú,korteri fyrir kosningar, má hluti aldraðra vinna 

 

  Í  tæp 16 ár neitaði Sjálfstæðisflokkurinn  því alltaf, að aldraðir  ellilífeyrisþegar mættu vinna fyrir tekjum  án skerðingar á lífeyrir  þeirra frá Tryggingastofnun. Nú korteri fyrir kosningar segist íhaldið geta samþykkt, að hluti ellilífeyrisþega megi vinna án bótaskerðinga. Allir ellilífeyrisþegar eiga ekki að fá þessa heimild að mati íhaldsins. Nei það  á að sletta þessari heimild í suma ellilífeyrisþega en aðra ekki. Þegar menn komast á ellilífeyrisaldur, sem er 67 ára, hætta flestir að vinna, þar eð  það fer  megnið af tekjunum í skatta og skerðingar. Það verður svo áfram. En íhaldið ætlast til þess, að  þegar eldri borgarar eru búnir að gera hlé á  vinnu í 3 ár  og eru oðrnir 70  ára þá fari þeir  að vinna aftur og fari út á vinnumarkaðinn á ný! Skynsamlegra væri að láta þessa heimild taka gildi strax þegar menn verða 67 ára. Menn gætu þá unnið áfram í 3 ár eða 5 ár eftir vali. Það er ekki svo auðvelt fyrir eldri borgara að fá vinnu við sitt hæfi. Það verður ekki auðvelt  fyrir þá að fá vinnu eftir 3 ja ára hlé á störfum.

 

 Skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekna maka verði  felld niður 

 

 Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki, að felld verði niður skerðing á bótagreiðslum almannatrygginga vegna tekna úr lífeyrissjóði og heldur ekki vegna tekna maka.En hvort tveggja er að  mínu áliti sjálfsagt og eðlilegt. Það er gert í Svíþjóð og það sama getum við gert hér.

 Kjörorð Sjálfstæðisflokksins í lífeyrirismálum, aldraðra og öryrkja gæti verið  : Of seint og of lítið.Flokkurinn dregur aðgerðir í þessum málaflokki í tæp 16 ár en jafnvel eftir allan þann tíma er of lítið gert.

 

Björgvin Guðmundsson


Hungurlúsin: Þegar eldri borgarar fengu 1258 krónur

Mikil eftirvænting ríkti hjá mörgum eldri borgurum 1.ágúst, á síðasta ári, þegar launaseðlar Tryggingastofnunar ríkisins bárust þeim. Það var búið að tala svo mikið um það í fjölmiðlum, að ellilaunin mundu stórhækka, að aldraðir áttu von á góðum glaðningi. Morgunblaðið sagði með stríðsletri þvert yfir forsíðu 20.júlí: Þetta er veruleg aukning bótagreiðslna. Það var því von, að eldri borgarar ættu von á góðum glaðningi. En hvað kom upp úr launaumslögunum? Jú 1258 krónur! Von,að Pétur Guðmundsson forustumaður eldri borgara(LEB) segði í viðtali við Stöð 2 um hækkunina: Það er ekki hægt að hrópa hátt húrra fyrir henni. Þetta var hækkunin sem hinn dæmigerði ellilífeyrisþegi fékk.Hvernig mátti þetta vera. Jú það var eingöngu hækkun á grunnlífeyri, sem flestir fengu.Grunnlífeyririnn var hækkaður í  24.131 krónur á mánuði. Þetta var sú upphæð sem dæmigerður ellilífeyrisþegi fékk frá Tryggingastofnun eftir að hafa greitt háa skatta til samfélagsins á langri starfsævi.Síðan var tekinn skattur af þessari hungurlús.Um síðustu áramót fengu ellilífeyrisþegar síðan nýja hungurlús.Dæmigerður ellilífeyrisþegi,sem er í lífeyrisjóði  fær enga tekjutryggingu  eða stórskerta.( Á Norðurlöndum heldur hann óskertum bótum almannatrygginga þrátt fyrir tekjur úr lífeyrissjóði.) 

Hvað varð um 15 þúsund krónurnar? 

Hvað varð um 15 þúsund króna hækkunina, sem talað var um, að ellilífeyrisþegar ættu að fá  frá 1.júlí. Hún sást ekki nema hjá  örfáum.. Aðeins 400 manns fengu hana að frádregnum skatti. Það tók því að blása í lúðra og auglýsa þetta sem stórfelldar kjarabætur fyrir aldraða. Þetta virðist fyrst og fremst hafa verið auglýsingamennska.Morgunblaðið sagði 20.júlí: Hærri bætur,minni skerðingar og aukin uppbygging. En ekkert varð vart við minni skerðingu 1.ágúst.Talað var um að draga ætti úr skerðingu bóta vegna tekna maka,.m.a. vegna tekna maka úr lífeyrissjóði. En það kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1.janúar 2009. Til hvers var verið að blása þetta upp nú, sem koma á til framkvæmda eftir mörg ár. Var það til þess að vekja falsvonir hjá ellilífeyrisþegum?. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var ekkert talað um að skila aftur því mikla fjármagni,sem ríkið hefur haft af öldruðum á síðustu 12 árum en það eru margir tugir milljarða.  

Heimahjúkrun og vistun á hjúkrunarheimilum 

Í kaflanum um búsetu-og þjónustumál aldraðra er  mikið talað um stórfelldar aðgerðir í framtíðinni og aukin fjárframlög til þeirra mála en það er þó eftir að leggja þau mál öll fyrir alþingi.Talað er um að auka framlag til heimahjúkrunar um 200 milljónir  á þessu ári. Sú upphæð segir lítið, ef stefnan á að vera sú, að sem flestir  aldraðir búi heima. Síðan er fjallað um fjölgun hjúkrunarrýma. Þar er stærsta atriðið að fé úr framkvæmdasjóði aldraðra eigi í framtíðinni  að renna til uppbyggingar öldrunarstofnana! Sem sagt: Ríkið hefur í mörg ár látið greipar sópa um fé úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. og styrki til gæluverkefna. En nú ætlar ríkið náðarsamlegast að hætta því ráðslagi. Með því  á fjármagn til byggingar öldrunarheimila að aukast um 200 milljónir á ári en þó verður ekki látinn nema  helmingurinn af því í ár ár, eða 100 milljónir! Það verður ekki gert stórt átak í því að byggja hjúkrunarheimili fyrir 100 milljónir.Ekki er gert ráð fyrir meira fjármagni til byggingar öldrunarheimila  árið 2007. Ekkert er minnst á að ríkið skili þeim 2,5- 3 milljörðum króna,sem það hefur tekið úr framkvæmdasjóði aldraðra á síðustu 10 árum. Ef þeir peningar hefðu skilað sér til byggingar hjúkrunarheimila eins og til var ætlast í upphafi væri ástandið annað í þeim málum í dag en það er.  Menn verða að athuga það, að stefnubreyting varðandi vistun aldraðra tekur langan tíma. Því verður ekki breytt í einu vetfangi að vista fleiri aldraða í heimahúsum. Enn um sinn verður mikil þörf fyrir aukið rými á hjúkrunarheimilum. Það virðist ekki fylgja mikill hugur máli  hjá stjórnvöldum, ef þau ætla að auka framlag til heimahjúkrunar um  200 milljónir á þessu ári. Það segir lítið. 

. Björgvin Guðmundsson

Til baka á pistlasafn
Björgvin Guðmundsson :: vennig@btnet.is ::
 

Hungurlúsin: Þegar eldri borgarar fengu 1258 krónur

Mikil eftirvænting ríkti hjá mörgum eldri borgurum 1.ágúst, á síðasta ári, þegar launaseðlar Tryggingastofnunar ríkisins bárust þeim. Það var búið að tala svo mikið um það í fjölmiðlum, að ellilaunin mundu stórhækka, að aldraðir áttu von á góðum glaðningi. Morgunblaðið sagði með stríðsletri þvert yfir forsíðu 20.júlí: Þetta er veruleg aukning bótagreiðslna. Það var því von, að eldri borgarar ættu von á góðum glaðningi. En hvað kom upp úr launaumslögunum? Jú 1258 krónur! Von,að Pétur Guðmundsson forustumaður eldri borgara(LEB) segði í viðtali við Stöð 2 um hækkunina: Það er ekki hægt að hrópa hátt húrra fyrir henni. Þetta var hækkunin sem hinn dæmigerði ellilífeyrisþegi fékk.Hvernig mátti þetta vera. Jú það var eingöngu hækkun á grunnlífeyri, sem flestir fengu.Grunnlífeyririnn var hækkaður í  24.131 krónur á mánuði. Þetta var sú upphæð sem dæmigerður ellilífeyrisþegi fékk frá Tryggingastofnun eftir að hafa greitt háa skatta til samfélagsins á langri starfsævi.Síðan var tekinn skattur af þessari hungurlús.Um síðustu áramót fengu ellilífeyrisþegar síðan nýja hungurlús.Dæmigerður ellilífeyrisþegi,sem er í lífeyrisjóði  fær enga tekjutryggingu  eða stórskerta.( Á Norðurlöndum heldur hann óskertum bótum almannatrygginga þrátt fyrir tekjur úr lífeyrissjóði.) Hvað varð um 15 þúsund krónurnar? Hvað varð um 15 þúsund króna hækkunina, sem talað var um, að ellilífeyrisþegar ættu að fá  frá 1.júlí. Hún sást ekki nema hjá  örfáum.. Aðeins 400 manns fengu hana að frádregnum skatti. Það tók því að blása í lúðra og auglýsa þetta sem stórfelldar kjarabætur fyrir aldraða. Þetta virðist fyrst og fremst hafa verið auglýsingamennska.Morgunblaðið sagði 20.júlí: Hærri bætur,minni skerðingar og aukin uppbygging. En ekkert varð vart við minni skerðingu 1.ágúst.Talað var um að draga ætti úr skerðingu bóta vegna tekna maka,.m.a. vegna tekna maka úr lífeyrissjóði. En það kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1.janúar 2009. Til hvers var verið að blása þetta upp nú, sem koma á til framkvæmda eftir mörg ár. Var það til þess að vekja falsvonir hjá ellilífeyrisþegum?. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var ekkert talað um að skila aftur því mikla fjármagni,sem ríkið hefur haft af öldruðum á síðustu 12 árum en það eru margir tugir milljarða.  Heimahjúkrun og vistun á hjúkrunarheimilum Í kaflanum um búsetu-og þjónustumál aldraðra er  mikið talað um stórfelldar aðgerðir í framtíðinni og aukin fjárframlög til þeirra mála en það er þó eftir að leggja þau mál öll fyrir alþingi.Talað er um að auka framlag til heimahjúkrunar um 200 milljónir  á þessu ári. Sú upphæð segir lítið, ef stefnan á að vera sú, að sem flestir  aldraðir búi heima. Síðan er fjallað um fjölgun hjúkrunarrýma. Þar er stærsta atriðið að fé úr framkvæmdasjóði aldraðra eigi í framtíðinni  að renna til uppbyggingar öldrunarstofnana! Sem sagt: Ríkið hefur í mörg ár látið greipar sópa um fé úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. og styrki til gæluverkefna. En nú ætlar ríkið náðarsamlegast að hætta því ráðslagi. Með því  á fjármagn til byggingar öldrunarheimila að aukast um 200 milljónir á ári en þó verður ekki látinn nema  helmingurinn af því í ár ár, eða 100 milljónir! Það verður ekki gert stórt átak í því að byggja hjúkrunarheimili fyrir 100 milljónir.Ekki er gert ráð fyrir meira fjármagni til byggingar öldrunarheimila  árið 2007. Ekkert er minnst á að ríkið skili þeim 2,5- 3 milljörðum króna,sem það hefur tekið úr framkvæmdasjóði aldraðra á síðustu 10 árum. Ef þeir peningar hefðu skilað sér til byggingar hjúkrunarheimila eins og til var ætlast í upphafi væri ástandið annað í þeim málum í dag en það er.  Menn verða að athuga það, að stefnubreyting varðandi vistun aldraðra tekur langan tíma. Því verður ekki breytt í einu vetfangi að vista fleiri aldraða í heimahúsum. Enn um sinn verður mikil þörf fyrir aukið rými á hjúkrunarheimilum. Það virðist ekki fylgja mikill hugur máli  hjá stjórnvöldum, ef þau ætla að auka framlag til heimahjúkrunar um  200 milljónir á þessu ári. Það segir lítið. . Björgvin Guðmundsson

Til baka á pistlasafn
Björgvin Guðmundsson :: vennig@btnet.is ::
 

Jákvæð áhrif aldraðra á stjórnmálaflokkana

 

 

Framboðsfrestur vegna alþingiskosninga 12.mai rann út í gær. Allir flokkar nema baráttusamtök aldraðra og öryrkja bjóða fram í öllum kjördæmum. Baráttusamtökin bjóða aðeins fram í Norðurlandi eystra. Samtökin urðu of sein að skila framboði í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

  Á síðasta hausti birti Gallup skoðanakönnun, sem  sýndi, að hugsanlegt framboð eldri borgara mundi fá 25% atkvæða. Þetta var gífurlegt fylgi og gaf til kynna,að  aldraðir  gætu fengið mikið fylgi,  ef staðið væri rétt að málum. Strax og þessi skoðanakönnun birtist tóku allir stjórnmálaflokkarnir við sér. Þeir áttuðu sig á því, að  mikil óánægja var meðal aldraðra vegna slæmra kjara og ófremdarástands í hjúkrunarmálum aldraðra. Umræður strax á síðasta hausti um hugsanlegt framboð eldri borgara ítti enn frekar við stjórnmálaflokkunum. Þeir lýstu því allir yfir, að þeir vildu bæta kjör aldraðra verulega. Samfylkingin gekk lengst í því efni og setti fram róttæka stefnu um aðgerðir í málefnum aldraðra. Segja má, að skoðanakönnun Gallups  um hugsanlegt framboðs aldraðra og umræður um slíkt framboð  hafi haft jákvæð áhrif á alla flokkana. Hins vegar tókst öldruðum að klúðra framboðsmálunum. Klofningur í þeirra röðum og umræður um tvö framboð spillti mjög mikið fyrir framboði og nánast eyðilagði það.Vandræðagangur við undirbúning framboðs eldri borgara gerði einnig illt verra. Ef aldraðir hefði staðið rétt að málum hefðu þeir leikið sér að því að fá að minnsta kosti 10 % atkvæða í kosningum. En miðað við stöðu mála nú fá þeir  í mesta lagi 2-3 %.

 Það er synd hvað eldri borgarar gátu klúðrað málum vegna slæmra vinnubragða en þeir höfðu jákvæð áhrif á alla stjórnmálaflokkana og það er gott.

 

Björgvin Guðmundsson


Jákvæð áhrif aldraðra á stjórnmálaflokkana

 

 

Framboðsfrestur vegna alþingiskosninga 12.mai rann út í gær. Allir flokkar nema baráttusamtök aldraðra og öryrkja bjóða fram í öllum kjördæmum. Baráttusamtökin bjóða aðeins fram í Norðurlandi eystra. Samtökin urðu of sein að skila framboði í öðru Reykjavíkurkjördæminu.

  Á síðasta hausti birti Gallup skoðanakönnun, sem  sýndi, að hugsanlegt framboð eldri borgara mundi fá 25% atkvæða. Þetta var gífurlegt fylgi og gaf til kynna,að  aldraðir  gætu fengið mikið fylgi,  ef staðið væri rétt að málum. Strax og þessi skoðanakönnun birtist tóku allir stjórnmálaflokkarnir við sér. Þeir áttuðu sig á því, að  mikil óánægja var meðal aldraðra vegna slæmra kjara og ófremdarástands í hjúkrunarmálum aldraðra. Umræður strax á síðasta hausti um hugsanlegt framboð eldri borgara ítti enn frekar við stjórnmálaflokkunum. Þeir lýstu því allir yfir, að þeir vildu bæta kjör aldraðra verulega. Samfylkingin gekk lengst í því efni og setti fram róttæka stefnu um aðgerðir í málefnum aldraðra. Segja má, að skoðanakönnun Gallups  um hugsanlegt framboðs aldraðra og umræður um slíkt framboð  hafi haft jákvæð áhrif á alla flokkana. Hins vegar tókst öldruðum að klúðra framboðsmálunum. Klofningur í þeirra röðum og umræður um tvö framboð spillti mjög mikið fyrir framboði og nánast eyðilagði það.Vandræðagangur við undirbúning framboðs eldri borgara gerði einnig illt verra. Ef aldraðir hefði staðið rétt að málum hefðu þeir leikið sér að því að fá að minnsta kosti 10 % atkvæða í kosningum. En miðað við stöðu mála nú fá þeir  í mesta lagi 2-3 %.

 Það er synd hvað eldri borgarar gátu klúðrað málum vegna slæmra vinnubragða en þeir höfðu jákvæð áhrif á alla stjórnmálaflokkana og það er gott.

 

Björgvin Guðmundsson


Öryggismálin: Rammi án innihalds

 

 

Valgerður  Sverrisdóttir,utanríkisráðherra, skrifaði undir samkomulag um öryggismál við Norðmenn og Dani í gær. Samkomulagið var  gert í því formi, að ráðherrar landanna skiptust á yfirlýsingum. Utanríkisráðherra Íslands leggur áherslu á það, að hér sé um rammasamkomulag að ræða og eftir sé að ákveða hvað ramminn eigi að innihalda. Geir Haarde, forsætisráðherra, sagði hins vegar, að með gerð samkomulagsins við  Noreg og Danmörku væri búið að tryggja varnir Íslands. Geir virtist telja þessa nýju samninga mikilvægari en Valgerður telur. Hún segir þetta framhald á samvinnu um björgunar og öryggismál við Norðmenn og gerir ekki mjög mikið úr nýju samningunum. Það er ekki samhljómur í túlkun forsætis-og utanríkisráðherra á samningunum við Noreg og Danmörku.

 Steingrímur J.á móti 

  Steingrímur J.Sigfússson,formaður VG gagnrýndi nýju samningana harðlega í gær. Hann sagði,að enga nauðsyn hefði borið til þess að gera þessa rammasamninga rétt fyrir kosningar. Það hefði verið eðlilegra að bíða með þetta fram yfir kosningar. Hann kvaðst andvígur hernaðarþætti samninganna. Og hann kvaðst óttast, að  eftir að búið væri að semja við Norðmenn um að annast eftirlit og björgunarstarf við Ísland yrði dregið úr framlögum Íslands til  landhelgisgæslu og björgunarstarfa.Það hefði verið nær að setja aukna fjármuni í þessa íslensku þætti og stórefla þá.- Ingibjörg Sólrún, formaður Samfylkingarinnar, var jákvæð gagnvart samningunum.

 Rammi án innihalds! 

  Utanríkisráðherra Íslands átti erfitt með að svara spurningum fréttamanna í gær um það hvað fælist í samningunum við Norðmenn og Dani.Hún klifaði á því,að þetta væru rammasamningar og það yrði ákveðið hverju sinni hvað gera ætti. Samkvæmt þessu er hér eingöngu um ramma að ræða án innihalds. Það á eftir að  ákveða innihaldið.

 Leggja hefði átt málið fyrir alþingi 

 Enda þótt aðeins sé um rammasamkomulag að ræða verður að teljast mjög óeðlilegt að leggja málið ekki fyrir alþingi. Varnarmál Íslands  og öryggismál eru mjög mikilvæg mál. Það á að ræða þau á alþingi og ítarlega í utanríkismálanefnd. Ef stjórnvöld hættu feluleiknum um þessi mál og ræddu þau fyrir opnum tjöldum er mjög líklegt að ná mætti samstöðu um þau bæði innan þings og utan.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Gallup: Ójöfnuður hefur aukist

 

 

Það hefur mikið verið deilt um það hér á landi,bæði milli stjórnmálamanna og fræðimanna hvort ójöfnuður hafi aukist eða ekki. Virtir fræðimenn eins og Stefán Ólafsson prófessor og Þorvaldur Gylfason prófessor hafa lagt fram óyggjandi tölur um að ójöfnuður hafi stóraukist í tíð ríkisstjórnarinnar. En nú hefur borist nýr úrskurður í málinu, sem ekki er unnt að véfengja: Kjósendur, fólkið sjálft, hefur kveðið upp sinn úrskurð í málinu. Samkvæmt skoðanakönnun,

sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og RUV,  telur 71% að ójöfnuður hafi aukist síðustu 4 árin.18,2% töldu,að hann hefði staðið í stað og  10.7% töldu,að hann hefði minnkað.Meira að segja meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins sagði, að ójöfnuður hefði aukist eða 55,7%. Það þarf ekki frekar vitnanna  við.

 

Björgvin Guðmundsson


Norðmenn fá aðstöðu á Kefalvíkurflugvelli. Þegar Smugudeilan leystist

 

  

Samkomulag um samstarf milli Íslands og Noregs um öryggis-og varnarmál verður undirritað í Osló í dag. Samkvæmt samkomulaginu munu norskar herflugvélar fá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og halda uppi eftirlitsflugi og æfingaflugi yfir Íslandi og við landið á friðartímum  . Norðmenn segjast ekki með þessu munu taka ábyrgð á vörnum Íslands, ef til ófriðar kemur. Norðmenn telja samkomulagið vera hagstætt fyrir þá, þar eð rými til æfinga  sé nægilegt á Íslandi en þröngt sé víða í Evrópu og erfitt um æfingar. Þá tala norsku blöðin um það, að þetta samkomulag geti auðveldað Norðmönnum að ná samkomulagi við Ísland um ýmis önnur mál, sem valdið hafa deilum milli landanna svo sem deilunni um Svalbarða.Gert er ráð fyrir,að Íslendingar greiði Norðmönnim, eitthvað fyrir eftirlitið við Ísland.

 Smugudeilan sigldi í strand.Smugudeilan leystist 

Árin 1998-2001 var ég sendifulltrúi við sendiráð Íslands í Osló. Sendiherra var þá Kristinn F.Árnason.Áður hafði Eiður Guðnason verið sendiherra þar. ” Er við komum til  Osló hafði Smugudeilan siglt í strand. Samningaviðræður lágu niðri. Menn höfðu talið, að þýðingarlaust væri að reyna viðræður fyrir Alþingiskosningarnar 1999. Kristinn lagði þó til,  að haldinn yrði samningafundur. Það var gert og deilan leystist”.  Þannig átti Kristinn stóran þátt í því að Smugudeilan leystist. Eftir lausn deilunnar var  samkomulag Íslands og Noregs með besta móti.

 

Björgvin Guðmundson

  

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband