Borgarahreyfingunni finnst seint ganga

/Borgarahreyfingin hélt´

 þingflokksfund í dag.  Gerð var ályktun þar sem gagnrýndur er seinagangur í stjórnarmyndunarviðræðum og  foringjastjórnmál einnig gagnrýnd. Það er misskilningur hjá  Borgarahreyfingunni ,að seinagangur sé á stjórnarmyndunarviðræðumþÞær  ganga ágætlega. Ríkisstjórnin hefur nægan tíma og samþykki frá forseta Íslands. Með því að stjórnin hefur öruggan meirihluta liggur henni ekki eins á og ella væri.Hún getur unnið að öllum verkum svo sem varðandi heimili og atvinnulíf og ríkisfjármál.

 

Björgvin Guðmundsson 


Krafan er félagslegt réttlæti

„Framundan eru nú viðræður allra heildarsamtaka launamanna á vinnumarkaði, atvinnurekenda og ríkisvaldsins. Þar hlýtur stóra krafan að vera um félagslegt réttlæti,“ segir í 1. maí ávarpi verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Þar segir að ná þurfi sáttum í þjóðfélaginu á forsendum almennings, launafólks og heimilanna í landinu. Finna þurfi leiðir til að koma heimilunum út úr vítahring hárra vaxta og verðtryggingar. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda megi ekki bitna ekki á þeim sem við lökust kjör búa og ekki megi skerða grunnþjónustu.

Yfirskrift 1. maí ávarps verkalýðsfélaganna í Reykjavík er „Byggjum réttlátt þjóðfélag.“

Vikið er að hruni fjármálafyrirtækja og hömlum á gjaldeyrisviðskipti, sem hafa valdið miklum búsifjum og leitt til keðjuverkandi hruns í atvinnulífinu með atvinnuleysi og þrengingum. Í ávarpinu segir að við þær aðstæður sem uppi eru, sé mikilvægara en nokkru sinni að jafna kjörin í landinu og styrkja innviði samfélagsins. Aðeins með samstöðu og samheldni muni þjóðinni takast að vinna bug á erfiðleikunum enda undirstöður íslensks efnahagslífs traustar og á þeim megi byggja til framtíðar.

„Forsenda samstöðunnar er jöfnuður og félagslegt réttlæti. Kjarabilið hefur farið ört breikkandi, þar með talið kynbundið launamisrétti. Það ber vott um ófyrirleitni og algert dómgreindarleysi þegar kallað er eftir samstöðu lágtekjufólks án þess að heita jafnframt stuðningi við róttækar jöfnunaraðgerðir. Slíkt hefur holan hljóm og er til marks um hræsni. Því er alfarið hafnað að almennt launafólk verði eitt látið bera allan herkostnaðinn af óráðsíu og bruðli undanfarinna ára,“ segir í ávarpinu.

 

Framtíðarsýnin sem dregin er upp í ávarpinu er ekki glæsileg en engu að síður þurfi þjóðin að horfast í augu við hana. Verkefnin sem íslensk alþýða standi frammi fyrir séu gríðarleg en þau séu gerleg svo lengi sem launafólk hafni undirferli og siðleysi auðmagns og stjórnmála.

„Verkefnin eru meðal annars; endurreisn heimilanna með sanngjörnum hætti, árangursríkar aðgerðir gegn atvinnuleysi, endurreisn fjármálakerfisins og fyrirtækjanna, endurheimt þjóðarinnar á öllum sameiginlegum náttúruauðlindum og trygging fyrir því að auðmagnið og ofurauðmenn geti aldrei sölsað þær undir sig aftur, tafarlaus lækkun vaxta og endurskoðun verðtryggingar, stöðugleiki í opinberum rekstri, sanngjarnar greiðslur og greiðslubyrði af erlendum skuldum, stöðugleiki í peningamálastefnu og traust mynt þjóðinni til handa sem gjaldgeng er í alþjóðaviðskiptum og á gjaldeyrismarkaði.“

 

Björgvin Guðmundsson

„Framundan eru nú viðræður allra heildarsamtaka launamanna á vinnumarkaði, atvinnurekenda og ríkisvaldsins. Þar hlýtur stóra krafan að vera um félagslegt réttlæti,“ segir í 1. maí ávarpi verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Þar segir að ná þurfi sáttum í þjóðfélaginu á forsendum almennings, launafólks og heimilanna í landinu. Finna þurfi leiðir til að koma heimilunum út úr vítahring hárra vaxta og verðtryggingar. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda megi ekki bitna ekki á þeim sem við lökust kjör búa og ekki megi skerða grunnþjónustu.

Yfirskrift 1. maí ávarps verkalýðsfélaganna í Reykjavík er „Byggjum réttlátt þjóðfélag.“

Vikið er að hruni fjármálafyrirtækja og hömlum á gjaldeyrisviðskipti, sem hafa valdið miklum búsifjum og leitt til keðjuverkandi hruns í atvinnulífinu með atvinnuleysi og þrengingum. Í ávarpinu segir að við þær aðstæður sem uppi eru, sé mikilvægara en nokkru sinni að jafna kjörin í landinu og styrkja innviði samfélagsins. Aðeins með samstöðu og samheldni muni þjóðinni takast að vinna bug á erfiðleikunum enda undirstöður íslensks efnahagslífs traustar og á þeim megi byggja til framtíðar.

„Forsenda samstöðunnar er jöfnuður og félagslegt réttlæti. Kjarabilið hefur farið ört breikkandi, þar með talið kynbundið launamisrétti. Það ber vott um ófyrirleitni og algert dómgreindarleysi þegar kallað er eftir samstöðu lágtekjufólks án þess að heita jafnframt stuðningi við róttækar jöfnunaraðgerðir. Slíkt hefur holan hljóm og er til marks um hræsni. Því er alfarið hafnað að almennt launafólk verði eitt látið bera allan herkostnaðinn af óráðsíu og bruðli undanfarinna ára,“ segir í ávarpinu.

 

Framtíðarsýnin sem dregin er upp í ávarpinu er ekki glæsileg en engu að síður þurfi þjóðin að horfast í augu við hana. Verkefnin sem íslensk alþýða standi frammi fyrir séu gríðarleg en þau séu gerleg svo lengi sem launafólk hafni undirferli og siðleysi auðmagns og stjórnmála.

„Verkefnin eru meðal annars; endurreisn heimilanna með sanngjörnum hætti, árangursríkar aðgerðir gegn atvinnuleysi, endurreisn fjármálakerfisins og fyrirtækjanna, endurheimt þjóðarinnar á öllum sameiginlegum náttúruauðlindum og trygging fyrir því að auðmagnið og ofurauðmenn geti aldrei sölsað þær undir sig aftur, tafarlaus lækkun vaxta og endurskoðun verðtryggingar, stöðugleiki í opinberum rekstri, sanngjarnar greiðslur og greiðslubyrði af erlendum skuldum, stöðugleiki í peningamálastefnu og traust mynt þjóðinni til handa sem gjaldgeng er í alþjóðaviðskiptum.

Í ávarpinu segir að á tímum sem þessum sé mikilvægt að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda megi ekki bitna á þeim sem við lökust kjör búa. Þá sé mikilvægt að heilbrigðisþjónusta og menntun verði ekki skert. Rannsókn á aðdraganda bankakreppunnar verði að vinna á  gagnsæjan hátt þannig að almenningur geti fylgst með hverju stigi rannsóknarinnar og refsa verði þeim sem bera ábyrgð á hruni bankakerfisins og fyrirtækjanna. Það verði engin sannleiks- og sáttanefnd á Íslandi fyrr en þeir sem báru ábyrgð á kreppunni hafi svarað til saka fyrir misgjörðir sínar.

l baka


Við höfum ríkisstjórn

Menn eru farnir að hneykslast á því,að stjórnarflokkarnir taki of langan tíma í að semja nýjan stjórnarsáttmála.Það er engin ástæða til þess.Ríkisstjórnin hefur traustan þingmeirihluta og hefur yfirlýsingu forseta Íslands um að hún geti tekið sér þann tíma sem þurfi til þess að semja nýjan stjórnarsáttmála.Þó kosningar hafi farið fram þarf ríkisstjórnin ekki að segja af sér.Aðeins ef breytt er um ráðherra þarf að leita til forseta og mynda nýja stjórn eða skipta um ráðherra.

Það styrkir að vísu stjórnina að útkljá deilumál um ESB.En ef ríkisstjórnin nær ekki samkomulagi um það mál getur hún lagt það mál til hliðar og  ei að síður setið áfram.Alþingi getur að vísu samþykkt að hefja eigi aðildarviðræður við ESB.En meirihluti í því máli byggist á Samfylkingunni.´

 

Björgvin Guðmundsson

 


Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 8,3 milljarða í mars

Íslendingar fluttu út vörur fyrir fyrir 34,7 milljarða í marsmánuði og inn fyrir 26,5 milljarða króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Fyrir ári síðan vou vöruskiptin  óhagstæð um 3,1 milljarð króna á sama gengi.

Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 100,7 milljarða króna en inn fyrir 86,1 milljarð. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 14,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 52,1 milljarði króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Verðmæti útflutnings á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur dregist saman um 14,7 prósent miðað við sama tíma í fyrra og nam það 17,4 milljörðum. „Sjávarafurðir voru 42% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,2% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 49% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 15,3% minna en á sama tíma árið áður.

Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Verðmæti vöruinnflutnings hefur einnig dregist saman og var 69,4 milljörðum, eða 44,6 prósentum minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. „Samdráttur varð í verðmæti nær allra liða innflutnings, mest í fjárfestingavöru og flutningatækjum," segir að lokum. (visir.is)

Þetta ertu ánægjulegar fréttir og gefa von um að  unnt verði að lækka vexti fljótlega.

 

Björgvin Guðmundsson


Ólafur Arnarson lýsir falli Glitnis

Komin er út bókin Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnason,fyrrverandi aðstoðarmann Ólafs G.Einarssonar,menntamálaráðherra og framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í bókinni fjallar Ólafur um aðdragandann að bankahruninu.Hann lýsir ítarlega hruni Glitnis  og  er sú frásögn ævintýraleg.Það sem vekur mesta athygli  er það,að þjóðnýting Glitnis er ákveðin í Seðlabankanum en ekki í ríkisstjórninni.Björgvin G.Sigurðssyni,bankamálaráðherra er haldið utan við undirbúning málsins.Davíð Oddsson boðar sjálfur ráðherra og fulltrúa stjórnarandstöðunnar í Seðlabankann til þess að greina frá þjóðnýtingunni. í bókinni segir:" fyrstu viðbrögð viðskiptaráðherra  við þessum fregnum  voru að sögn að spyrja  hvort nota ætti þetta til að koma Baugi á hausinn."

Ólafur  Arnarson rekur í bókinni,að afleiðingar þjóðnýtingar Glitnis hafi verið að erlend matsfyrirtæki hafi strax í kjölfarið lækkað mat á íslensku bönkunum og á ríkissjóði.og í kjölfar þjóðnýtingarinnar hafi allir bankarnir fallið,fjármálakerfið hrunið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


5200 ráðnir í sumarvinnu hjá Rvíkurborg

Rúmlega 5200 verða ráðnir í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Þar af verði 4000 ungmenni ráðin til Vinnuskóla Reykjavíkur og hafa aldrei fleiri verið ráðnir, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir þetta í samræmi við áherslu borgaryfirvalda um að tryggja eins mörg sumarstörf og kostur sé við núverandi aðstæður.  
Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur stendur enn yfir og er hægt að sækja um til 24. maí. Að auki munu fagsvið borgarinnar ráða í sumarafleysingar með svipuðum hætti og undanfarin ár, eða um 1.240 einstaklinga. (ruv.is)
Það er ánægjulegt,að borgin skuli ætla að ráða svio marga í vinnu í sumar.Ekki veitir af í atvinnuleysinu
Björgvin Guðmundsson
 

Atvinnuleysisbætur greiddar út á mánudag

Atvinnuleysistryggingar verða næst greiddar út 4. maí eða á mánudag. Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar, að samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir beri að greiða atvinnuleysistryggingar út fyrsta vika dag mánaðar og verði það gert nú sem endranær.

Fram kemur á vefnum, að fjöldi fyrirspurna hafi borist um þetta en helgin er löng að þessu sinni þar sem 1. maí er á föstudag og þá er almennur frídagur. 

Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram, að tala atvinnulausra nálgast nú 18 þúsund en 17.975 eru skráðir atvinnulausir í dag, 11.2946 karlar og 6811 konur.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Maistjórnin: Næst samkomulag 1.mai?

1.mai,hatíðisdagur verkalýðsins, er á föstudag.Það hefði verið gaman,ef ný stjórn,nýr stjórnarsáttmáli,hefði verið tilbúinn þann dag,1.mai.Steingrímur J. var spurður um þetta og hann sagði,að ekki væri víst,að þetta næðist fyrir 1.mai en í öllu falli yrði þetta maistjórn.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG,sem nú situr og ræðir nýjan stjórnarsáttmála, er verkalýðsstjórn,jafnaðarmannastjórn.  Það er alger einhugur um velferðarmálin milli stjórnarflokkanna en eina ágreiningsmálið er ESB. Það er þó samkomulag um það að finna leið til þess að taka ákvörðun í málinu.Flokkarnir eru sammmála um það að ákveða á lýðræðislegan hátt hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.Það er sáraeinfalt að leysa úr þessu  og á ekki að taka marga daga að ákveða það.

 

Björgvin Guðmundsson


Guðlaugur Þór hrapaði niður í annað sæti. Var það vegna styrkjamálsins?

Guðlaugur Þ Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins færist niður um eitt sæti í kosningunum um helgina. Kjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur lokið við að fara yfir útstrikanir á listum og tilfærslur. Hátt í tvö þúsund kjósendur annað hvort strikuðu yfir nafn Guðlaugs Þórs eða færðu niður um sæti.

Guðlaugur verður þarf af leiðandi annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og Ólöf Nordal verður oddviti flokksins í kjördæminu.

Aðrar breytingar verða ekki á listum í kjördæminu en 1990 kjósendur strikuðu yfir nafn Kolbrúnar Halldórsdóttur hjá Vinstri-grænum. Kolbrún náði ekki að tryggja sér þingsæti í kosningunum.

Þá strikuðu 1284 yfir nafn Össurar Skarhéðinssonar ráðherra Samfylkingarinnar. Hátt í fimm hundruð kjósendur strikuðu yfir nafn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingmanns Samfylkingarinnar og rétt rúmlega fjögur hundruð yfir nafn Birgis Ármannssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. (visir.is)

Það er ljóst,að hér geldur Guðlaugur Þór styrkjamáls Sjálfstæðisflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30 millj. í styrk frá Landsbankanum 2006 og 25 millj. frá Fl Group.Þ essa styrki fékk flokkurinn þegar búið var að semja um það milli allra stjórnmálaflokka,að hæsti styrkur frá fyrirtæki til flokks skyldi vera 300 þús. kr. Það var siðlaust með öllu að taka við tugmilljóna styrkjum þegar búið var að ná pólitísku samkomulagi um annað. Guðlaugur Þór blandaðist mjög inn í styrkjamálið og virðist hafa sett söfnun styrkja í gang.Böndin bárust einnig að honum vegna þess að hann var formaður Orkuveitur Rvíkur og Fl Group vildi komast inn í orkuútrásina.Landsbankinn vildi einnig komast inn í hana.

 

Björgvin Guðmundsson




Verðbólgan komin ofan í 11,9%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 15,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári (9,4% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Hagstofan hefur birt vísitölumælinguna á vefsíðu sinni. Þar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2009 er 336,0 stig og hækkaði um 0,45% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 311,6 stig og hækkaði hún um 0,84% frá mars.

Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 8,2% (vísitöluáhrif 0,33%) og verð á fötum og skóm um 3,2% (0,19%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 1,6% (-0,23%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,19% og -0,04% af lækkun raunvaxta. Verð á mat og drykkjarvöru lækkaði um 0,7% (-0,10%).

Vísitalan er nú birt á nýjum grunni, mars 2009 og byggist hann á niðurstöðum úr útgjaldarannsókn Hagstofunnar árin 2005-2007. Auk hennar hefur Hagstofan notað ýmsar nýrri heimildir við vinnslu grunnsins.

Má þar nefna nýskráningar á bifreiðum, umsvif flug- og pakkaferða auk gagna um veltu smásöluverslana. Búðarvogum í dagvöruverslun hefur verið breytt. Þá hefur tillit verið tekið til breytts innkaupamynsturs árið 2008 og eru áhrif þeirrar breytingar 0,12% til lækkunar á vísitölunni. Að öðru leyti veldur endurnýjun grunnsins sem slík ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl.(visir.is)

Þetta leiðir í ljós,að verðbólgan er á niðurleið.Hún mun sennilega falla hatt næstu mánuði ef gengi krónunnar verður til friðs og krónan hættir að falla. Vextir munu þá einnig geta lækkað  hratt  en á því er mikil nauðsyn.

 

Björgvin Guðmundsson




Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband