Aukin velferð en ekkert stóriðjustopp

Þingvallastjórnin nýja kunngjörði stefnuyfirlýsingu sína á Þingvöllum í morgun og yfirlýsingin var undirrituð þar.Ágæt ákvæði eru í yfirlýsingunni um bætt kjör aldraðra og öryrkja og barna. Að vísu eru ekki öll stefnumál Samfylkingar um kjarabætur eldri borgara tekin upp.Hins vegar er ekki að finna neitt ákvæði um stóriðjustopp á .Lögð er áhersla á að hraða gerð rammaáætlunar um  náttúruvernd og á hún að vera búin innan 2ja ára.En það kom skýrt fram á blaðamannafundi formannanna að ekki verður um neitt stóriðjustopp að ræða. Mörgum mun einnig finnast loðið orðalagið um endurskoðun lndbúnaðarkerfisins.Hætt er við að ekkert gerist í þeim málum þar eð Sjálfstæðisflokkurinn fær landbúnaðarmálin.Eðlilegra hefði verið að Samfylkingin hefði fengið landbúnaðarmálin einkum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fær heilbrigðismalin.Það er ofrausn að láta Sjálfstæðið fá báða þessa málaflokka.

Ekkert er minnst á kvótakerfið í stefnuyfirlýsingunni og ljóst,að ekkert verður gert í því máli.Það er mikill skaði. Það verður aldrei friður í þjóðfélaginu fyrr en búið er að breyta kvótakerfinu og afnema framsalið. Það verður að opna greinina fyrir nýjum aðilum. Það skapast ekki friður um kvótakerfið við það eitt að Samfylkingin setjist i stjórn.

 

Björgvin GuðmundssonoO


Samfylkingin með velferðarmálin

Skýrt var frá verkaskiptinu Þingvallastjórnarinnar í gærkveldi.Samfylkingin verður með velferðarmálin en hún lagði mesta áherslu á þau í kosningabaráttunni.Jóhanna Sigurðardóttir verður ráðherra velferðarmála.Undir hana heyra félagsmál,þar á meðal jafnréttismál, lífeyristryggingar almannatrygginga og málefni aldraðra.Þetta er gífurlega mikilvægur málaflokkur. Verður fróðlegt að sjá hvað stendur í málefnasamningnum um þessi mál en báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að bæta kjör aldraðra.Samfylkingin vildi auk þess bæta kjör öryrkja og barna.Málaflokkar Samfylkingarinnar eru nokkuð góðir.Auk velferðarmála er Samfylkingin með utanríkismál,umhverfismál,iðnaðarmál,viðskiptamál og samgöngumál.Umhverfismál og iðnaðarmál voru mjög í brennidepli í kosningunum.

Það verður mjög horft á stefnu og framkvæmd mála hjá hinni nýju stjórn.

Björgvin Guðmundsson


Er ánægja með Þingvallastjórn?

Morgunblaðið í dag leggur miðopnuna undir umfjöllun um myndun Þingvallastjórnar.Hefur blaðið rætt við fjölda manns úr forustusveit Samfylkingarinnar og leitað álits á stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Allir úr forustusveitinni eru ánægðir mð myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum eftir að vinstri stjórn var úr sögunni.Þessi grein Mbl. er fyrsta jákvæða umfjöllunin um  stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks .Áður hefur blaðið rekið harðan áróður fyrir samstjórn Sjálfstæðisflokks og VG og hamast gegn öllu samstarfi við Samfylkingu og Ingibjörgu Sólrúnu.

Skiptar skoðanir

Að sjálfsögðu er of snemmt að segja nokkuð um Þingvallastjórn á meðan ekkert heyrist um málefnasamning flokkanna eða skiptingu ráðuneyta.Ef Samfylkingin heldur vel á málum í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn má þó búast við,að Samfylkinginn nái mörgum mikilvægum málum fram í Þingvallastjórninni .Skoðanir verða þó skiptar meðal óbreyttra flokksmanna á samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn.Þannig var það í Alþýðuflokknum og þannig er það í Samfylkingunni.Sú mynd,sem Mbl. dró upp af afstöðunni til samstjórnar með Sjálfstæðisflokknum er ekki alls kostar rétt.

Björgvin Guðmundsson

 


Þingvallastjórnin að fæðast

Þingvallastjórnin er nú  að fæðast,þ.e. samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.Líitill ágreiningur mun um málefni,helst  um umhverfis-og stóriðjumál og um ESB. Afgreiðslu á ESB málum verður sjálfsagt frestað en málamiðlun mun sjálfsagt nást í umhverfis-og stóriðjumálum. Ég legg höfuðáherslu á að Samfylkingin fái fram nægar umbætur í velferðarmálum,t.d. í málefnum aldraðra.

Björgvin Guðmundsson


Morgunblaðið í stjórnarandstöðu?

Morgunblaðið rak harðan áróður fyrir því fyrir kosningar, að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mynduðu ríkisstjórn. Nú,þegar verið er að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar heldur Mbl. áfram að berjast fyrir samstjórn með VG og hamast gegn Samfylkingunni. Mbl.óttastað Samfylkingin fái betri pólitíska vígstöðu með  aðild að ríkisstjórn og má ekki til þess hugsa. , Býr Mbl. til alls konar samsæriskenningar svo sem þá, að Ingibjörg Sólrún gæti slitið stjórninni með Sjálfstæðisflokknum á miðju kjörtímabili og myndað vinstri stjórn!

Mikið á móti Samfylkingunni

Þetta kemur fram í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag. Það mætti ætla, þegar Reykjavíkurbrefið er lesið, að höfundur þess væri mjög mikið á móti Samfylkingunni.Ef til vill er hann sálufélagi Davíðs Oddssonar og  Samfylkingin höfuðóvinur þeirra beggja.Þessir menn virðast búnir að gleyma því, að jafnaðarmenn hafa áður átt ágætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn,bæði í viðreisnarstjórninni og Viðeyjarstjórninni.

Björgvin Guðmundsson

 


Berin eru súr

Framsóknarmenn eru súrir yfir því að hafa ekki fengið að vera áfram í stjórn með Sjálfstæðiaflokknum en á því höfðu þeir fullan hug.Hafa þeir nú tekið upp þá taktik að uppnefna nýju stjórnina og kalla hana "Baugsstjórn".Segja þeir,að foreldri hennar sé Baugur,sbr. grein Hreins Loftssonar stjórnarformanns Baugs  um að æskilegast væri að fá hér stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Guðni Ágústsson kallaði stjórnina fyrst Baugsstjórn í kastljósi RUV. En síðan tók Jón Sigurðsson það upp eftir honum.Þetta er mjög kjánalegt hjá þeim Framsóknarmönnum.Baugur skiptir sér ekkert af pólitík enda þótt Davíð Oddsson hafi á sínum tíma reynt að tengja Samfylkinguna við  Baug .Aukablað DV,sem Guðni Ágústsson vitnaði í var ekkert öðruvísi en mörg sambærileg aukablöð.Og það er ekkert merkilegt við það þó kaupsýslumaður eins og Hreinn Loftsson hafi viljað fá nýja "viðreisnarstjórn". Slík stjórn mundi ef til vill afnema eitthvað af viðskiptahöftunum,sem enn eru í gildi og lækka verð á landbúnaðarvörum og öðrum matvörum.

Björgvin Guðmundsson


Hver var aðdragandi stjórnar S og D?

Mikið er nú bollalagt um aðdragandann að viðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um stjórnarmyndun.Þeir Guðni Ágústsson og Steingrímur J.Sigfússon fullyrða nú báðir,að  óformlegar viðræður hafi verið byrjaðar milli flokkanna þegar fyrir kosningar. Því trúi ég ekki. En ég bendi hins vegar á eftirfarandi sem ég skrifaði í blaðagrein: Samfylkingin  gerði harða hríð að Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar 2003 en Samfylkingin hefur rekið mikið mildari línu fyrir kosningar nú. Samfylkingin hefur farið silkihönskum um Sjálfstæðisflokkinn núna.Auðvitað hefur milda línan auðveldað stjórnarsamstarf milli þessara flokka.  

Björgvin Guðmundsson


Framsókn kom í veg fyrir vinstri stjórn

 

 

Það er nú komið í ljós, að viðræður Sjálfstæðisflokksins við Framsóknarflokkinn eftir kosningar voru aðeins málamyndaviðræður.Það var engin alvara í þessum viðræðum og  þeim hefur greinilega aðeins verið ætlað að skapa tíma.Skýrist þá hvers vegna aldrei voru neinar fréttir af þessum viðræðum og alltaf talað í hálfkveðnum vísum um það, sem fram fór. En hvers vegna fóru þessar viðræður fram? Hvers vegna sagði ríkisstjórn Geirs Haarde ekki af sér strax eftir kosningar? Eða öllu heldur: Hvers vegna drogu  ráðherrar Framsóknar sig ekki strax út úr ríkisstjórninni eftir þá útreið, sem þeir fengu í kosningunum? Það hefði verið eðlilegt. Ráðherrum Framsóknar var ekki sætt í ríkisstjórn áfram eftir hið mikla fylgistap, er þeir urðu fyrir. En þeir vildu samt vera áfram. Þeir sögðu: Til erum við, ef þið viljið okkur.Maður undrast það mjög, að Framsókn skyldi ekki hafa manndóm í sér til þess að slíta stjórninni að eigin frumkvæði eftir að kjósendur höfðu talað.

 Trúnaðarbrestur milli flokkanna 

 Guðni Ágústsson,varaformaður Framsóknarflokksins sagði í kastljósi Sjónvarpsins 17.mai, að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Sjálfstæðismenn hefðu verið að tala við Samfylkinguna á sama tíma og þeir hefðu verið í viðræðum við Framsókn.Hafði Guðni Ágústsson mjög sterk orð um þetta framferði Sjálfstæðismanna.

Ljóst er, að Framsókn kom í veg fyrir vinstri stjórn með því að lima sig fast við Sjálfstæðisflokkinn og telja öruggt að hún fengi áfram að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Þegar  loks áhugi vaknaði hjá Guðna Ágústssyni og Steingrími J. á vinstri stjórn sagði Ingibjörg Sólrún að það væri orðið of seint.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Steingrímur vill,að Framsókn taki sér frí

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að Framsóknarflokkuinn ætti að taka sér frí frá stjórnarstörfum um skeið.Flokkuinn hafi farið of  langt til hægri í stefnu sinni og misst mikið fylgi til vinstri flokkanna, einkum á höfuðborgarsvæðinu .Nú þurfi flokkurinn að endurskipuleggja sig og endurheimta glatað fylgi.

Fleiri hafa látið í ljós svipaða skoðun .T.d. lét Einar Sveinbjörnsson,aðstoðarmaður umhverfisráðherra,svipaða skoðun í ljós.Hins vegar bendir allt til þess,að forusta framsóknar ætli að hundsa vilja flokksmanna. Forustan leggur höfuðáherslu á það að halda  ráðherrastólunum,jafnvel þó þeim fækki eitthvað.

Björgvin Guðmundsson


Kjósendum gefið langt nef

Það er venja á Íslandi,að hundsa vilja kjósenda.Kjósendum er gefið langt nef.Það verður greinilega ekki brugðið út af þessari venju nú. Fylgi Framsóknar hrundi og flokkurinn var búinn að lýsa því yfir,þegar hann þurfti að tala við kjósendur,að ef fylgið yrði í samræmi við skoðanakannanir ( undir 14%) mundi flokkurinn draga sig út úr stjórn. Flokkurinn tapaði 5 þingsætum af 12 og fylgið fór úr tæpum 18% í 11,7% en samt reynir flokkurinn nú að gera sig til fyrir Sjálfstæðisflokknum og fá að hanga áfram í stjórn með þeim flokki,sem búinn er að hirða mestallt fylgið af flokknum. Hefur þessi flokkur enga sjálfsvirðingu,ekkert stolt. Ætlar flokkurinn að halda áfram í samstarfi við íhaldið þar til allt fylgi flokksins er horfið.Framsókn telur ef til vill að aðalatriðið sé alltaf að sitja í valdastólum og á þeim forsendum þrýsti flokkurinn sér inn í meirihluta borgarstjórnar í fyrra þrátt fyrir að fylgið væri í sögulegu lágmarki.En hverju hefur aðild að stjórn borgarinnar skilað?Engu.Fylgi Framsóknar í Reykjavík er lægra en nokkurs staðar á landinu og flokkurinn fékk engan mann kjörinn þar.Bjarni Harðarson,nýr þigmaður Framsóknar,talaði beint frá hjartanun í Silfri Egils sl. sunnudag. Hann sagði,að fylgi Framsóknar hefði farið yfir á vinstri flokkana. Þess vegna væri rökréttara,að Framsókn starfaði með vinstri flokkunum fremur en íhaldinu og reyndi að endurheimta þetta fylgi. Þetta sagði hann áður en flokksforustan setti handjárnin á hann.Þetta er áreiðanlega skoðun margra framsóknarmanna. En forustan ræður og hún mun ekki fara eftir því sem almennir flokksmenn segja. Hún metur meira að halda í ráðherrastólana.Framsókn vill heldur ráðherrastóla hjá íhaldinu en atkvæði frá fólkinu.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

'


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband