Myndum félagshyggjustjórn

Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að fá félagshyggjustjórn  eftir langvarandi stjórnartímabil íhalds og framsóknar.Með því,að kaffibandalagið náði ekki meirihluta verður Framsókn að vera með í  slíkri stjórn, eigi hún að komast á koppinn.Nýr þingmaður Framsóknar,Bjarni Harðarson,sagði í Silfri Egils í dag,að hann teldi vænlegra að Framsókn settist í vinstri stjórn fremur en að núverandi stjórnaramstarfi væri haldið áfram.Þetta er mjög merkileg yfirlýsing,einkum vegna þess,að íhald og Framsókn hefur nú aðeins eins sætis meirihluta á alþingi. Ef Bjarna Harðarsyni er alvara með þetta og ef hann styður ekki áframhaldandi samstarf við  íhaldið er stjórnin fallin.

 Þessi breyting sem hér er rætt um væri vissulega rökrétt. Framsókn hefur verið að' tapa fylgi til vinstri flokkanna. En Framsókn ætlar ð endurheimta fylgi sitt þarf flokkurinn að sveigja stefnuna til vinstri

Björgvin Guðmundsson


Framsókn galt afhroð

Framsóknarflokkurinn galt algert afhroð í kosningunum 12.mai.Flokkurinn tapaði 5 þingsætum og ,fékk aðeins 7 þingmenn kjörna.Formaðurinn,Jón Sigurðsson,féll og sömuleiðis ráðherrann,Jónína Bjartmarz.Framsókn fékk aðeins tæp12 % atkvæða og tapaði nær 5 prósentustigum. Eru þetta þriðju þingkosningarnar,sem Framsókn tapar fylgi í.Skilaboð kjósenda til Framsóknar eru alveg skýr: Þið hafið horfið frá stefnu ykkar.Þið hafið stutt stefnu  íhaldsins. þið eigið að fara í frí..

Svo virtist í nótt ,sem forysta framsóknar ætlaði að taka  mark á skilaboðum kjósenda.En í dag var komið annað hljóð í strokkinn.

Útkoma Samfylkingarinnar var ágætur varnarsigur. Flokkurinn fékk 28%. Miðað við slaka útkomu í skoðanakönnunum var þetta gott en miðað  við síðustu kosningar var þetta slæmt.

 

Björgvin Guðmundssoni


Kjósum Samfylkinguna í dag og fellum íhaldið!

 Í dag er tækifæri til þess að kjósa Samfylkinguna og koma íhaldinu frá völdum.Notum atkvæðisréttinn til þess.

 

Björgvin Guðmundsson


Viljum ekki óráðsíustjórn!

Íhaldir kallar nú: Viljum ekki vinstri stjórn. En ég segi: Við viljum ekki óráðsíustjórn. Ráðherrar íhalds og Framsóknar hafa undanfarna mánuði skrifað  upp á kosningavíxla  að frárhæð 440 milljarða króna.Þetta er alger óráðsía. Frá 1990 hefur íhaldið hækkað skatta á landsmönnum um 10 prósentustig,ef miðað er við hlutfall af landsframleiðslu.Það þætti ekki gott hjá vinstri stjórn.

Það er svo önnur saga,að stjórn með Frjálslyndum er ekki vinstri stjórn. Frjálslyndi flokkurinn er hægri flokkur og því getur stjórn með frjálslyndum ekki orðið vinstri stjórn.

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin að ná kjörfylgi

Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2,sem birt var í gærkveldi, er Samfylkingin komin yfir 30% fylgi. Það gefur vonir um,að Samfylkingin nái kjörfylgi frá síðustu kosningum í kosningunum á morgun.Samfylkingin fékk tæp 31% árið 2003 og vann þá stórsigur í kosningunum.Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá aðeins rúm 33%. Íhaldsblöðin gerðu þá svo mikið úr því að Ingibjörg Sólrún,sem var í varasæti,nr. 5,hefði ekki náð kjöri og stjórnin ekki misst meirihlutann,að menn tóku ekki eftir því hvað Samfylkingin vann mikinn sigur.Samfylkingin mætti því vel við una,ef hún fengi sama fylgi  á ný en enn betra væri ef hún fengi enn meira.Aðalatriðið er svo auðvitað að fella ríkisstjórnina. Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar í gærkveldi er stjórnin fallin og Samfylking og VG með jafnmikið fylgi og stjórnarflokkarnir en með Frjalslyndum er stjórnarandstaðan með meirhluta þingmanna.
Vonandi  gengur þetta eftir en  skoðanakannanir eru  mjög misjafnar eftir  því hver framkvæmir þær.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Er ríkisstjórnin fallin?

 

 

Samkvæmt skoðanakönnun,sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Stöð 2 í gærkveldi  er ríkisstjórnin fallin. Úrtakið í þessari könnun var nokkuð stórt eða 2500 manns. Það má því teljast   marktækt. Samkvæmt könnuninni fengi ríkisstjórnin 30 þingsæti en stjórnarandstaðan 33 sæti.

 Samfylkingin fengi  samkvæmt könnuninni 29,1% atkvæða,Sjálfstæðisflokkurinn fengi 38%, Framsókn 8,6%,VG 16% ,Frjálslyndir rúm 5% og Íslandshreyfingin 3%. Samkvæmt þessari könnun er Samfylkingin að vinna á en Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa fylgi.  Hvort niðurstaða kosninganna verður  þessu lík er erfitt að segja. Sveiflur eru enn miklar á fylgi flokkanna og allt getur enn gerst. En ég tel,að Samfylkingin sé í sókn.

 Fyrr í gær var önnur könnun,sem Capacent Gallup gerði fyrir RUV og Mbl. Samkvæmt henni var Framsókn með mikið meira fylgi eða rúm 14%. En mikið færri tóku þátt í þeirri könnun.

 

 Björgvin Guðmundsson


Sjálfstæðisflokkurinn var á móti EES

Geir H.Haarde notar nú öll ráð til þess að halda völdum.M.a. er hann nú farinn að eigna sér EES en Sjálfstæðisflokkurinn var í fyrstu algerlega á móti aðild Íslands að
Evrópska efnahagsvæðinu,EES.Þegar Alþýðuflokkurinn lagði til,að Ísland gerðist aðili að EES lagðist Sjálfstæðisflokkurinn algerlega á móti því.Sjálfstæðiflokkuinn vildi fremur að Ísland gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið og sagði að Ísland gæti tryggt kjör sín jafnvel á þann hátt.Alþýðuflokkuirinn hélt þó baráttunni áfram og í ríkistjórn undir forustu Steingríms Hermannssonar undirbjó Alþýðuflokkurinn aðild að. EES.ÞegarViðeyjarstjórnin var mynduð gerði Alþýðuflokkurinn það síðan að algeru skilyrði,að  Ísland gerðist aðili  að EES.Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða hefði Ísland ekki gengið í EES.Það er því hlægilegt þegar Sjálfstæðisflokkurinn
er að eigna sér EES. Björgvin Guðmundsson

Framsókn dregur sig í hlé!

  Capacent Gallup birtir nú daglega skoðanakannanir um fylgi flokkanna.Samkvæmt könnun í gær er Samfylkingin með 25 %,Sjálfstæðisflokkurinn með 42%,VG með 17,5%,Framsókn með 7,5% og Frjálslyndir með 7%.Miðað við þessa könnun heldur stjórn eins sætis þingmeirihluta. Það er of lítið til þess að mynda stjórn. Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra, lýsti því yfir í gær,að ef Framsókn fengi eins lítið fylgi og kannanir sýna mundi flokkurinn ekki fara í stjórn. Það er eðlileg yfirlýsing en tilgangur hennar gæti einnig verið sá,að ná atkvæðum frá stjórnarsinnum,td. Íhaldinu Björgvin Guðmundsson

Kjör eldri borgara hafa versnað mikið

 Þeir Ólafur Ólafsson formaður Landssambands eldri borgara (LEB) ,Einar Árnason,hagfræðingur LEB og  Stefán Ólafsson prófesso rita grein í Fréttablaðið í dag um kjör aldraðra.Þar segja þeir,að kjör aldraðra  hafi versnað mikið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Kjörin hjá dæmigerðum lífeyrisþega með 53 þúsund á mánuði í lífeyri úr lífeyrissjoði hafi aðeins batnað um 20 % á sama tíma og kjör alls almennings hafi batnað um 60 % (á 12 árum).Skattar hafi hækkað mikið hjá eldri borgurum eða sem svarar einum mánaðarlaunum. Björgvin Guðmundsson

Óstjórnin í efnahagsmálum er dýr almenningi

 

 

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins segir í dag, að kjósendur vilji stöðugleika í efnahagsmálum og stjórnmálum samkvæmt skoðanakönnunun. Menn hafa ekki fengið neinn stöðugleika í efnahagsmálum hjá núverandi ríkisstjórn. Verðbólgan hefur í mörg ár verið langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og  afborganir og vextir af húsnæðislánum hafa stöðugt farið hækkandi. Það er bein kjaraskerðing hjá almenningi. Hagdeild ASÍ segir, að verðbólgan hafi kostað almenning um 500 þúsund krónur á ári. Það er nú allur stöðugleikinn í efnahagsmálum. Vaxtaokrið er meira en í nokkru öðru landi Evrópu.Seðlabankinn hækkar og hækkar stýrivexti og í skjóli þess hækka viðskiptabankarnir vexti , sem almenningur verður að bera. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa átt stóran þátt í háu gengi íslensku krónunnar, sem bitnað hefur illa á útflutningsatvinnuvegunumn. Í aðdraganda kosninganna hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar gefið út hvern kosningavíxilinn á fætur öðrum þannig, að  um algert einsdæmi er að ræða og alger óráðsía. Alls hafa ráðherrarnir gefið út kosningavíxla að fjárhæð 440 milljarðar króna. Hér er um algerlega óábyrga fjármálastjórn að ræða og á ekkert skylt við stöðugleika.

  Slík stjórn gæti sprungið hvenær sem er 

  Skoðanakannanir að undanförnu benda til þess, að fylgi Framsóknarflokksins sé mjög lítið og að flokkurinn muni tapa helmingi þingmanna  sinna. Það er vegna þess að kjósendur eru óánægðir með þjónkun Framsóknar við íhaldið. Framsókn hefur jafnt og þétt tapað fylgi vegna stjórnarsamvinnunnar með Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn tapaði í kosningunum 1999, flokkurinn tapaði á ný 2003 þó lítið væri og allt bendir til, að flokkurinn tapi miklu nú. Hér áður var Framsókn með fylgi á bilinu 25-30 %. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hins vegar ætla að halda sínu fylgi og jafnvel vinna á. Við þessar aðstæður virðist Mbl. telja rétt fyrir stjórnarflokkana að halda stjórnarsamvinnu áfram. Ef svo verður mun Sjálfstæðisflokkurinn ráða öllu og geta farið með Framsókn eins og íhaldinu sýnist. Það verður ekki neinn stöðugleiki í stjórnarfarinu við slíkar aðstæður. Þvert á móti gæti slík ríkisstjórn sprungið hvenær sem er.

 Björgvin Guðmundsso

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband