Föstudagur, 29. maí 2009
FÍB andvígt hækkun bifreiðagjalds og bensíns
Félag íslenskra bifreiðaeigenda varar ríkisstjórnina við margþættum óæskilegum áhrifum af frumvarpi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi sem felur meðal annars í sér 10% hækkun bifreiðagjalds. Félagið segir að sú aðferð stjórnvalda að leggjast í skattavíking gegn bifreiðaeign og bifreiðanotkun landsmanna þegar rétta þurfi hag ríkissjóðs sé ekki ný saga.
Frumvarpið fékk flýtimeðferð og verður væntanlega að lögum í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa gagnrýnt frumvarpið í umræðum í kvöld og hafa nokkrir þeirra hvatt Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra til að draga frumvarpið til baka.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda er eindregið mótfallið því að lagðar verði meiri álögur á almenning með því að þyngja enn einu sinni" álögur á bíla og bílanotkun.
Bíllinn er það heimilistæki fjölskyldna í dreifbýlu landi sem þær geta einna síst verið án, að fram kemur í tilkynningu frá FÍB. Þar segir bíllinn geri fólki auðveldara að sækja vinnu og afla tekna.
Í því efnahags- og atvinnuástandi sem nú ríkir hlýtur það að teljast afar ámælisvert að vega með þessum hætti, enn einu sinni, að atvinnumöguleikum heimilanna."(visir..is)
Það er elilegt,að FÍB sé andvígt auknum álögum á bíleigendur.En fjárlagahallinn er það mikill,að það verður einhvers staðar að sækja auknar tekjur í ríkissjóð.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Ekki viðunandi að fresta aðildarumsókn í 2 mánuði
Árni Páll Árnason, þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar, segir óviðunandi að fresta umsókn um Evrópusambandsaðild um tvo mánuði eins og stjórnarandstæðingar hafa lagt til.
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Skotgrafarhernaður heldur áfram á alþingi!
Í allan dag hefur alþingi rætt stjórnartillögu til þingsályktunar um að sækja um aðild að ESB.Utanríkisráðherra fylgdi málinu úr hlaði með ágætri ræðu en síðan hafa umræður verið á mjög lágu plani,karp og útúrsnúningar,alger skotgrafarhernaður.
Það hefði mátt ætla,að þegar um svo mikilvægt mál er að ræða sem aðildarviðræður við ESB mundi alþingi lyfta umræðum á hærra plan og ræða málið' vel og ítarlega efnislega.En því miður það hefur lítið sem ekkert verið rætt um málið efnislega.Íhald og Framsókn flytur aðra tillögu um undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Ætla mætti að þessir flokkar væru þá einnig með aðildarviðræðum en umræðurnar hafa leitt í ljós,að svo er ekki.Tillagan er aðeins skálkaskjól til þess að þessir flokkar geti greitt atkvæði á móti tillögu ríkisstjórnarinnar. Ömurlegust er afstaða Framsóknar. Sá flokkur hefur lengi undanfarið látið sem hann vildi aðildarviðræður við ESB.En ræða formanns á alþingi í dag gekk út á að níða Samfylkinguna og tala um hvað fráleitt væri að sækja um aðild nú. Flokkurinn hefur sem sagt farið í hring.Formaður talaði um að það væri verið að veita Samfylkingunni umboð til viðræðna.En tillagan er um að veita ríkisstjórninni umboð. Er svona málflutningur samboðinn formanni stjórnmálaflokks?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Þing LEB: Lífeyrir frá TR kallist laun
Eftirfarandfi tillaga var samþykkt á þingi Landssambands eldri borgara:Lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun(TR) kallist laun og skiptist í tvennt: Grunnlaun og tekjutryggingu.Launin dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði,m.v. neyslukönnun Hagstofu Íslands hverju sinni.Öllum sé tryggð grunnlaun,sem ekki skerðist vegna neinna annarra tekna.Grunnlaunin og tekjutrygging verði jafn há,sem sameiginlega næðu þeirri upphæð,sem Hagstofa Íslands reiknar út varðandi eðlilegan framfærslukostnað,sem taldist vera um síðustu áramót 282.000 kr. á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Steingrímur J.: Minni ágreiningur um ESB en talið var
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að þingsályktunartillaga Sjálfstæðis- og Framsóknaflokksins um ESB sé afar athyglisverð. Þá virðist nú þingviljinn liggja skýrar fyrir í þeim efnum. Ágreiningurinn virðist því minni snúist hann aðeins um hvernig skuli staðið að viðræðunum.
Auðvitað er það alveg rétt að það þarf að vanda, bæði undirbúninginn og það þarf að vanda ferlið ef menn leggja í þennan leiðangur. Og mér virðist þar af leiðandi ekki vera mikill ágreiningur, eða miklu minni en ætla mátti, ef hann stendur bara um þetta, hvernig skuli haga undirbúningnum. Auðvitað er það ljóst að einhver hluti þingmanna er andvígur því að fara í þennan leiðangur, og hér greiða menn atkvæði í samræmi við sannfæringu sína og samvisku og ekkert annað, segir Steingrímur.
Aðspurður ítrekar hann að aðild að ESB sé ekki stóra málið sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Mér er alltaf að verða betur og betur ljós þá átök sem framundan eru ef við ætlum að hafa okkur í gegnum þetta.
Steingrímur tekur undir það sjónarmið að það sé mjög mikilvægt að meirihluti þingsins standi sameinaður um þetta mál. Það sé hins vegar afar umdeilt á þinginu, meðal hagsmunaaðila og almennings. Mönnum beri því skylda til að vanda sig. Að sjálfsögðu er aðalatriðið það að þjóðin á svo að ákveða örlög sín í þessu stóra afdrifaríka máli. Frá því verður ekki hvikað.(mbl.is)
Það kann að vera rétt mat hjá Steingrími,að minni ágreiningur sé um ESB aðildarviðræður en talið var. En þó er það svo,að talsverður ágreiningur virðist vera um hvernig undirbúa eigi aðildarviðræður.Svo virðist einnig, a.m.k að því er Sjálfstæðisflokkinn varðar, að verið sé að finna atriði til þess að tefja málið og jafnvel hindra aðildarviðræður.En utanríkismálanefnd þingsins fær málið til meðferðar og getur breytt tillögu utanríkisráðherra að vild.Nefndin getu vissulega tekið tillit til sjónarmiða stjórnarandstöðunnar,ef henni sýnist svo.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Hækkun leikskólagjalda er ranglát
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borgarstjórn hefur hækkað leikskólagjöld hjá þeim sem hafa börnin lengur en í 8 tíma á leikskóla á dag.Þetta er ranglát ráðstöfun og kemur niður á þeim,sem síst skyldi,þ.e. barnafjölskyldum. Það er mjög erfitt hjá mörgum barnafjölskyldum í dag.Matvæli hafa stórhækkað í verði vegna falls krónunnar og það er einmitt unga fólkið með börnin sem er með há lán vegna íbúðarkaupa,annað hvort verðtryggð eða gengistryggð. Afborganir þerssara lána eru að sliga barnafólk.Nú bætist við þessi hækkun á leikskólagjöldum.Hækkunin lendir á þeim ,sem síst skyldi. Samfylkingin hefur lagst gegn þessari hækkun.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Fastgengisstefna ekki raunghæf nú
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að með núverandi gjaldeyrisforða Seðlabankans og lítið innstreymi gjaldeyris sé engin von til að halda genginu föstu. Það myndi enda með ósköpum, eins og í síðustu tilraun sem entist ekki daginn. Hins vegar finnst honum koma til greina að skoða þetta sem framtíðarlausn.
Meðal þeirra hugmynda sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa rætt í viðræðum um nýja þjóðarsátt, eða stöðugleikasáttamála, er að festa gengi krónunnar. Hefur verið miðað við að gengisvísitalan, sem nú er í um 227 stigum, fari niður í 160 til 170 stig, og evran gæti farið úr 177 krónum í um 125 krónur. (mbl.is)
Það er skaði,að ekki sé unnt að koma á fasgengisstefnu.Slík stefna hefði orðið heimilum og fyrirtækjum til góðs. Það eru aðilar vinnumarkaðar,sem settu fram hugmyndir um fastgengisstefnu.Hvað kemur í staðinn er ekki vitað.
Björgvin Guðmundssoin
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Stjórnarandstaðan reynir að hindra aðildarumsókn!
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætla að leggja fram sameiginlega þingsályktunartillögu á þingfundi í dag um meðferð aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun mæla fyrir tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn á þingfundi sem hefst klukkan 10. Formönnum stjórnarandstöðuflokkanna tveggja þykir tillaga stjórnarflokkanna rýr í roðinu og því leggja þeir fram þessa tillögu. Töluverður munur er á tillögunum tveimur og vilja stjórnarandstöðuflokkarnir skilgreina helstu hagsmuni Íslands betur. Samkvæmt þeirri tillögu þá er utanríkismálanefnd Alþingis falið að undirbúa mögulega aðildarumsókn og ljúka því verki eigi síðar en 31. ágúst. Það myndi þýða að vorþing tæki ekki ákvörðun um aðildarumsókn að ESB. Að mati flutningsmanna stjórnarandstöðutillögunnar vantar mikið uppá að lagður hafi verið fullnægjandi grundvöllur að aðildarumsókn á þessu stigi.(ruv..is)
Ljóst er,að með þessu útspili stjórnarandstöðunnar er Sjálfstæðisflokkurinn að reyna að hindra aðildarumsókn að ESB og hefur fengið Framsókn í lið með sér.Morgunblaðið segir á forsíðu,að stjórnarandstaðan reyni nú að fá einstaka þingmenn VG með sér.Samkvæmt því vakir það fyrir Sjálfstæðisflokknum að reka fleyg í stjórnarliðið í þeirri von,að það gæti hugsanlega fellt stjórnina.
Sigmundur Davíö formaður Framsóknar hefur verið til í tuskið.Hann er vondur út í Samfylkinguna vegna þess að hún vildi ekki samþykkja 20% niðurfærslutillögu hans.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Þing eldri borgara vill hækkun skattleysismarka í 165 þús. á mánuði
Á þingi Landssambands eldri borgara í síðustu viku var samþykkt,að skattleysismörkin ættu að vera sambærileg við það sem ákveðið var 1988 eða 165 þús.á mánuði.Einnig var samþykkt að lífeyristekjur úr lífeyrissjóðum ættu ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum enda væru þær uppsafnaður skyldusparnaður.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Rætt um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda
Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja nú á fundi í Þjóðminjasafninu þar sem rætt er um aðgerðir í ríkisfjármálum. Rætt hefur verið um útfærslur á því hvernig auka þarf tekjur ríkisins og skera niður einnig. Gert er ráð fyrir að skera þurfi niður um 20 milljarða til viðbótar á þessu ári.
Fundurinn mun standa fram eftir kvöldi en þingmenn og ráðherrar, sem mbl.is ræddi við fyrir fundinn, vildu ekki tjá sig um tillögurnar sem til umræðu væru á fundinum.(mbl.is)
Reiknað er með að í fyrsta áfanga verði aðeins um niðurskurð að ræða.En síðar,þ.e. næsta haust komi tillögur um skattahækkanir.Jóhanna Sigurðardóttir sagði í kvöld,að farið yrði yfir allt í rekstrarútgjöldum,þegar niðurskurður væri ákveðinn.Þar yrði ekkert undan skilið.
Bj0rgvin Guðmundsson