Skattbyrðin hefur aukist úr 38% af landsframleisðslu í 48%

Þorvaldur Gylfason,prófessor,skrifar grein í Fréttablaðið  um viðskilnað ríkisstjórnarinnar.Hann segir, að skattbyrðin hafi þyngst mikið í tíð ríkisstjórnar Íhalds og Framsóknar.Samkvæmt staðtölum OECD hafi skattbyrðin aukist úr 38% af landsframleiðslu 1990 í  48% af landsframleiðslu 2006.Á sama tíma hafi skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi sé því komin upp fyrir Evrópumeðallag. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig er mjög mikil hækkun. Hvað mundi íhaldið og Mbl. hafa sagt, ef vinstri stjórn hefði hækkað skattana svo mikið?

 

Ríkisstjórnin gerir út á skattheimtu af lágum launum

 

Þorvaldur Gylfason segir einnig, að rýrnun skattleysismarka  hafi þyngt skattbyrði lágtekjufólks. Síðan segir Þorvaldur: “ Ríkisstjórnin segir, að það væri of dýrt fyrir ríkissjóð að færa skattleysismörkin aftur í fyrra horf að raungildi. Hún hefur m.ö.o. gert út á skattheimtu af lágum launum. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að ójafnaðarflokki,þótt hann reyni að sveipa sig sauðargæru rétt fyrir kosningar. Verkin tala.”

 

Björgvin Guðmundsson

 


Vefstjórn



Vorskýrsla ASÍ: Misskipting hefur aukist í þjóðfélaginu

 Vorskýrsla Hagdeildar ASÍ er komin út.Spá hagdeildarinnar um þróun helstu hagstærða kemur  inn á að lítið megi út af bera til að hagkerfið þróist til verri vegar. Segir einnig í vorskýrslunni að geta Seðlabankans til viðspyrnu sé skert vegna hárra stýrivaxta. Að mati Hagdeildar ASÍ er brýnasta verkefnið í hagstjórn nú er að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum á ný

.Aukin misskiptin í góðæri

Megininntak vorskýrslunnar er ný spá um þróun helstu hagstærða fyrir árið í ár og næsta ár. Auk þess er fjallað um vaxandi ójöfnuð; skatta og tekjuskiptingu ásamt vaxandi skuldum heimilanna. Á heimasíðu ASÍ segir að með yfirskrift skýrslunnar „Aukin misskipting í góðæri" sé verið að vísa til þess að þrátt fyrir mikla verðmætaaukningu síðustu ára hefur jöfnuður aukist.

Ójöfnuður jókst 1990-2005

Rannsókn ASÍ sýnir að ójöfnuður á Íslandi fór vaxandi á tímabilinu 1990-2005 vegna vaxandi fjármagnstekna og breytinga á skattkerfinu sem drógu úr tekjujöfnunarhlutverki þess með raunlækkun persónuafsláttar, afnámi hátekjuskatts og hlutfallslegri lækkun barnabóta. Ójöfnuður jókst meira í ráðstöfunartekjum en heildartekjum á tímabilinu og ljóst er að áhrif skatta- og bótakerfis hafa mikil áhrif á tekjuþróun einstakra hópa, sérstaklega eldri borgara og barnafólks.

Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra

Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra, skuldirnar hrannast upp og nema nú um 240% af ráðstöfunartekjum. Tekjurnar hafa vissulega aukist talsvert á liðnum árum en samt hefur hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum verið að hækka. Nauðsynlegt að horfast í augu við það, að mikil skuldsetning íslenskra heimila svo og hækkandi byrði vaxtagreiðslna þýðir að áhætta þeirra vegna skulda hefur aukist. Þau eru orðin mjög viðkvæm fyrir verðbólgu svo og breytingum á vöxtum, tekjum og eignaverði.

Björgvin Guðmundsson  


Kosningavíxlar ráðherranna upp á 440 milljarða!

 

 

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar, sem missa umboð sitt eftir 10 daga, hafa verið ötulir við að gefa út kosningavíxla undanfarið. Má fullyrða, að aldrei hafi annað eins átt sér stað í þeim efnum. Ráðherrarnir hafa  gefið út hvern kosningavíxilinn á fætur öðrum og ekki neina smávíxla, heldur  upp á marga milljarða suma þeirra. Þetta eru skuldbindingar langt fram í tímann, jafnvel svo mörgum  árum skiptir. Alls er hér um 440 milljarða króna skuldbindingar að ræða. Það er að sjálfsögðu algerlega óheimilt að skuldbinda ríkið um háar fjárhæðir langt fram í tímann. Slíkar skuldbindingar hafa ekkert gildi fyrr en alþingi hefur samþykkt þær í fjárlögum. En  þessir kosningavíxlar gegna því hlutverki að slá ryki í augun á kjósendum. Stjórnarflokkarnir voru orðnir svo hræddir um að  missa meirihlutann, að þeir gripu til þess örþrifaráðs að gefa út hvern kosningavíxilinn á fætur öðrum. Þetta eru mennirnir,sem  segjast vera ábyrgir í fjármálum og gagnrýna Samfylkinguna og stjórnarandstöðuna fyrir að vera óábyrgir í  fjármálum. Ef einhverjir eru óábyrgir í fjármálum eru það þeir sem gefa út kosningavíxla upp á 440 milljarða  fyrir kosningar.Svar kjósenda við slíkri óráðsíu er aðeins eitt: Að hafna stjórnarflokkunum í kosningunum og gefa þeim langt frí.

 

Björgvin Guðmundsson


Mikil sókn Samfylkingar í Reykjavík norður

 

  

Kosningafundur var á Stöð 2 í Reykjavík norður í gærkveldi. Í upphafi fundarins var birt ný skoðanakönnun.Samkvæmt henni er Samfylkingin í mikilli sókn í kjördæminu, er með tæp 30% atkvæða. VG eru með rúm 22% og Frjálslyndir með  rúm 5%. En Framsókn fær aðeins 4,5% og engan þingmann kjörinn. Stjórnin er  kolfallin í þessu kjördæmi.

Össur Skarphéðinsson var fulltrúi Samfylkingarinnar á kosningafundinum. Össur “brilleraði” á fundinum.Hann sagði, að ef  kosningaúrslit yrðu eins og í þessu kjördæmi gætu Samfylking og VG myndað ríkisstjórn saman og kaffibandalagið færi einnig  létt með það. Össur sagði,að Samfylkingin legði aðaláherslu á velferðarmálin.Samfylkingin ætlaði að eyða biðlistunum og bæta kjör aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir vanrækslu í heilbrigðismálum og fyrir skattahækkanir

 

 

Umræður fóru fram um heilbrigðismál og skattamál í kastljósi ríkissjónvarpsins í gærkveldi. Var þetta liður í kosningasjónvarpi RUV. Ríkisstjórnin var harðlega gagnrýnd í þættinum fyrir vanrækslu í heilbrigðismálum, fyrir biðlistana og fyrir skattahækkanir, einkum á lægstu tekjur.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í umræðunni um heilbrigðismál stóð sig mjög vel í umræðunni enda  er hún mjög fróð um heilbrigðismál. Hún benti á, að Samfylkingin vildi leysa biðlistavanda aldraðra með því að reisa 400 hjúkrunarrými á 18 mánuðum og með því að veita öldruðum, sem bíða hjúkrunarrýmis sólarhringsþjónustu á meðan beðið er nýrra hjúkrunarrýma. Þetta eru mjög góðar og metnaðarfullar tillögur og er Samfylkingin eini flokkurinn sem lagt hefur fram heildstæðar tillögur um algera lausn á hjúkrunarvanda aldraðra. Samfylkingin hefur einnig lagt fram tillögur um lausn á biðlistavanda geðfatlaðra.Fulltrúar stjórnarflokkanna gátu lítið sagt sér til málsbótar vegna biðlistanna. Helst reyndu þeir að kenna sveitarfélögunum um og þá helst Reykjavíkurborg. En Kristinn H. Gunnarsson sagði, að það þýddi ekki fyrir ríkið að kenna sveitarfélögunum um.

Ríkið ætti að greiða meginhlutann af kostnaðinum við byggingu hjúkrunarheimila.

 Skattar hækkaðir á lágtekjufólki 

  Í umræðunum um skattamál  var ríkisstjórnin m.a. gagnrýnd harðlega fyrir að hækka skatta á lágtekjufólki á sama tíma og hátekjuskattur væri afnuminn. Það kom fram í þættinum ,að ríkisstjórnin hefur lagt aðaláherslu á það, að lækka skatta á fyrirtækjum, sem nú er 18% en skattur á launafólki hefur ekki verið lækkaður í raun heldur hækkaður, þar eð skattleysismörkin hafa ekki fylgt launavísitölu. Þau eru nú 90 þúsund á mánuði en ættu að vera 140 þúsund á mánuði, ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988.( tekjuskattur einstaklinga er tæp 36%) Ágúst Ólafur Ágústsson var fulltrúi  Samfylkingarinnar í umræðunnu um skattamál. Var frammistaða hans mjög góð.Hann gagnrýndi skattastefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og kvað hana hafa bitnað harðast á láglaunafólki en hálaunafólki hefði verið hlíft.

 

Björgvin Guðmundsson

  


Aðild Íslands að innrásinni í Írak var ólögmæt

 Innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak naut ekki stuðnings Öryggisráðs Sþ.og var því brot á alþjóðalögum. Ákvörðun þeirra tvímenninga, Halldórs og Davíðs,  um að láta Ísland styðja innrásina var hvorki lögð fyrir utanríkismálanefnd alþingis né  ríkisstjórn og var því kolólögleg. Lögum samkvæmt á að leggja öll mikilvæg stjórnarmálefni fyrir ríkisstjórn og samkvæmt lögum og reglum á að leggja öll mikilvæg utanríkismálefni fyrir utanríkismálanefnd alþingis. Það var ekki gert. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn færasti lögmaður landsins, kom á fund utanríkismálanefndar alþingis til þess að fjalla um innrásina í Írak og ákvörðunina um stuðning Íslands við hana. Hann sagði, að innrásin í Írak hefði verið brot á alþjóðalögum og ákvörðunin um stuðning Íslands  við innrásina hefði verið ólögmæt.  

Gagnýni Jóns fagnað  

Þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf að gagnrýna innrásina í Írak og stuðning Íslands við  hana á  miðstjórnarfundi Framsóknar í vetur brutust út mikil fagnaðarlæti á  fundinum.Það var eins og flokksmenn hefðu beðið lengi eftir tækifæri til þess að láta í ljós óánægju með ákvörðun Davíðs og Halldórs  um stuðning við Íraksstríðið. Það er ekkert skrítið. Margir Framsóknarmenn hafa gert sér það ljóst fyrir löngu, að stuðningur tvímenninganna við Íraksstríðið  er það mál,  sem hefur farið einna verst með Framsóknarflokkinn á undanförnum árum.En aðeins einn af þingmönnum Framsóknarflokksins hafði kjark til þess að segja upphátt það, sem margir aðrir Framsóknarmenn hugsuðu. Það var Kristinn H. Gunnarsason. Og fyrir það var honum refsað.Honum  var ekki vært í Framsóknarflokknum á eftir.Að sjálfsögðu bera flokkarnir,Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur,  fulla ábyrgð á athæfi tvímenninganna varðandi Íraksstríðið. Þeir voru formenn flokka sinna. Flokkarnir bera ábyrgð.

 Björgvin Guðmundsson  


1.mai: Útrýmum fátækt á Íslandi

1.mai: Fátækt verði útrýmt í landinu

 

Í dag er 1.mai,baráttudagur verkalýðsins. Í 1.mai ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík segir: Treystum velferðina- útrýmum fátækt. Í ávarpinu segir, að á tímum aukins misréttis og vaxandi ójafnaðar í tekjuskiptingu fólks  sé mikilvægt, að launafólk snúi bökum saman til að bæta kjör sín og vinna að því að útrýma fátækt í landinu. Yfir 5000 börn lifi undir fátæktarmörkum hér á landi, bilið  milli ofulaunamanna og þeirra,sem lifa á almennum launakjörum breikkar stöðugt. Þeir ,sem hafa lifibrauð sitt af fjármagnstekjum búa við allt aðra skattlagningu en almenn launafólk. Þetta misrétti í launa-og skattamálum verður að uppræta. Forsendur kröftugs efnahagslífs er jöfnuður í þjóðfélaginu og styrk velferðarþjónusta.

 Það er vel til fallið , að 1.mai skuli helgaður baráttunni gegn fátækt og gegn ójöfnuði og misskiptingu. 10 þúsund manns búa við fátækt á Íslandi í dag. Þetta er blettur á íslensku þjóðinni.

 Björgvin Guðmundsson

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband