Fimmtudagur, 31. maí 2007
Ágúst Ólafur átti að verða ráðherra
Lúðvík Bergvinsson hefur verið kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar.Það er ágætt val. Lúðvík er duglegur og hugmyndaríkur þingmaður. Í tilefni af vali hans hefur á ný verið rætt um það hvers vegna ´Agúst Ólafur Ágústsson,varaformaður Samfylkingarinnar, var ekki valinn ráðherra.Ýmsir gerðu sér vonir um að Ágúst yrði formaður þingflokksins.
Þegar landsfundur Samfylkingarinnar kaus Ágúst Ólaf varaformann Samfylkingarinnar var að mínu mati verið að tilnefna hann sem ráðherraefni flokksins um leið. Enginn átti að geta breytt því nema Ágúst Ólafur sjálfur. Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum Samfylkingarinnar.Ekki hefur komið nein fullnægjandi skýring á því hvers vegna Ágúst Ólafur var ekki gerður að ráðherra. Sú skýring að Ágúst Ólafur þurfi sem varaformaður að sinna innra starfi flokksins heldur ekki vatni. Framkvæmdastjórn flokksins og formaður hennar á að sinna innra starfi.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Stöndum vörð um Íbúðalánasjóð
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er ákvæði um að flytja beri Íbúðlánasjóð undir fjármálaráðuneytið en hann hefur heyrt undir félagsmálaráðuneytið. Þetta er slæmt ákvæði. Það verkar illa á mig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað breyta íbúðalánasjóði i nokkurs konar heildsölubanka og láta bankana taka við afgreiðslu íbúðalána. Ef þetta verður gert er stutt í það, að íbúðalánasjóður verði lagður niður. Það er engin spurning, að tilvist Íbúðalánasjóðs hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri og ef sjóðurinn verður lagður niður munu vextir strax hækka og valda kjaraskerðingu. Samfylkingin hefði ekki átt að fallast á þennan tilflutning íbúðalánasjóðs. Framsóknarflokkurinn féllst ekki á það og Samfylkingin þurfti heldur ekki að fallast á það.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Eru eldri borgarar of harðir við stjórnvöld?
Hatrömm deila ríkir nú milli formanns og varaformanns Landssambands eldri borgara.Báðir vilja vera formenn Landssambandsins næsta kjörtímabil.Formaður er nú Ólafur Ólafsson,fyrrverandi landlæknir en varaformaður Helgi Hjálmsson,viðskiptafræðingur. Kjörnefnd gerði tillögu um Helga sem formann. Ólafur segir, að hann (Ólafur) þyki of harður í viðskiptum við stjórnvöld og vitnar hann í því sambandi í bréf framkvæmdastjóra Landssambandsins sem hafi haldið þessu fram. Mér kemur þessi deila mjög á óvart, þar eð frekar mætti segja, að Landssambandið (LEB) hafi verið of lint í viðskiptum við stjórnvöld en öfugt. A.m.k. var sú raunin í samninganefnd ríkisins um kjaramál eldri borgara,sem starfaði á sl.ári. Þar voru fulltrúar LEB alltof linir og sömdu um kjarabætur, sem gengu allof skammt. Ólafur Ólafsson hefur hins vegar oft skrifað mjög skeleggar blaðagreinar um kjaramál eldri borgara og hefur oft sagt stjórnvöldum til syndanna í þeim greinum. Ætti fremur að hrósa honum fyrir það en að leggja honum það til lasts. Helgi hefur einnig unnið ágætt starf í LEB.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Sagan endurtekur sig
Menn muna vel stanslausar deilur sem ríktu árum saman milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins á árum áður meðan þessir flokkar voru í fullu fjöri.Þessir flokkar voru þá uppteknari við að ráðast hvor á annan en að gagnrýna höfuðandstæðinginn,Sjálfstæðisflokkinn. Nú er sagan að endurtaka sig. Eftir kosningar hafa verið stanslausar deilur milli Vinstri grænna og Samfylkingar um það hvorum það sé að kenna, að ekki tókst að mynda vinstri stjórn. Þessi deila er óþörf. Hvorugur flokkurinn hafði raunverulegan áhuga á myndun vinstri stjórnar. Báðir renndu þeir hýru auga til íhaldsins og ekki síður VG.Hvers vegna? Ég svara því síðar.
Þssir tveir flokkar ættu að hætta innyrðis deilum og hugsa um samstarf í framtíðinni.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Kvótakerfið: Er verið að brjóta stjórnarskrána?
Það stendur í lögunum um stjórn fiskveiða, að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. Eða eins og stendur orðrétt í 1.grein laganna: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Eignarrétturinn nýtur friðhelgi stjórnarskrárinnar.Hvernig er þá unnt að selja eign þjóðarinnar sem nýtur friðhelgi stjórnarskrárinnar. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Það þyrfti að láta reyna á þetta ákvæði fyrir dómstólum. Ég tel, að það sé óheimilt að selja kvótana. Það er kominn tími til,að tekið sé í taumana, braskið með kvótana sé stöðvað og þjóðin endurheimti sameiginlega auðlind sína,fiskinn í sjónum.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 28. maí 2007
Eigum við að taka upp evru?
Mánudagur, 28. maí 2007
Auka þarf jöfnuð í þjóðfélaginu
Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 12-13 árin.Samfylkingin hefur barist fyrir því að þetta væri leiðrétt m.a. fyrir þingkosningarnar.Lítið er að finna í stjórnarsáttmálanum um að auka eigi jöfnuð í þjóðfélaginu.Þó er sagt ,að lækka eigi tekjuskatt einstaklinga og auka persónuafslátt ef efnahagsástand leyfi.En einnig segir,að lækka eigi skatta fyrirtækja.Ójöfnuður hefur aukist af þremur ástæðum: 1.Vegna ranglátrar skattlagningar ( skattar hafa verið hækkaðir á þeim lægst launuðu).2.Vegna kvótakerfisins.3. Vegna þess að tryggingakerfið hefur drabbast niður.Nokkur ákvæði eru i stjórnarsáttmálanum um endurbætur á almannatryggingakerfinu ,einkum um að draga úr tekjutengingum. Það eru ágæt ákæði svo langt sem þau ná en það vantar ákvæði um að hækka lífeyri aldraðra.Hins vegar eru engin ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi.Það er einn mesi gallinn á stjórnarsáttmálanum. Íslenskir jafnaðarmenn sætta sig ekki við þetta rangláta kvótakerfi. Það verður að leiðrétta. Fyrr verður enginn friður.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 27. maí 2007
Leiðrétta verður kvótakerfið
Það veldur miklum vonbrigðum,að ekki skuli vera gert ráð fyrir leiðréttingu kvótakerfisins í stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar.
Úthlutun á ókeypis aflaheimildum til örfárra útvalinna gæðinga er eitthvert mesta ranglæti sem átt hefur sér stað. Þeir sem fengu fríar aflaheimildir hafa getað braskað með þær og þeir hafa margir hverjir óspart gert það. Sumir bleyta aldrei færi,leigja bara aflaheimildirnar út og hafa gott upp úr því.Aðrir hafa selt frá sér alla kvótana og hætt veiðum.Dæmi eru um að menn hafi fengið marga milljarða fyrir kvóta,sem þeir hafa selt.Þeir hafa sem sagt selt kvóta,sem þeir fengu fría,selt heimildir,sem þeir í raun áttu ekki, þar eð þjóðin á fiskinn í sjónum.Fiskurinn er sameiginleg auðlind þjóðarinnar.Nauðsynlegt er að breyta þessu fyrirkomulagi.Það verður að afhenda þjóðinni veiðiheimildirnar á ný. Og síðan verða allir sem fá veiðiheimildir að greiða fyrir afnot þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 25. maí 2007
Ójöfn skipting ráðuneyta
Í fljótu bragði kanna að virðast svo sem skipting ráðuneyta milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni sé jöfn en svo er ekki.Það kemur meira í hlut Sjálfstæðisflokksins.Iðnaðar-og viðskiptaráðuneyti var eitt ráðuneyti og heyrði undir 1 ráðherra í fyrri ríkisstjórn. En nú hefur það verið klofið í sundur í tvö ráðuneyti og heyrir undir tvo ráðherra.Þar á móti kemur,að félagsmálaráðuneytið fær nú ný mál frá heilbrigðis-og tryggingaráðuneyti,þ.e. tryggingaráðuneytið,lífeyristryggingar almannatrygginga og málefni aldraðra.En sjávarútvegsráðherra fær heilt ráðuneyti til viðbótar,þ.e. landbúnaðarráðuneytið.Mér virðist skiptingin ekki vera nægilega jöfn.
Þá tel ég ,að Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar hefði átt að verða ráðherra.Sá sem kosinn hefur verið varaformaður i Samfylkingunni á að fá ráðherrastól næst á eftir formanni.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 25. maí 2007
Kjör aldraðra og öryrkja verða styrkt
Björgvin Guðmundsson