100 þús. mál bíða hjá Mannréttindadómstólnum í Strassborg

Gífurlegar annir eru hjá Mannréttindadómstólnum í Strassborg og bíða nú um 100 þúsund mál meðferðar hjá honum. Í fyrra bárust 50 þúsund mál til dómstólsins.

Davíð Þór Björgvinsson dómari segir að um 57% málanna berist frá einungis fjórum ríkjum, Rússlandi, en þaðan kemur fjórðungur allra mála, Rúmeníu, Úkraínu og Tyrklandi. (mbl.is)

Þetta ert gífurlegt álag á dómstólnum og leiðir í ljós hvernig ástand mannréttindamála er í Evrópu.Það er ekki nógu gott.Einkum er það slæmt í Rússlandi,Úkrainu,Rúmeníu og Tyrklandi.

 

Björgvin Guðmundsson


Dalai Lama kemur í kvöld til Íslands

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, er væntanlegur hingað til lands í dag. Enginn íslenskur ráðherra hefur óskað eftir fundi með honum og Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar ekki heldur að hitta hann. Forseti Alþingis og utanríkismálanefnd Alþingis ætla hins vegar að funda með honum í Alþingishúsinu.

Stjórnvöld í Kína hafa mótmælt fundi Lars Lökke Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, með Dalai Lama, í fyrradag. Ritzau-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi í alþjóðastjórnmálum að fundur þeirra geti orðið Dönum dýr. Kína sé mjög mikilvægur markaður fyrir danskt atvinnulíf og hann geti spillst. Frakkar hafi orðið að lofa bót og betran eftir að Sarcozy forseti hitti Dalai Lama í desember í fyrra. Staðan sé allt önnur nú en þegar Anders Fogh Rasmussen tók á móti Dalai lama árið 2003

(mbl.is)

Það er undarlegt,að enginn ráðherra skuli vilja hitta Daiai Lama.Er það af ótta við að styggja Kínverja? Maður gæti haldið það. Það er gott,að forseti alþingis skuli ætla að hitta andlegan leiðtoga Tíbeta.Dalai Lama er stórmerkur leiðtogi.Kínverjar  gerðu innrás í Tíbet og hnepptu landsmenn í fjötra.Dalai Lama leiðtogi Tíbeta varð að flýja land. Kínverjar hafa framið mikil og margvísleg mannréttindabrot í Tíbet og drepið fjölda manns þar. Íslendingar geta ekki setið hjá þegar um mannréttindabrot er að ræða.

 

Björgvin Guðmundsson


Ísland getur haft veruleg áhrif í ESB

Það er mikið talað um það,að þær þjóðir,sem gerast aðilar að ESB glati fullveldi sínu.Telja menn,að Svíar,Danir og Finnar,sem eru í ESB hafi glatað fullveldi sínu?Nei,þetta eru allt fullvalda ríki.Sannleikurinn er sá,að Ísland þurfti við aðild að EES að gangast undir  ákveðið yfirþjóðlegt vald ESB.En það breytist ekki mikið við aðild að ESB.Jafnvel má segja,að vald okkar aukist við það að komast að stjórnarborði ESB. .Í dag innleiðum við tilskipanir ESB sjálfvirkt án þess að hafa verið þátttendur í að ákveða þær endanlega við stjórnarborð ESB.Það breytist við aðild. Sumir hafa sagt,að við fengjum svo fáa þingmenn á þingi ESB,að það skipti litlu máli.En þingið skiptir ekki mestu máli. Völdin í ESB liggja að mestu annars staðar.Þau liggja hjá framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu.Og þar fengjum við mikilvæga fulltrúa. En auk þess er það svo að lögð er áhersla   á það hjá ESB að afgreiða sem flest mál með samkomulagi.Það er ekki lögð áhersla á að neyta aflsmunar.Hvert aðildarríki reynir að leggja fram þekkingu og sérfræðikunnáttu á þeim sviðum,sem það er best heima í.Og´Ísland  mundi gera það eins og önnur aðildarríki,ef það gengur inn.Það hefur sýnt sig við undirbúning EES tilskipana,að Ísland hefur getað haft mikil áhrif þar sem það hefur lagt fram þekkingu sína.Ef Ísland gengur í Evrópusambandið getur það haft mikil áhrif ekki síður en stóru ríkin.
Björgvin Guðmundsson

Hvítasunnudagur er í dag

Gleðilega hvítasunnuhátíð.Hvítasunnudagur er í dag.Biblían segir að á þessum degi hafi söfnuðurinn fyllst heilögum anda og menn tekið að tala tungum eins og andinn gaf þeim að mæla.Þessi atburður hafði mikil áhrif og varð upphaf að kirkju krists.Þrjú þúsund manns létu skírast þennan dag.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin hefur lokið fimmtungi verkefna fyrstu 100 daganna

Ríkisstjórnin hefur lokið um fimmtungi af því sem hún ætlaði sér að gera fyrstu hundrað dagana í starfi sínu. Tuttugu dagar eru liðnir frá því áætlunin var birt.

Þegar tilkynnt var um myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var jafnframt tilkynnt um áformaðar aðgerðir fyrir næstu hundrað daga. Í henni voru 48 atriði. Nú þegar 20 dagar eru liðnir frá því að sú áætlun var gerð hafa rúmlega 10 atriði verið framkvæmd.

Búið er að leggja fram frumvarp um eignaumsýslufélag á Alþingi og frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann. Þá hefur einnig verið lögð fram Náttúruverndaráætlun til ársins 2013. Endurskoðun á reglum um fjármál stjórnmálaflokka er hafin sem og endurskoðun á upplýsingalögum til að auka aðgengi að upplýsingum stjórnarráðsins. Þá er búið að leggja fram þingsályktunartillögu vegna umsóknar Íslands í Evrópusambandið. Nefnd hefur verið skipuð til að móta atvinnustefnu og hefur hún tekið til starfa. Sú nefnd á að móta sóknaráætlanir fyrir alla landshluta sem einnig er í aðgerðaráætluninni. Þá er nefnd sem á að gera yfirlit um lykilstærðir í samfélags- og efnahagsmálum þjóðarinnar tekin til starfa og byrjað er að ræða við lífeyrissjóði um að koma að eflingu atvinnulífsins.

Nokkrum verkefnum til viðbótar er nánast lokið. Frumvarp til breytinga á lögum um Sparisjóði er tilbúið en hefur ekki verið lagt fram á Alþingi. Sama má segja um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu Íslands og breytingar á lögum um LÍN. Þá er byrjað að fjölga sumarstörfum meðal annars með auknu framlagi til nýsköpunarsjóðs.

Nokkur verkefni eru hins vegar á áætluninni sem teljast verður í besta falli óvíst að verði framkvæmd áður en hundrað dagarnir verða liðnir þann 17. ágúst. Meðal annars er talað um að dregið verði úr gjaldeyrishöftum sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur ekki verið jákvæður fyrir. Þá er einnig stefnt að samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála en ekki hefur verið mikill stöðugleiki í viðræðum milli aðila vinnumarkaðarins síðustu daga.(ruv.is)

Það er ágætur árangur,að ríkisstjórnin hafi þegar lokið fimmtungi verkefna,sem vinna átti fyrstu 100 dagana.En ég vil vekja athygli á því að það vantar nýtt úrræði fyrir þá sem ekki eru kommnir í þrot með húsnæðislán sín en eiga mjög erfitt með að greiða vegna tekjutaps.Ríkisstjórnin þarf að veita þessum hóp einhverja niðurfellingu skulda eftir mati hvers og eins. Það á ekki að bíða eftir að menn komist í þrot.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Arnór og Már taldir hæfastir sem seðlabankastjórar

Hagfræðingarnir Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson eru metnir hæfastir til að gegna stöðu Seðlabankastjóra. Forsætisráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að fjalla um hæfi umsækjenda um stöðu Seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og skilaði nefndin niðurstöðum á fimmtudaginn. Forsætisráðuneytið tilkynnti umsækjendum síðan um það hversu hæfir þeir hefðu verið (visir.is)

Það verður fróðlegt að sjá hvern forsætisráðherra skipar Seðlabankastjóra.Einir 7-8 af umsækjendur voru taldir uppfylla ´lágmarksskilyrði til þess að gegna embættinu.

 

Björgvin Guðmundsson


Telur,að eignir Landsbanka dugi fyrir Ice save

Fyrir liggur tillaga að lausn á Icesave-deilunni við Hollendinga og Breta sem felst í því að skilanefnd Landsbankans gefur út skuldabréf tryggt með veði í öllum eignum bankans í Bretlandi vegna reikninganna og afgangurinn lendir síðan á ríkissjóði, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Afborgunum af skuldabréfinu yrði frestað í nokkur ár á meðan jafnvægi kæmist á markaði og verðmyndun fyrir eignir yrði hagstæð. Á sama tíma myndu heilbrigð lánasöfn bankans safna tekjum. Í þessu fælist að ríkið bæri í reynd ekki ábyrgð á afborgunum af skuldabréfinu, því útgefandi þess væri skilanefnd bankans.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er sannfærður um að eignir bankans í Bretlandi, sem eru aðallega útlán, dugi til að standa undir skuldbindingum.

„Rýrnun á lánasafni við fall bankans varð aðallega hér á landi, ekki erlendis. Eignasafnið sem var til staðar til að standa á móti innlánum var það mikið að ég hef alltaf verið sannfærður um að það myndi duga til að standa undir skuldbindingum sem tengjast Icesave,{ldquo} segir Sigurjón við sunnudagsblað Morgunblaðsins.

„Það skiptir hins vegar öllu máli að rétt sé staðið að meðhöndlun eignanna og að ekki sé verið að selja þær á brunaútsölu,{ldquo} segir hann. (mbl.is)

Þetta eru góðar fréttir.Ef það gengur eftir að eignir Landsbankans muni nægja fyrir Ice save munu Íslendingar geta andað léttara.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


Rússar vilja komast sem fyrst í WTO

Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands  í Brussel segir að Rússar vilji hraða samningum um aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Stefán gengir nú formennsku í vinnuhópi ESB í aðildarviðræðunum.

Reuters greinir frá því að samningaviðræðurnar séu nú að komast á næsta stig þar sem boðaður hefur verið fundur í næstu viku með háttsettum embættismönnum ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. Í þeim taka þátt Catherine Ashton viðskiptastjóri ESB, Ron Kirk fulltrúi bandaríska viðskiptaráðuneytisins og Elvira Nabiullina efnahagsmálaráðherra Rússlands.

Stefán segir í samtali við Reuters að góður gangur hafi verið í aðildarviðræðunum hingað til en fundað var í þessari viku um málið. „Árangur hefur náðst í uppkasti að samningi við Rússa í sex meginatriðum," segir Stefán. „Ég held að menn vilji hraða þessu máli, einkum Rússar."

Reuters hefur það eftir ónefndum embættismanni að fyrrgreindur fundur eigi að leiða í ljós hvort ekki sé hægt að koma aðildarviðræðunum á lokastig og ganga frá lausum endum sem fyrst.

Rússland hefur í yfir áratug reynt að gerast meðlimur í WTO, sem nú telur 153 þjóðir. Aðild þeirra hefur einkum strandað á andstöðu Bandaríkjanna en allar þjóðirnar verða að samþykkja umsókn nýrra þjóða að stofnuninni.

Eitt af þeim deilumálum sem leysa þarf nú er bann Rússa við innflutningi á ýmsum kjötvörum frá Bandaríkjunum vegna óttans af svínaflensunni. Bandaríkjamenn hafa mótmælt þessu banni og segja að það byggi ekki á neinum vísindalegum rökum.

Björgvin Guðmundsson



Sérstakur saksóknari handtekur grunaða

Sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hefur þurft að handtaka menn sem grunaðir eru í rannsóknum tengdum bankahruninu. Ekki fæst uppgefið hverja þurfti að handtaka, eða hvers vegna. Hinum handteknu var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Embættið er með yfir tuttugu mál til rannsóknar.

„Við höfum mjög sparlega notað handtökuúrræðið, en við höfum þurft að nota það," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Hann segir handtökur, húsleitir og fleira verkfæri lögreglu, og ekki sé óeðlilegt að beita þurfi þeim verkfærum við rannsókn efnahagsbrotamála eins og annarra mála.

Spurður hvernig gangurinn sé í rann­sóknum embættisins segir Ólafur að nokkur mál séu ágætlega sett, en önnur séu styttra á veg komin. Ekki sé hægt að tímasetja hvenær niðurstöður fáist.

Ólafur vildi  ekki upplýsa hvort embættið hefði yfirheyrt Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, sem keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna, eða aðra sem tengdust því máli. Þar er talið að um sýndargjörning hafi verið að ræða til að hafa áhrif á verð hlutabréfa í Kaupþingi.

Gerðar voru tíu húsleitir vegna þess máls hér á landi nýverið. Ólafur staðfesti að engar húsleitir hefðu verið gerðar vegna málins á starfsstöðvum og heimilum manna því tengdra erlendis. „En við höfum ekki sagt að við séum hættir að leita."- (mbl.is)

Tiltölulega lítið fréttist af störfum sérstaks saksóknara ef frá er talið fréttir af húsleitum,sem birtar voru fyrir skömmu.

Björgvin Guðmundsson




Gott hjá Samfylkingu að upplýsa um styrkina

Það er gott framtak hjá Samfylkingunni að upplýsa um þá styrki,sem flokkurinn fékk 2006 áður en sett voru lög,sem takmörkuðu styrki til stjórnmálaflokka.Aðrir flokkar ættu að taka Samfylkinguna sér til fyrirmyndar í þessu efni.

Andstæðingar Samfylkingarinnar leggja þetta út á versta veg. Þannig skrifar Páll Vilhjálmsson,sérstakur hatursmaður Samfylkingar og jafnaðarmanna,að Samfylkingin hafi verið á spena Baugs 2006.Þetta er skrítin ályktun hjá Páli.Samfylkingin fékk 5 millj. frá Baugi  2006,5 millj. frá Dagbrún og 8 millj. frá Fl Groug. En á sama ári fékk Sjálfstæðisflokkurinn 25- 30 millj.kr. frá Fl Group.Ef Fl Group er talið hafa verið Baugs fyrirtæki á þessu ári er ljóst,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fremur verið á spena Baugs. Sannleikurinn er sá,að stóru fyrirtæki styrktu alla flokka og þess vegna þýðir ekkert fyrir hatursmenn Samfylkingar eins og Pál að búa til einhverja kenningu um að Baugur hafi fremur styrkt Samfylkingu en aðra.

 

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband