Frv. um rikisábyrgð lagt fram

Frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave var lagt fram nú fyrir stundu. Hart hefur verið deilt um frumvarpið en á blaðamannafundi sagði Steingrímur J. Sigfússon að niðurstaðan væri ásættanleg.

Frumvarpið er ítarlegt en þar kemur fram að októbersamningar svokallaðir hafi verið erfiðir íslensku sendinefndinni gagnvart hollenskum yfirvöldum. Þá var búið að semja um vexti upp á 6.6 prósent og afborganir tæku tíu ár.

Þá kemur fram að dómstólaleiðin hafi ekki verið fær vegna þess að viðsemjendur vildu ekki fara þá leið. Þá kom fram að þrátt fyrir innistæðutryggingakerfið tæki ekki til allsherjarhruns eins og varð á Íslandi þá var dómstólaleiðin ekki fær.

Alls eru skuldirnar 705 milljarðir samkvæmt skjalinu.(ruv.is)

Það er hamrað á því ,að dómstólaleiðin sé ekki fær og að íslenska ríkið eigi að borga,ég tel hvort tveggja rangt. Ef Ísland hefði neitað að borga hefðu Bretar og Hollendingar orðið að stefna Íslendingum og þá hefði málið farið fyrir dómstóla.Varðandi ábyrgð ríkisins tel ég ,að ekki sé um hana að ræða. Ekkert i tilskipun ESB segir að ríki sé ábyrgt.

 

Björgvin Guðmundsson


Vilja menn verja velferðarkerfið?

Rætt var um fjármál ríkisins á alþingi í dag.Það kom fram hjá þingmönnum Samfylkingarinnar að þeir vilja verja velferðarkerfið.Hið sama kom fram hjá fjármálaráðherra.Það er ekki í samræmi viö þá stefnu að skera niður lífeyri aldraðra og öryrkja.Væntanlega hafa stjórnarflokkarnir þetta stefnumið betur í huga    við frekari niðurskurð. En það er ekki nóg. Það verður að leiðrétta á ný lífeyri lífeyrisþega. Þeir verða að fá leiðréttingu á sínum kjörum eins og launþegar á almennum markaði og eins og opnberir starfsmenn eru að semja um nú.

 

Björgvin Guðmundsson


Vilja 200 þús. tonna þorskkvóta næsta ár

Landssamband smábátaeigenda, LS, hvetur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra til að heimila 200 þúsund tonna þorskveiði á næsta fiskveiðiári. Landssambandið mælir hins vegar með minni ýsuafla en óbreyttum veiðiheimildum í steinbít, ufsa, löngu og keilu. Auk þess mælir Landssamband smábátaeigenda með að aflatakmarkanir á skötusel verði afnumdar.

Stjórn LS hefur yfirfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um heildarafla á næsta fiskveiðiári og hafa Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra verið kynntar tillögur LS.

Tillögur LS gera því ráð fyrir að þorskafli verði aukinn um fjórðung, en ýsan minnkuð um 14%.

Í bréfi sem LS afhenti sjávarútvegsráðherra segir m.a.:

„Þorskur: Stjórn LS bendir á að tillaga Hafrannsóknastofnunarinnar á yfirstandandi fiskveiðiári var 124 þúsund tonn. Leyfður heildarafli var hins vegar 30% meiri eða 160 þúsund tonn. Í ljósi þess vekur það athygli að stofnunin skuli gera tillögu um að hámarksafli verði nú aukinn um rúman fimmtung. Stjórn LS telur að nú eins og undanfarin ár sé Hafrannsóknastofnunin að vanmeta stærð þorskstofnsins. Ágæt þorskveiði mörg undanfarin ár rennir stoðum undir það. Þegar tekið er mið af línuveiðum hafa þær gengið afar vel um langt árabil.  Þess eru mýmörg dæmi að veiði á hvert bjóð sé margföld í samanburði við hvað þekktist þegar þorskstofninn var, samkvæmt gögnum Hafrannsóknastofnunarinnar, miklu stærri en nú. Þetta er jafnvel að gerast hjá línuútgerðum sem reyna eftir fremsta megni að veiða aðrar tegundir. Reynsla langflestra innan smábátaútgerðarinnar - og fjölmargra utan hennar raða - er að staða þorskstofnsins sé óvanalega góð og vel hafi tekist til við uppbyggingu hans.

Ýsa: Smábátaeigendur greina smávægilega minnkun á ýsu, sem skýrir tillögu LS um að veiðiheimildir verði lækkaðar um 14%.  Stjórn LS álítur að veiðar dragnótabáta og togara við Suðurland séu varhugaverðar og beinir því til yðar að færa þær fjær landi.

Ufsi: Ekkert lát er á mikilli ufsagengd.  Það kemur því verulega á óvart að Hafró skuli leggja til 50% minnkun. Stjórn LS fullyrðir að engin innistæða sé fyrir slíkum niðurskurði og leggur til óbreyttan ufsaafla.

Steinbítur: Góð veiði hefur verið á steinbít undanfarin ár.  Smábátaeigendur merkja ekki minnkandi afla á hverja einingu.  Þá er eftirtektarvert að steinbítur veiðist nú víðar heldur en undanfarin ár.

Langa og keila: Trillukarlar merkja ekki aukna útbreiðslu þessara tegunda, né heldur að þær veiðist í minna mæli. Stjórn LS leggur til að heildarafli í löngu og keilu verði óbreyttur milli ára.“(mbl.is)

Það er áreiðanlega óhætt að auka þorskkvótann en hvort unnt er að fara í 200 þús. tonn þori ég ekki um að  segja.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Mikil eftirsjá af Michael Jackson

Mukil umfjöllun á sér nú stað um Michael Jackson um allan heim eftir að  poppstjarnan féll frá. Menn eru sammála um að Jackson hafi verið mikill listamaður og athyglisvert er,að einstakar hljómplötur hans hafa  selst meira en Bítlaplötur.

Mér finnst mikil eftirsjá af Michael Jackson.Hann var skemmtilegur og góður listarmaður,bæði söngvari og dansari og hafði mikla útgeislun.Ég tel,að megnið af sögunum,sem dreift hafi verið um hann hafi verið upplogið.

Ég er ákveðinn í því að fá mér góðan geisladisk með Jackson,annað hvort "Greatest hits" eða Thriller.

 

Björgvin Guðmundsson


Útlendingar vilja eignast hlut Orkuveitu i HS Orku

Nokkur tilboð bárust í hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku, en þeir aðilar eiga samtals um 32 prósent hlut. Það voru fyrst og fremst erlendir aðilar sem sýndu hlutnum áhuga. Þetta staðfestir Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, við fréttavef Morgunblaðsins.

Óbindandi tilboðshugmyndir voru opnaðar í gærmorgun, en íslenska ráðgjafafyrirtækið Arctica Finance hefur haft hlutina í söluferli í um tvo mánuði. Hjörleifur vill ekki segja hversu mörg tilboð hafi borist en segir þau þó vera í fleirtölu. „Við fengum tilboð. Nú er næsta mál á dagskrá að vinna úr þeim á næstu vikum, ræða við bjóðendur og athuga hvort að það takist við þá samningar. Þetta eru ekki endanleg tilboð heldur tilboðshugmyndir sem við ætlum að taka allt að fjórar vikur í að skoða."

Hjörleifur segir að ferlið hafi staðið yfir í um tvo mánuði, eða frá því að stjórn OR samþykkti að setja hlut fyrirtækisins í HS Orku í formlegt söluferli. „Arctica Finance hafa síðan haldið utan um þetta og gefið fjöldamörgum aðilum kost á því að kynna sér þetta. Við ákváðum að reyna að klára þetta mál fyrir haustið, og mér sýnist að svo verði. Hvort sem selt verður eða ekki þá verður alla veganna búið að fara í gegnum þetta ferli."

Ekki er ég hrifinn af því að útlendingar eignist hlut í  HS Orku.Ég tel,að Íslendingar eigi að reyna að eiga þessi fyrirtæki og hitaréttindi sjálfir.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Næsta greiðsla IMF ekki greidd fyrr en í ágúst

Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) á Íslandi, segir að greiðsla (tranche) númer tvö af láninu frá sjóðnum verði líklega afgreidd í ágúst næstkomandi. Upphaflega átti greiðslan að berast í febrúar síðastliðnum, en hefur verið frestað tvívegis.

Fyrsti hlutinn af 2,1 milljarðs dollara láni IMF, sem var 827 milljónir dala, barst Seðlabankanum í lok nóvember á síðasta ári. Eru þeir fjármunir geymdir á reikningi Seðlabanka Íslands hjá bandaríska seðlabankanum í New York. Hafa þeir ekki verið hreyfðir, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum, en um eiginlegan gjaldeyrisvaraforða er að ræða.

Afgangurinn af láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verður greiddur í átta jöfnum áföngum, um 155 milljónir dollara í hvert sinn, á þriggja mánaða fresti. Verður greiðslan í ágúst fyrsta greiðslan af þessum átta. Greiðslurnar átta munu haldast í hendur við ársfjórðungslega endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Tímasetning endurskoðunar byggist mjög mikið á því hvaða aðgerðir stjórnvalda liggja fyrir áður. Svo þetta eru ekki fyrirfram ákveðnar dagsetningar, þrátt fyrir ársfjórðungslega endurskoðun og væntingar um að ljúka þessu fyrr,“ segir Rozwadowski. Hann segir að endurskoðun áætlunar hafi seinkað vegna tæknilegra vandamála sem tengjast aðallega endurreisn bankakerfisins. Vinna við uppskiptingu bankanna hafi tekið mun lengri tíma en lagt hafi verið upp með. Kosningar og breytingar í stjórnkerfinu hafi einnig sett strik í reikninginn. „Okkar reynsla er sú að það hægist verulega á útfærslu efnahagsáætlunar í kringum kosningar. Það er mjög eðlilegt.“(mbl.is)

Ef til vill skiptir ekki miklu máli hvenær greiðslur IMF berast.Fyrsta greiðslan,sem barst í nóvember liggur óhreyfð í banka i Bandaríkjunum.Næsta greiðsla fer sennilega inn í sama banka.Þegar næsta greiðsla berst er það staðfesting á því að Ísland standi við áætlun þá,sem Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu  um endureisn efnahagslífsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


Kauplækkun eldri borgara tekur gildi á morgun!

Á morgun,1.júlí tekur kauplækkun aldraðra og öryrkja gildi.Eldri borgarar og öryrkjar   eru þeir einu í þjóðfélaginu,sem sæta kjaraskerðingu nú en sama daginn hækka laun launþega innan ASÍ um  6750 kr.( fyrri hluti) Ríkisstjórn Samfylkingar og VG,sem áður kenndi sig við félagshyggju en getur það ekki lengur, þykir það sæmandi að lækka laun aldraðra og öryrkja um leið og aðrir í þjóðfélaginu fá kauphækkun.Það voru tvö ráðuneyti,sem voru tilbúin að skera niður útgjöld á miðju ári,félags-og tryggingamálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Þess verður ekki vart,þegar dagblöðin eru lesin,að það sé mikill samdráttur í vegaframkvæmdum samgönguráðuneytis á þessu ári.Samdrátturinn virðist því allur vera  hjá almannatryggingum,hjá öldruðum og öryrkjum.Þetta er sá málaflokkur,sem ríkisstjórnin ætlaði að hlífa.Það hefur nú verið svikið.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisbankar í hendur erlendra aðila?

Hugsanlegt er að tveir ríkisbankanna verði komnir, að einhverju eða jafnvel öllu leyti, í eigu erlendra aðila 17. júlí. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi í gær.

Þetta er þó ekki fast í hendi, segir Gylfi. „Ef það gengur ekki eftir getur verið að erlendir kröfuhafar eignist kauprétt á einhverjum hluta hlutafjár í bönkunum sem þeir gætu þá nýtt sér síðar."

Fjármálaeftirlitið frestaði því nýlega til 17. júlí að ljúka við efnahagsreikninga nýju bankanna. Fyrirséð er að sá dagur verði merkisdagur í sögu íslenska bankakerfisins af fyrrnefndum sökum, segir Gylfi.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Gylfa að því hvort unnar hefðu verið samræmdar reglur um lánveitingar ríkisbankanna, og hver sýn hans væri á framtíðar­eignarhald bankanna.
Gylfi sagði að samræmdar útlánareglur væru ekki til, en á því kunni að verða breyting með svonefndri bankasýslu ríkisins. Um eignarhaldið sagði Gylfi þetta:

„Ég vil því ekki spá því nákvæmlega hvernig eignarhald verður í haust en ég held að fyrir­sjáanlega hljótum við að stefna að því að þessir bankar komist að verulegu leyti úr eigu ríkisins fyrr en síðar."( visir)

Ekki er ég hrifinn af því að erlendir aðilar eignist íslensku bankana að öllu leyti.Mér  finnst nauðsynlegt að ríkið eigi verulegan hlut í bönkunum. Einkavæðing bankanna,hin fyrri leiddi, í ljós,að einkaeign banka getur verið mjög varasöm og erlendir aðilar geta farið illa að ráði sínu ekki síður en íslenskir.

 

Björgvin Guðmundsson


Gylfi Magnússon: Ísland ræður við Ice save

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði enga munu vilja lána eða eiga viðskipti við ríki sem ekki gerir upp sínar skuldir í óundirbúnum fyrirspurnartíma ráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði íslenska ríkið jafnframt vel geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave samninganna.

Þessi ummæli komu í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknar, sakaði ráðherrann um hræðsluáróður vegna yfirlýsinga hans um að Ísland væri hið nýja Enron og yrði Kúba norðursins ef Icesave samningurinn yrði ekki samþykktur. Hann spurði hvað Gylfi hefði fyrir sér í því og hvernig hann leyfði sér að viðhafa slíkan hræðsluáróður.

Gylfi sagði þá margt svipað með bankahruninu og falli Enron. Það væri einfaldlega hreinskilið gagnvart umheiminum að viðurkenna það og jyki trúverðugleika landsins út á við. Kúbu-samlíkingin væri sprottin af sama meiði.

Þá aftók Gylfi að Ísland gæti ekki staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um Icesave samningnum, hann hefði reiknað það út sjálfur.

„Útflutningstekjur eru ríflega 5 milljarðar evra á ári og hafa aukist um átta prósent að meðaltali á síðustu 15 árum. Þetta er það sem þjóðarbúið hefur til ráðstöfunar," sagði Gylfi. Hann sagði þessar

útflutningstekjur standa undir því sem upp á vantar eftir að eignir Landsbankans hafa verið teknar upp í Icesave skuldina, enda hefði kreppan ekki mikil áhrif á útflutning þjóðarinnar.(mbl.is)

 

Átök um Ice save aukast. Fjölmennur fundur var í Iðnó í gærkveldi um málið og mikil andstaða vi' samningana.

 

Björgvin Guðmundsson


 

  •  
    •  

     


    Borgarafundur um Ice save í Iðnó

    Opinn borgarafundur verður haldinn í Iðnó klukkan 20 annað kvöld undir yfirskriftinni:  IceSave - Getum við borgað? Að fundinum standa sömu aðilar og stóðu fyrir borgarafundum í vetur.

    Frummælendur verða Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Að auki verða félagar í InDefence hópnum, Eygló Harðardóttir þingmaður og Elvira Méndez, doktor í Evrópurétti, á pallborði.

    Að vanda hefur öllum þingmönnum verið sérstaklega boðið.(mbl.is)

    Borgarafundirnir sl. vetur voru mjög góðir og höfðu áhrif á þróun mála.Spurning er hvort eins verður nú.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

    Fara til baka 


    Næsta síða »

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband