Þriðjudagur, 19. júní 2007
Kvótakerfið hefur gengið sér til húðar
Miklar umræður hafa orðið um kvótakerfið í framhaldi af ræðu Sturlu Böðvarssonar um það mál. Einar Oddur tók strax undir með Sturlu með gagnrýni á kerfið.En svo hafa aðrir snúist til varnar kerfinu svo sem sjávarútvegsráðherrann og formaður LÍÚ.
Það er rétt hjá Sturlu að kerfið hefur mistekist. Það hefur gengið sér til húðar og annað hvort verður að afnema það og taka upp sóknardagakerfi eða að endurskoða kerfið og gera á því róttækar breytingar. Sjavarútvegsráðherra segir,að ekki sé unnt að færa aflaheimildir milli byggða. Það kann rétt að vera. En það er unnt að innkalla allar aflaheimildirnar strax eða að ákveða að fara fyrningarleiðina og gera það smátt og smátt.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 18. júní 2007
"Kvótakerfið hefur mistekist"
Kvótakerfið hefur mistekist sem stjórnkerfi fiskveiða,sagði Sturla Böðvarsson forseti alþingis í ræðu sem hann flutti 17.júní á Ísafirði. Hann sagði,að þessi staðreynd kallaði á allherjar uppstokkun á fiskveiðistjórnarkerfinu,ef sjávarbyggðirnar ættu ekki að hrynja.Hann sagði sveiflur í þorskveiðum og framsal aflaheimila ógna atvinnulífinu og byggðum landsins.
Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur gagnrýnt kvótakerfið eins harkalega eins og Sturla Böðvarsson gerir í þessari ræðu.Ræðan vekur enn meiri athygli en ella með því að hér talar fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og forseti alþingis.Þessi harða gagnrýni Sturlu leiðir athyglina að því, að það er ekkert í stjórnarsáttmálanum um að endurskoða beri kvótakerfið eða að taka beri upp nýtt kerfi. Þó hefur Samfylkingin gagnrýnt þetta kerfi harðlega á undanförnum árum og bent á,að með kvótakerfinu hafi ójöfnuður aukist mikið í þjóðfélaginu og auður safnast á fárra hendur. Það olli miklum vonbrigðum,að Samfylkingin skyldi ekki halda þessu mikilvæga stefnumáli sínu til streitu í stjórnarsamningunum. En þessu máli verður ekki sópað undir teppið eins og sest best á ræðu Sturlu Böðvarssonar.
Það er allt rétt í ræðu Sturlu nema að hann talar um að sjávarbyggðirnar muni hrynja ef kvótakerfið verður ekki stokkað upp. En þær eru þegar hrundar. Um allt land er sem sviðin jörð eftir kvótakerfið í sjávarbyggðum landsins.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 17. júní 2007
Ráðherrasósialismi
Fljótlega eftir að hin alþjóðlega hreyfing sósialista klofnaði í jafnaðarmenn og kommúnista kom upp ágreiningur meðal jafnaðarmanna um það hvort þeir ættu að setjast í ríkisstjórn með borgaraflokkum áður en flokkar þeirra næðu hreinum meirihluta. Stefna þeirra, sem vildu setjast í samsteypustjórnir með borgaraflokkum var nefnd ráðherrasósialismi. Hér á landi var aldrei verulegur ágreiningur um þessa stefnu. Jafnarðarmenn töldu rétt að setjast í slikar samsteypustjórnir,ef þeir gætu tryggt framgang einhverra mikilvægra stefnumála.
Samfylkingin settist í ríkstjórn með Sjálfstæðisflokknum að aflokum síðustu kosningum.Það er á mörkunum,að hún hafi fengið framgengt nægilega mörgum mikilvægum stefnumálum í því stjórnarsamstarfi.Samfylkingin náði fram ágætum umbótum fyrir börn og ungmenni og hefur alþingi þegar samþykkt þingsályktun um þau mál.En kaflinn í stjórnarsáttmálanum um aldraða og öryrkja er mjög óljós og of mikið þar af ákvæðum eins og stefna ber að og athuga ber.Ef til vill er eitt það mikilvægasta sem Samfylkingin fekk framgengt að fá í sinn hlut félags- og tryggingamál og að fá jafnmarga ráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn.En sá galli er á því,að Samfylkingin fær ekki tryggingamálin og málefni aldraðra fyrr en um næstu áramót.Fram að þeim tíma fer ungur hægri maður úr Sjálfstæðisflokknum með tryggingamálin.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. júní 2007
Tugir milljarða hafðir af eldri borgurum
Stjórnarflokkarnir í fyrri ríkisstjórn höfðu 40 milljarða af eldri borgurum á tímabilinu 1995 til ársins 2007. Þetta er drjúgur hluti allra símapeninganna, sem ríkið geymir til ákveðinna verkefna.Það má því segja, að aldraðir eigi megnið af þessum peningum.En sömu peningarnir verða ekki notaðir tvisvar. Ef ríkið vill gera upp skuld sína við eldri borgara er ljóst, að alþingi verður að leggja fram nýja fjármuni til byggingar sjúkrahúss (hátæknisjúkrahús) þ.e. ef ætlunin er að halda við ráðagerð um byggingu þess.
Lífeyrir aldraðra hefur dregist aftur úr Árið 1995 voru sjálfvirk tengsl milli ellilífeyris og lágmarkslauna rofin.Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum sjálfvirkt um leið og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Þáverandi forsætisráðherra lýsti því yfir 1995, að þessi breyting mundi ekki skerða kjör ellífeyrisþega. Því var sem sagt lofað, að kjör aldraðra yrðu ekki rýrð vegna þessarar breytingar.En það fór á annan veg: Lífeyrir aldraðra hefur stöðugt dregist meira og meira aftur úr lágmarkslaunum í kjaraþróuninni. Lífeyrir aldraðra hefur ekki hækkað nema um brot af því, sem lágmarkslaun hafa hækkað. Samkvæmt lágmarksútreikningum vantar 40 milljarða upp á, að lífeyrir aldraðra hafi hækkað eins mikið og hann hefði átt að hækka, ef hann hefði hækkað eins og lágmarkslaun verkafólks.Fyrri stjórnarflokkar hafa því haft 40 milljarða af öldruðum á 12 ára tímabili.
Björgvin Guðmundsson |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. júní 2007
Stórhækka þarf grunnlífeyri aldraðra
Það þarf að stórhækka grunnlífeyri aldraðra og hækka hann í 70-80 þúsund á mánuði sagði Helgi Hjálmsson,nýkjörinn formaður Landssambands eldri borgara í viðtali við Jóhann Hauksson á Útvarpi sögu í gær.Helgi gagnrýndi harðlega hinar miklu tekjutengingar,sem tíðkast í kerfi almannatrygginga hér. Hann sagði,að allir ættu að fá grunnlífeyrinn óskertan án tillits til tekna.Hins vegar mætti skerða tekjutryggingu eftir tekjum. En grunnlífeyririnn yrði að vera það hár , að hann ásamt lífeyri úr lífeyrissjóði dygði fyrir framfærslukostnaði. Grunnlífeyrir ætti að vera 70-80 þúsund á mánuði.
Helgi sagði,að menn ættu að fá óskertar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þetta væri eign lífeyrisþega og ætti ekki að valda neinum skerðingum við útgreiðslu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Getum boðið okkar eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar bjóða sínum ellilífeyrisþegum
Íslendingar hafa á síðustu árum verið duglegir að minna á hvað þeir séu ríkir. Við berum okkur gjarnan saman við hin Norðurlöndin. Svíar eru einna ríkastir af Norðurlandaþjóðunum og Íslendingar eru álíka ríkir og þeir.Ef svo er eiga Íslendingar að geta boðið eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar gera .En mikið vantar á,að svo sé.
Í Svíþjóð sæta ellilífeyrisþegar engum tekjutengingum tryggingabóta vegna atvinnutekna eða lífeyrissjóðstekna.Engar skerðingar eiga sér heldur stað vegna tekna maka.Við getum farið eins að. Við höfum efni á því eins og Svíar. Við getum búið eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar gera.Við eigum því strax að afnema allar tekjutengingar. Við eigum ekki að stíga einhver lítil skref í þessu efni. Við eigum að stíga eitt stórt skref og afnema allar tekjutengingar í einu
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Ellilífeyrisþegum mismunað
Ellilífeyrisþegum mismunað
Sumarþingi lauk í gær. Aðeins ein breyting á almannatryggingalögunum var samþykkt.Var það frumvarpið sem kveður á um að 70 ára og eldri megi hafa atvinnutekjur án þess að það skerði tryggingabætur.Minnihluti heilbrigðisnefndar þingsins gerði margar athugasemdir við frumvarpið og benti m.a.á, að með því væri verið að mismuna ellilífeyrisþegum., þar eð ellilífeyrisþegar 67-70 ára mættu áfram sæta því,að atvinnutekjur þeirra yllu skerðingu tryggingabóta. Einnig benti minnihlutinn á, að ellilífeyrisþegar 67- 70 ára ættu auðveldara með að vinna en þeir, sem væru oðrnir 70 ára eða eldri. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna flutti breytingatillögum um að lagfæra þetta atriði!. Engin önnur tillaga kom fram um málefni aldraðra á sumarþinginu.Eru öll kosningaloforðin, sem gefin voru í þágu aldraðra gleymd.Eru þetta allar efndirnar við eldri borgara?
Björgvin GuðmundssonMiðvikudagur, 13. júní 2007
Tilkynna þarf Bandaríkjunum,að heimildin gildi ekki lengur
Deilt er um það á alþingi hvort Bandaríkin hafi enn heimild til þess að nota Ísland til millilendinga vegna flutninga til Íraks en Bandaríkin fengu þessa heimild þegar hernaðaraðgerðir hófust í Írak.Utanríkisráðherra,Ingibjörg Sólrún,telur,að heimild þessi sé ekki lengur fyrir hendi.En Valgerður Sverrisdóttir,fyrrum utanríkisráðherra,telur,að heimildin gildi enn. Einfaldast er að utanríkisráðuneytið sendi Bandaríkjunum bréf og taki af allan vafa í þessu efni,þ.e. tilkynni ,að heimildin gildi ekki lengur.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Engin tillaga frá Samfylkingunni í málefnum aldraðra
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn blandar sér í innanlandspólitíkina hér
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur verið hér síðustu daga að gera úttekt á íslensku efnahagslífi.Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin og talið þörf á auknu aðhaldi þar.Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar.En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina.Sjóðurinn hefur lagt til,að íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt,að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna.Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál.
Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir í síðustu viku,að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu.Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjósins frekleg íhlutun um innanlandsmál.Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 % lánum til húsnæðiskaupa.Íbúðalánasjóður segir,að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána.Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum.Ekki kemur til greina að einavæða íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamal ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)