Eru kosningaloforðin gleymd?

Engin ný þingmál hafa verið lögð fram um málefni aldraðra,aðeins þetta  eina mál um 70 ára og eldri.Ekkert hefur komið fram um  að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki lífeyri aldraðra frá almannatryggingum,ekkert um að tekjur maka ellilífeyrisþega skerði ekki trygggingabætur og ekkert um hækkun lífeyris aldraðra svo hann dugi til framfærslu ,sbr. neyslukönnun Hagstofu Íslands.Eru kosningaloforðin gleymd?

 

Björgvin Guðmundsson


Hugarflug staksteina Mbl.

Morgunblaðið er ekki af baki dottið. Fyrir kosningar og fyrst eftir kosningar skrifaði það stanlaust um nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokkurinn og VG mynduðu ríkisstjórn og blaðið hældi VG stöðugt ,skrifaði jafnvel heilan hólleiðara um VG. Á sama tíma voru stöðug níðskrif um Samfylkinguna í Mbl. og slúður um sundrungu Ingibjargar og Össurar.Mbl. veðjaði á rangan hest,taldi víst,að VG yrði samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins  en svo reyndist ekki. Blaðið hefur ekki getað sætt vig við að hafa haft rangt fyrir sér í þessu efni,svo það heldur áfram að  hrósa VG og skrifa illa um Samfylkinguna. Nú eru það staksteinar sem fá þetta hlutverk.Í staksteinum Mbl. í dag er vitnað í  Svandísi Svavarsdóttur eins og hún sitji inni með allan sannleika um " átök"milli Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssinar.Og síðan spinnur   Mbl. heilmikinn vef um Ingibjörgu Sólrúnu og Össur og segir,að Össur hafi greinilega búið til leikléttu til þess að veikja Ingibjörgu Sólrúnu í foringjaslag milli þeirra. Já,það sem blöðin geta spunnið upp. Það virðast engin takmörk fyrir því.Ef það sem Mbl. hefur fullyrt reynist ekki  rétt er einfaldlega skáldað upp eitthvað til  þess að fylla upp í eyðurnar.Svandís Svavarsdóttir  veit ekkert um foringjamál Samfylkingarinnar. En hún og Mbl. eiga sameiginlegt að þau vilja veg Samfylkingarinnar sem minnstan.Enda  þótt Svandís sé af nýrri kynslóð í pólitíkinni er hún haldin þeirri sömu áráttu  og eldri kynslóð vinstri manna að vilja fremur skaða hag annarra vinstri manna en  höfuðandstæðingsins,Sjálfstæðisflokksins.

Björgvin Guðmundsson


VG sleit R-listanum

Svandís Svavarsdóttir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur reynir í stóru opnuviðtali í Morgunblaðinu í dag að afsanna það, að Vinstri grænir hafi slitið R-listasamstarfinu.Það tekst þó ekki betur en svo,að Svandís  viðurkennir í viðtalinu,að VG hafi slitið viðræðunum um samstarf og þar með samstarfinu um R-listann.VG hafi leiðst þófið og séð,að ekkert gekk og því slitið viðræðunum.Ekki þarf frekar vitnanna við. VG sleit samstarfinu og getur ekki þvegið ábyrgðina af því af sér. Ef R-listinn  hefði haldið áfram og boðið fram við síðustu borgarstjórnarkosningar væri hann enn við völd í Reykjavík.

Svandís Svavarsdóttir talar mikið um það í viðtalinu,að jafnræði hafi átt að ríkja milli R-listaflokkanna.Ekki var þó sú regla alltaf höfð í heiðri. Við fyrsta framboðið hafði Alþýðuflokkurinn aðeins einn fulltrúa á listanum en hinir flokkarnir tvo menn hver. Þá var níðst á Alþýðuflokknum þar eð hann kom illa út í skoðanakönnunum. Þegar rætt var um framboðið 2005-2006 kom Samfylkingin vel út úr skoðanakönnunum og hafði fengið 31% í þingkosningunum 2003 þá  vildu samstarfsflokkar Samfylkingarinnar ekki láta hana í neinu njóta mikils fylgis við uppröðun á listann.Þeim hefði verið nær að sýna þá örlítið meira raunsæi.Það var mjög takmarkaður áhugi  hjá VG  á því að halda R-lista samstarfinu áfram eins og sést best á því ,að VG sleit að  lokum viðræðunum  enda þótt Svandís  gefi til kynna,að það hafi verið vegna  þess,að Samfylkingin hafi  ekki viljað að jafnræði ríkti á listanum .Síðar kom í ljós,að hugur VG stóð talsvert til samstarfs við íhaldið. Svandís geirir einnig mikið úr því að Ingibjörg Sólrún hafi hætt sem borgarstjóri og tekið 5. sæti á þinglista Samfylkingarinnar.Bæði Árni Þór Árnason og Alfreð Þorsteinsons  fóru í þingframboð á undan Ingibjörgu Sólrunu   án þess að Samfylkingin gerði nokkrar athugasemdir við það.Það var því fráleitt að gera stórmál úr því,að Ingibjörg Sólrún byði sig fram í varasæti ( 5.sætið).Hún hefði þrátt fyrir það getað verið áfram borgarstjóri og hefði haldið sig til hlés í kosningabaráttunni ef  samkomulag hefði verið um það að hún héldi áfram starfi borgarstjóra.

Björgvin Guðmundsson


Framsókn reynir að ná vopnum sínum

Miðstjórn Framsóknarflokksins kemur saman til fundar á morgun.Á þá að kjósa nýjan varaformann í stað Guðna Ágústssonar,sem hefur tekið við formennsku í Framsóknarflokknum. Aðeins einn er í kjöri,Valgerður Sverrisdóttir.Hún verður því sjálfkjörin varaformaður.Er það ágætt val,þar eð Valgerður hefur verið vaxandi stjórnmálamaður og stóð sig ágætlega sem utanríkisráðherra.

Ekki virðist vera full eining um Guðna Ágústsson sem formann. Í viðtali við Finn Ingólfsson,fyrrverandi varaformann Framssóknar,kom fram,að Finnur teldi,að best væri,að kynslóðaskipti yrðu í Framsóknarflokknum.Yngra fólk ætti að taka við.Ljóst var,að þessu var beint gegn Guðna,þar eð hann er fulltrúi gömlu kynslóðarinnar í Famsókn  þó hann sé ekki gamall að árum.

Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum kemur nú fram á sjónarsviðið og talar  um að Framsókn þurfi að ná vopnum sínum og endurheimta glatað fylgi. Það er von,að þessir menn reyni að tala kjark í liðið þar eð Framsókn hefur tapað rúmlega helmingi fylgis síns á stuttu tímabili.Það eru ekki mörg ár síðan Framsókn var með 25% fylgi.En stjórnarsamvinnan við Sjálfstæðisflokkinn kostaði Framsókn það mikla fylgi sem tapaðist.Væntanlega lærir Framsókn af reynslunni.

Björgvin Guðmundsson

alfstæðis


Betur má,ef duga skal

Nýja ríkisstjórnin verður að gera betur í málefnum aldraðra en að afnema skerðingu á tryggingabótum hjá  70 ára og eldri.Þetta er það eina sem komið hefur fram frá stjórninni í málefnum aldraðra.Hvað er með efndir á öllum loforðum stjórnarflokkanna í málefnum aldraðra?Hvað með afnám á skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka.( vegna atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna)? Hvað með afnám skerðingar á tryggingabótum   vegna tekna úr lífeyrissjóði? Hvað með hækkun á lífeyri aldraðra svo að hann dugi fyrir framfærslukostnaði? Ekkert bólar á þessum tillögum.Og sú eina tillaga,sem komið hefur fram,er stórgölluð. Hún tekur aðeins til 70 ára og eldri en ekki til 67 -70 ára . Eiga eldri borgarar að greiða skatta og sæta skerðingu tryggingabóta á aldursbilinu 67-70 ára? Þeir sætta sig ekki við það og hætta því að vinna 67 ára. Ef þeir eru hættir að vinna er erfitt fyrir þá að byrja að vinna á ný.Þetta gengur því ekki upp hjá ríkisstjórninni.Hún verður að endurskoða þetta ákvæði og koma strax með aðrar endurbætur í málefnum aldraðra. Það á ekki að draga þessar tillögur.Þetta eru áríðandi mál,sem þola ekki bið.

 

Björgvin Guðmundsson


Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur

Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra,lýsti því yfir á alþingi í gær,að Íbúðalánasjóður yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu.Það ber að fagna þessari yfirlýsingu,þar eð ýmsir í  Sjálfstæðisflokknum hafa sótt það fast,að breyta íbúðalánasjóði í heildsölubanka og að láta bankana taka við afgreiðslu lána frá íbúðalánasjóði.Við myndun ríkisstjórnarinnar var sagt,að flytja ættiu íbúðalánasjóð  úr félagsmálaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið. Þetta verkaði illa og gat  bent til þess,að ætlunin væri að einkavæða íbúðalánasjóð.A.m.k. taldi Guðni Ágústsson,formaður Framsóknarflokksins, það. Hann hefur starfað með Sjálfstæðisflokknum sl. 12 ár og þekkir vel til þar.Hann sagði,að fjármálaráðherra biði eftir því að hremma íbúðarlánasjóð eins og úlfurinn rauð hettu.Guðni veit hvað sjálfstæðismenn vilja í þessu efni.Bankarnir hafa barist hart fyrir því að fá íbúðalánasjóð og einkarekstursmenn í Sjálfstæðisflokknum hafa stutt þá kröfu.Það kemur ekki til greina að flytja sjóðinn í bankana og það kemur ekki til greina að breyta sjóðnum í heildsölubanka. Ef það yri gert mundu vextir strax hækka og kjör lántakenda versna. Íbúðalánasjóður  í þeirri mynd sem hann er í nú hefur haldið vöxtum niðri.

Björgvin Guðmundsson


Ofurlaun til skammar

Fjölmiðlar  hafa skýrt frá því,að laun seðlabankastjóra  hafi verið hækkuð um 200 þúsund krónur á mánuði og séu nú 14oo þúsund á mánuði.Ekki er langt síðan að laun þessara   embættismanna voru hækkuð um 25-30 %.Seðlabankinn brýnir gjarnan fyrir landsmönnum að spara og eyða ekki um efni fram til þess að ekki verði þensla og verðbólga.Hvernig má það þá vera af bankastjórar bankans taki sér slík ofulaun. Þetta ráðslag er til skammar og óskiljanlegt,að formaður bankaráðsins,framsóknarmaðurinn, Helgi Guðmundsson,skuli flytja tillögu um svo há laun seðlabankastjóra.Á sama tíma og bótaþegar almannatrygginga verða að láta sér nægja rúmar 100 þúsund á mánuði og á meðan laun verkamanna eru 100-200 þúsund á mánuð þá eru laun bankastjóra Seðlabankans hækkuð jafnmikið og nemur mánaðarlaunum þessa fólks.

Það er svo önnur saga,að Seðlabankanum gengur illa í baráttu sinni við verðbólguna. Samtök atvinnulífsins segja,að  Seðlabankinn skaði atvinnulífið með hávaxtastefnu sinni en ekki öfugt.Ekki skal lagður dómur á það hér en Seðlabankanum bent á,að ef hann vill vinna sér traust og trúverðugleika verður bankinn að gæta hófs á  öllum sviðum,þar á meðal í launmálum yfirmanna sinna.

Björgvin Guðmundsson 


Litlar endurbætur á almannatryggingum enn

Ríkisstjórnin  lagði í gær fram frumvarp um það að atvinnutekjur 70ára og eldri skyldu ekki skerða tryggingabætur ellilífeyrisþega.Ekkert tillit hefur verið tekið til þeirrar gagnrýni,að ekki væri nóg að miða  við 70 ára í þessu efni heldur ætti að miða  við 67 ára þar eð það væri lögboðinn ellilífeyrisaldur.Engin önnur frumvörp um breytingar á almannatryggingum hafa enn verið lögð fram. Ekkert hefur komið um að tekjur maka skuli ekki skerða tryggingabætur og ekkert um að tekjur úr lífeyissjóðum skerði  ekki  tryggingabætur.Ekkert hefur heldur komið frá stjórninni um hækkun á lífeyri aldraðra en hann er skammarlega lágur og dugar hvergi nærri til framfærslu.

Björgvin Guðmundsson


Gæta verður réttar minnihlutans

Í lýðræðisskipulagi  hefur minnihlutinn viss réttindi. Meirihlutinn má ekki valta yfir minnihlutann.Þeir ,sem tekið hafa þátt í stjórnmálum, hafa flestir hverjir upplifað það að vera bæði í meirihkuta og minnihluta.

Á alþingi eru nú til meðferðar tvö stjórnarfrumvörp,annað um breytingu á lögum um stjórnarráð Íslands en hitt um breytingar á þingsköpum alþingis. Hér er um að ræða breytingu vegna breyttrar verkaskiptingar ráðherra,sem samið var um í stjórnarsáttmálanum. Mjög harðar deilur urðu um frumvörp þessi á alþingi,sennilega aðalllega vegna klaufaskapar.Svo óheppilega vildi til,að frumvarpið um breytingar á þingsköpum var lagt fram á undan en það fór illa í stjórnarandstöðuna. sem benti á,að ekki væri eðlilegt að breyta þingsköpum alþingis vegna breytingar,sem ætti síðar að gera á stjórnarráðinu og sumar breytingarnar ekki fyrr en um áramót. Þegar breytingar eru gerðar á þingsköpum alþingis er ráð að efna til þverpólitísks samráðs  um málið.Það hefur oft verið gert áður en var ekki gert nú.Nýi stjórnarmeirihlutinn verður að gæta þess að misbeita ekki valdi sínu þó meirihlutinn sé mikill. Minnihlutinn á einnig sinn rétt.Þá kom það fram,að í frumvarpinu um stjórnarráð Íslands  er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fái heimild til þess að breyta skipulagi ráðuneyta án þess að leggja það fyriralþingi. Það er algerlega óeðlilegt. Í seinni tíð hefur verið talið að heimildarlög væru óeðlileg og hefur  hæstiréttur dæmt heimildarákvæði ógild.Það er óeðlilegt að samþykkja heimildarlög um stjórnarráðið. Málið á að leggjast fyrir alþingi hverju sinni.

Björgvin Guðmundsson


Kolsvört skýrsla Hafró

Ný skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um ástand fiskistofnanna var birt fyrir helgi.Samkvæmt henni er ástand þorstofnsins mjög slæmt og ef farið væri eftir ráðgjöf Hafró mundi þorskaflinn dragast saman um  þriðjung á næsta fiskveiðiári. Það þýðir tekjusamdrátt upp á 20-30 milljarða.Þetta er enn ein staðfestingin á því,að kvótakerfið hefur algerlega mistekist. Aðalmarkmið kvótakerfisins var að vernda þorskstofninn. En það markmið hefur ekki náðst. Þvert á móti hefur ástand þorstofnsins stórversnað  vegna kvótakerfisins  og á sama tíma hefur skuldsetning útgerðarinnar stóraukist.

Sjávarútvegsráðherra er nú í algerum vandræðum vegna þessarar skýrslu Hafró.Hefur hann óskað eftir þverpólitískri samstöðu um viðbrögð við henni. Er það skynsamleg tillaga.Mikil og vaxandi gagnrýni kemur nú fram á kvótakerfið. Morgunblaðið hefur gagnrýnt það harðlega síðustu daga. Og nú hefur Framsóknarflokkurinn bætst við. Flokkurinn gagnrýnir nú kvótakerfið og vill breyta því. T.d. setti Björn Ingi Hrafnsson,borgarfulltrúi Framsóknar,fram gagnrýni á kerfið á sjómannadaginn og vildi m.a. að úthlutað yrði upp á nýtt þannig að meira kæmi í hlut sjávarbyggðanna,sem nú væru afskiptar.

Það verður ekki lengur vikist undan því að skera upp kvótakerfið og gerbreyta því. Banna á framsalið og leyfa nýjum aðilum að hefja veiðar. Það er ekki stætt á því að hafa greinina lokaða nýjum aðilum.

Björgvin Guðmundsson 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband