Vildi framsókn vinstri stjórn?

Bjarni Harðarson alþingismaður framsóknar skýrir frá því í Blaðinu í gær,að hann hafi  boðið  upp  á aðild framsóknar  að vinstri stjórn strax daginn eftir kosningar. Þetta hafi hann gert í Silfri Egils með umboði frá forustu framsóknar en fulltrúar vinstri flokkanna, Samfylkingar og VG,sem hafi verið í þættinum hafi ekkert tekið undir þessar hugmyndir,heldur þvert á móti. Ég horfði á þennan þátt þannig,að ég staðfest ,að þetta er rétt. Það var enginn áhugi hjá vinstri flokkunum á vinstri stjórn.Hitt er annað mál,að Framsókn gerði mikil mistök að draga sig ekki út úr ríkisstjórninni strax eftir kosningar. Við  það  hefði forsetinn tekið málin í sínar hendur og hugsanlega falið Ingibjörgu Sólrúnu að mynda stjórn.En í staðinn fyrir að gera þetta lá framsókn á brjósti íhaldsins  eins lengi og hún gat og vonaði að gamla stjórnin   yrði framlengd.

Björgvin Guðmundsson


Sviðin jörð eftir kvótakerfið!

Reynt er nú að kaupa Vinnslustöðina frá Eyjum til þess að ná kvótanum í burt þaðan.Það  eru eigendur Brims,Guðmundur og Hjálmar Kristjanssynir,sem eru að reyna að kaupa Vinnslustöðina.Guðmundur  keypti  Útgerðarfélag Akureyrar  með hjálp Landsbankans og sagðist ætla að reka fyrirtækið  áfram frá Akureyri en sveik það.Nú reynir hann að endurtaka sama leikinn í Eyjum. Vonandi hrinda Eyjamenn árás þeirra bræðra.

Morgunblaðinu ofbýður nú svo kvótabraskið út um allt land,að það getur ekki orða bundist í forustugrein í dag og segir,að það sé  sviðin jörð víða um byggðir landsins vegna kvótakerfisins. Blaðið nefnir serstaklega Flateyri og þá hættu,sem nú vofi yfir Eyjum. Segir blaðið,að Einar K. Guðfinnsson sjávarúvegsráðherra verði að taka taumana.

Björgvin Guðmundsson


Mun ríkisstjórnin auka jöfnuð í þjóðfélaginu?

Samfylkingin lagði mikla áherslu á það í kosningabaráttunni, að jöfnuður yrðu aukinn í þjóðfélaginu,þar eð misskipting og   ójöfnuður hefði aukist mikið sl. 12 ár.Í stjórnarsáttmálanum  eru ákvæði um  að tryggja eigi jafnrétti milli þegna og byggða og að auka eigi jöfnuð með því að bæta hag þeirra hópa,sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu.Einnig segir,að huga eigi að hækkun perónuafsláttar  við skattálagningu en  Samfylkingin lagði mikla áherslu á það að skattleysismörk yrðu hækkuð.Kafli er um,að hagur barna verði bættur og barnabætur auknar hjá þeim sem búa við slök kjör. Þessi ákvæði eru öll í anda jafnaðarstefnunnar.En nú veltur á öllu,að framkvæmdin takist vel.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mun ríkisstjórnin auka jöfnuð í þjóðfélaginu?

Samfylkingin lagði mikla áherslu á það í kosningabaráttunni, að jöfnuður yrðu aukinn í þjóðfélaginu,þar eð misskipting og   ójöfnuður hefði aukist mikið sl. 12 ár.Í stjórnarsáttmálanum  eru ákvæði um  að tryggja eigi jafnrétti milli þegna og byggða og að auka eigi jöfnuð með því að bæta hag þeirra hópa,sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu.Einnig segir,að huga eigi að hækkun perónuafsláttar  við skattálagningu en  Samfylkingin lagði mikla áherslu á það að skattleysismörk yrðu hækkuð.Kafli er um,að hagur barna verði bættur og barnabætur auknar hjá þeim sem búa við slök kjör. Þessi ákvæði eru öll í anda jafnaðarstefnunnar.En nú veltur á öllu,að framkvæmdin takist vel.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mun ríkisstjórnin auka jöfnuð í þjóðfélaginu?

Samfylkingin lagði mikla áherslu á það í kosningabaráttunni, að jöfnuður yrðu aukinn í þjóðfélaginu,þar eð misskipting og   ójöfnuður hefði aukist mikið sl. 12 ár.Í stjórnarsáttmálanum  eru ákvæði um  að tryggja eigi jafnrétti milli þegna og byggða og að auka eigi jöfnuð með því að bæta hag þeirra hópa,sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu.Einnig segir,að huga eigi að hækkun perónuafsláttar  við skattálagningu en  Samfylkingin lagði mikla áherslu á það að skattleysismörk yrðu hækkuð.Kafli er um,að hagur barna verði bættur og barnabætur auknar hjá þeim sem búa við slök kjör. Þessi ákvæði eru öll í anda jafnaðarstefnunnar.En nú veltur á öllu,að framkvæmdin takist vel.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Góð ræða Ingibjargar Sólrúnar á alþingi

Umræður fóru fram um stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra flutti þar ræðu. Var þetta mjög góð ræða hjá Ingibjörgu.Hún kom víða við. M.a. ræddi hún Íraksstríðið og gagnýndi ákvörðun fyrri stjórnar um að styðja innrásina í Írak.Hún sagði,að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins harmaði stríðsreksturinn í Írak.Morgunblaðið segir í  forustugrein í dag,að þeir Björn Bjarnason og Geir Haarde hafi áreiðanlega ekki verið hrifnir af þessum ummælum Ingibjargar Sólrúnar.Er ljóst,að Mbl. ætlar áfram að vera í stjórnarandstöðu, sérstaklega mun Mbl. ætla að vera í andstöðu við Ingibjörgu Sólrúnu. Mbl. virðist ekki búið að átta sig á því enn,að Ingibjörg Sólrún er utanríkisraðherra.

Ingibjörg Sólrún  sagði einnig í ræðu sinni á alþingi, að  ákvæði væri um það í stjórnarsáttmálanum, að framvegis yrðu öll mikilvæg utanríkismál lögð fyrir utanríkismálanefnd.Það var ekki gert þegar ákveðið  var að styðja innrásina í Írak.Ef  það mál hefði verið lagt fyrir alþingi er óvíst,að Ísland hefði  stutt innrásina.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband