Föstudagur, 20. júní 2008
Íbúðalánin hækka í dag í 20 millj.kr.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setti í dag þrjár reglugerðir á grundvelli laga um húsnæðismál sem fela í sér framkvæmd á hluta þeirra aðgerða á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka úr 18 milljónum í 20 milljónir króna.
Þá er brunabótamat afnumið sem viðmið fyrir lánveitingum Íbúðalánasjóðs en þess í stað verður miðað við allt að 80% af kaupverði eigna. Þessi breyting miðar ekki síst að því að auðvelda fólki kaup á minni eignum, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem brunabótamat er oft á tíðum um 50% af markaðsverði eigna og því erfitt að fjármagna kaup á litlum íbúðum með lánum frá Íbúðalánasjóði, að því er segir í tilkynningu.(mbl.is)
Það er fagnaðarefni,að íbúðláin skuli hækka í 20 millj. kr. og viðmið við söluverð ákveðið. Vætanlega mun þetta auðvelda ungu fólki að kaupa íbúðir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Reglugerðir um húsnæðislán taka gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. júní 2008
Hvað gerist 1.júlí í málefnum aldraðra?
Nú styttist í 1.júlí en þá á enduskoðunarnefnd almannatryggingalaga að skila áliti um lágmarksframfærsluviðmið lifeyrisþega.Það verður fróðlegt að sjá hvað nefndin leggur til í því efni. Mun nefndin leggja til raunhæft viðmið sem endurspeglar naunverulegan framfærslukostnað eldri borgara eða mun nefndin leggja til eitthvert fátækraviðmið til þess að halda kjörum eldri borgara niðri:Ég skal engu spá í því efni en sporin hræða. Neyslukönnun Hagstofu Íslands leiddi í ljós,að neysluútgjöld einhleypinga á mánuði eru til jafnaðar 226 þús. kr. án skatta.Auðvitað á að miða við þá könnun. Framfærslukostnaður aldraðra er ekkert öðruvísi eða annar en framfærslukostnaður almennings yfirleitt. Ef eitthvað er þá er hann hærri,þar eð eldri borgarar þurfa að eyða mikið hærri fjárhæðum í læknishjálp og lyf en almennt gerist.
Eldri borgarar munu ekki sætta sig við neitt fátækraviðmið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. júní 2008
Voru það mistök að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum?
Voru það mistök hjá Samfylkingunni að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu þingkosningae? Átti Samfylkingin frekar að mynda stjórn með hinum stjórnarandstöðuflokkunum og Framsókn?Ég ætla að fjalla um þessar sprningar hér í dag. Stjórnarandstaðan og þar á meðal Samfylkingin lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að hún vildi mynda stjórn ef hún fengi meirihluta til þess. Hún náði ekki þeim meirihluta. En hún gat myndað stjórn með Framsókn.Spurningin er sú hvort það hefði verið betri kostur en að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Réttlætingin á því fyrir Samfyl kinguna að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum var að ná fram einhverjum verulegum umbótamálum,sem Samfylkingin legði áherslu á, t.d. umbótum fyrir aldraða og öryrkja. En ef svo er ekki er réttlætingin engin. Svo virðust sem Samfylkingin verði að toga hvert mál út ur Sjálfstæðisflokknum með töngum,þ.e. hvert umbótamal,sem Samfylkingin leggur áherslu á.Það var illa samið úr því þetta er raunin. Samfylkingin getur ekki setið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,ef sá síðarnefndi stöðvar mikilvæg umbótamál,sem Samfylkingin vill koma fram. Svo virðist sem sú hafi verið raunin í mörgum umbótamálum fyrir aldrara og öryrkja.
Ég gef þessu tíma fram að áramótum til þess að fá úr því skorið, hvort Samfylkingin á erindi í þessa ríkisstjórn eða ekki?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. júní 2008
Er kennarastéttin að deyja út?
Eftirspurn eftir kennaranámi hefur dvínað undanfarin ár. Þessarar þróunar virðist bæði gæta hér á landi og í nágrannalöndunum og þróunin er áhyggjuefni, að sögn Önnu Kristínar Sigurðardóttur, forstöðumanns kennarabrautar við Kennaraháskóla Íslands.
Umsóknir um nám í grunnskólakennarafræðum við Kennaraháskólann voru 270 í ár en í fyrra voru umsóknirnar 392. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna að sögn Önnu Kristínar. Í ár var nemendum aðeins heimilt að sækja um eina námsleið við KHÍ, en í fyrra mátti sækja um fleiri.
Við skólann eru allnokkrar námsleiðir í boði, þar á meðal leikskólakennaranám, íþróttakennarafræði, þroskaþjálfafræði og tómstunda- og félagsmálafræði. Anna Kristín segir að heildarumsóknarfjöldi í skólann sé álíka mikill í ár og í fyrra. Spurð um skýringar á fækkun umsókna um grunnskólakennaranám bendir Anna Kristín á að framboð á háskólanámi hafi aukist mjög ár frá ári á síðustu árum.
Áður fyrr hafi verið litið á kennaramenntun sem grunn undir mjög mörg önnur störf. Núna er hægt að fara í háskólanám í öðrum stofnunum til þess að mennta sig fyrir fjölbreytnina, segir hún. Fólk hljóti að huga að ýmsu þegar það velur sér nám, m.a. starfsvettvanginn og þau kjör sem þar bjóðast.( mbl.is)
Það er alvarlegt mál,að eftirspurn eftir kennaranámi skuli fara minnkandi. Það hefur komið fram á hverju ári mörg undanfarin ár,að mikill skortur er á grunnskólakennurum. Það vantar mjög tilfinnanlega kennara og því því þyrfti kennaraskólanemum að fjölga en ekki að fækka. Ein aðalástæðan fyrir þessu ástandi er sú,að laun kennara eru ekki nógu góð. Þau þarf enn að bæta.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Minni áhugi á kennslu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Hressist fasteignamarkaðurinn?
Á fundi ráðherra ríkisstjórnar Íslands með aðilum vinnumarkaðarins þar sem efnahagsmálin voru rædd voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á reglum Íbúðalánasjóðs. Eru endurbæturnar miðaðar að því að koma í veg fyrir kólnun á fasteignamarkaði og aðstoða ungt fólk við kaup á sinni fyrstu íbúð.
Stefnt er að því að stofna tvo nýja flokka hjá Íbúðalánasjóði. Annar flokkurinn varðar lánveitingar til banka og fjármálastofnana til endurfjármögnunar á íbúðalánum sem þessar stofnanir hafa þegar veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði.
Hinn flokkurinn varðar einnig lánaveitingar til banka og fjármálastofnana til fjármögnunar á nýjum íbúðalánum.
Í tilkynningu sem ríkisstjórnin gaf út segir að til að draga úr miklum þrýstingi á skuldabréfamarkaði hefur verið ákveðið að auka við útgáfu stuttra ríkisbréfa.(mbl.is)
Við lánveitingar Íbúðalánasjóðs verður viðmið við 80% af brunabótamati íbúða afnumið og þess í stað verður miðað við 80% af kaupverði eigna. Þetta er gert til að auðvelda ungu fólki að fjármagna fyrstu kaup sín og um leið verður hámarkslán sjóðsins hækkað úr 18 milljónum í 20 milljónir.
Forysta ASÍ fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að blása lífi í húsnæðismarkaðinn með því m.a. að auðvelda fólki aðgengi að lánsfé. Í tillögum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag er verið að bregðast við ýmsum af þeim atriðum sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á í sínum málflutningi að undanförnu.Forsetar Alþýðusambandsins ítrekuðu á fundinum að þessar aðgerðir megi ekki skerða getu Íbúðarlánasjóðs til að sinna sínu hlutverki," að því er segir á vef ASÍ.( mbl.is)
Fagna bér þessum ráðstöfunum til þess að efla fasteignamarkaðinn. Viðmiðun við söluverð í stað brunabótamats við lán til ibúðarkaupa var löngu tímabær. Einnig er ánægjuefni að fjármagn til íbúðarkaupa verður aukið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Breytingar á Íbúðalánasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Bensín hefur hækkað um 59%
Frá því í fyrrahaust hefur innkaupsverð á hvern lítra af bensíni og dísilolíu hækkað mjög. Í október 2007 var reiknað innkaupsverð á bensíni 33,63 kr/l og 38,22 kr/l á dísilolíu. Fram til apríl í ár hefur innkaupsverðið á bensíni hækkað um næstum 20 kr á lítra, sem er 59%. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.
Þar kemur fram að innkaupsverð á dísilolíu hefur hækkað um nærri 30 kr á lítra, eða um 76%. Á sama tíma hefur útsöluverð á bensíni hækkað um 17% en á dísilolíu um 25%.
Hlutur olíufélaganna í endanlegu verði hefur því dregist saman að undanförnu. Framlegð olíufélaganna (endanlegt söluverð að frádregnum sköttum og vörugjaldi ásamt reiknuðu innkaupsverði, sem hlutfall af innkaupsverði) af dísilolíu var yfir 60% í október í fyrra en er nú 29%.
Framlegð í bensínsölu var 78% en er nú 46%. Olíufélögin virðast þannig ekki hafa fært alla hækkun innkaupsverðsins yfir á neytendur þótt mjög hafi verið kvartað yfir verðinu.
Þetta eru gífurlegar hækkanir og bitna þungt á neytendum. Stjórnvöld verða nú að koma til hjálpar með lækkun eða niðurfellingu gjalda af bensíni.Það gæti verið tímabundin lækkun.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Innkaupsverð á bensíni hefur hækkað um 59% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Vöruverð lækkar í Bónus og í Krónunni
Vörukarfa ASÍ hækkaði mest í lágvöruverðsversluninni Kaskó, um 3,4% á milli verðmælinga í fyrstu og annarri viku júní mánaðar. Næstmest hækkun var í Nóatúni þar sem verð körfunnar hækkaði um 1,5%. Í báðum stóru lágvöruverðskeðjunum, Bónus og Krónunni lækkaði verðið á vörukörfunni um tæp 2% á milli vikna.
Verðhækkun körfunnar í Kaskó um 3,4% má að mestu rekja til hækkana á kjötvörum í vörukörfunni á milli vikna en einnig til hækkunar á liðnum ýmsar matvörur.
Lækkun á verði vörukörfunnar í Bónus og Krónunni er að stærstum hluta tilkomin vegna lækkana á kjötvörum sem er að finna í vörukörfunni en einnig lækkar verð á grænmeti, ávöxtum og drykkjarvörum á milli vikna.
Í Nóatúni þar sem vörukarfan hækkaði um 1,5% á milli vikna er hækkun á kjötvörum helsta skýringin en þar hækkuðu brauð og kornvörur og drykkjarvörur í körfunni einnig nokkuð.( mbl.is)
Það er fagnaðarefni,að Bónus og Krónan skuli lækka vöruverð. Með því taka þessar verslanir á sig samfélagslega ábyrgð.Ekki hefur stöðugt fall krónunnar auðveldað lækkanir á verði.
Bjögvin Guðmundsson
![]() |
Bónus og Krónan lækka vöruverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Atlaga að kjörum eldri borgara
Það er bein atlaga að kjörum eldri borgara,þegar skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu.Þá njóta þeir ekki þeirrar kaupmáttaraukningar,sem verður í samfélaginu.
Þetta segir í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.Skattleysismörkin væru í dag 150 þús. á mánuði ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988.En þau eru 95 þús. á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Slappur stjórnarsáttmáli
Það vakti athygli þegar Geir Haarde sagði á ársafmæli stjórnarinnar að búið væri að framkvæma 80% af stjórnarsáttmálanum. Það kom á óvart. En skýringarinnar var ekki langt að leita. Stjórnarsáttmálinn er í flestum atriðum svo loðinn að hann segir lítið sem ekki neitt.Hins vegar eru stjórnarflokkarnir aðeins búnir að framkvæma mjög lítið af kosningastefnuskránni.
Lítum á stjórnarsáttmálann. Þar segir m.a. :"Stefnt skal að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar. Ríkisstjórnin mun vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Fyrirtæki skulu búa við stöðugt og örvandi skattaumhverfi. Á kjörtímabilinu verður leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki. Þá skal stefnt að því að umhverfisþættir fái aukið vægi í skattastefnunni. Kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virðisaukaskatts, verði endurskoðað. ."
Þetta eru falleg orð en þau segja lítið.Hvað segir fyrsta setningin? Það er sama hvað lítið persónuafsláttur er hækkaður þá er búið að efna þá setningu. Hins vegar sagði Samfylkingin að hún vildi hækka skattleysismörk í 150 þús. á mánuði. Það er langur vegur í það verði gert. Skattleysismörkin munu hækka í 115-120 þús. á mánuði. Það er alltof lítið.Eins er með endurskoðun almannatrygginga til þess að bæta hag lág-
tekjufólks og millitekjufólks. Það er ekkert sagt hvað mikið eigi að bæta hag þessa fólks. Enn er ekki hafin framkvæmd á þessu ákvæði þó eitt ár sé liðið.Tryggingabætur sem hlutfall af lágmarkslaunum hafa lækkað á þessu ári og nema nú aðeins 93,74% af lægstu launum miðað við 100 % sl. ár. En ætlunin mun að bæta einhverju við 1.júli. Mér segir að vísu hugur um að þá verði smátt skammtað.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Ingibjörg Pálmadóttir stjórnarformaður Fl group
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, ætlar ekki að bjóða sig fram til stjórnar á hluthafafundin félagsins í dag. Eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, kemur ný inn í stjórnina.
Tillaga liggur fyrir hluthafafundi um að fækka stjórnarmönnum úr 7 í 5. Auk Jóns Ásgeirs ganga þeir Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason úr stjórninni.
Af 66. grein hlutafélagalaga má draga þá ályktun að Jóni Ásgeiri sé ekki heimilt að sitja í stjórn eða vera framkvæmdastjóri í íslenskum félögum eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi 5. júní síðastliðinn. Gildir það í þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins.
Fundur FL Group í dag er fyrsti hluthafafundur félags þar sem Jón Ásgeir situr í stjórn eftir niðurstöðu Hæstaréttar.
Samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti er Jón Ásgeir stjórnarmaður í 22 félögum á Íslandi. Auk FL Group eru það félög eins og 365, Baugur Group, Styrkur, Stoðir, Hagar og ýmis fjárfestingarfélög. Fjölmörg fyrirtæki eru svo rekin undir þessum félögum bæði á Íslandi og erlendis.
Auk Ingibjargar Pálmadóttur munu þau Katrín Pétursdóttir, Þorsteinn M. Jónsson, Eiríkur S. Jóhannesson og Árni Hauksson verða sjálfkjörin í stjórn.( mbl. is)
Jón Ásgeir mun nú hugleiða hvort hann flytji eitthvað af félögum sínum til útlanda og kemur þá fyrst og fremst Baugur til greina í því sambandi. Hann má ekki vera í stjórn þessara fyrirtækja eftir að hann fékk 3ja mánaða skilorðsbundinn dóm í Hæstarétti. Hins vegar getur hann setið í stjórn þessara fyrirtækja,ef hann flytur lögheimili þeirra til útanda. En þá tapar ríkið skatttekjum af þessum félögum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Jón Ásgeir úr stjórn FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |