Tíminn og vatnið

Eitt albesta kvæði Steins Steinarr er Tíminn og vatnið. Það kom út í sérstöku kveri 1948 í 200 tölusettum eintökum og tileinkaði skáldið konu sinni fyrsta eintakið.

 

Tíminn er eins og vatnið-

og vatnið er kalt og djúpt-

eins og vitund mín  sjálfs-

 

og tíminn er eins og mynd-

sem er máluð af vatninu-

og mér til hálfs-

 

meðann tíminn og vatnið-

renna veglaust til þurrðar-

inn í vitund mín sjálfs

Höfundur: Steinn Steinarr

 

Björgvin Guðmundsson


Ekki byggðar nægilega margar félagslegar íbúðir

Í tengslum við kjarasamninga í feb. sl. lýsti ríkisstjórnin því yfir,að byggja ætti eða kaupa 750 félagslegar íbúðir á ári 2009-2010.Íbúðalánasjóður átti að lána til þessara  famkvæmda en forstjórinn þar hefur ekkert heyrt um málið frá stjórnvöldum.Íbúðalánasjóði hefur verið heimilt að lána til byggingar 400 félagslegra í íbúða á ári frá 2001 en kvótinn hefur ekki verið fullnýttur öll árin.

Mikill skortur er nú á leiguíbúðum.Er verðið á tveggja herbergja íbúð nú komið í 120-130 þús. á mánuði. Ungt fólk sem, er að byrja búskap ræður ekki við að greiða það og heldur ekki venjulegt launafólk.

 

Björgvin Guðmundsson


19.júní er kvenréttindadagur

Kvenrétttindadagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, mætti staða kvenna á Íslandi vera betri. Ef miðað er við Nérðurlöndin erum við á eftir á ýmsum sviðum. Þar má nefna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja, á þingi og í sveitarstjórnum. Vandinn er þannig nátengdur pólitískum og efnahagslegum völdum. Þau verkefni sem liggi brýnast fyrir séu því að lagfæra stöðu kvenna á þessum sviðum, auk þess að leiðrétta laun umönnunarstétta og draga úr kynbundnu ofbeldi.

Staðan er þó ekki alslæm þar sem íslenskar konur standa erlendum kynsystrum sínum framar á öðrum sviðum. Til dæmis eru konur afar öflugir þátttakendur á vinnumarkaði auk þess sem kvennasamtök, sem veita stjórnvöldum og aðilum á vinnumarkaði aðhald, eru mjög virk.

Kristín hefur trú á því að jafnréttislögin muni skila árangri en það sem þau fela í sér, umfram eldri lögin, er öflugra eftirlit og strangari kvaðir hvað varðar vinnumarkaðinn og jafnréttisáætlanir ríkis og sveitarfélaga. Þá er í fyrsta skipti nú minnst á kynbundið ofbeldi í lögunum. Kristín segir það afar stórt skref og er það eitt af hinum stóru úrlausnarverkefnum Jafnréttisstofu.

Þó ýmislegt hafi áunnist er samt enn mikill munur á launum karla og kvenna fyrir sambærileg störf. Í því efni er jafnréttislögum ekki fylgt. Og það er ekkert gert til þess að fylgjast með því.Athuganir leiða í ljós,að mjög lítið hefur áunnist í því efni að jafna launin sí'ustu ár.

Björgvin Gudmundsson

 
      
    
 
      

19.júní er kvenréttindadagur

Kvenrétttindadagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, mætti staða kvenna á Íslandi vera betri. Ef miðað er við Nérðurlöndin erum við á eftir á ýmsum sviðum. Þar má nefna hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja, á þingi og í sveitarstjórnum. Vandinn er þannig nátengdur pólitískum og efnahagslegum völdum. Þau verkefni sem liggi brýnast fyrir séu því að lagfæra stöðu kvenna á þessum sviðum, auk þess að leiðrétta laun umönnunarstétta og draga úr kynbundnu ofbeldi.

Staðan er þó ekki alslæm þar sem íslenskar konur standa erlendum kynsystrum sínum framar á öðrum sviðum. Til dæmis eru konur afar öflugir þátttakendur á vinnumarkaði auk þess sem kvennasamtök, sem veita stjórnvöldum og aðilum á vinnumarkaði aðhald, eru mjög virk.

Kristín hefur trú á því að jafnréttislögin muni skila árangri en það sem þau fela í sér, umfram eldri lögin, er öflugra eftirlit og strangari kvaðir hvað varðar vinnumarkaðinn og jafnréttisáætlanir ríkis og sveitarfélaga. Þá er í fyrsta skipti nú minnst á kynbundið ofbeldi í lögunum. Kristín segir það afar stórt skref og er það eitt af hinum stóru úrlausnarverkefnum Jafnréttisstofu.

Þó ýmislegt hafi áunnist er samt enn mikill munur á launum karla og kvenna fyrir sambærileg störf. Í því efni er jafnréttislögum ekki fylgt. Og það er ekkert gert til þess að fylgjast með því.Athuganir leiða í ljós,að mjög lítið hefur áunnist í því efni að jafna launin sí'ustu ár.

Björgvin Gudmundsson

 
      
    
 
      
 
      
    
 
      

mbl.is Jafnréttisbaráttunni langt í frá lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggð brú milli innfæddra og nýbúa

Það var fullt hús á Hressó  á stofnfundi Landnemans, – „Miklu fleiri en við þorðum að vona,“ sagði Oddný Sturludóttir ur undirbúningshópnum við setningu fundarins – sennilega um 70–80 manns í allt, bæði síbúar og nýbúar.  Þetta er fyrsta félagið sem stofnað er í tengslum við stjórnmálasamtök um málefni innflytjenda og mátti finna á samkomunni í gær að frumkvæðinu að Landnemanum er tekið fagnandi víða í hópum innflytjenda og áhugamanna með síbúa um fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi.

Fundurinn hófst með því að Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi bauð gesti velkomna og sagði frá aðdragandanum að stofnun félagsins, sem annarsvegar á upptök sín í starfi meðal innflytjenda fyri síuðustu kosningar og tengist hinsvegar starfi að stefnuskrifum og bæklingaútgáfu á skrifstofu flokksins. Sjálfum stofnfundinum stýrði Mörður Árnason, og var félagið stofnað með samþykkt laga án mikila umræðna og kjöri sjö manna í stjórn, sem skiptir sjálf með sér verkum.

Það er mjög gott framtak hjá Samfylkingunni að beita sér fyrir stofnun þessara samtaka,Landnemans. Væntanlega tekst með þessum samtökum að stofna brú milli innfæddra og

nýbúa en full þörf er a því.

Björgvin  Guðmundsson




 


Krónan fellur og fellur

Gengi krónunnar lækkaði um 3,40% í dag. Lokagildi gengisvísitölunnar 164,70 stig og hefur gengi krónunnar aldrei verið lægra í lok dags, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengisvísistalan stóð í 159,15 stigum við opnun markaðar í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 82,60 krónur, evran er 128,10 krónur og pundið 161,60 krónur. Velta á millibankamarkaði nam 46,2 milljörðum króna.Hi

Lækkun krónunnar er orðin yfir 30% frá áramótum. Það virðist ekkert lát á lækkun krónunnar.Gengislækkun er ekkert annað en lækkun lífskjara. Þannig er st0ðugt búið að vera að lækka lífskjör fólks síðan nýir kjarasamningar voru gerðir .Gífurleg hækkun stýrivaxta Seðlabankans virðist ekkert hafa að segja til þess að styrkja krónuna eða lækka verðbólguna. Gengislækkun eykur verðbólguna þar eð allar innfluttar vörur hækka.

 

Björgvin Guðmundsson


Spornum gegn fátækt.Jöfnum tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu!


365 afskráð í Kauphöllinni

RSS þjónusta 365 hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar þann 1. júlí næstkomandi og leggja fyrir hlutha félagsins tillögu um skráningu félagsins úr Kauphöll Íslands.

Markaður

info Uppl. um fyrirtæki:
Veldu fyrirtæki 365 Actavis Alfesca Atorka Bakkavör Exista Flaga FL Group Glitnir Hampiðjan Eimskip Icelandair IG ICEQ Kaupþing banki hf. Landsbanki Marel Mosaic Nýherji Atlantic Petroleum Foroya Banki SS SPRON Straumur Teymi TM Vinnslustöðin Össur

Myntbreyta

MyntFjárhæð
ISK - Íslensk króna  ISK
USD - Bandaríkjadalur  USD
EUR - Evra  EUR
GBP - Sterlingspund  GBP
CAD - Kanadadalur  CAD
DKK - Dönsk króna  DKK
NOK - Norsk króna  NOK
SEK - Sænsk króna  SEK
CHF - Svissneskur franki  CHF
JPY - Japanskt jen  JPY
Í samvinnu við Kaupþing

Tenglar

Innlendir
lendir
Verðbréfasjóðir

mbl.is 365 sækir um afskráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kjörum eldri borgara haldið niðri?

Í kjarasamningunum í feb. sl. var samið um að lágmarkslaun verkafólks yrðu 145 þús. kr. ( Hækkun um 20 þús.) En að vísu er það svo,að mjög fáir eru á lægstu launum. Flestir eru með hærri laun en 145 þús. á mánuði. En samt mátti ekki einu sinni   veita eldri borgurum þessi lágmarkslaun

 þeir fá aðeins  136 þús. á mánuði ( einhleypir).Þegar eldri  borgarar biðja um hækkun segir verkalýðshreyfingin,að laun eldri borgara megi ekki vera hærri en verkafólks. Þetta er furðuleg röksemd. Sem betur fer  eru flestir  launamenn ekki með lægri laun en 160-170 þús. á mánuði. En þó verkalýðshreyfingunni hafi ekki tekist að koma lægstu launum  í viðunandi horf er ekki þar með sagt að það eigi að verða til þess að kjörum eldri borgara sé einnig haldið niðri.Eldri borgarar eru búnir með ævistarfi sínu  að skapa það þjóðfelag sem við búum við í dag. Þeir eiga það inni að fá viðunandi kjör í dag. Þeir eiga að geta lifað  með reisn  síðustu æviárin.

 

Björgvin Guðmundsson


Aukinn ágreiningur milli stjórnarflokkanna?

Mbl. skrifar um það í dag,að það sé harðari tónn  meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins  í garð Samfylkingarinnar en verið hafi áður.Blaðið segir m.a.:

Búast má við að tónn þingmanna Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að harðna í garð Samfylkingarinnar á næstu misserum og afstaðan verði eindregnari í málamiðlunum stjórnarflokkanna. Vísbending um það er fundur umhverfisnefndar Alþingis á föstudag. Þar stóðu sjálfstæðismenn fyrir því að landsskipulag, sem umhverfisráðherra hefur beitt sér fyrir, var tekið út úr nefndaráliti. Enda er engin stemning fyrir því meðal stórs hóps þingmanna Sjálfstæðisflokksins að það verði að veruleika.

Er það gagnrýnt að færa eigi vald frá sveitarfélögum til umhverfisráðherra og að undir búi að nýta eigi ákvæðið til að standa í vegi fyrir tilteknum framkvæmdum, svo sem stóriðju. Þannig vilji „höfuðborgarmenn“ skipuleggja úrræði fólks á landsbyggðinni.

Þá gagnrýnir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samfylkinguna fyrir stefnuleysi í orku- og virkjanamálum.

Ég tel,að Mbl. geri fullmikið úr þessum   "ágreiningi".Það er jafnvel verið að spá,að ágreiningur fari harðnandi á næstunni en það liggur ekkert fyrir um það enn,að svo verði.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Harðari tónn í garð samstarfsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband