Fimmtudagur, 19. júní 2008
Tíminn og vatnið
Eitt albesta kvæði Steins Steinarr er Tíminn og vatnið. Það kom út í sérstöku kveri 1948 í 200 tölusettum eintökum og tileinkaði skáldið konu sinni fyrsta eintakið.
Tíminn er eins og vatnið-
og vatnið er kalt og djúpt-
eins og vitund mín sjálfs-
og tíminn er eins og mynd-
sem er máluð af vatninu-
og mér til hálfs-
meðann tíminn og vatnið-
renna veglaust til þurrðar-
inn í vitund mín sjálfs
Höfundur: Steinn Steinarr
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Ekki byggðar nægilega margar félagslegar íbúðir
Í tengslum við kjarasamninga í feb. sl. lýsti ríkisstjórnin því yfir,að byggja ætti eða kaupa 750 félagslegar íbúðir á ári 2009-2010.Íbúðalánasjóður átti að lána til þessara famkvæmda en forstjórinn þar hefur ekkert heyrt um málið frá stjórnvöldum.Íbúðalánasjóði hefur verið heimilt að lána til byggingar 400 félagslegra í íbúða á ári frá 2001 en kvótinn hefur ekki verið fullnýttur öll árin.
Mikill skortur er nú á leiguíbúðum.Er verðið á tveggja herbergja íbúð nú komið í 120-130 þús. á mánuði. Ungt fólk sem, er að byrja búskap ræður ekki við að greiða það og heldur ekki venjulegt launafólk.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
19.júní er kvenréttindadagur
Fimmtudagur, 19. júní 2008
19.júní er kvenréttindadagur
![]() |
Jafnréttisbaráttunni langt í frá lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Byggð brú milli innfæddra og nýbúa
Það var fullt hús á Hressó á stofnfundi Landnemans, Miklu fleiri en við þorðum að vona, sagði Oddný Sturludóttir ur undirbúningshópnum við setningu fundarins sennilega um 7080 manns í allt, bæði síbúar og nýbúar. Þetta er fyrsta félagið sem stofnað er í tengslum við stjórnmálasamtök um málefni innflytjenda og mátti finna á samkomunni í gær að frumkvæðinu að Landnemanum er tekið fagnandi víða í hópum innflytjenda og áhugamanna með síbúa um fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi.
Fundurinn hófst með því að Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi bauð gesti velkomna og sagði frá aðdragandanum að stofnun félagsins, sem annarsvegar á upptök sín í starfi meðal innflytjenda fyri síuðustu kosningar og tengist hinsvegar starfi að stefnuskrifum og bæklingaútgáfu á skrifstofu flokksins. Sjálfum stofnfundinum stýrði Mörður Árnason, og var félagið stofnað með samþykkt laga án mikila umræðna og kjöri sjö manna í stjórn, sem skiptir sjálf með sér verkum.
Það er mjög gott framtak hjá Samfylkingunni að beita sér fyrir stofnun þessara samtaka,Landnemans. Væntanlega tekst með þessum samtökum að stofna brú milli innfæddra og
nýbúa en full þörf er a því.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Krónan fellur og fellur
Gengi krónunnar lækkaði um 3,40% í dag. Lokagildi gengisvísitölunnar 164,70 stig og hefur gengi krónunnar aldrei verið lægra í lok dags, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengisvísistalan stóð í 159,15 stigum við opnun markaðar í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 82,60 krónur, evran er 128,10 krónur og pundið 161,60 krónur. Velta á millibankamarkaði nam 46,2 milljörðum króna.Hi
Lækkun krónunnar er orðin yfir 30% frá áramótum. Það virðist ekkert lát á lækkun krónunnar.Gengislækkun er ekkert annað en lækkun lífskjara. Þannig er st0ðugt búið að vera að lækka lífskjör fólks síðan nýir kjarasamningar voru gerðir .Gífurleg hækkun stýrivaxta Seðlabankans virðist ekkert hafa að segja til þess að styrkja krónuna eða lækka verðbólguna. Gengislækkun eykur verðbólguna þar eð allar innfluttar vörur hækka.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Spornum gegn fátækt.Jöfnum tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu!
Miðvikudagur, 18. júní 2008
365 afskráð í Kauphöllinni

Markaður

Myntbreyta
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
![]() | |
Í samvinnu við ![]() |
Tenglar
- BYR - sparisjóður
- Glitnir
- Íslensk verðbréf
- Kaupþing
- Landsbankinn
- MP Fjárfestingarbanki
- Netbankinn
- S24
- Saga Capital Fjárfestingarbanki
- Sparisjóðirnir
- SPRON
- Straumur Burðarás
- VBS fjárfestingarbanki
![]() |
365 sækir um afskráningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Er kjörum eldri borgara haldið niðri?
Í kjarasamningunum í feb. sl. var samið um að lágmarkslaun verkafólks yrðu 145 þús. kr. ( Hækkun um 20 þús.) En að vísu er það svo,að mjög fáir eru á lægstu launum. Flestir eru með hærri laun en 145 þús. á mánuði. En samt mátti ekki einu sinni veita eldri borgurum þessi lágmarkslaun
þeir fá aðeins 136 þús. á mánuði ( einhleypir).Þegar eldri borgarar biðja um hækkun segir verkalýðshreyfingin,að laun eldri borgara megi ekki vera hærri en verkafólks. Þetta er furðuleg röksemd. Sem betur fer eru flestir launamenn ekki með lægri laun en 160-170 þús. á mánuði. En þó verkalýðshreyfingunni hafi ekki tekist að koma lægstu launum í viðunandi horf er ekki þar með sagt að það eigi að verða til þess að kjörum eldri borgara sé einnig haldið niðri.Eldri borgarar eru búnir með ævistarfi sínu að skapa það þjóðfelag sem við búum við í dag. Þeir eiga það inni að fá viðunandi kjör í dag. Þeir eiga að geta lifað með reisn síðustu æviárin.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Aukinn ágreiningur milli stjórnarflokkanna?
Mbl. skrifar um það í dag,að það sé harðari tónn meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins í garð Samfylkingarinnar en verið hafi áður.Blaðið segir m.a.:
Búast má við að tónn þingmanna Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að harðna í garð Samfylkingarinnar á næstu misserum og afstaðan verði eindregnari í málamiðlunum stjórnarflokkanna. Vísbending um það er fundur umhverfisnefndar Alþingis á föstudag. Þar stóðu sjálfstæðismenn fyrir því að landsskipulag, sem umhverfisráðherra hefur beitt sér fyrir, var tekið út úr nefndaráliti. Enda er engin stemning fyrir því meðal stórs hóps þingmanna Sjálfstæðisflokksins að það verði að veruleika.
Er það gagnrýnt að færa eigi vald frá sveitarfélögum til umhverfisráðherra og að undir búi að nýta eigi ákvæðið til að standa í vegi fyrir tilteknum framkvæmdum, svo sem stóriðju. Þannig vilji höfuðborgarmenn skipuleggja úrræði fólks á landsbyggðinni.
Þá gagnrýnir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samfylkinguna fyrir stefnuleysi í orku- og virkjanamálum.
Ég tel,að Mbl. geri fullmikið úr þessum "ágreiningi".Það er jafnvel verið að spá,að ágreiningur fari harðnandi á næstunni en það liggur ekkert fyrir um það enn,að svo verði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Harðari tónn í garð samstarfsflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |