Þriðjudagur, 23. júní 2009
Laun hækka 1.júlí og aftur 1.nóvember
Laun munu hækka um næstu mánaðamót og um sömu upphæð í nóvember samkvæmt samkomulagi sem samningamenn vinnumarkaðarins gerðu í gær og kynntu ríkisstjórn í gærkvöld. Enn er þó ekki víst að stöðugleikasáttmála verði lokið í dag.
Samkomulag hefur náðst milli forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um að skipta upp launahækkun 1.júlí þannig: Helmingur upphæðarinnar um næstu mánaðamót og hinn helmingurinn komi til hækkunar í nóvember.
Þetta er liður í gerð stöðugleikasáttmálans í efnahagsmálum sem unnið hefur verið að. Samkomulagið var kynnt ráðherrum ríkisstjórnarinnar seint í gærkvöld með þeim fyrirvara að tillagan verði samþykkt innan ASÍ og SA. Ekki tókst þó að klára stöðugleikasáttmálann í heild sinni. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, býst við því að samkomulagið verði samþykkt innan samtaka vinnumarkaðarins.
Við erum að koma með mjög viðamikla áætlun um að lækka hallarekstur ríkissjóðs sem að hjálpar til að lækka vexti," sagði Vilhjálmur sem áður hefur sagt að forsenda þess að hækka laun sé að vextir lækki. Við vonumst líka til þess að farið verði í að fá eigendur að bankakerfinu sem hafi burði í að lána peninga, það gæfi líka færi á því að lækka vexti og hækka gengi krónunnar." Vilhjálmur segir ennfremur að miðað við þær forsendur sem SA gefi sér ættu vextir að verða komnir í eins stafs tölu ekki síðan en í haust. (visir.is)
Það er jákvætt,að aðilar vinnumarkaðar skuli hafa náð samkomulagi um kauphækkunina,sem átti að koma til framkvæmda 1.júlí. Samkomulag er um að skipta 7 þús. kr. launahækkun í tvennt: 3400 koma til framkvæmda 1.júlí´og afgangurinn 1.nóvember.Eftir þetta samkomulag getur ríkisstjórnin ekki lækkað laun aldraðra og öryrkja 1.júlí. Það verður að endurskoða.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. júní 2009
Reynt að berja saman stöðugleikasáttmála
Fulltrúar launþega og atvinnurekenda ætla að reyna til þrautar í kvöld að ganga frá stöðugleikasáttmálanum. Stefnt er að því að aðilar vinnumarkaðarins fundi með forsætisráðherra seinna í kvöld.
Samkvæmt frétt á vef BRSB þá virðast viðsemjendur vongóðir um að sátt muni nást í kvöld.
Á heimasíðu BRSB segir að í framhaldi af þeirri vinnu munu svo hefjast viðræður fulltrúa ríkis og sveitarfélaga við BSRB og önnur samtök opinberra starfsmanna um kjarasamninga og er stefnt að því að ljúka þeim viðræðum fyrir mánaðamót
Reynt hefur verið að ná sáttum í stöðugleikasáttmálanum síðan í vor.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 22. júní 2009
Verðmæti eigna Landsbankans 1100 milljarðar
Samkvæmt uppfærðu mati sérfræðinga skilanefndar Landsbankans á eignum bankans, frá því í febrúar á þessu ári til aprílloka, er gert ráð fyrir að um 1100 milljarðar króna fáist fyrir eignir upp í kröfur á hendur bankanum.
Síðast þegar Landsbankinn skilaði eignamati hinn 20. febrúar síðastliðinn voru eignir bankans metnar á 1195 milljarða króna. Matið gerir því ráð fyrir að verðmæti eigna hafi rýrnað um 95 milljarða.
Skilanefnd stefnir á að framkvæma heildstætt eignamat fyrir 20. nóvember næstkomandi þegar haldinn verður opinn fundur kröfuhafa bankans.
Miðað við að innlánskröfur, sem eru alls um 1.330 milljarðar króna og að langstærstum hluta vegna Icesave- innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi, séu forgangskröfur, þýðir þetta að um 83% fást upp í forgangskröfur miðað stöðuna 30. apríl síðastliðinn.
Forsendur fyrir eignamatinu eru að engar eignir Landsbanka Íslands hf. séu seldar á hrakvirði og að útlán, en útlánasöfn eru langstærsti hluti eigna bankans, séu innheimt samkvæmt skilmálum þeirra (hold to maturity") eins og greiðslugeta skuldara/greiðenda og settar tryggingar duga til. Bent er sérstaklega á að endanlegt virði eigna bankans er háð mikilli óvissu, m.a. vegna óþekktrar þróunar efnahagslegra þátta bæði innanlands og utan, sem getur haft áhrif á framtíðarvirði undirliggjandi eigna.
Heildarvirði eigna Landsbankans 30. apríl 2009 er metið 816 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að við þá fjárhæð bætist 284 milljarða króna greiðsla frá Nýja Landsbankanum (NBI hf.) sem er gagngjald fyrir þær eignir sem fluttar voru yfir til Nýja Landsbankans í byrjun október á síðasta ári. Þessi fjárhæð er háð mikilli óvissu þar sem samningum, sem nú standa yfir um virði og fyrirkomulag þessara eigna er ekki lokið. Þá er vakin athygli á að öllum tölum ber að taka með varúð vegna mikilla breytinga á gengi gjaldmiðla, sérstaklega á gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlunum.
Með alla þessa óvissuþætti í huga er það niðurstaða skilanefndar Landsbankans að verðmæti allra eigna bankans í hinn 30. apríl síðastliðinn sé um 1.100 milljarðar króna. Matið er í sífelldri endurskoðun og mun taka breytingum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mánudagur, 22. júní 2009
LEB vill,að kjaraskerðing eldri borgara verði afturkölluð
Stjórn og kjaramálanefnd Landasambands eldri borgara (LEB) samþykkti á fundi sínum í dag,að óska eftir því við ríkisstjórnina að fyrirhuguð kjaraskerðing eldri borgara og öryrkja verði afturkölluð.Fram kemur í samþykkt stjórnarinnar,að það sé verið að ráðast á velferðarkerfið og sérstaklega eldri borgasra og oryrkja áður en skorið sé niður hjá öðrum. Tillögur um niðurskurð á yfirstandandi ári taka aðeins til almannatrygginga og vegagerðar og það á að skera niður almannatryggingar strax 1.júlí en óvíst er enn hvernig hagað verði niðurskurði vegaframkvæmda á þessu ári.LEB bendir á,að það sé verið að skera niðu laun eldri borgara og öryrkja á sama tíma og rætt sé um hækkun launa á hinum almenna vinnumarkaði. Þessu er harðlega mótmælt og bent á,að þetta sé brot á kosningaloforðum stjórnarflokkanna.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 22. júní 2009
Gunnar Helgi: Ice save gæti fellt stjórnina
Hljóti væntanlegt frumvarp um ríkisábyrgð á innistæðum Icesave-reikninganna ekki meirihluta á Alþingi þýðir það endalok núverandi ríkisstjórnar að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir í vikunni en á þingflokksfundi Vinstri grænna fyrr í mánuðinum greiddu þrír þingmenn flokksins atkvæði gegn samningnum. Auk þess hefur Atli Gíslason lýst sig andvígan samningnum. Leggist öll stjórnaraðstaðan auk þessara fjögurra stjórnarliða gegn frumvarpinu fellur það með einu atkvæði.
Ég get ekki séð að stjórnin sé starfhæf ef hún kemur ekki í gegn jafnmiklu grundvallarmáli og þessu, segir Gunnar Helgi. Standi stjórnarliðar ekki sameinaðir að málefnum stjórnarinnar hefur stjórnin ekki traustan þingmeirihluta og verður þar með ekki fær um að sinna hlutverki sínu, að mati Gunnars Helga. Verði það raunin sé óhjákvæmilegt að stjórnin falli og sér hann ekki fyrir sér að hún myndi sitja áfram nema ef til vill sem bráðabirgðastjórn. En hvað nákvæmlega tæki við er ekki auðvelt að sjá.(mbl.is)
Ég er ekki alveg sammála Gunnari Helga.Víst getur Ice save samningurinn reynst stjórninni hættulegur. En ég held hún lifi það af þó samningurinn ( ríkisábyrgðin9 verði felld. En þá reikna ég með að taka verði samninginn upp og gera hann betri,fá inn í hann ný ákvæði.
Björgvin Guðmundsson
Forsætisráðherra var með það sem sitt helsta kosningamál að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum, það er eitthvað öfugsnúið ef hún ætlar núna að fara að halla sér að honum, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist nýlega ekki trúa því að flokkurinn myndi greiða atkvæði gegn ríkisábyrgðinni.
Sunnudagur, 21. júní 2009
Aðilar vinnumarkaðar hóflega bjarsýnir á samkomulag
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, voru þokkalega bjartsýnir á að samkomulag næðist um efnahagsmálin eftir fund með oddvitum ríkisstjórnarflokkanna í stjórnarráðinu í kvöld.
Gylfi og Vilhjálmur ætla að halda áfram að ræða málin í kvöld ásamt félögum sínum í höfuðstöðvum Samtaka atvinnulífsins. Gylfi sagði eftir fundinn í kvöld að hann hefði trú á því að menn væru að þokast í átt að samkomulagi. Hann sagðist vona að á næsta sólarhring myndi þroskast samkomulag sem gæti dugað til að halda þessu samstarfi áfram.
Gylfi sagði að menn hefðu rætt þær "ákvarðanir ríkisstjórnar sem gætu leitt til þess að Seðlabankinn gæti fyrr og hraðar tekið ákvarðanir um vaxtalækkun og þannig komið til móts við atvinnulífið svo það axli þær byrgðar sem okkar kjarasamningur felur í sér. Það er vilji til vinna áfram á þessum nótum og sjá hvort við náum ekki til lands. "
Gylfi sagði að allt hefði verið undir á fundinum. Menn hefðu rætt um gjaldeyrishöft og stefnu í vaxtamálum. Einnig hefði verið rætt um ríkisfjármál á árunum 2011 og 2012.
Á fundinum var m.a. rætt um mikinn niðurskurð í verklegum framkvæmdum sem ríkisstjórnin hefur boðað, en í honum felst m.a. 3,5 milljarða niðurskurður til vegamála á þessu ári og 8,2 milljarða niðurskurður á næsta ári. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði ekki koma til greina að draga úr sparnaði í ríkisfjármálum. Gylfi sagðist vonast eftir að lífeyrissjóðirnir væru tilbúnir að koma að fjármögnun framkvæmda sem yrðu þá utan ríkisreiknings. Slíkt myndi stuðla að því að hægt yrði halda uppi atvinnu í landinu.(mbl.is)
Ef til vill dugar framlag aldraðra og öryrkja til þess að ASÍ og SA nái samkomulagi!
Sunnudagur, 21. júní 2009
Kirkjuráð bað Sigrúnu Pálínu ekki afsökunar
Nokkuð hefur verið skrifað um fund Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með Kirkjuráði um ásakanir hennar um kynferðislegt áreiti fyrrverandi biskups,sem nú er látinn.Kirkjuráð harmaði sársauka Sigrúnar Pálínu.Einnig tók Kirkjuráð undir ummæli Karls Sigurbjörnssonar biskips á Kirkjuþingi en þar sagði hann,að kirkjan bæði þær konur og börn afsökunar,sem brotið hefði verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar.Sumir hafa túlkað þetta svo,að verið væri að biðja Sigrúnu Pálínu afsökunar. En það er ekki rétt.Það liggur ekkert fyrir um það hvort brotiö var á henni af fyrrverandi biskupi.Mál hans var til meðferðar á sínum tíma hjá ríkissaksóknara en engin ákæra var gefin út. Málið var fellt niður.Það liggur því ekkert fyrir um það hvort fyrrverandi biskup braut á Sigrúnu Pálínu.Þar stendur orð gegn orði.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 21. júní 2009
Viðræður aðila vinnumarkaðar halda áfram í dag
Viðræður fulltrúa vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar halda áfram í dag. Formenn landssambanda innan Alþýðusambandsins hittast á fundi klukkan fjögur í dag. Að óbreyttu bendir allt til þess að kjarasamningar verði lausir 1. júlí, því Samtök atvinnulífsins telja sig ekki hafa bolmagn til þess að standa við samningsbundnar launahækkanir.
Á fundi fulltrúa SA og Alþýðusambandsins með forsætis- og fjármálaráðherra í gær var farið yfir málið og athugað hvort einhverjar leiðir væru færar svo komast megi hjá því að samningar losni. Meiriháttar stýrivaxtalækkun er helsta ósk Samtaka atvinnulífsins en ekki kemur í ljós fyrr en 2. júlí á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans hvort þeim verður að ósk sinni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 21. júní 2009
Það á að leggja ráðherrabílunum
Ríkisstjórnin leggur áherslu á, að ástandið í ríkisfjármálum sé slæmt.Það verði að skera mikið niður.Það er rétt. Og nú hefur ríkisstjórnin lagt fram tillögur um að skera verulega niður laun aldraðra og öryrkja! En áður en það verður samþykkt þarf margt annað að koma til: Ráðherrarnir verða að leggja ráðherrabílunum.Þeir geta keyrt á eigin bílum eins og annað fólk. Það þarf einnig að lækka laun þeirra verulega. Og það þarf að lækka laun allra ríkisstarfsmanna og bankamanna,ekki niður í laun forsætisráðherra,heldur niður í 4-500 þús. á mánuði. það þarf strax á þessu ári að skera niður í mennta-´
malaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti og í öllum ´ráðuneytum öðrum en félags-og tryggingamálaráðuneyti.Því var lofað að velferðarkerfinu yrði hlíft. En þegar búið er að gera allt þetta,sem ég hefi talið upp, má athuga hvort gamla fólkið og öryrkjarnir eiga að leggja í púkkið. Fyrr ekki.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. júní 2009
Á að fórna kjörum aldraðra og öryrkja fyrir frið á vinnumarkaði?
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa lagt á það þunga áherslu,að ríkisstjórnin yrði að koma með róttækar niðurskurðartillögur í ríkisfjármálum fyrir næstu mánaðamót svo Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti myndarlega en Samtök atvinnulífsins hafa sagt,að lækkun stýrivaxta væri forsenda fyrir kauphækkun launþega. Ef þessi vaxtalæk kun yrði ekki framkvæmd yrði engin kauphækkun 1.júlí og sennilega kjarasamningum sagt upp.Það hefur verið eitthvað djúpt á því að hin ýmsu ráðuneyti kæmu með róttækar niðurskurðartillögur fyrir yfirstandandi ár..En ein tillaga kom fyrst fram: Tillaga félags-og tryggingamálaráðuneytis um verulega lækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja.Síðar kom svo einhver niðurskurðarlækkun frá samgönguráðuneytinu en önnur ráðuneyti hafa ekki komið með lækkunartillögur fyrir yfirstandandi ár. Málið stendur því þannig,að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja ásamt lækkun vegaframkvæmda er lykillinn að kauphækkun launþ.ega á almennum vinnumarkaði.Á að fórna kjörum aldraðra og öryrkja fyrir frið á vinnumarkaði? Í góðærinu var sagt,að aldraðir og örykjar ættu að fá ´sambærilega hækkun og launþegar á almennum vinnumarkaði. Það var svikið.En nú á að skerða kjör öryrkja og aldraðra svo launbþegar geti fengið kauphækkun eða a.m.k haldið óbreyttum kjörum. Hvað er hér að gerast í skjóli félagshyggjustjórnar? Þetta kemur að sjálfsgögðu ekki til greina. Það verður að draga til baka frumvcarp um kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Þeir geta ekkert látið af hendi.Aðilar á vinnumarkaði verða að finna aðra leið til þess að leysa sín mál.
Björgvin Guðmundsson