Víkingasafnið í Reykjanesbæ opnað

Víkingaheimar í Reykjanesbæ voru formlega opnaðir í dag. Til þeirra 
teljast sýningarskáli Íslendings sem Guðmundur Jónsson arkitekt 
hannaði og sýningin Víkingar Norður-Atlantshafsins sem sett er upp í 
samvinnu við Smithsonian-stofnunina í Bandaríkjunum.

Meðal sýningargripa eru vopn víkinga sem grafin voru upp í Svíþjóð og 
eru talin vera frá því í kringum árið 800. Vopnin eru fengin að láni 
frá Þjóðminjasafni Svíþjóðar. Einnig eru í sýningunni aðrir 
munir, svo sem grafsteinar frá svipuðum tíma og koma 
munirnir víða að m.a. frá Skandinavíu löndunum, Englandi, Færeyjum (mbl.is)

Mér gafst þess nýlega kostur að skoða Víkingaheima og varð mjög hrifinn af því.Víkingaskipið Íslendingur,sem þar er til sýnis er mjög glæsilegt og ekki spillti,að sá,sem smíðaði skipið og sigldi því til Vesturheims var á staðnum og útskýrði smíðina og siglinguna vestur. Ég hefi trú á því að Víkingaheimar muni draga marga ferðamenn að .

 

Björgvin Guðmundsson

 


Kreppan á ekki að bitna á öldruðum og öryrkjum

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir svo m.a.a.:

Á kreppan að valda því,að stjórnvöld skerði kjör aldraðra og öryrkja?Svarip er nei. Samfylkingin hefur marglýst því yfir,að hún vilji verja velkferðarkerfið og nýja ríkisstjórnin,stjórn Samfylkingar oig VG segir,að hún muni standa vörð um velferðarkerfið.Samkvæmt því á ekki að ráðast á kjör aldraðra og öryrkja. Auk þess segir í upphafi stjórnarsáttmálans,að ríkisstjórnin vilji skapa hér  norrænt velferðarkerfi.Það er vissulega fagnaðarefni.
Hvað þýðir norrænt velferðarkerfi,norrænt velferðarsamfélag, fyrir eldri borgara og öryrkja? Það þýðir m.a.,að ekki á að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. Svíþjóð hefur  verið í forustu fyrir norræna velferðarkerfinu. Þar tíðkast engar akerðingar á tryggingabótum  lífeyrisþega vegna tekna á vinnumarkaði eða  úr lífeyrissjóði.Þar greiðast bætur almannatrygginga öllum 65  ára og eldri að fullu  óháð  tekjum af atvinnu,lífeyrissjóði eða  fjármagni.Þetta er norræna velferðarkerfið.Í Danmörkju fá 70% ellílífeyrisþega óskertar bætur. Í Noregi eru mjög litlar skerðingar á tryggingabótum eldri borgara vegna tekna og þar fá t.d. ellilífeyrisþegar fullan grunnlífeyri án tillits til tekna. Íslendingar sem búa í Noregi njóta þessa eftir að þeir hafa búið 3 ár í Noregi. Á Íslandi njóta aðeins 3% ellilífeyrisþega óskertra bóta. Ef ríkisstjórnin ætlar að jafna  kjör lífeyrsþega hér til jafns við' kjör lífeyrisþéga á hinum Norðurlö0ndunum og afnema tekjutengingar að mestu eða öllu leyti á hún talsvert verk fyrir höndum.  Að sjálfsögðu má gera þetta í áföngum.Ég á ekki von á því að ríkisstjórnin skapi hér norrænt velferðarsamfélag í einum áfanga.En markmiðið er skýrt.Og það verður að reikna með því,að ríkisstjórnin viti hvað það þýðir.Hún setur þetta markmið ekki inn í stjórnarsátt-
málann nema hugur fylgi máli.
Um síðustu áramót áttu lífeyrisþegar að fá fulla verðlagsuppbót á lífeyri sinn frá almannatryggingum samkvæmt eldri lögum.En þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingqr breytti þessu og ákvað að  3/4 lífeyrisþega fengju aðeins 9,6% vísitöluuppbót eða um það bil helming af fullri verðlagsuppbót. 1/4 lífeyrisþega fékk fulla verðlagsuppbót,ca. 20%.Þetta var fyrsta skerðingin á kjörum eldri borgara og öryrkja í kreppunni.Ríkisstjórni sagði,að hún hefði varið kjör þeirra lífeyrisþega  sem allra  verst voru staddir og það er út af fyrir sig rétt en almennt eru eldri borgarar og öryrkjar ekki of sælir af þeim lífeyri sem þeir hafa.Það voru að mínu mati mistök að skerða kjör eldri borgara og öryrkja á þennan hátt.Kreppan á ekki að bitna á þessum hópum. Og þetta verður að leiðrétta.
Björgvin Guðmundsson

Jafnaði húsið við jörðu,þar eð bankinn hafði tekið það!

Húseigandi á Álftanesi var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð eftir að hann hafði stórskemmt hús sitt með gröfu og grafið bíl sinn á lóðinni. Kvikmyndatökumenn tóku atburðinn upp, að beiðni mannsins.

„Ég var inni í bílskúr og heyrði einhverja skruðninga. Þá stóð grafa upp úr miðju húsinu. Hann var búinn að rústa húsinu og grafa bílinn sinn niður,“ segir Árni Már Björnsson, íbúi við Hólmatún sem varð vitni að eyðileggingu hússins. „Þetta hefur verið úthugsað því hann kom með gröfuna í gærkvöldi og var búinn að panta myndatökumenn,“ bætir hann við.

Lögreglunni barst tilkynning rétt fyrir klukkan fjögur í dag um að maður væri með stóra beltagröfu að brjóta niður hús við Hólmatún á Álftanesi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn á leið í burtu.

Húsið er einbýlishús úr timbri með bílskúr, svokallað kanadískt einingahús. Það er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Búið er að brjóta í sundur helming þess. Jafnframt gróf maðurinn holu, setti bíl þar í og gróf yfir hluta hans.

Húsið er tæplega 180 fermetrar að stærð með bílskúr. Brunabótamat eignarinnar er rúmlega 50 milljónir kr.

Óheimilt er að rífa hús nema með leyfi skipulagsyfirvalda. Það leyfi mun ekki hafa legið fyrir.

Hópur fólks fylgdist með, meðal annars nágrannar.

Kvikmyndatökumenn frá Kukl ehf. fylgdust með framkvæmdinni, að beiðni mannsins. Bjarni Felix Bjarnason kvikmyndagerðarmaður segist ekki hafa skýringar málinu. Fyrirtækið hafi verið beðið um að mynda framkvæmd á þessum stað. Maðurinn hefði látið gröfuna vaða beint í húsið og verið að í mesta lagi tíu mínútur.

Nágrannar telja að maðurinn hafi verið búinn að missa húsið vegna fjárhagserfiðleika . „Það hlýtur eitthvað þannig að vera. Það er sorglegt að sjá þetta gerast í næsta húsi,“ sagði Árni Már.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Voru útrásarvíkingarnir blankir?

Meðan "góðæri" ríkti hér og svokallaðir útrásarvíkingar fóru vítt um lönd og keyptu banka og önnur fyrirtæki í útlöndum töldu Íslendingar,að þessir menn ættu nóga peninga og vissu ekki aura sinna tal.En nú er komið í ljós,að þeir eru allir blankir.Og kaupin erlendis voru öll "upp á krít".Björgólfur Thor Björgólfsson  keypti Actavis eins og hann væri að kaupa karamellu og menn töldu víst,að þar sem hann var talinn ríkasti maður á Íslandi hefði hann keypti fyrirtækið að mestu fyrir eigið fé. En nú er annð komið í ljós. Hann tók 750 milljarða að láni vegna kaupanna,mest í Deutsche bank.Lánin eru á gjalddaga næsta ár.Björgólfur Guðmundsson,sem keypti Landsbankann ásamt syni sínum og Magnúsi  Þorsteinssyni, þurfti að taka 5 milljarða að láni í Búnaðarbankanum vegna kaupanna!.Hann skuldar þá enn.Maður hélt,að hann hefði keypt bankann fyrir Rússagull. Hannes Smárason er sagður blankur en keypti fyrirtæki á báða bóga meðan allt lék í lyndi.Jón Ásgeir  eða Baugur  skuldar mjög mikið í bönkunum og ljóst,að fyrirtækjakaup Baugs  hafa  að mestu  verið fjármögnuð með ´bankalánum.  Meira að segja bankastjórar,sem höfðu milljónir í laun á mánuði og mikla kaupréttarsamninga að auki eru nú á horriminni.Fjölmiðlar hafa skýrt frá því hvernig ástandið er hjá Sigurjóni Árnason fyrrv. bankastjóra í Landsbankanum.Hann tók 70 milljónir að láni hjá sjálfum sér vegna þess að hann skorti lausafé.Hann lét séreignalífeyrissjóð sinn kaupa 70 millj. kr. skuldabréf af  sér sjálfum. Sigurður Einarsson fyrrv. bankastjóri Kaupþings virðist einnig illa haldinn þar eð greint hefur verið frá miklum vanskilum vegna framkvæmda við nýjan  sumarbústað hans  í Borgarfirði.Maður skilur ekki hvernig þessir menn hafa geta komið öllum þessum peningum,sem þeir höfðu yfir að ráða,í lóg.

 

Björgvin Guðmundsson  


Forsætisráðherra: Ný sjálfstæðisbarátta hafin

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ávarpi á Austurvelli í dag, að Íslendinga heyi á ný mikla sjálfstæðisbaráttu.

Á þessum stað fyrir 65 árum var staðfestur sigur Íslands sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Sjálfstæðisbaráttunni var þó ekki lokið þann dag og margir fleiri sigrar, sem eflt hafa sjálfstæði okkar, hafa unnist síðan þá... Sú barátta heldur áfram og segja má að í dag, þann 17. júní árið 2009 heyjum við á ný mikla sjálfstæðisbaráttu. Baráttu, sem engan hafði órað fyrir að við stæðum andspænis," sagði Jóhanna.

Sagði Jóhanna, að þessi sjálfstæðisbarátta snúist að verulegu leyti um hvernig Íslendingar þrói samskiptin við aðrar þjóðir og hvernig þeir nái að byggja upp samstöðu og sátt í því uppbyggingarstarfi, sem framundan er. 

„Ágirnd villti okkur sýn um stund og olli blindri trú á meinta snilli okkar í að kaupa og selja verðbréf og eignir víða um heim. Við gengum of hratt fram og við gengum fram af mörgum okkar mestu og bestu vinaþjóðum. Við verðum að endurvinna traust þeirra og virðingu og ég hef þá trú að okkur sé að takast það," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði að þær ákvarðanir, sem stjórnvöld þyrftu nú að taka væru flestar erfiðari og þungbærari en orð fái lýst. Þannig væri sú ákvörðun að ganga til samninga vegna Icesave-reikninganna væri afar erfið en óhjákvæmilegt. Hún sagði fráleitt, að samningarnir skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt hennar yfir auðlindunum, eins og sumir héldu fram.

Þá sagði Jóhanna, að Íslendingar yrðu nú sem aldrei fyrr að vera raunsæir og takast á við þá erfiðleika sem við blöstu af festu og samhug. „Næsta ár verður okkur erfiðara en mörg ár á undan og við munum öll finna fyrir því, með einum eða öðrum hætti, því miður. Hver og einn hefur hlutverki að gegna í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Hér er framtíð barna og ungmenna í húfi  og þar með framtíð lands okkar og sjálfstæðis," sagði Jóhanna. „Við verðum að vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast. Við veðrum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."(mbl.is)

Ræða forsætisráðherra var góð.Hún talaði kjark í þjóðina og benti á mörg tækifæri sem þjóðin hefði.En hún dró ekkert undan þegar hún sagði,að erfiðleikar væru framundan.Hún sleppti því að ræða um ESB enda mikill ágreiningur um það mál og ef til vill betra að ræða ekki 17.júní þau mál,sem mestum ágreiningi valda. Nú ríður á,að þjóðin standi saman.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka T


Glæpir framdir fyrir utan eldhúsgluggann

Það er mjög fallegt útsýni út um eldhúsgluggann hjá mér,Úlfarsfellið blasir við og Esjan.Rétt fyrir neðan gluggann rennur Úlfarsá.En það er ekki allt sem sýnist. Ég les í blöðunum að á nýju íbúðarsvæði  fyrir neðan Úlfarsfell,fyrir neðan eldhúsgluggann hjá mér,hafi verið  stolið 100 tonnum af húseiningum,að verðmæti rúmar 5 milljónir kr. Úr þessu átti að byggja kjallara en nú er allt horfið. Og fyrir skömmu var sagt frá því,að  lokað hefði verið fíkniefnaverksmiðju í Úlfarárdal,einnig fyrir neðan eldhúsgluggann hjá mér. Ég ætla rétt að vona,að ekki fylgi meira á eftir.

 

Björgvin Guðmundsson


Gríman skemmtileg

Verðlaun Grímunnar,leiklistarverðlauna,voru afhent í gærkveldi. Það var óvenjulétt og skemmtilegt yfir dagskránni af því tilefni.Helgi Tómasson,listdansari  og listrænn stjónandi San Francisko ballettsins hlaut heiðursverðlaun Grímunnar við mikinn fögnuð viðstaddra.Besti leikari  í aðalhlutverki var valinn Björn Thors og besti kvenleikari  í aðalhlutverki Harpa Arnardóttir. Leikstjóri ársins var valin Kristín Jóhannesdóttir og leikskáld ársins var valið Sigurður Pálsson,eiginmaður Kristínar. Sýning ársins valin Utan gátta eftir Sigurð Pálsson. Mjög skemmtileg verðlaunaveiting og skemmtileg dagskrá.

 

Björgvin Guðmundsson


Gleðilega þjóðhátíð

17.júní,þjóðhátíðardagur Íslendinga,er í dag.Ég minnist þess þegar Ísland stofnaði lýðveldið á Þingvöllum 17.júní 1944,að þá sat ég eins og límdur við útvarpstækið og fylgdist með allri dagskránni.´ Ég vék ekki frá útvarpstækinu. Það var mikil rigning á Þingvöllum þennan dag og ef til vill var dagurinn eftirminnanlegri fyrir bragðið.

Að venju verða hátíðarhöld í Reykjavík í dag í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Kl. 10 fyrir hádegi leggur forseti borgarstjórnar blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu og kl. 10,40 hefst dagskrá á Austurvelli. Þar mun forsætisráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir, flytja ávarp Fleiri atriði verða á Austurvelli og síðan heldur hátíðardagskrá áfram í allan dag,til kl. 11 í kvöld. Gleðilega þjóðhátíð..

 

Björgvin Guðmundsson


16 milljarða skattahækkanir

Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að fjármagnstekjur af hóflegum sparnaði fólks verði ekki skattlagður sérstaklega en hún og fjármálaráðherra vildu ekki gefa upp hvar mörkin komi til með að liggja í þeim efnum að svo stöddu. Mestu munar hins vegar um hækkun tryggingagjalds, sem er tekjustofn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Áætluð hækkun gjaldsins mun skila ríkissjóði um 12 milljörðum króna á ársgrundvelli.

Þegar Steingrímur var spurður hvort fyrirtækin í landinu þyldu þennan viðbótarskatt, sagði hann þessa skattheimtu vissulega leggjast þungt á atvinnulífið. Þessi mál sem önnur hefðu verið rædd á sameiginlegum vettvangi stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandsins (ASÍ) og forystumenn þeirra samtaka þekktu því vel til tillagna stjórnvalda.

Sjóðir Atvinnuleysistryggingasjóðs eru óðum að þorna upp. Forsætisráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að um 10 % þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum ættu ekki að vera á bótum. Félagsmálaráðherra væri að vinna að úrbótum í þessum efnum sem kynntar yrðu bráðlega.

Samanlagt eiga aðgerðir stjórnvalda að skila með auknum tekjum og sparnaði ríflega 20 milljörðum í ríkissjóð á þessu ári og eiga breytingarnar að taka gildi frá og með 1. júlí. Reiknað er með að tillögurnar verði kynntar þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu á fimmtudag og að umræður um þær geti hafist á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að klára s.k. stöðugleikasamning stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins fyrir 25. júlí næst komandi, því um mánaðamót rennur út frestur til að segja upp gildandi kjarasamningum.

Hörð krafa hefur verið gerð af hálfu aðila vinnumarkaðarins um frekari lækkun stýrivaxta en Seðlabankinn ætlar ekki að tilkynna um vaxtaákvörðun fyrr en eftir mánaðmót. Fjármálaráðherra sagði að Seðlabankinn þekkti til þeirra umræðna sem átt hefðu sér stað að undanförnu, en vildi að öðru leyti ekki svara því hvort hann teldi að Seðlabankinn birti ákvörðun um stýrivexti fyrir mánaðamót.(visir)

Aðgerðir ríkisstjórnar í ríkisfjármálum eru smátt og smátt að skýrast.Mér líst ekki illa á skattahækkanir stjórnarinnar, 8% hækkun á skatt yfir 700 þús.,hækkun tryggingargjalds og hækkun fjármagnstekjuskatts.Þetta er allt nauðsynlegt og hinum lægst launuðu er að mestu hlíft.

 

Björgvin Guðmundsson



Lélegur árangur samninganefndar um Ice save

Árangur samninganefndar um Ice save er mjög lélegur.Samninganefndin var undir forystu Svavars Gestssonar sendirherra.Hann hefur enga sérþekkingu á fjármálum eða lögfræði og var þvi alls ekki hæfur til þess að leiða svo mikilvæga samninganefnd um alþjóðaviðskipti sem þessa. Er það furðulegt,að fjármálaráðherra skyldi skipa Svavar formann nefndarinnar. Hann hefði getað verið í nefndinni en alls ekki sem formaður.

Samið var um að Ísland ætti að greiða svo háar  upphæðir til Breta og Hollendinga vegna Ice save,að litlar sem engar líkur eru á Ísland geti greitt þær.Það hefði verið lágmark,að lánið hefði verið vaxtalaust.Eg skal rökstyðja hvers vegna Ísland hefði getað farið fram á það: Það er ekkert í tilskipun ESB,sem segir,að ríki eigi að greiða spariinnlán, ef tryggingasjóður innistæðna getur ekki greitt. Með hliðsjón af því bar íslenska ríkinu engin skylda til þess að greiða Ice save reikningana.Ísland átti því aðeins að ljá máls á greiðslu eða ábyrgð, að samningur  væri mjög hagstæður.t.d vaxtalaus. Einnig hefði átt af sömu ástæðu að setja í samninginn,að greiðslur mættu ekki vera meiri en t.d. 1% af landsframleiðslu á ári. Önnur ástæða fyrir því,að Island hefði átt að fá sérstaklega hagstæðan samning er sú,að Bretar stórsköðuðu ´´Island með setningu hryðjuverkalaga á landið. Sú gerð olli Íslandi ´ómældum skaða.

Í þessu máli hafði Ísland lögin ( reglurnar) sín megin.Það skiptir engu  máli þó mörg ESB ríki hafi sagt,að  íslenska ríkið ætti að borga. Þessi ríki áttu þá að finna því stað í  tilskipun ESB,að kveðið væri á um ábyrgð  ríkja.Þau ákvæði finnast ekki.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband