Laugardagur, 30. júní 2007
Jón Ásgeir sýknaður
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í fyrradag Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann Baugs af öllum ákæruatriðum,sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað sl. vor. Hins vegar var Jón Gerald Sullenberger dæmdur í 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Þessir dómar eru athyglisverðir m.a. fyrir þær sakir að Jón Gerald var upphafsmaður Baugsmálsins.Hann kærði Jón Ásgeir og aðra ráðamenn Baugs fyrir 5-6 árum fyrir að hafa látið Baug greiða einhverja einkaneyslu fyrir sig. Jón Gerald hafði verið viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs en sinnaðist við hann og kærði hann þess vegna.Kreditnótann sem Jón Gerald framvísaði í upphafi reyndist tilhæfulaus og raunar má segja,að upphaflegt tilefni Jóns Gerald fyrir kæru sé löngu úr sögunni.En ríkislögreglustjóri og saksóknari lögðu ekki árar í bát þó upphaflegt ákæruefni stæðist ekki. Þeir tóku að grafa eftir nýjum ákæruatriðum. Í meira en 5 ár hafa þeir grafið og grafið og leitað að einhverjum atriðum sem kæra mætti Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus fyrir. Gefnar hafa verið út ákærur fyrir ýmis atriði,brot á bókhaldslögum,brot á hlutafélagalgum o.s.frv. Jóhannes í Bónus hefur þegar verið algerlega sýkaður. En enn er reynt að koma sök á Jón Ásgeir en það gengur illa eins og sést af dómi Héraðsdóms í fyrradag.Allt bendir nú til þess að Jón Ásgeir verði einnig algerlega sýknaður enda þótt málið fari ef til vill eina ferðina enn til Hæstaréttar. Hvers vegna er málið alltaf tekið upp aftur og aftur gegn Jóni Ásgeiri? Hvers vegna sættir ákæruvaldið sig ekki við sýknudóma dómskerfisins.Það er einsdæmi að forustumenn fyrirtækja hafi verið eins hundeltir og þeir Jón Ásgeir og Jóhannes.Mér þætti einnig fróðlegt að vita hvort eins yrði snúist gegn öðrum stórfyrirtækjum og gert var gegn Baugi.Segjum,að einhver starfsmaður Landsbankans kærði einn eigenda fyrir að hafa greitt sumarbústað sinn með peningum Landsbankans.Mundi þá ríkislögreglustjóri gera innrás í Landsbankann,taka bókhaldið og standa í málaferlum gegn þessum eiganda bankans í 5 ár með öllu því raski,sem því fylgdi fyrir bankann.Ég held ekki.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 29. júní 2007
Gott framtak Ingibjargar Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra,hefur ákveðið að láta rannsaka hugsanlegt fangaflug til Íslands. Þó nokkuð margar flugvélar frá Bandaríkjunum millilentu á flugvöllum hér á leið til Evrópu eða þaðan og aftur heim til Bandaríkjanna. Grunur leikur á að þessar flugvélar hafi verið að flytja fanga í fangelsi í Evrópu,þar sem til hafi staðið að pynta fangana. Nú hefur verið upplýst,að a.m.k. í Póllandi og Rúmeniu voru slíkir fangar í fangageymslum.Fram hefur komið að mál þetta var rætt sem algert trúnaðarmal hjá NATO haustið 2001. Þetta mál hefur áður verið rætt hér á landi og hafa ráðamenn hér þá ávallt svarað því til,að þeim væri ókunnugt um nokkuð fangaflug hingað. Nú ætlar Ingibjör Sólrún sem sagt að fá hið sanna fram og það er vel.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 28. júní 2007
Hagfræðistofnun vill setja markaði okkar erlendis í uppnám!
Hagfræðistofnun vill ganga enn lengra en Hafró í niðurskurði á veiðum næsta fiskveiðiár. Helst vill hagfræðistofnun,að þorskveiðin væri alveg stövuð í ákveðinn tíma.Það er furðulegt,að hagfræðimenntaðir menn í Háskólanum skuli láta sér detta slíkt í hug. Ef þorskveiðar Íslendinga væru stöðvaðar í 1-2 ár mundu dýmætir markaðir okkar erlendis glatast og það gæti tekið mjög langan tíma að vinna þá markaði aftur. Ef viðskiptaaðilar Íslands erlendis fá ekki þann fisk frá Íslendingum,sem þeir eru vanir að fá snúa þeir sér annað. Og ef þeir eru ánægðir með nýju viðskiptaaðilana halda þeior áfram að skipta við þá,einnig eftir að Ísland getur á ný selt þeim þorsk.
Stórfelldur niðurskurður veiða eða stöðvun veiða er því ekki aðeins stófellt áfall fyrir sjávarbyggðir,sem eiga allt sitt undir þorskveiðum heldur gætu slíkar ráðstafanir eyðilagt dýrmæta markaði okkar erlendis.Það er því mjög mikilvægt að fundin sé skynsamleg millileið í niðurskurði aflaheimilda.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Gjaldþrot kvótakerfisins: Þorskstofninn aldrei verr staddur
Sjávarútvegsráðherra undirbýr nú stórfelldan niðurskurð á aflaheimildum næsta kvótaár.Hafrannsóknarstofnun leggur til þriðjungs niðurskurð. Og í gær kom álit frá Hagfræðistofnun Háskólans þess efnis að skera ætti niður aflaheimildir ekki minna en Hafró leggur til jafnvel meira.Nú er það svo,að fiskifræðingar eru ekki sammála um hvaða leið eigi að fara til þess að vernda þorskstofninn. Sumir fiskifræðingar segja,að þorskinn skorti æti og því leysi það ekki vandann að skera veiðina niður. Jafnvel sé líklegt,að það gæfi betri raun að veiða meira þar eð þá hefði fiskurinn,sem eftir væri í sjónum frekar nægilegt æti.
Kvótakerfið,sem átti að vernda þorstofninn, hefur algerlega brugðist í því efni.Þorskstofninn hefur aldrei staðið verr en í dag eftir að kvótakerfið hefur verið við líði í langan tíma. Skuldir útgerðarinnar hafa stóraukist.Nýir aðilar hafa enga möguleika á því að hefja útgerð.Greinin er lokuð.Kerfið er meingallað og ranglátt og hefur ekki náð þeim tilgangi að varðveita þorskstofninn.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 25. júní 2007
Var byrjað á öfugum enda?
Steingrímur J. Sigfússon,formaður VG,skrifar grein í Fréttablaðið í dag um velferðarmálin. Hann segir,að í Þeim málum hafi verið byrjað á öfugum enda á sumarþinginu með því að samþykkja,að atvinnutekjur 70 ára og eldri skuli ekki valda skerðingu tryggingabóta. Steingrímur segir,að þeir,sem orðnir eru 70 ára og eldri og enn við vinnu hljóti að vera við góða heilslu en hinir sem ekki treysti sér til þess að vinna séu mun verr staddir og þurfi frekar aðstoð. Það hefði átt að byrja á því að veita þeim aðstoð.Ég get verið sammála Steingrími í þessu efni. Mér finnst afgreiðsla sumarþingsins á málefnum aldraðra mjög furðuleg og raunar algert klúður. Ég skil ekki hvernig unnt er að mismuna ellilífeyrisþegum með því að láta eina reglu gilda fyrir 70 ára og eldri og aðra fyrir 67-70 ára. Þetta er mismunun og brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Björgvin Guðmundsson
í
Sunnudagur, 24. júní 2007
Kvótakerfið hefur mistekist
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Kvótamálinu verður ekki sópað undir teppið. Þessi fyrirsögn er tilkomin vegna þess,að svo virðist sem ríkisstjórnin ætli að stinga hausnum í sandinn og láta sem allt sé í lagi með kvótkerfið. Stjórnin sópaði kvótamálinu einfaldlega undir teppið og reyndi að gleyma því. Meira að segja Samfylkingin tekur þátt í þeim leik.En kvótamálinu verður ekki sópað undir teppið. Það verður að taka á þessu máli og gerbreyta kvótakerfinu,stokka það upp eins og Sturla Böðvarsson segir eða afnema kerfið og innleiða nýtt.Það sem er brýnast að gera í fiskveiðistjórnarmálum er að tryggja byggðum landsins nægilegar veiðiheimildir. Hugsanlegt væri að láta frystihúsin fá kvóta til þess að tryggja það að veiðiheimildirnar fari ekki burt úr byggðarlögunum.Gallinn við byggðakvótana er sá,að þeir eru settir á fiskiskip en ekki frystihús.Það mætti byrja á,að breyta því,setja byggðakvótana á frystihús en ekki á skip og stórauka byggðakvótana. Önnur leið væri sú,að bæta einfaldlega við úthlutun á frystihúsin.Erfitt er að bæta slitna flík. Ef til vill er það ekki unnt og verður nauðsynlegt að fá nýja.Auknar líkur eru á því.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 23. júní 2007
Morgunblaðið við sama heygarðshornið
Morgunblaðið er við sama heygarðshornið og áður í staksteinum í dag og slúðrar um óeiningu í Samfylkingunni. Nú er tilefnið hjá staksteinum grein Stefáns Jóns Hafsteins borgarfulltrúa um slit R-listans. Stefán Jón hefur aðra skoðun á lokum R-listans en Svandís Svavarsdóttir en staksteinar Mbl. hafa lítinn áhuga á því.Staksteinar hafa meiri áhuga á því,sem blaðið kallar vinslit Stefáns Jóns og Ingibjargar Sólrúnar. Ekki hefur áður heyrst um þau" vinslit". Þetta er eitthvað sem Mbl. er nú að búa til .Helst er á staksteinum að skilja,að Stefán Jón hafi flúið land vegna þessara "vinslita".Já mikið er hugarflugið.Stefán Jón. stefndi á oddvitasæti Samfylingarinnar í prófkjöri eftir mikinn sigur 4 árum áður. Hann náði ekki efsta sætinu. Þannig eru prófkjör. Þetta hefur ekkert með Ingibjörgu Sólrúnu að gera. Það er virðingarvert að Stefán Jón skyldi vilja verja starfskröftum sínum í hjálparstarf i Afriku um skeið og reyna þannig eitthvað nýtt.Það er óþarfi að gera það tortryggilegt.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 22. júní 2007
Samfylkingin fær ekki málefni aldraðra fyrr en um næstu áramót
Samfylkingin fær ekki málefni aldraðra og almannatrygginga fyrr en um næstu áramót. Þessir málaflokkar flytjast ekki í félagsmálaráðuneytið fyrr en 1.janúar 2008.Fram að þeim tíma verða þeir áfram í heilbrigðisráðuneytinu.Hér virðist Samfylkingin hafa samið af sér í stjórnarmyndunarviðræðunum. Úr því samkomulag varð um það milli stjórnarflokkanna,að velferðarmálin,almannatryggingar og málefni aldraðra heyrðu undir Samfylkinguna átti það að gerast strax en ekki eftir hálft ár.Þetta var slæmur afleikur hjá Samfylkingunni.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 21. júní 2007
Aldraðir: Stjórnarskráin brotin
Samþykkt var á sumarþinginu,að atvinnutekjur 70 ára og eldri skyldu ekki skerða tryggingabætur þeirra.Hins vegar var öðrum ellilífeyrisþegum,67-70 ára , í engu sinnt í þessu efni.Hér mun hafa verið um fljótfærni að ræða hjá ríkisstjórninni.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti samhljóða tillögu eins og sumarþingið í þessu efni. Þar hafa mistökin átt sér stað. Það er ekki unnt að hafa tvær reglur fyrir ellilífeyrisþega í þesu efni, eina fyrir 70 ára og eldri og aðra fyrir 67-70 ára.Slík mismunun er brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar. Það verður því að leiðrétta þetta strax.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 20. júní 2007
Spáð miklu atvinnuleysi
Greiningardeild fjármálaráðuneytisins spáir því,að atvinnuleysi muni þrefaldast hér á næstu 2 árum.Gangi það eftir verða hér mikil umskipti eftir það mikla þensluskeið,sem verið hefur undanfarin ár. Fjármálaráðuneytið spáir því,að atvinnuleysi verði 3,9% á næsta ári og 4,5% árið 2008.Mikið er af útlendingum í landinu. Þeir,sem hafa atvinnuleyfi til skamms tíma munu þá fara úr landi en mikill fjöldi útlendinga hefur hér full réttindi og getur verið áfram í landinu þó atvinna dragist saman. Hætt er við því að í mörgum tilvikum muni atvinnurekendur þá jafnvel fremur ráða útlendingina á lægra kaupi en Íslendinga .Slíkt er ólöglegt en erfitt er að fylgjast með því. Ný vandamál í sambandi við útlendinga geta því komið upp.
Það var búið að spá því fyrir löngu,að erfiðari tímar í efnahagsmálum væru framundan. Mikill halli er á viðskiptum okkar við við útlönd og verðbólga langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans.Gífurlegar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa litlu
áorkað í því að lækka verðbólguna.
Björgvin Guðmundsson