Þriðjudagur, 17. júlí 2007
Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa stóraukist
Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa aukizt mjög síðan 1997 vegna mikils halla á viðskiptum við útlönd flest árin . Heildarskuldirnar hafa stóraukist og námu 280% af landsframleiðslu í árslok 2005 og 441% í ársok 2006 . Langtímaskuldirnar, þ.e. heildarskuldir að frádregnum skammtímaskuldum, hafa einnig haldið áfram að hækka og námu 234% af landsframleiðslu í árslok 2005 og 355% í árslok 2006.
Hér er átt við allar skuldir þjóðarinnar,ríkis,sveitarfélaga,fyrirtækja og einstaklinga. Skuldaaukningin stafar af mikilli eyðslu landsmanna og miklum framkvæmdum,við virkjanir og aðarar framkvæmdir.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert athugasemdir við mikla skuldasöfnun þjóðarinnaar og erlendar matsstofnanir hafa einnig vakið athygli á skuldasöfnun þjóðarinnar og bankanna sérstaklega.Það getur ekki gengið til lengdar að auka allataf skuldir þjóðarinnar erlendis. Að vísu hafa eignir þjóðarinnar einnig aukist mikið. En ei að síður:Skuldir þjóðarinnar erlendius eru alltof miklar.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. júlí 2007
Er evran lausnin?
Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt hávaxtastefnu Seðlabankans,þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G.Sigurðsson.Jóhanna segir,að hávaxtastefna Seðlabankans bitni illa á heimilunum í landinu. Hún spáir því,að hávaxtastefnan líði fljótlega undir lok.Björgvin G.Sigurðsson segir ,að íslenska krónan sé alltof veik og máttvana mynt.Lausn okkar felist í því að ganga í ESB og Myntbandalag Evropu og taka upp evru.Fyrst verði þó að ákveða samningsmarkmið okkar fyrir samninga við ESB og leggja málið í þjóðaratkvæði.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. júlí 2007
Er evran lausnin!
Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt hávaxtastefnu Seðlabankans,þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G.Sigurðsson.Jóhanna segir,að hávaxtastefna Seðlabankans bitni illa á heimilunum í landinu. Hún spáir því,að hávaxtastefnan líði fljótlega undir lok.Björgvin G.Sigurðsson segir ,að íslenska krónan sé alltof veik og máttvana mynt.Lausn okkar felist í því að ganga í ESB og Myntbandalag Evropu og taka upp evru.Fyrst verði þó að ákveða samningsmarkmið okkar fyrir samninga við ESB og leggja málið í þjóðaratkvæði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. júlí 2007
Vill efla velferðarkerfið
Morgunblaðið birti stórt viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í gær,sunnudag. Þar kemur fram að Jóhanna vill efla velferðarkerfið. Hún segir,að ójöfnuður hafi aukist í þjóðfélaginu. Hún nefnir nokkur dæmi um hvað hún vilji gera í velferðarmálum. M.a. nefnir hún félagslegar íbúðir en Páll Péturssin lagði sem félagsmálaráðherra niður félagslegar íbúðabyggingar, og ákvað að fólk fengi í staðinn lán til að kaupa á almennum markaði.Jóhanna kveðst vilja kanna hvort endurreisa eigi félagslega íbúðakerfið að einhverju leyti.Það er áreiðanlega full þörf á því. Hún nefnir einnig,að hún vilji gera endurblætur á almannatryggingum m.a. í málefnum aldraðra og öryrkja.Enginn efi er á því að Jóhanna vill vel í þessum efnum. Hún hefur sýnt það á alÞingi. Eftir er hins vegar að sjá hvað hún kemst með samstarfsflokkinn. Stefnan í þessum málum er mjög óljóst orðuð í stjórnarsáttmálanum. Ekkert hefur enn gerst í málefnum aldraðra og öryrkja,a.m.k. ekkert sem tekur að nefna. En það verður að gerast í strax í haust.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 13. júlí 2007
Hæsta verð á matvælum hér i Evrópu
Verð á matvælum, áfengi og tóbaki er 61 prósent hærra á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar. Verð var næst hæst í Noregi þar sem það mældist 56 prósent yfir meðaltali. Sé skattalækkunin í mars tekinn inn í dæmið er verð engu að síður hæst á Íslandi samkvæmt Hagstofunni.E
Þessar upplýsingar leiða í ljós,að þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til þess að lækka matvælaverð með lækkun virðisaukaskatts á matvælum 1.mars sl. hefur lítið miðað í þá átt að lækka matvælaverð.Enda er nú komið í ljós,að lágvöruverðsverslanirnar hafa ekki lækkað eins mikið og nam lækkun skattsins.
Ísland er því áfram með hæsta mavælaverð í Evrópu eða okurverð eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur kallar Það og hæstu vexti í Evrópu eða okurvexti eins og ég kalla það.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 13. júlí 2007
Á að afhenda einkaaðilum orkufyrirtækin?
Einkafyrirtækið Geysir Green Energy hefur nú eignast þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja.Það er mjög varhugavert að hleypa einkaaðilum inn í orkufyrirtækin.Er ég mjög hissa á því að sveitarfélögin,sem eiga hitaveituna skuli hafa stigið þetta skref.Hættan er sú,að einkaaðilar,sem komast inn í orkufyrirtækin knýi fram hærra verð til neytenda til þess að tryggja sér sem mestan gróða. Og einkafyrirtækin láta sér ekki nægja þriðjungs hlut. Þau munu reyna að eignast þessi fyrirtæki með öllu. Það verður að sporna við þessu strax.Ég er sammmála Jóni Bjarnasyni þingmanni VG í þessu máli.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Áfram hæstu vextir í Evrópu
Næsta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður tilkynnt fimmtudaginn 6. september n.k. .Þetta þýðir að vextir á Íslandi verða áfram þeir hæstu í Evrópu.Margir reiknuðu með,að vextir mundu nú lækka,öll skilyrði væru til þess en svo varð ekki. Hinir háu vextir eiga stóran þátt í háu gengi krónunnaar,sem skaðar stórlega útflutningsatvinnuvegina. Heimilin í landinu eru að sligast undan háum útlánsvöxtum.
Hagstofan hefur birt hækkun neysluverðs í júlí. Nemur hækkunin 0,22% frá fyrra mánuði eða 4,6% sl. 6 manuði og 3,8% sl. 12 mánuði.Verðbólgan hefur því minnkað nokkuð en er samt langt yfir viðmiðunarmörkum Seðlabankans sem eru 2,5%.Fórnarkostnaðurinn er þó alltof hár í þessari baráttu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Almannatryggingar:Umbætur láta á sér standa
Eldri borgari skrifar grein í Mbl. í dag um breytingar á lögum um almannatryggingar.Hann segist hafa hugsað sér gott til glóðarinnar að njóta þeirrar breytingar,að atvinnutekjur maka hans mundu ekki skerða tryggingabætur hans.En honum brá heldur þegar hann komst að því,að atvinnutekjur maka hans mundu áfram skerða tryggingabætur hans,þar eð kona hans er nokkrum árum yngri en hann.Atvinnutekjur konunnar hætta ekki að skerða tryggingabætur hans fyrr en konan verður 70 ára. Þetta finnst manninum ranglátt og undir það skal tekið.
Það er frekleg mismunun og brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar að mismuna ellilífeyrisþegum að þessu leyti eftir aldri.Þeir,sem eru 70 ára og eldri njóta þeirrar breytingar að atvinnutekjur þeirra skeða ekki tryggingabætur en 67-70 ára ellilífeyrirþegar eru beittir þeim rangindum,að tryggingabætur þeirra eru áfram skertar ef þeir hafa atvinnutekjur. Þetta stenst ekki.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Missa Íslendingar forustuhlutverkið í hendur Norðmanna?
Þorsteinn Már framkvæmdastjóri Samherja segir,að Íslendingar muni missa forustuhlutverkið á erlendum mörkuðum fyrir þorsk við kvótaskerðinguna. Íslendingar hafa haft forustu á þessum mörkuðum en þegar þeir geta ekki útvegað jafnmikið magn af þorski inn á þessa markaði og áður missi þeir forustuna og Norðmenn ná henni . Mikil samkeppni er milli Íslendinga og Norðmanna á erlendum fiskmörkuðum, m.a. á saltfiskmörkuðunum.Ef Norðmenn ná forustunni af Íslendingum getur orðið erfitt eða ókleift fyrir Íslendinga að ná henni aftur. Kvótaskerðingin getur því skaðað Íslendinga mikið á erlendum mörkuðum. Hætt er við að Íslendingar missi mikilvæga viðskiptavini erlendis vegna kvótaskerðingarinnar og það getur verið erfitt að ná þeim viðskiptavinum aftur. Þetta hefði hagfræðistofnun háskólans átt að athuga áður en hún gaf álit sitt um kvótaskerðingu.
Það hefði verið skynsamlegra að fara þá leið sem Guðni Ágústsson,formaður Framsóknarflokksins, vildi fara í þessu máli. Hann vildi fara millileið, fara með þorskkvótann í 150 þúsund tonn í stað 130 þúsund eins og sjávarútvegsráðherra ákvað. Þá hefði verið meiri möguleiki á því að halda erlendum mörkuðum og höggið fyrir sjávarbyggðirnar hefði ekki orðið eins þungt. Undanfarið hafa margir talsmenn sjávarbyggða komið fram í fjölmiðlum og lýst áhrifum kvótaskerðingarinnar. Fram hefur komið,að áfallið verður mun meira en reiknað var með og mótvægisaðgerðir ríkisstjórarinnar hafa lítil áhrif í byrjun. Þar virðist fyrst og fremt um langtímaaðgerðir að ræða og þær hálpa ekki fólkinu,sem missir vinnuna strax.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 9. júlí 2007