Er IMF að draga Ísland á asnaeyrunum?

Það var mjög umdeilt á Íslandi sl. haust hvort leita ætti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF)um aðstoð eða ekki.Margir voru alveg a móti því svo sem Ögmundur Jónasson og Davið Oddsson .Aðrir hvöttu ákaft til þess eins og Þorvaldur Gylfason prófessor.Niðurstöðuna þekkja allir.Þeir sem andvígir voru töldu það niðurnægjandi að leita til IMF og t.d. Ögmundur benti á,að IMF hefði hagað sér illa við mörg ríki í S-Ameriku og í Asíu. Þess hefði m.a. verið krafist að félagslega kerfið yrði skorið niður. Þessu trúðu menn tæpast.

Núverandi ríkisstjórn hefur lagt sig fram um að uppfylla skilyrði IMF. En allt kemur fyrir ekki.Það er alveg sama þó ríkisstjórnin gangi að skilyrðum IMF  það gildir einu. Stjórn IMF þarf að sýna vald sitt og niðurlægja Ísland. Það hefur meira en svo hvarflað að mér,að við ættum að skila láni IMF sem liggur óhreyft á banka í New York.Við mundum þá líka afþakka lánin frá Norðurlöndunum. í staðinn mundum við snúa okkur að ríkjum sem vildu lána okkur án skilyrða,svo sem til Japan,Kína,Kanada,Póllands og fleiri ríkja.

Lán frá IMF og frá Norðurlöndum áttu að vera til þess að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð og gera okkur kleift að taka upp frjáls gjaldeyrisviðskipti.Það hefur ekki gerst enn og óvíst er hvenær það gerist.Það eru  8 1/2 mánuður síðan við fengum lán frá IMF.Það hefur ekki skipt okkur neinu máli enn.Ég veit ekki hvort við eigum samleið með IMF eða  ekki.Þetta er ekki stofnun mér að skapi. Vissulega verðum við Íslendingar að koma peningamálum okkar í lag. Við getum það án skilyrða IMF. Við getum það af eigin rammleik.

Björgvin Gu ðmundsson

 


Byggðakvótinn óbreyttur

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að byggðakvótinn verði 3.885 tonn næsta fiskveiðiár, verði ekki skertur þrátt fyrir strandveiðar. Nýjar reglugerðir vegna veiða í atvinnuskyni voru undirritaðar í dag.

Þá verður 500 tonnum bætt við ýsukvótann til línuívilnunar. Og segir í fréttatilkynningu að línuívilnun sé fyrirkomulag sem þykir hafa í aðalatriðum tekist vel og sé atvinnuskapandi. Og þyki því rétt að auka vægi hennar nokkuð.

þá hefur verið gefin út reglugerð til stuðnings skel- og rækjubátum sem hafa orðið fyrir verulegri skerðingu aflaheimilda.
En vísað er til þess að nú sé að hefjast endurskoðun fiksveiðistjórnunarkerfisins og hljóti þessi þáttur að koma til endurskoðunar líkt og annað.

Samtals nema þær heimildir sem hér um ræðir 10.473 þorskígildistonnum og dragast frá heildarúthlutun.(mbl.is)

Það eru góðar fréttir,að byggðakvótinn skuli óbreyttur.Reiknað var með því í fyrstu ,að byggðakvótinn yrði skertur vegna stranveiðanna en svo verður ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Lán IMF frestast vegna Ice save!

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað því að taka fyrir efnahagsáætlun Íslands vegna þess að Icesave-málið svokallaða er ennþá óleyst. Fundurinn sem boðaður hafði verið þann 3. ágúst er ekki lengur á dagsrká.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað því að taka fyrir efnahagsáætlun Íslands. Á heimasíðu sjóðsins er ekki lengur að finna áður boðaðan fund þar sem málefni Ísland átti að vera tekið fyrir. 

Haft er eftir Carolin Atkinson, talsmanni sjóðsins á fréttaveitunni Bloomberg, að Íslendingar verði að leysa Icesave-málið  til að setja ekki af stað aftur alþjóðlega andúð sem varð á sínum tíma til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslenska banka.

Fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga hefur því frestast. Það þýðir að önnur greiðsla lánsins frá AGS til Íslands mun frestast.

Unnið var að því í fjármálaráðuneytinu langt fram á kvöld í gær að fá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að taka fyrir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands á mánudag, eins og stefnt var að. Það var ljóst nú fyrir stundu að sjóðurinn ætlar sér ekki að taka mál Íslands fyrir þrátt fyrir að gríðarleg áhersla hafi verið lögð á það af hálfu íslenskra stjórnvalda að endurskoðuninni yrði ekki frestað frekar.

Engin lán berast frá sjóðnum eða Norðurlöndum fyrr en áætlunin hefur verið endurskoðuð. (ruv,is)

Talsmenn IMF hafa keppst við að segja,að ekkert samband væri á milli aðstoðar IMF og Ice save samkomulagsins. En það eru ósannindi.Nú hafa borist fregnir   af því, að önnur greiðsla láns IMF frestist þar eð ekki sé búið að leysa Ice save deiluna. Það er búið að ljúga stanslaust að Íslendingum í þessu máli.Málið er mjög einfalt: Bretar og Hollendingar og fleiri áhrifaþjóðir í ESB beita áhrifum sínum hjá IMF til þess að stöðva lánveitingar til Íslendinga á meðan Ísland hefur ekki samþykkt Ice save málið á alþingi.Ísland á rétt á aðstoð IMF ,þar eð Ísland er aðili ao sjóðnum og borgar til hans. En samt er beitt bolabrögðum gegn Íslandi og komið í veg fyrir,að Ísland fái eðlilega fyrirgreiðslu. Skyldi vera eins staðið að málum ef Þýzkaland eða Bretland væri að sækja um aðstoð hjá IMF?

 

Björgvin Guðmundsson

 


Gengi krónunnar að verða eins lágt og við hrunið

Gengi krónunnar hefur verið að lækka í morgun í fremur litlum viðskiptum. Nemur lækkunin 0,7%. Gengisvísitalan er í 236,7 stigum og í sínu hæsta gildi á árinu. Krónan hefur því ekki áður verið lægri á þessu ári. Kostar evran nú tæplega 182 krónur og er hún einungis 6 krónum frá því að vera jafn dýr og hún varð dýrust eftir bankahrunið í október á síðasta ári.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að eftir tímabil stöðugleika frá því í upphafi júní síðastliðinn hefur krónan verið að lækka í þessari viku samtals um 2,0%.

Króna hefur verið að lækka í verði þrátt fyrir mikil gjaldeyrishöft, inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, umtalsverðan mun á innlendum og erlendum vöxtum og mikinn afgang af vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd. Lítil trú er á krónunni og talsverðar væntingar um frekari lækkun hennar.

Hvorutveggja gerir það að verkum að vilji fjármagnseigenda til að halda krónunni er lítill. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri hafa verið lítil og litlar fjárhæðir þarf því til að hreyfa gengi krónunnar nokkuð. (visir.is)

Þetta eru skuggalegar staðreyndir. Það virðist ekkert koma fram af því sem spáð var,að gengið mundi styrkjast.Þrátt fyrir allt sem gert hefur verið til þess að endurreisa bankana,umsókn um ESB og fleira hefur gengið ekkert styrkst.Nú er sagt,að neikvæð afstaða IMF valdi lækkun á genginu.Hvaða gagn  er í IMF?

 

Björgvin Guðmundsson

 


Launalækkun skrifstofustjóra 5-8%

Næsta laugardag, fyrsta ágúst, tekur gildi launalækkun hjá skrifstofustjórum, samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá því í gær.

Skrifstofustjórum er samkvæmt þessu skipt í þrjá flokka. Þá sem eru staðgenglar ráðuneytisstjóra, með tæpar 660.000 krónur á mánuði, þá sem stýra skrifstofum og heyra beint undir ráðuneytisstjóra, með um 638.000 krónur á mánuði og að lokum þá sem ekki stýra skrifstofum og heyra undir annan skrifstofustjóra eða sviðsstjóra, með um 617.000 krónur á mánuði.

Launin eru miðuð við fullt starf og þannig ákveðin að ekki komi til frekari greiðslna nema það sé sérstaklega ákveðið. Að sögn Guðrúnar Zoëga, formanns kjararáðs, þýðir þetta að laun skrifstofustjóra lækka almennt um fimm til átta prósent, þótt frávik frá því geti verið í báðar áttir, enda störf mismunandi skrifstofustjóra ólík.(mbl.is)

Það er slæmt að þurfa að lækka laun en eins og ástandið er nú í þjóðfélaginu verður ekki hjá því komist að lækka hæstu launin.Það er það sem kjararáð er nú að gera.

 

Björgvin Guðmundsson

 


58,5% styðja aðildarviðræður

Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim.

Þegar þeir sem sögðust óákveðnir eða vildu ekki svara eru teknir með eru 51 prósent fylgjandi viðræðum, 36,1 prósent á móti, 12,1 prósent óákveðnir og 0,8 prósent vildu ekki svara.

Skiptar skoðanir eru innan allra stjórnmálaflokka um ágæti aðildar­viðræðna, en meirihluti stuðningsmanna beggja stjórnarflokka styður viðræðurnar. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðis­flokks og Framsóknarflokks er hins vegar andvígur aðildar­viðræðum.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar, og 56,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Af þeim sem sögðust myndu kjósa Borgarahreyfinguna voru 58,3 prósent fylgjandi viðræðum.

Alls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi viðræðum, en 53,6 prósent á móti. Um 39,3 prósent stuðningsmanna Framsóknar­flokksins sagðist styðja aðildarviðræður, en 60,7 prósent sögðust á móti.

Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 28. júlí. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Ert þú fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Alls tók 87,1 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar.(visir,is)

Samkvæmt þessari könnun er nú öruggur meirihluti fylgjandi viðræðum um aðild að ESB.Þessi meirihluti hefur aukist.Það er athyglisvert þrátt fyrir miklar deilur um málið.

 

Björgvin Guðmundsson


Noregur lánar ekki Íslandi nema IMF samþykki það

Noregur mun ekki lána Íslandi nema samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands liggi fyrir. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Það ræðst í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn fyrirtöku á málefnum Íslands.

Fréttastofa sendi fyrirspurn um þetta til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands. Svar Noregs er áþekkt svarinu frá fjármálaráðuneyti Svíþjóðar sem fréttastofa greindi frá í kvöldfréttum í gær.

Í svarinu segir að Noregur sé tilbúið að aðstoða Ísland í erfiðum aðstæðum, með því að veita landinu lánafyrirgreiðslu í samstarfi við Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Þá segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar, þingsins og Seðlabanka Noregs um að lána Íslandi sé byggð á skuldbindingu Íslands um að standa undir erlendum skuldbindingum sínum. Meðal annars skuldbindingum vegna Icesave.

Þá sé samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins einnig skilyrði fyrir láninu frá Noregi. Lánið verði veitt í tengslum við samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands.

Í svari Noregs við fyrirspurn fréttastofu segir ennfremur að mikilvægt sé að Ísland uppfylli þau skilyrði sem hér hafa verið upptalin til að landið geti hafið að draga á lánalínur Norðurlandanna. Ef skilyrðin verði ekki uppfyllt muni lánafyrirgreiðslan frá Noregi frestast og ef þurfi að gera breytingar á lánaskilmálum sem krefjast samþykki norska þingsins verði ekki hægt að taka þær fyrir fyrr en seint í haust.

Af svörum Noregs og Svíþjóðar má dæma að lán Norðurlandanna til Íslands berist ekki fyrr en stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lagt blessun sína yfir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Þetta gengur þvert á orð Franeks Rozwadowski, sendifulltrúa sjóðsins á Íslandi. Hann hefur látið hafa eftir sér að fyrirtaka sjóðsins á málum Íslands muni ekki eiga sér stað fyrr en gengið hefur verið frá láni Norðurlandanna. Undirritun lánsloforðs dugi ekki til.

Það ræðst líklega í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn endurskoðuninni, sem er formlega á dagskrá sjóðsins næstkomandi mánudag. (ruv.is)

Það er nú komið í ljós,að  Norðurlöndin reynast ekki Íslandi betur í þrengingum en önnur ríki,sem Ísland hefur ekki verið í vinasambandi við.Það er lítið gagn í norrænu samstarfi þegar á reynir. Jafnvel Norðmenn bíða eftir leyfi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Eina þjóðin,sem hefur lánað Íslendingum án  þess að spyrja IMF er Færeyjar. Færeyingar hafa reynst Íslendingum vinir í raun.

 

Björgvin Guðmundsson


Álagning tekjuskatta og útvars 221,3 milljarðar

Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 221,3 milljörðum króna og hækkar um 3,6% frá fyrra ári, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs skiptast í tekjuskatt annars vegar og fjármagnstekjuskatt hins vegar en útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.

Almennan tekjuskatt, 98,6 milljarða króna greiða 179.500 einstaklingar þetta árið. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur að meðaltali hækkað um 6,7% milli ára. Skatthlutfallið nam 22,75% og var óbreytt milli ára en persónuafsláttur hækkaði um 5,9% frá fyrra ári.

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2009 liggur nú fyrir.

Heildarfjöldi framteljenda við álagningu árið 2009 er 267.494. Fjölgun milli áravar 1%, sem er mun minni fjölgun en verið hefur undanfarin ár.

Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 108,7 milljörðum króna og hækkar um 6,7% frá fyrra ári. Gjaldendur útsvars eru 257.000, nær jafn margir og árið áður. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um 6,2% milli ára.

Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 20,2 milljörðum króna og lækkar um 20% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru 185.000 og hefur fjöldi þeirra nær tvöfaldast frá fyrra ári. Ástæða fjölgunarinnar er fyrst og fremst sú að nú er fjármálastofnunum gert skylt að senda upplýsingar óumbeðið til skattyfirvalda.

Mikil breyting hefur orðið á samsetningu fjármagnstekna frá því sem verið hefur. Hagnaður af sölu hlutabréfa sem nam 58% af öllum fjármagnstekjum tekjuárið 2007 er nú 12%.

Mesta breytingin er á framtöldum tekjum af innistæðum í bönkum en þær eru nú 39% af fjármagnstekjum en voru 10%. Á þessu eru tvær skýringar. Annars vegar eru nú allar vaxtatekjur af innistæðum á framtölum en hins vegar uxu innistæður heimilanna í innlánsstofnunum verulega í kjölfar bankahrunsins þegar fé úr peningamarkaðssjóðum var flutt á innlánsreikninga.

Það skal tekið fram að þótt upplýsingar um innistæður heimilanna hafi ekki alltaf skilað sér í framtölum hefur fjármagnstekjuskattur verið greiddur af þeim, að því er segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Arðstekjur nema nú 27% af fjármagnstekjum og þær hafa vaxið milli ára um fimmtung.

 

Framtaldar eignir heimilanna námu 3.657 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 8,2% frá fyrra ári.

Fasteignir töldust 2.436 milljarðar að verðmæti eða um 2/3 af eignum og verðmæti þeirra hafði aukist um 2,5% milli ára en eigendum fasteigna fjölgaði lítið.

 

Framtaldar skuldir heimilanna námu alls 1.683 milljörðum króna (mbl.is)

Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hækkar um 6,7%  milli ára.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Deila Mbl. og Jóns Ásgeirs

Auðmaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson sakar ónefndan blaðamann Morgunblaðsins um að hafa hringt í hann kófdrukkinn og hótað sér. Þá vill hann meina að reynt hafi verið að kúga út úr honum fé gegn því að tölvupósturinn yrði ekki birtur um leikáætlun hans varðandi skíðaskálann í Frakklandi.

Orðrétt segir Jón í tilkynningu sinni:

„Morgunblaðið hefur ítrekað hótað að birta umræddan tölvupóst sem er stolinn og skrumskældur. Blaðamaður blaðsins hefur hringt í undirritaðan kófdrukkinn og hótað birtingu póstsins auk þess sem reynt hefur verið að kúga út úr mér fé gegn því að sleppt yrði að birta póstinn."

Jón Ásgeir nefnir enginn nöfn í tilkynningunni. Hann sakar einnig blaðamenn Morgunblaðsins um að hafa „fiktað" í póstinum og breytt upphæðum.

Þá segir hann að Morgunblaðið hafi ekki haft rétt eftir skiptastjóra þrotabús Baugs, Erlendi Gíslasyni í fréttinni sem sagði að það væri verið að skoða að rifta kaupsamningi Baugs við Gaum á frönskum skíðaskála. Fullyrðir Jón Ásgeir að Erlendur hafi staðfest þetta í samtali við hann.

Þess má geta að í Morgunblaðinu í dag stendur að leitað hafi verið viðbragða hjá Jóni Ásgeiri við vinnslu fréttarinnar en hann hafi ekki viljað tjá sig um málið.Varðandi hugsanlega riftun þrotabús Baugs Group hf. m.a. á ,,stórum skíðaskála í Frakklandi“ vill Jón Ásgeir Jóhannesson taka eftirfarandi fram:

Öll viðskipti milli Baugs Group hf. og Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. fyrir gjaldþrot Baugs Group hf. voru á eðlilegu verði, sem staðfest var af óháðum aðila.(visir,is)

Erfitt er að vita hvað rétt er  i þessu máli.Það

stendur staðhæfing gegn staðhæfingu.Mbl. birti frétt um að þrotabú Baugs væri að íhuga að rifta sölu Baugs á skíðaskála í Frakklandi til Gaums.Jón Ásgeir neitar þessu.

Björgvin Guðmundsson

 


Stuðningur við ríkisstjórn minnkar

Um 43 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi, sögðust styðja sitjandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alls sögðust 57 prósent ekki styðja stjórnina.

Stuðningur við ríkisstjórnina var afgerandi hjá stuðningsmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna. Aðeins fimm prósent stuðningsmanna Vinstri grænna sögðust ekki styðja ríkisstjórnina og átta prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna.

Lítill munur var á afstöðu kynjanna, en konur virðast heldur sáttari við stjórnina. Alls sögðust 45 prósent kvenna styðja ríkisstjórnina en 41 prósent karla.

Hringt var í 800 manns í gærkvöldi. Spurt var: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku rúmlega 87 prósent afstöðu til spurningarinnar, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag.(mbl.is)

Þetta kemur ekki á óvart. Ríkisstjórnin hefur þurft að gera óvinsælar ráðstafanir svo sem að hækka skatta og því minnkar fylgi hennar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband