Orkufyrirtæki eiga að vera í almannaeigu

Ég vona,að búið sé að koma í veg fyrir ,að Hitaveita Suðurnesja komist að verulegu leyti í  eigu einkafyrirtækis. Viðbrögð Hafnarfjarðarbæjar,Grindavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur voru rétt. Einkaaðilar mundu aðeins okra á almenningi ef þeir kæmust yfir mikilvæg orkufyrirtæki. Slíkt má ekki gerast.

 

Björgvin Guðmundssoin


Alltof mikill niðurskurður

Þriðjungs niðurskurður þorskveiðikvóta ofan í 130 þúsund tonn er alltof mikill. Kvótakerfið hafði áður lamað þær sjávarbyggðir,sem áttu allt sitt undir  þorskveiðum. Nú er þessum byggðum greitt rothöggið. Mótægisaðgerðir munu ekki koma að gagni fyrr en eftir langan tíma.Hætt er við, að þessum   byggðum blæði endanlega út áður.

 

Björgvin Guðmundsson


Flott hjá Jóhönnu

Það var flott hjá Jóhönnu félagsmálaráðherra að láta ráðuneytið greiða það sem á vantaði til þess að fatlaðir fengju sama kaup og aðrir í átaksverkefni borgar og ríkis  fyrir fatlaða.

Björgvin Guðmundsson


Lækkað lánshlufall íbúðalána hefur lítil áhrif á verðbólguna

Ríkisstjórnin ákvað að lækka lánshlutfall íbúðalána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80% til þess að slá  á verðbólgu. Þesi ráðstöfun hefur mjög lítil áhrif í því efni á meðan bankarnir lána 90%,ríkisútgjöld eru jafn mikil og raun ber vitni og eftirspurn almennt í þjóðfélaginu mjög mikil ,bæði af hálfu einstaklinga og hins opinbera.Þessi ráðstöfun bitnar helst á fólki úti á landi  en hefur lítil áhrif á höfuðborgarsvæðinu.

Framkvæmdir eru enn mjög miklar í landinu og áform uppi um byggingar álverksmiðja um land allt. Á meðan svo er dregur lítið sem ekkert úr þenslu.Lækkað lánshlutfall íbúðalánasjóðs hefur lítil sem engin áhrif í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvað líður fjölgun hjúkrunarrýma?

Helgi Vilhjálmsson í Góu birti heilsíðuauglýsingu í Mbl. í gær,þar sem hann óskar eftir því að lífeyrissjóðirnir leggi 1% af innkomu sinni  til byggingar hjúkrunarheimila.Þetta er róttæk og athyglisverð tillaga en hætt er við,að ekkert verði úr framkvæmd hennar. Lífeyrissjóðirnir telja sig hafa aðrar skuldbindingar en að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila,þ.e.að standa við skuldbindingar um greiðslu lífeyris. Að vísu  ávaxta lífeyrissjóðirnir fjármagn sitt með margvíslegum hætti og þar á meðal með kaupum skuldabréfa hér og erlendis. Hugsanlega gætu lífeyrissjóðir lánað fjármagn til byggingar  hjukrunarheimila.En það er algerlega á valdi lífeyrissjóðanna sjálfra.

Þetta leiðir athyglina að því,að stjórnmálaflokkarnir gáfu mikil loforð fyrir síðustu kosningar um  fjölgun hjúkrunarrýma. Lítið hefur heyrst um það mál síðan. Að vísu segir í stjórnarsáttmálanum að hraða eigi byggingu 400 hjúkrunarrýma en ekkert hefur heyrst um framkvæmdina. Mál þetta er á könnu Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra til næstu   áramóta en þá tekur Jóhanna Sigurðardóttir við þessum málum að því er varðar aldraða.Guðlaugur Þór hefur verið furðu þögull um mál þetta.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Hvað verður niðurskurðurinn mikill?

Búist er við ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda í dag eða í síðasta lagi   á fimmtudag.LÍU leggur til að leyft verði að veiða 155-160 þúsund tonn.Framsóknarflokkurinn vill að leyft verði að veiða 150 þúsund tonn.Hafró leggur til 130 þúsund tonn eða þriðjungs minnkun frá yfirstandandi fiskveiðiári.Nokkuð margir hallast að því að farið verði  að tillögum Hafró.

Ég tel,að það yrði of harkalegur niðurskurður að skera fiskveiðiheimildir niður í 130 þúsund tonn. Það yrði algert reiðarslag fyrir byggðirnar á Vestfjörðum  sem eiga allt undir þorskveiðum komið. Með tilliti til mikillar gagnrýni á störf Hafró tel ég heldur ekki að ráðgjöf stofnunarinnar sé óskeikul.Bent hefur verið á að fyrir 13 árum  lagði Hafró til mikinn niðurskurð aflaheimilda,sem farið var eftir. Hafró sagði þá,að ef farið yrði að tillögum stofnunarinnar um niðurskurð mundi þorskstofninn byggjast ört upp. Það var farið eftir þessum tillögum en stofninn hefur ekki rétt við,þvert á móti hefur ástand hans versnað enn. Þetta bendir til þess að  ekki sé nema að takmörkuðu leyti unnt að hafa áhrif á þorskstofninn.Það er ekki stöðugt unnt að skera niður veiðiheimildir. Það eru takmörk fyrir því hvað unnt er að ganga langt á þeirri braut.

 

Björgvin Guðmundsson


Mbl.:Engin sátt um kvótakerfið

Morgunblaðið hefur gert mikla úttekt á kvótakerfinu og sent blaðamann á Vestfirði og Austfirði til þess að ræða  við úgerðarmenn og sjómenn um kerfið,m.a. vegna tillagna Hafró um þriðjungs niðurskurð á  þorskveiðiheimildum.Niðurstaða blaðins af úttekt á Vestfjörðum er þessi: Það er engin  sátt um kvótakerfið. Menn hugsa til þess með hryllingi á Vestfjörðum,ef  farið verði að tillögum Hafró og jafn mikið skorið niður og þar er lagt til. Enginn landshluti á eins mikið   undir þorskveiðum komið og Vestfirðir. Það yrði því reiðarslag fyrir þennan landshluta ef  skorið yrði niður um þriðjung. Svipaða sögu er að segja af Austfjörðum. Þó er ástandið þar skárra í kringum álverksmiðjuna á Reyðarfirði en ástandið er slæmt á stöðum fjær verksmiðjunni. Smæri útgerðarstaðir á Vestfjörðum og Austfjörðum  hafa áður orðið fyrir þungum áföllum vegna kvótakerfisins. Þetta kerfi hefur algerlega mistekist og stjórnvöld geta ekki lengi enn lamið hausnum við steininn og haldið þessu ónýta kerfi. Björgvin Guðmundsson  

Gaumur tók áhættuna fyrir Baug

Miklar umræður eru nú í fjölmiðlum um síðustu dóma í Baugsmálinu. Einkum verður mönnum tíðrætt um  óheimilar lánveitingar hlutafélaga til tengdra aðila Héraðsdómur taldi,að Baugur hefði lánað   tengdum aðilum til  hlutafjárkaupa og að það hefði verið brot á hlutafélagalögunum.Hins vegar var ekki talið unnt að sakfella forstjórann,Jón Ásgeir,vegna þessa.Hann var sýknaður.Málið snérist einkum um lánveitingar Baugs til Gaums en Gaumur er hlutafélag í eigu Bonusfjölskyldunnar. Baugur hefði mátt  veita Gaumi viðskiptalán en Héraðsdómur taldi,að ekki hefði hér verið um viðskiptalán að ræða. Getur þó verið mjótt á munum í því efni. Á meðan byrjunaruppbygging Baugs stóð sem hæst fór Gaumur oft á undan Baugi og tók áhættu við kaup á fyrirtækjum  og við aðrar fjárfestingar. Þegar í ljós var komið,að um arðvænleg kaup var að ræða voru fyrirtækin og eignirnar fluttar yfir á Baug. Gaumur var því nokkurns konar brautryðjandi  í fjárfestingum fyrir Baug. Í því ljósi ber að líta á  fjárhagsleg samskipti félaganna. 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband