Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Skuldir heimilanna aukist meira en eignir
Í tengslum við birtingu álagningarskrár skatta hefur ríkisskattstjóri birt ýmsar upplýsingar um skattlagninguna og aukingu eigna og skulda.Í ljós kemur,að skuldir hafa aukist meira en eignir milli ára.Skuldir heimilanna voru 1113 milljarðar um síðustu áramót og höfðu aukist um 21% milli ára en eignir heimilanna höfðu aukist um 14,9 % milli ára og námu 2800 milljörðum í lok sl. árs.Skuldaaukning heimilanna er mikið áhyggjuefni. Fyrir 6 árum skulduðu heimilin 550 milljarða kr en nú hafa þessar skuldir tvöfaldast eða aukist um 103% í 1113 milljarða sem fyrr segir.Eignir heimilanna hafa á sama tíma aukist um 92% eða um 556 milljarða.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 30. júlí 2007
Írak:Mestu mistök í utanríkismálum Íslands
Mikið er skrifað um för Ingibjargar Sólrúnar,uanríkisráðherra,til Miðausturlanda og sýnist sitt hverjum. Vinstri græn hafa tekið þá afstöðu að gagnrýna förina á þeim forsendum að Ingibjörg Sólrún hafi ekki rætt við Hamassamtökin.Ég er ósammmála þeirri gagnrýni.Utanríkisráðherra Íslands getur ekki rætt við hryðjuverkasamtök,sem tekið hafa heilt landsvæði ,Gaza, með vopnavaldi.Ingibjörg Sólrún ræddi við forseta bæði Ísraels og Palestínu araba og kynnti sér sjónarmið beggja. Þá fór hún einnig til Jórdaníu til þess að kynna sér flóttamannavandamálið en þar eru allt að 700 þúsund flóttamenn frá Írak og margir þeirra illa særðir.Í grein,sem ég skrifaði í Mbl. í dag um för Ingibjargar Sólrúnar segi ég,að sennilega sé stuðningur Íslands við innrásina í Írak mestu mistök Íslands í utanríkismálum fyrr og síðar.Tveir menn tóku ákvörðun um þennan stuðning: Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímssson. Ábyrgð þeirra er mikil.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 28. júlí 2007
Skattar á eldri borgurum hafa hækkað
Lækkun skatta á fyrirtækjum hér á landi ofan í 18% hefur vakið athygli erlendis.En Íslendingar hafa ekki af eins miklu að státa þegar kemur að sköttum einstaklinga. Þeir eru mjög háir hér og hafa í raun hækkað þar eð skattleysismörkin hafa ekki fylgt verðlagi og kaupgjaldi. Það versta er þó það , að skattar á eldri borgurum hafa hækkað meira en á almenningi yfirleitt eins og eftirfarandi tölur frá Stefáni Ólafssyni prófessor leiða í ljós:
Skattbyrði á tímabilinu 1994-2004 hefur breyst sem hér segir:
Hjá 66-70 ára hefur skattbyrðin aukist úr 182% í 27,% eða aukist um 9,1 stig.
Hjá 71-75 ára hefur skattbyrðin aukist úr11,1% í 24,2% eða aukist um 13,1stig og hjá 76 ára og eldri hefur skattbyrðin aukist úr 7,6% í 21,4% eða um 13,8 stig.Enhjá meðalfjölskyldunni hefur skattbyrðin "aðeins" aukist um4,5 stig á sama tímabili eða úr 19,2 í 23,7%.
Því eldra sem fólk er og því lægri sem tekjurnar eru þeim mun meiri en aukning skattbyrðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júlí 2007
Engar mótvægisaðgerðir enn
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Orkuveitan ekki einkavædd
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. júlí 2007
Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?
Það eru nokkur falleg orð í stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar. Þar á meðal er það að ríkisstjórnin segist vilja auka jöfnuð í þjóðfélaginu og bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Það verður fylgst vel með því,að þessi stefnumál verði framkvæmd. Best er að framkvæma þetta með aðgerðum skattamálum og málefnum almannatrygginga. Það þarf að hækka skattleysismörkin verulega en þau hafa dregist aftur úr en einnig þarf að stórauka lífeyri elli-og örorkulífeyrisþega. Lífeyrir þessara hópa hefur dregist mikið aftur úr í launaþróuninni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 22. júlí 2007
ASÍ annist verðkannanir
Miklar deilur hafa staðið að undanförnu um verðkannanir ASÍ. Eru það einkum stórmarkaðir eins og Bonus og Krónan sem hafa gagnrýnt kannanir ASÍ en einnig virðist sem atvinnurekendur og verslunareigendur telji ,að kannanirnar væru betur komnar í höndum Hagstofunnar. Ég tel,að ASÍ hafi annast verðkannanir vel og til skamms tíma sættu þær ekki neinni gagnrýni. Nauðsynlegt er þó að skapa frið um þessar kannanir og er það því af hinu góða að viðsiptaráðherra skuli efna til viðræðna við alla aðila sem þetta mál varða. Ef til vill er unnt að gera einhverjar breytingar á könnunum ASÍ til þess að skapa meiri friðum þær,t.d nota aukna tækni við kannanirnar. Mbl. segir frá því í leiðara í dag,að blaðið hafi stundum gert verðkannanir og hafi verslunareigendur iðulega rokið upp með athugasemdum um kannanirnar. Bendir það til þess,að verslunareigendur vilji helst vera alveg lausir við' slíkar kannanir. En neytendur eiga kröfu á því að þær séu gerðar og að unnt sé að reiða sig á þær.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. júlí 2007
Gott framtak Ingibjargar Sólrúnar
Ferð Ingijargar Sólrúnar,utanríkisríkisráðherra,til Miðausturlanda er lofsvert framtak.Ferð um þessi lönd er mjög erfið og er þakkarvert,að ráðherrann skuli leggja slíka ferð á sig til þess að kynnast ástandi mála fyrir botni Miðjarðarhafs.Utanríkisráðherra hefur m.a. rætt við fulltrúa Ísraels og Palensínuaraba og heimsótt átakasvæði eins og Golanhæðir.Sú hugmyd hefur komið upp í ferðinni,að Ísland gæti ef til vill miðlað málum í deilu Ísraels og Palestínu eins og Norðmenn gerðu á sínum tíma.Ísraelsmenn bera mikið traust til Íslands en Palestínumenn treysta Íslendingum ef til ekki eins vel.Það mun síðar koma í ljós,hvort Ísland á þarna hlutverki að gegna sem sáttasemjari í erfiðri deilu.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
Málefni aldraðra í forgang
Komið er út ritið Málefni aldraðra.Í ritinu eru nokkrar áhugaverðar greinar um mál eldri borgara.Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra ritar greinina Áhugavert æviskeið. Þar kemur m.a. fram,að ríkisstjórnin hafi sett máefni aldraðra í forgang. Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur skrifar greinina Lífeyrir aldraðra einstaklinga hækki um 100 þúsund á mánuði. María Bragadóttir hjúkrunarfræðingur ritar greinina Starf í þjónustu eldri borgara er skemmtilegt starf og fleiri áhugaverðar greinar eru í ritinu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
Bónus hefur lækkað vöruverð mikið
Engin verslun hefur lækkað matvöruverð eins mikið og Bónus. Lækkun Bónus á matvöruverði er á við miklar kjarabætur verkalýðsfélaga.Það kom mér því mikið á óvart þegar Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sagði,að Bónus bæri ábyrgð á of háu verði matvæla hér á landi.Þessu er ég algerlega ósammála.Það kann vel að vera,að matvælaverð væri lægra hér ef samkeppni í þessari grein væri meiri en hún er. En það er staðreynd ei að síður að Bónus hefur stórlækkað vöruverð á þeim tíma,sem verslunin hefur starfað.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)