Miklar fjármagnshreyfingar í Kaupþingi rétt fyrir hrun!

Gífurlegar fjármagnshreyfingar voru innan Kaupþingssamstæðunnar á síðustu metrunum í lífi bankans samkvæmt heimildum fréttastofu, ný lán voru veitt og önnur afskrifuð.

Upplýsingar frá lánanefndarfundi Kaupþings rétt fyrir hrun, sem lekið var á netið, hafa valdið miklum titringi.

Fyrir um sólarhring var yfir 200 blaðsíðna glæruyfirlit sett á netsíðuna Wikileaks, en sú síða er beinlínis sett upp til að hýsa upplýsingar sem menn vilja leka. Fréttastofa hefur fengið staðfest frá sínum heimildum að þetta séu ófölsuð gögn. Um er að ræða glærur frá örlagaríkum fundi lánanefndar bankans 25. september í fyrra, skömmu eftir fall á ögurstund í lífi bankans.

Athygli vekur hversu miklar lánafyrirgreiðslur eru til kjölfestueigenda bankans. Sem dæmi eru lánafyrirgreiðslur til 11 fyrirtækja í Existu „fjölskyldunni" að Skiptum meðtöldum uppá ríflega 300 milljarða að núvirði. Bakkavararbræðurnir, Lýður og Ágúst Guðmundsson eru helstu forkólfarnir í þessum fyrirtækjum.

Þá hafa fyrirtæki sem tengjast Kjalari og Ólafi Ólafssyni í Samskipum verið með fyrirgreiðslu uppá 140 milljarðar ef Alfesca er tekin með.

Robert Tchenguiz, stjórnarmaður í Existu, bróðri hans Vincent og veitingahúsafyrirtæki í eigu Tchenguiz hafa fengið fyrirgreiðslu uppá 330 milljarðar króna. Hér er samkvæmt heimildum fréttastofu ekki allt samtalið sem tengist lánafyrirgreiðslum til þeirra.

Fyrirtæki sem tengjast Baugsfjölskylunni í viðskiptalífnu svo sem Gaumur, Hagar, Landic, Stoðir, Kevin Stanford og Materia Invest höfðu fengið lánafyrirgreiðslu uppá samtals 320 milljarða króna á núverandi gengi.

Opinber birting þessara upplýsinga hefur valdið miklum titringi innan Kaupþings. Lögfræðideild bankans aðvaraði fréttastofu í dag og benti á að notkun þeirra gæti leitt til málsókna. Þá sendi bankinn í skyndi bréf í dag til umsjónaraðila vefsíðunnar Wikileaks . Þar var þess krafist að upplýsingarnar yrðu teknar af síðunni og bent á að samkvæmt íslenskum lögum gætu ábyrgðamenn átt yfir höfði sér háar fjársektir eða fangelsisrefsingu. Umsjónarmenn síðunnar svöruðu strax fullum hálsi og höfnuðu erindinu.

Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í kjölfar lánafundarins 25. september hafi farið af stað miklar tilfærslur á fjármunum innan Kaupþings samstæðunnar. Þessar tilfærslur vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, eins og áður hefur komið fram. Heimildir fréttastofu herma að háum fjárhæðum hafi á þessum skamma tíma fram að hruni verið varið í ný lán, en auk þess hafi stórar fjárhæðir verið afskrifaðar. (ruv.is)

Sérstakur saksóknari þarf að rannsaka þessar færslur allar og hefur væntanlega gert það.Full ástæða er til að yfirheyra þá sem hlut eiga að máli og frysta reikninga þeirra,ef ástæða er talin til.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Ritar opið bréf til félagsmálaráðherra.Kjaraskerðingin ekki betri en hryðjuverkalögin

Stjórnarmaður í Landsambandi eldri borgara,Grétar Snær Hjartarson,ritar félags-og tryggingamalaráðherra,Árna Páli Árnasyni,bréf og mótmælir harðlega kjaraskerðingu eldri borgara og öryrkja 1.julí sl.  

Hann segir svo m.a.:

Ég rita þér þetta bréf i von um að,þú takir myndarlega til hendinni varðandi

leiðréttingar í kjaramálum eldri borgara. Þann 1. júlí s.l. urdu verulegar skerdingar í

greiðslum Tryggingastofnunar ríkisins til okkar eldri borgara og öryrkja. Þetta er gert

med tilstyrk svivirðilegrar lagasetningar til skerdingar á launum okkar eldri borgara.

Islensk stjórnvöld voru að skattyrðast harðlega út i Breta, sem settu hrydjuverkalög

á okkur, en þessi gjörningur ykkar, Ámi Páll, er ekki hótinu betri. Ekki er við TR að

sakast þar sem sú stofnun er i raun adeins gjaldkeri þinn og rikisstjórnarinnar. TR

útdeilir ekki til okkar öðru en ykkur þóknast. Nú hefur það gerst i fyrsta skipti i

sögunni, að sjálf rikisstjórnin, sem náði meirihluta vegna slagorðanna um að standa

vörð um velferðarkerfð og að koma á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd, réðst

hatramlega á helgasta rétt eldri borgara, sjálfan grunnlifeyrinn. Grunnlifeyrir áttu

allir að fá burt séð frá tekjum og hann skyldi aldrei skerðast vegna greidslna úr

lifeyrissjóðum. Greidslur úr lifeyrissjóði eru nefnilega ekki atvinnutekjur heldur

endurgreidsla á sparnaði. Hér er þvi verið að mismuna .þeim sem lagt hafa spamað sinn i

lffeyrissjóð i stað þess að ávaxta hann i banka. Svo þar áttir þú örlitid í þessum

skerðingum. Tek dæmi af grunnlífeyri vegna þess, ad hann eru þær einu greidslur

sem ég fæ úr TR og þekki því mæta vel af eigin raun. Þann 1. juni s.l. voru útborguð laun min hjá

TR, i formi grunnlifeyris 18.397 krónur, en þann 1. júli lækkuðu þessi laun min frá TR,

um 17.395 kr6nur. eda niður i 1.002 krónur. Á sama tima og þetta gerist er samið um

hækkun á launum launþega innan ASÍ og BSRB, sem eru með 210.000 kr. eða

minna i mánadarlaun, um 20 þúsund kr.eða 9,45%, þegar. upp er staðið.

Síðar segir:

Það er afdráttarlaus krafa okkar eldri borgara,að þið dragið

til baka nú þegar þær skerðingar sem á okkur dundu 1.júlí og ekki eiga sinn líka í sögunni,ekki einu sinni hjá hatrömmustu íhaldsstjórn.Það er krafa okkar að lífeyrir aldraðra og öryrkja

verði auk þess hækkaður frá1,júlí til samræmis við hækkanir hjá launþegum innan ASÍ og BRSB.

Ég er sammála Grétari Snæ.

Björgvin Guðmundsson

.


Skuldir ríkisins hafa aukist mikið

Heildarskuldir ríkissjóðs hækkuðu um 437,2 milljarða á síðasta ári, en þær fóru úr 288 milljörðum í 725,2 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2008 sem var að koma út. Sem hlutfall af landsframleiðslu hækkuðu hreinar skuldir úr 22,1% í 49,5%.

Staða tekinna lána ríkissjóðs hækkaði á árinu 2008 úr 311 milljörðum í ársbyrjun í 931,3 milljarða í árslok. Staða innlendra skulda hækkaði úr 156,7 milljörðum í 613,8 milljarða króna. Sú hækkun skýrist m.a. af 270 milljarða króna skuldabréfi til Seðlabanka vegna yfirtöku á veðlánum innlendra fjármálastofnana.

Erlendar skuldir ríkissjóðs ríflega tvöfölduðust í krónum talið á árinu 2008 eða úr 154 milljörðum í 317,5. Skýrist sú hækkun að mestu að lækkandi gengi íslensku krónunnar á árinu.(mbl.is)

 

Þetta er hrikleg skuldaaukning ríkisins. Það verður erfitt fyrir Ísland að koma sér út úr þessum skuldum en  það  mun takast,

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Skuldir ríkisins hafa aukist mikið

Heildarskuldir ríkissjóðs hækkuðu um 437,2 milljarða á síðasta ári, en þær fóru úr 288 milljörðum í 725,2 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2008 sem var að koma út. Sem hlutfall af landsframleiðslu hækkuðu hreinar skuldir úr 22,1% í 49,5%.

Staða tekinna lána ríkissjóðs hækkaði á árinu 2008 úr 311 milljörðum í ársbyrjun í 931,3 milljarða í árslok. Staða innlendra skulda hækkaði úr 156,7 milljörðum í 613,8 milljarða króna. Sú hækkun skýrist m.a. af 270 milljarða króna skuldabréfi til Seðlabanka vegna yfirtöku á veðlánum innlendra fjármálastofnana.

Erlendar skuldir ríkissjóðs ríflega tvöfölduðust í krónum talið á árinu 2008 eða úr 154 milljörðum í 317,5. Skýrist sú hækkun að mestu að lækkandi gengi íslensku krónunnar á árinu.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


"Við látum ekki kúga okkur"

Mönnum er það  minniststætt,þegar Geir H.Haarde þá forsætisráðherra Íslands sagði  á blaðamannafundi í Iðno í oktober sl. : Við látum ekki kúga okkur. Það var verið að ræða Ice save og innstæðutryggingar.Þetta voru fyrstu viðbrögð Geirs að borga ekki meira en Íslendingum bæri skylda til. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Í nóvember var gert bráðabirgðasamkomulag við Breta og Hollendinga um Ice save fyrir milligöngu eða með atbeina ESB.Þar var gert ráð fyrir,að íslenska ríkið greiddi enda þótt ekkert væri í tilskipun ESB sem segði,að ríki ætti að borga.Eftir það var ekki aftur snúið Samninganefnd Svavars Gestssonar gerði ekkert annað en að semja um gjaldfrest  og greiðsluskilmála.Sú nefnd ræddi ekki þann möguleika að Ísland borgaði ekki. Enda sagði Svavar eftir 1-2 fundi að hann nennti þessu ekki lengur og skrifaði undir.

Allt frá því ríkisstjórnin Geirs Haarde skrifaði undir minnisblað í nóvember sl. fyrir tilstuðlan ESB ( nokkurs konar kúgun) hefur kúgun verið aukin gegn Íslandi í þessu máli. ESB hefur kúgað Ísland,IMF hefur kúgað Ísland,öll Norðurlöndin hafa kúgað Ísland og að sjálfsögðu Bretland og Holland. Stórþjóðirnar hafa kúgað smáþjóðina Ísland í þessu máli. Ef Þýskaland hefði átt í hlut en ekki Ísland þá hefði IMF strax afgreitt lán og viðbótarlán til Þýskalands án þess að blanda öðrum málum eins og Ice save þar  saman við.Hvorki IMF eða ESB hefðu beitt sömu kúgun gegn stórveldi eins og Þýskalandi eða Bretlandi eins og þessir aðilar hafa gert gegn Íslandi.Þessi aðilar hafa níðst á smáríki

 Björgvin Guðmundsson


Mikil óánægja í samtökum eldri borgara

Mikil óánægja og ólga er  nú í Landssambandi eldri borgara vegna framkomu stjórnvalda við eldri borgara og öryrkja.Ríkisstjórn Samfylkingar  og VG réðist gegn kjörum eldri borgara og öryrkja 1.júlí sl. og lækkaði  lífeyri þeirra.Um sama leyti var kaup láglaunafólks á almennum vinnumarkaði hækkað en aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun enda þótt það hafi verið föst regla að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um leið og kaup hækkaði

Ég minnist þess ekki að hafa orðið var við eins mikla óánægju og

ólgu  í röðum eldri borgara eins og nú. Það er meiri óánægja nú en var þegar íhaldið var við völd.

Eldri borgurum finnst Árni Páll Árnason ráðherra þessara mála hafa komið illa fram  við eldri borgara.Hann var tæplega búinn að kynna sér málaflokkinn þegar hann gekk fram fyrir skjöldu og skar niður almannatryggingar og lífeyri aldraðra og öryrkja.Hann  gekk á undan öðrum ráðherrum í niðurskurðinum.Hvers vega lá honum svona mikið á að skera niður. Hverjum var hann að þóknast?

Var hann að þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Átti niðurskurður  almannatrygginga 1.júlí sl. að tryggja vaxtalækkun þá strax? Eða átti niðurskurðurinn að tryggja  viðbótarlán frá IMF? Hvorugt gerðist. Vextir lækkuðu ekki. Og viðbótarlánið frá IMF kom ekki. IMF hefur gefið Íslandi langt nef.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvers vegna eru reikningar ekki frystir strax?

DV segir frá því dag,að Ólafur Ólafsson,kenndur við Samskip, hafi flutt út tugi milljarða nokkrum dögum fyrir bankahrunið.Nefndar  hafa verið fréttir um fjárflutninga fleiri " útrásarvíkinga" til útlanda m.a. í skattaskjól. Hvers vegna eru þessir reikningar þessara auðmanna ekki frystir strax? Er verið að bíða eftir að þeir geti komið peningunum betur undan og og falið slóðina?

 

Björgvin Guðmundsson


Er IMF að brjóta reglur sjóðsins?

Í gær sagði ég,að IMF væri að draga Ísland á asnaeyrunum.Ég tel,að það hafi verið staðfest í gær og í dag við það að IMF neitaði að afgreiða næsta áfanga lánsins til Islands.IMF staðfestir,að Ísland hefur skilað öllum gögnum og uppfyllt öll skilyrði en samt neitar IMF að afgreiða næsta hluta lánsins til Íslands.IMF segir nú,að það standi á afgreiðslu lánanna frá Norðurlöndunum. En Norðurlöndin segja,að þau bíði eftir afgreiðslu IMF á næsta áfanga láns til Islands.Hvaða skrípaleikur er þetta? Ætla þessir aðilar að að vísa hver á annan?

 

Raunveruleg ástæða þess, að IMF afgreiðir ekki lánið er sú að ekki er búið að afgreiða Ice save málið á alþingi.IMF þorir ekki að nefna þá ástæðu og nefnir í staðinn,að það standi á Norðurlöndum.IMF er að brjóta reglur sjóðsins með því að blanda óskyldum hlutum saman. IMF á ekki að vera innheimtustofnun fyrir Bretland og Holland.

 

Björgvin Guðmundsson


Frítekjumark ekki hækkað á næstunni

Mbl. birtir viðtal við Stefán Ólafsson prófessor í dag um endurskoðun almannatryggingalaganna.Fram  kemur,að endurskoðunarnefndin vilji  hækka frítekjumörk og einfalda tryggingakerfið.Telur Stefán,að slíkar aðgerðir gætu dregið úr öfgreiðslum  en ofgreiðslurnar eru nú orðnar  mikið vandamál  og námu nú 3 milljörðum.Árni Páll  ráðherra  sagði hins vegar við Mbl.,að ekki yrði um neina hækkun  að ræða næstu misserin.
Uppsláttur Mbl. á því að hækka eigi frítekjumörk  virðist því út í hött þar eð ekki verður um neina hækkun að ræða á næstunni samkvæmt því sem ráðherra segir.
Björgvin Guðmundsson

Þór: IMF notuð sem innheimtustofnun

Hollendingar og Bretar neyta aflsmunar gegn Íslendingum í Icesave-málinu og nota til þess Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar.

„Það hefur komið fram hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að það þurfi að leysa þessa Icesave-deilu," segir Þór. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé verið að nota sjóðinn sem innheimtustofnun fyrir Breta og Hollendinga í þessu máli, sem er algjört brot á starfsreglum sjóðsins og ólíðandi að hann skuli haga sér með þeim hætti."(visir.is)

IMF segir,að ekki sé unnt að greiða lánið þar eð Norðurlöndin hafi ekki greitt. Og Norðurlönd vilja ekki greiða fyrr  en IMF hefur greitt. Þetta er alger skrípaleikur.Það vísar  hvor á annan.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband