Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Gott hjá Björgvin
Ég tek ofan fyrir nafna mínum,Björgvin G.Sigurðssyni,viðskiptaráðherra, fyrir að bregðast skjótt við og skipta nefnd til þess að endurskoða fit - kostnað bankanna og ýmis þjónustu gjöld bankanna.Mér finnst einnig mjög skynsamlegt af ráðherranum,að skipta Axel Kristjánsson lögfræðing í nefndina en hann var um langt skeið yfirlögfræðingur Útvegsbankans og hefur gagnrýnt pinberlega fit gjöld bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Hörð átök um launamál framundan
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir um næstu áramót. Er útlit fyrir,að átök um nýja samninga verði hörð. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur samþykkt ályktun um kjaramálin vegna væntanlegra samninga og segir þar, að hækka verði grunnlaun um þriðjung. Í ályktuninni segir,að ekki sé unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim lágmarkslaunum,sem nú séu í gildi.Ályktun Hlífar í Hafnarfirði er dæmigerð fyrir afstöðu verkalýðsfélaga innan starfsgreinasambandsins.Þar á bæ ríkir hörð lína í kjaramálum. Mönnum þar þykir tími til kominn að bæta kjör verkafólks myndarlega. Fyrirtækin græða á tá og fingri og hafa næga peninga til þess að hækka laun verkafólks. Afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað mikið svo og ýmis annar kostnaður en auk þess sé mikil óvissa framundan í efnahagsmálum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Ráðherra ber alla ábyrgð
Undanfarið hafa átt sér stað miklar umræður í fjölmiðlum um smíði Grímseyjarferju og athugasemdir ríkisendurskoðunar við að smíði ferjunnar fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun.Í þessu sambandi hefur verið rætt um það hver beri ábyrgðina á þessum mistökum.Það þarf ekki að velta vöngum yfir því. Það er alveg ljóst samkvæmt lögum hver ber ábyrgðina:Það er fyrrum samgönguráðherra.Hann ber alla ábyrgð í þessu máli. Hann ber ábyrgð á öllum sínum undirmönnum og undirstofnunum. M.ö.o. : Hann ber ábyrgð á Vegagerðinni einnig,sem hafði mest með smíði ferjunnar að gera. Það er hlutverk ráðherra að fylgjast með þeim málum,sem undir hann heyra. Hann getur falið ýmsum undirmönnum að sjá um eftirlit og framkvæmd en það firrir hann ekki ábyrgð.Eins og fyrrum samgönguráðherra,Sturla Böðvarsson segir í yfirlýsingu i gær þá ber hann endanlega ábyrgðina.Fjölmiðlar sögðu í gær ,að fyrrum samgönguráðherra hefði axlað abyrgð að hluta til. Það stenst ekki. Hann ber alla ábyrgð. Hann getur skýrt út að erfitt sé að fylgjast með öllum þáttum en ábyrgðin er samt hans. Í umæddi máli virðist fjármálaráðherra einnig bera ábyrgð á umfram framfjárveitingum, sem alþingi hafði ekki samþykkt.Ráðherrar,hvorki fjármálaráðherra,né aðrir geta ákveðið fjárveitingar umfram heimildir alþingis á þeim forsendum,að slíkt hafi verið gert áður. Það stenst ekki eins og ríkisendurskoðandi hefur bent á.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Er klofningur í Sjálfstæðisflokknum?
Halldór Blöndal veitist að Ingibjörgu Sólrúnu í Mbl. í dag vegna skrifa hennar um Öryggisráðið og Geir Hallgrímsson. Ingibjörg Sólrún hafði skýrt frá því,.að Geir hafi fyrstur utanríkisráðherra hreyft þeirri hugmynd að Ísland fengi sæti í Öryggisráðinu en ekki hafi þá verið talið tímabært að berjast fyrir þeirri hugmynd. Þessi ummmli leggur Halldór Blöndal út á versta veg og virðist telja,að Ingibjörg hafi rifjað þetta upp Geir Hallgrímssyni til hnjóðs en að sjálfsögðu er þetta þveröfugt. Ingibjörg nefnir þetta frumkvæði Geirs honum til hróss. En hvað sem því líður er ljóst,að ákveðinn hópur Sjálfstæðismanna er í fýlu vegna stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisfokksins við Samfylkinguna. Þessi hópur er í kringum Morgunblaðið,Björn Bjarnason og Davíð Oddssonog . Halldór Blöndal fyllir eðlilega þennan hóp og tekur undir árásir Mbl. á Ingibjörgu Sólrúnu.Ekki er ljóst hvað þessi hópur er stór en þessi hópur hafði áður undirtökin í Sjálfstæðisflokknum.Það er nú liðin tíð. Geir Haarde og hans menn hafa þar nú öll ráð í sinni hendi.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Berja einnig sína eigin menn!
Morgunblaðið ræðst í staksteinum blaðsins í gær á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur uanríkisráðherra.Er hún þar harðlega gagnrýnd fyrir ferð sina til Miðausturlanda svo og fyrir að vilja koma Íslandi í öryggisráð Sþ.Blaðið spyr: Hverjum datt sú vitleysa í hug, að Ísland ætti erindi i öryggisráðið? Ingibjörg Sólrún svarar þessari árás í dag. Hún bendir m.a. á, að sá utanríkisráðherra, sem fyrstur hafi hreyft þeirri hugmynd að Ísland ætti að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sþ.hafi verið Geir Hallgrímsson.Mbl. hefur ekki munað eftir því þegar ráðist var á Ingibjörgu Sólrúnu og sagt,að það væri alger vitleysa að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu. Geir Hallgrímsson hefur notið virðingar í Sjálfstæðisflokknum og Mbl. hefði aldrei dottið í dug að kalla hugmyndir hans vitleysu.En svo mikið lá á að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu að Mbl. lemur sína eigin menn í leiðinni.Annars ætti Mbl. að hætta árásum á Ingibjörgu Sólrúnu og sætta sig við, að hún er komin í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Mbl. getur ekki harmað það endalaust, að hugmynd blaðsins um stjórn VG og Sjálfstæðisflokksins skyldi ekki ná fram að ganga.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Hvaða varnir henta okkur?
Nú standa yfir heræfingar á Íslandi samkvæmt samkomulagi fyrri ríkisstjórnar við Bandaríkin. En þegar Bandaríkin ákváðu einhliða að fara með allt varnarlið sitt frá Íslandi átti það að vera einhver sárabót fyrir Ísland, að Bandaríkin kæmu hingað einu sinni á ári með herflugvélar til æfinga.Norðmenn og Danir taka þátt í heræfingunum nú svo og NATO.Af sjálfsögðu verður Ísland ekkert varið með æfingu í 2 daga einu sinni á ári.Það er því óþarfi fyrir íslenska ráðamenn að bukka sig og beygja fyrir herforingjum Bandaríkjamanna,þegar þeir koma hér við.Úr því að Bandaríkin vildu ekki lengur hafa herlið eða flugvélar hér á landi er eðlilegast að biðja NATO að taka að sér varnir landsins. Og þá meina ég ekki heræfingar einu sinni á ári heldur viðveru flugvéla og /eða varnarliðs.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Grandi lokar fiskvinnslu í Reykjavík
Grandi í Reykjavík hefur tilkynnt,að fiskvinnsla fyrirtækisins í
höfuðborginni verði lögð niður og flutt upp á Akranes. Ástæðan er
niðurskurðurinn á þorskþvótanum en fyrirtækið segir, að hann komi illa
niður á fyrirtækinu.Grandi ætlar að leggja niður veiðar á þorski nema sem
meðafla með öðrum tegundum. Þessar fréttir koma mjög á óvart enda þótt
niðurskurðurinn á þoskþvótanum bitni illilega á Granda.Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kom Bæjarútgerð Reykjavíkur fyrir
kattarnef og fyrsta skref var stigið í þá átt með sameiningu BÚR og
Ísbjarnarins voru rökin m.a. þau, að hagkvæmast væri að flytja alla
fiskvinnslu í húsnæði Ísbjarnarsins en það fyrirtæki hafði komið upp nýju
fiskvinnsluhúsi, sem átti að vera hið fullkomnasta. Fiskiðjuveri BÚR var
því lokað enda þótt það hefði verið rekið með góðum hagnaði og verið eitt
best rekna fiskinnsluhús á landinu.Nýja fiskvinnsluhús Ísbjarnarins hafði
verið dýrt í byggingu og var að sliga Ísbjörninn fjárhagslega. Nú á að
loka því húsi og reisa nýtt fiskvinnsluhús á Akranesi!
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. ágúst 2007
Sveitarfélögin fái hlut í fjármagnstekjuskattinum
Það kom í ljós við skattálagningu að þessu sinni,að tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti höfðu aukist verulega. Bent hefur verið á í því sambandi, að margir fjármagnseigendur greiða einungis fjármagsntekjuskatt,sem aðeins er 10% en greiða hvorki útsvar né tekjuskatt. Þó njóta þeir allrar Þjónustu sveitarfélaga eins og aðrir. Þetta er ósanngjarnt. Sveitarfélögin ættu því að fá hlutdeild í fjármagsntekjuskattinum. Einnig er óeðlilegt að fjármagsneigendur greiði aðeins 10% skatt á meðan aðrir greiði 36%. Hér þarf að koma á meira jafnræði.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. ágúst 2007
Össur eflir Byggðastofnun
Össur Skarðhéðinsson byggðamálaráðherra hefur tilkynnt að Byggðastofnun verði efld og auknu fjármagni veitt til hennar. Sé þetta m.a. gert til þess að auðvelda Byggðastofnun að hjálpa útgerðarfyrirtækjum,sem verða fyrir barðinu á niðurskurði þorslkvótans.Það ber að fagna þessu framtaki ráðherrans.Væntanlega mun Byggðastofnun geta aðstoðað fleiri útgerðarfyrirtæki en ella vegna atbeina ráðherrans í þessu efni.
Björgvin Guðmundsson