50 ár frá stofnun Æskulýðssambands Íslands

Á þessu ári eru 50 ár frá stofnun Æskulýðssambands Íslands en samtökin voru stofnuð 18.júní 1958.Meðal stofnaðila voru allar æskulýðshreyfingar stjórnmálaflokkanna,Samband ungra jafnaðarmanna,Samband ungra framsóknarmanna,Samband ungra sjálfstæðismanna og Æskulýðsfylkingin,samband ungra sósialista.Stúdentaráð Háskóla Íslands var einnig meðal stofnenda. Fyrsti formaður  Æskulýðssambandsins var  Júlíus  Jón Danielsson  en meðal annarra formanna hafa verið Bjarni Beinteinsson,Björgvin Guðmundsson,Ólafur Egilsson og Skúli Norðdahl.

Fyrir 4 árum voru stofnuð ný landssamtök æskulýðsfélaga,LÆF. Tóku þau að hluta til yfir starfsemi Æskulýðssambandsins.

 

Björgvin Guðmundsson


Sigríður Dúna sendiherra í Osló

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir afhenti í síðustu viku Haraldi V Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Noregi. Sigríður Dúna er fyrsta konan til að gegna embætti sendiherra í Noregi frá því að sendiráð var stofnað þar árið 1947.  

Í umdæmi sendiráðsins eru auk Noregs eftirtalin ríki: Egyptaland, Súdan, Libýa, Grikkland, Pakistan, Íran, Barein, Jemen, Óman og Sameinuðu arabísku furstadæmin.  (mbl.is)

Mjög gott samkomulag er nú milli Norðmanna og Islendinga. Síðasta alvarlega deilumálið,sem var milli þjóðanna var Smugudeilan.En sú deila leystist 1999,þegar Kristinn F.Árnason var sendiherra í Noregi. Viðræður höfðu þá legið niðri um hríð og ekki talið að það þýddi að taka málið upp fyrir kosningar á Íslandi 1999. En  Kristinn óskaði  samt eftir viðræðum og  deilan leystist.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Sigríður Dúna afhendir trúnaðarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumri hallar

Það er haustlegt um að litast og spáð votviðri út vikuna. Grunnskólar landsins tóku til starfa í dag og börnin streymdu út á göturnar í morgun reiðubúin að takast á við skólaárið. Þrátt fyrir súld er lofthiti enn of hár til að hægt sé að tala um haustveður, segir Þorsteinn V. Jónsson á Veðurstofu Íslands. Hann segir hinsvegar að helgarveðrið verði kaldara, eins konar inngangur að hausti.

Rúmlega fjögur þúsund börn voru að hefja skólagöngu sína í dag. Börnin á lóð Austurbæjarskóla í dag voru ekki í vafa um að sumarið væri búið.(mbl.is).

Það er ljóst,að sumri hallar. Hitinn er ekki eins mikill og áður en veðurfræðingar segja þó að haustið sé enn ekki komið. Sumarið er mjög stutt hér og mun styttra en á hinum Norðurlöndunum og hitinn er einnig mun meiri þar yfir hásumarið. En íslenska sumarið getur þó verið gott  og  á því

 sumri,sem nú hallar,voru nokkrir mjög góðir kaflar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Inngangur að hausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært,að demokratar taki yfir Hvíta húsið

Flokksþing demokrata í Bandaríkjunum hefst í dag. Þá verður formlega ákveðið hver verði forsetaefni flokksins.Það verður Obama. Mun hann flytja ræðu,svo og varaforsetaefnið og Hillary Clinton.ýmsir héldu,að Clinton yrði varaforsetaefni en svo varð ekki.Hins vegar er talið víst,að hún verði ráðherra í stjórn Obama,nái hann kosningu.

Forsetakosningarnar verða mjög spennandi. Samkvæmt síðustiu skoðanakönnun er mjög mjótt á munum milli Obama og Mc Cain,forsetaefnis republikana.Það munar aðeins 3 prósentustigum. Vonandi sigrar Obama. Það er tími til kominn að hreinsa republikana út úr Hvíta  húsinu og að demokratar flytji inn.

 

Björgvin Guðmundsson


Misfarið með umboð,misfarið með vald


Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði á aukafundi borgarstjórnar , að mörgum borgarbúum líði þannig, að atkvæðin þeirra hafi verið hirt upp úr kjörkössunum og misnotuð í pólitískum   tilgangi.

„Borgarbúar hafa horft upp á það ítrekað að það hefur verið misfarið með umboð, misfarið með vald,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, á borgarstjórnafundinum þegar nýr meirhluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við. „Mörgum borgarbúum líður nú þannig að atkvæði þeirra hafi verið hirt upp úr kjörkössunum og misnotuð í pólitískum hráskinnaleik.“

Dagur sagði að í janúar, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk Ólaf F. Magnússon til liðs við sig hefði sýnt sig að hvergi hefði steytt á málefnum og hugsjónum. Örvæntingarfullur hópur fólks í borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins hefði reynt að bjarga því sem bjargað varð með samvinnunni við Ólaf F.

„Allt sem sagt var í janúar hefur komið á daginn. Öll sú skömm sem þá var uppi hefur orðið að áhrínisorðum og sá leikur sem Sjálfstæðismenn létu sér sæma að leika gegn borgarbúum og Ólafi verður í sögunni dæmdur sem einn sá ljótasti sem um getur," sagði Dagur.

Borgarfulltrúi Framsóknar,Óskar Bergsson , hefði því miður ekki reynst hafa bein í nefinu, úthald og sjálfstraust til að standa við pólitísk markmið sem stjórnarandstaðan í borgarstjórninni kom sér saman um eftir síðustu meirihlutaskipti.

Því miður væri ekki hægt að kjósa strax aftur í Reykjavík, sagði Dagur. Nú væri ekki kjördagur en hinsvegar góður dagur til að meta með sjálfum sér hvort það eigi að skrifa upp á vinnubrögð af þessu tagi. „Verkefni Samfylkingarinnar í Reykjavík næstu tvö árin er að gera borgarbúa, hvar í flokki sem þeir standa, stolta af því að vera stuðningsmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík," sagði Dagur.

Ég tek undir með Degi,að leikur sá,er Sjálfstæðisflokkurinn hefur leikið í borgarstjórn með samstarfinu við Ólaf F. og hvernig þeir spörkuðu honum,þegar þeir voru búnir að nota hann,er einn sá ljótasti ,sem  um getur.

Björgvin Guðmundsson




<<


Íbúðalánasjóði verði ekki breytt í heildsölubanka

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,9% en 5,4% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis.

Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggist á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 22. ágúst 2008 ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru 4,44%.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að vextir Íbúðalánasjóðs skuli óbreyttir. Þetta eru lægstu vextirnir á  markaðnum og verður ekki nógu oft sagt,að það er lífsnauðsyn fyriir húsbyggjendur og íbúðakaupendur,að Íbúðalánasjóðue starfi áfram í óbreyttu formi,þ.e. honum verði ekki breytt  í heildsölubanka.Það er í lagi að hafa sérdeild um félagsleg lán  en sjóðurinn á að vera áfram með bein lán til húsbyggjenda og kaupenda ekki að  lána gegnum bankana.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.


mbl.is Óbreyttir vextir hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg lokahátíð OL í Peking

Lokahátíð Olympíuleikanna í Peking var mjög glæsileg. Yfirleitt má segja,að öll framkvæmd OL hafi tekist vel og umgjörðin var öll mjög flott.Það eina sem skyggir á er að mannréttindabrot halda áfram í Kína og hafa ekki minnkað þrátt fyrir loforð Kínverja þar um.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkisstjórn?

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkissstjórn? Þar segir svo m.a.:

Hin stóru stefnumál jafnaðarmanna láta á sér standa í þessari ríkisstjórn.Samfylkingunni lá of mikið á að komast í stjórn,að hún gætti þess ekki að setja nægilega ströng skilyrði fyrir þáttöku í stjórninni.Þess vegna er eins og Samfylkingin verði að fara bónarveg að Sjálfstæðisflokknum,þegar hún vill leiðrétta kjör þeirra,sem verst eru settir.Kjósendur og óbreyttir liðsmenn fylgjast með. Þeir munu ekki láta hvað sem er yfir sig ganga í þessum efnum. Þeir vilja framgang þeirra umbóta fyrir aldraða og öryrkja,sem lofað var í kosningunum Framtíð   ríkisstjórnarinnar veltur á því,að staðið verði við þessi loforð.
Björgvin Guðmundsson

í


Olía og gas á Drekasvæðinu

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir allgóðar líkur á að finna megi olíu og gas á Drekasvæðinu norðaustur af landinu. Hann segir stór og lítil fyrirtæki, aðallega frá nágrannalöndum, hafa sýnt mikinn áhuga á því.

Mikil vinna hefur nú þegar verið lögð í að rannsaka svæðið og nú þykir stjórnvöldum hér tímabært að láta á reyna, hvort áhugi sé á olíuleit og -vinnslu. Boðað hefur verið til kynningarráðstefnu í Reykjavík um Drekann í byrjun september, 80 þátttakendur hafa þegar boðað komu sína og hefur áhugi farið ört vaxandi undanfarið, segir iðnaðarráðherra. Jafnframt hefur verið kynnt opið útboð á leitar- og vinnsluleyfum.

Útboðið fer fram eigi síðar en um miðjan janúar. Um 100 leyfi verða boðin út. Össur segir gögn benda til, að jarðlög á þessu svæði séu samskonar og við Austur Grænland þar sem þegar hefur fundist gas, og á olíuvinnslusvæðinu við Vestur Noreg. Svæðið er um 40 þúsund ferkílómetrar að stærð. Hækkandi olíuverð og framfarir í leitar- og vinnslutækni eru helstu forsendur þess, að látið er á þetta reyna nú, en svæðið er erfitt til vinnslu enda dýpi allt að 2.000 metrum og illviðrasamt þar stóran hluta ársins.
Opið útboð er ný aðferð við úthlutun slíkra leyfa og hefur vakið mikla athygli. Fjölmiðlar, sérhæfðir í olíu-, orku- og viðskiptamálum hafa undanfarið fjallað mikið um það og virðist vera allnokkur áhugi á málinu víða um heim.
Össur segir allar líkur á að þegar á næsta ári verði hafin olíuleit á Drekasvæðinu, hins vegar hafi verið ákveðið að íslensk stjórnvöld muni ekki leggja áhættufé í leitina, því sé leitað eftir áhuga erlendra fyrirtækja. Þessi ákvörðun hefur ýtt frekar undir áhuga fjárfesta og orkufyrirtækja, þar sem víða um heim hefur verið að þrengjast um olíuvinnslu á vegum vestrænna fyrirtækja. Meðal annars í Afríku og Venezuela hefur einkafyrirtækjum verið gert erfiðara fyrir og ríkisfyrirtæki látin sitja að vinnslunni. Það þykir því sérstaklega áhugavert að Íslendingar hyggist ekki reka eigið olíufyrirtæki til leitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Drekasvæðið er á norðausturhorni efnahagslögsögunnar og heitir svo eftir landvættinni á Austurlandi, drekanum sem er í skjaldarmerki Íslands. (ruv.is)

Það eru góðar fréttir,að miklar líkur séu á olíu og gasi á drekasvæðinu. Össur iðnaðaráðherra er bjartsýnn og duglegur að kynna málið erlendis. Það er ljóst,að hann ætlar að keyra þetta mál áfram með miklum krafti og það er vel.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


Skattleysismörk fylgi launabreytingum

Fyrir síðustu alþingiskosningar sagði Samfylkingin,að hækka ætti skattleysismörk til samræmis við launabreytingar.Það er bein atlaga að kjörum eldri borgara,þegar skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu.Þá njóta þeir ekki þeirrar kaupmáttaraukningar,sem verður i samfélaginu.Ef skattleysismörk hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 150  þús. kr. á mánuði en þau eru 95 þús..Á þessu sviði hefur Samfylkingin því mikið verk að vinna.Það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið er alltof lítið og hvergi nærri það sem Samfylkingin boðaði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband