Föstudagur, 31. ágúst 2007
"Þeir svíkja þetta"
Fyrir síðustu kosningar var mikil ólga meðal eldri borgara vegna slæmra kjara þeirra. M.a. af þeim sökum voru þeir alvarlega að íhuga sérframboð og var undirbúningur þess langt kominn þegar hætt var við
það.Ein aðalástæðan , sem eldri borgarar nefndu sem rökstuðning fyrir sérframboði var sú, að ekki væri unnt að treysta stjórnmálaflokkunum. Þeir lofuðu alltaf öllu fögru fyrir kosningar en sviku það síðan eftir kosningar.Mér þótti slæmt að heyra þetta sem fyrrverandi stjórnmálamaður á sviði sveitarstjórnarmála.Ég reyndi því að bera í bætifláka fyrir stjórnmálamennina.En nú þegar ekkert gerist i kjaramálum aldraðra rifjast upp fyrir mér fullyrðingar eldri borgara frá því fyrir siðustu kosningar: Þeir svíkja þetta allt saman.Ég vona,að þetta reynist ekki rétt.Ég vona,að stjórnmálamenn afsanni þá fullyrðingu, að þeir svíki alltaf kosningaloforðin. En þá verða þeir að láta hendur standa fram úr ermum.Það gengur heldur ekki að draga málin á langinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Eldri borgarar þurfa aðgerðir nú þegar. Það verður að bæta kjör eldri borgara strax.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Viðskiptahalli,ör skuldasöfnun og verðbólga

Sendinefndin ræddi við fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífisins og komst að þeirri niðurstöðu að þegar til lengri tíma sé litið þá séu efnahagshorfur á Íslandi ennþá góðar. Opnir og sveigjanlegir markaðir, og fagleg stjórn á náttúruauðlindum hafi gert Íslandi kleift að njóta tækifæra sem fylgt hafi alþjóðavæðingunni. En mikill viðskiptahalli, ör skuldasöfnun og verðbólga geti grafið undan stöðugleikanum, segir í tilkynningu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn endurtekur fyrri yfirlýsingar um að breytiingar verði gerðar á íbúðalánasjóði. Þar er sjóðurinn kominn út fyrir sitt verksvið. Eignarhald og fyrirkomulag á ibúðalánasjoði er pólitískt mál,sem sjóðnum kemur ekki við. Best er að hafa fyrirkomulag íbúðalanasjóðs óbreytt. Félagsmálaráðherra hefur lýst sig andvíga einkvæðingu íbúðalánasjóðs. Hún á ekki heldur að láta undan þrýstingi um að búta sjóðinn i sundur. Slíkar breytingar miða að því einu að auka gróða bankanna á kostnað húsbyggjenda.
Björgvin Guðmundsson
u
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Eldri borgarar " rændir" lífeyri?
Eldri borgari skýrði frá því á Útvarpi Sögi,að hann hefði átt 2 milljónir i frjálsum lífeyrissparnaði í banka en þegar hann ætlaði að taka þessa peninga út fékk hann ekki nema hálfa mlljón. Hitt var tekið í skatta og skerðingu Tryggingastofnunar.Svona framkoma við eldri borgara er forkastanleg. Er ljóst,að nausynlegt er að setja lög sem vernda lífeyrissparnað eldri borgar,bæði hinn hefðbundna lfeyrissparnað og frjálsan lífeyrissparnað.
Björgvin Guðmundssoí
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Eldri borgarar " rændir" lífeyri?
Eldri borgari skýrði frá því á Útvarpi Sögi,að hann hefði átt 2 milljónir i frjálsum lífeyrissparnaði í banka en þegar hann ætlaði að taka þessa peninga út fékk hann ekki nema hálfa mlljón. Hitt var tekið í skatta og skerðingu Tryggingastofnunar.Er ljSvona framkoma við eldri borgara er forkastanleg. Er ljóst,að nausynlegt er að setja lög sem vernda lífeyrissparnað eldri borgar,bæði hinn hefðbudna lfeyrissparnað og frjálsan lífeyrissparnað.
Björgvin Guðmundssoí
Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Slælegt eftrlit með erlendu vinnuafli
Í ljós hefur komið að 20 af þeim erlendu verkamönnum,sem urðu fyrir slysi í bílveltu í Fljótsdal höfðu ekki full réttindi hér á landi. Þeir höfðu ekki verið skráðir.Þetta mun ekki einsdæmi. Mikill misbrestur mun vera á því,að skráning erlendra starfsmanna sé í lagi. Eftirlitsstofnanir hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel. Þar er um að ræða Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið.Vinnumálastofnun hefur heimild samkvæmt lögum til þess að beita dagssektum ef brot eru framin og stofnunin getur einnig svipt verktaka og ráðningaraðila rekstrarleyfum ef þeir gerast brotlegir. En þessum viðurlögum hefur aldrei verið beitt. Það ríkir slappleiki í Þessu efni og þess vegna er ástandið mjög slæmt.Hér þurfa að verða alger umskipti í framkvæmdinni.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Stjórnar Mafían í Rússlandi?
Kasparov,hinn heimsfrægi rússneski skákmeistari,var á Íslandi fyrir skömmu. Lét hann hörð orð falla um Putin og ráðamenn Rússlands. Tekur hann,að Putin hafi gert Rússland að mafíuríki. Rússlandi sé í raun stjórnað af glæpamafiíu.Þetta eru hörð orð en Kasparov hefur rökstutt fullyrðingar sínar vel. Kasparov er að hugleiða forsetaframboð í Rússlandi. Sumir telja,að hann sé í lífshættu vegna mikillar gagnrýni hans á Putin. Það er sorglegt,að Rússland skuli stefna í átt til einræðis þegar vonir voru bundnar við að ríkið yrði lýðræðisriki.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 27. ágúst 2007
Verðbólga og matvælaverð langt yfir meðaltali EES
í Lettlandi eða 6,8% en minnst í Finnlandi 1,2%.Verðbólga á Íslandi var á sama tímabili 5,9%.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Ellert gefst upp í kvótamálinu
Ellert Schram hefur verið skeleggur baráttumaður gegn kvótakerfinu.En í morgun snéri hann við blaðinu á útvarpi Sögu og sagði,að ekkert þýddi að berjast lengur gegn kvótakerfinu.Baráttan hefði í raun tapast í kosningunum 2003.Þetta er mikill misskilningur hjá Ellert.Baráttan heldur áfram. Ellert hvaðst þó enn vera á móti frjálsa framsalinu
Því miður breytti Ingibjörg Sólrún um afstöðu í kvótamálinu fyrir nokkrum árum. En það er misskilningur,að liðsmenn Samfylkingarinnar þurfi að vera sammála formanninum í öllum málum. Þeir eiga að hafa sjálfstæða skoðun og berjast fyrir því sem þeir telja rétt.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Á Sturla að segja af sér?
Margir hafa verið stórorðir í málflutningi um Grímseyjarferjumálið.En það vantar alltaf niðurstöðuna. Það er: Hvað á að gera? Hverja á að draga til ábyrgðar og hvernig.
Að mínu mati ber Sturla Böðvarsson,fyrrum samgönguráðherra,ábyrgðina á öllu klúðrinu við kaup og viðgerð á notuðu ferjunni.Undirstofnanir bera ekki ábyrgðina og ekki ráðgjafar. Fyrrum samgönguráðherra ber ábyrgð á því að mörg hundruð milljónum hefur verið eytt án heimildar alþingis ( 400 millj.) Það skiptir engu í þessu sambandi hvort slikt hafi verið gert áður. Það er jafn óheimilt fyrir því.
Sturla verður að axla ábyrgð af þessu máli og segja af sér sem forseti alþingis.
Björgvin Guðmundsson
i
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Ferjumálið:Slegið úr og í
Miklar uræður eiga sér stað um ferjumál Grímseyinga. Mesta athygli vekur deila ríkisendurskoðanda og fjármálaráðherra um það hvort heimilt hafi verið að fara mörg hundruð milljónir fram úr fjárlagaheimildum.Ríkisendurskoðandi telur,að það hafi ekki verið heimilt en fjármálaráðherra maldar í móinn og telur að heimildir hafi verið fyrir hendi. Vísar hann í fjárlagaheimild um að selja hafi mátt gömlu ferjuna og kaupa nýja í staðinn.Ríkisendurskoðandi segir ,að ekki sé einu sinni búið að selja gömlu ferjuna.Formaður fjárlaganefndar,Gunnar Svavarsson,hefur tekið þátt í þessum umræðum en hann hefur ekki bætt miklu nýju við. Hann hefur slegið úr og i en ekki verið nógu ákveðinn i því að fordæma umframkeyrslu í.-Hefur hann sagt að athuga þyrfti hvort dæmi væru um það,að aðrir hefðu farið langt fram úr í svipuðum málum á undanförnum árum.Var á Gunnari að skilja,að ef mörg dæmi væru um að farið hefði verið langt fram úr áður þá væri það í lagi. En þessu er ég ósammála. Það bætir ekki brot þeirra,sem bera ábyrgð á framúrkeyrslu vegna Grímseyjarferju, að aðrir hafi gert það sama.Það ríkir algert agaleysi í rikisfjármalum hér og mun það óþekkt í grannlöndum okkar,að menn leyfi sér að eyða fjármunum umfram fjarlagaheimildir eins og hér tiðkast.
Björgvin Guðmundsson